Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUÐAGUR 20. MARZ 1981.
Undirskriftimar í Eyjum:
Hvað er að gerast innan lögreglunnar?
„Við undirritaðir bæjarbúar, 16 ára
og eldri, förum þess á leit við yður, að
rannsókn verði hafin á þvi ófremdará-
standi, sem ríkir innan lögreglunnar
hér. Orsök þessa er að um siðustu ára-
mót var lögreglumanni vikið úr starfi
án ástæðu og i framhaldi af þvi sjáum
við fram á að missa tvo aðra ágætis
lögreglumenn vegna stuðnings þeirra
við hann.
Teljum við þessa lögreglumenn
vilja halda uppi réttlæti og heiðarleika i
starfi sinu og berum fyllsta traust til
þeirra, ekki síst vegna tengsla þeirra
við iþrótta- og æskulýðsmál á undan-
förnum árum með góðum árangri.
Þvi förum við fram á það við yður
að eitthvað raunhæft verði gert til
lausnar þessa máls þar sem lög-
rcgluyfirvöld hér i Vestmannaeyjum
hafa annaðhvort ekki getu eða vilja til
að leysa það.”
JONAS
HARALDSSON
Agnar Angantýsson yf irlögregluþjónn:
Þeir sem ráðnir voru
eru hæfari en Logi
— ef ráðherra vill breyta einhverju sem við höfum
gert, þá verðum við að hætta
„Málið er einfaldlega það að tiu
menn sóltu um lögregluþjónsstöðu hér
í Vestmannaeyjum og þrir voru ráðnir.
Við teljunt að þessir þrir liafi verið
hæfari en Logi,” sagði Agnar Angan-
lýsson, yfirlögregluþjónn i Vestmanna-
eyjum, i gær. „Þarna spilaði starfsald-
ur ekki inn i, því Logi reyndist ekki
nægilega góður til þess að hann væri
tekinn fram yfir.
Logi var hins vegar ráðinn til
þriggja mánaða eftir áramótin og
stendur starf hans enn, en það rennur
út nú um mánaðamótin. Ráðuneytiö
tók á engan hátt fram fyrir hendurnar
á okkur í þvi, enda hefur þetta alll
verið gert i samráði við ráðuneytið. Eg
vil ekki tíunda kosti og galla Loga, en
ég tel hann ekk'i nægilega góðan.
Ég hef lítið um þessa undirskrifta-
söfnun að segja. Fólkið hefur rengið að
heyra söguna einhliða og það er e.t.v.
yfirvöldum að kenna. Þau hata ckki
skýrt sina hlið nægilega vel.
Ef ráðherra vill breyta einhverju,
sem við höfum gert, þá verðum við aö
hætta. Slíkt yrði þá vantraust á
okkur,” sagöi Agnar yfirlög-
regluþjónn.
-JH.
Hjalti Zóphóníasson deildarstjóri
í dómsmálaráðuneytinu:
„Verid að vinna að
því að hann verði
í starfi áfram”
„Ég veit ekki hvort rétt er að reka
svona mál í blöðum,” sagði Hjalti
/ótihóitiasson, deildarstjóri i dónis-
malaraðuneytinu, í gær. „Við erum að
reyna að vinna að lausn i málinu, sem
menn geta sætt sig við. Samningur við
Loga rennur út unt mánaðamótin, cn
verið er að vinna að þvi að hann verði i
starfi áfram.”
-JH.
TínnrOmmun
] SIGURJÓNS
Innrömmum rnyndir og mál-
verk, mikið úrval af rammalist-
um. Alrammar fyrir grafík-
myndir. Málverka- og mynda-
sala. Mikið úrval af speglum í
fallegum römmum.
Ármúla 22. - Sími31788.
rippiG
<0^°.
SKIPHOLTI 19 SfMI 29800
Þannig hljóðar texti undirskrifta-
lista sem fór af stað í Veslmannaeyjum
i fyrradag, eins og DB greindi frá i gær,
og er stílaður á dómsmálaráðherra.
Friðjón Þórðarson.
Óskar Sigurpálsson lögreglumaður
greindi frá því í DB i gær að hann hefði
sagt upp starfi sinu vegna þess að Logi
Sæmundsson fékk ekki ráðningu sem
lögreglumaður um áramót, én hann
hafði starfað í þrjú ár, sem lausráðinn
lögreglumaður í Vestmannaeyjum.
Óskar sagði að Ómar Garðarsson lög-
reglumaður Itefði einnig sagt upp.
Óeðlilegt hefði verið hvernig að málum
hefði verið staðið.
Kristján Torfason bæjarfógeti sagði
og DB i gær að Logi hefði verið laus-
ráðinn og ekki endurráðinn, en dóms-
málaráðuneytið hefði þrátt fyrir þá á-
kvörðun ákveðið að hann starfaði á-
fram. Þá kannaðist fógeti ekki við að
Ómar hefði sagt upp störfum.
Dagblaðið ræddi i gær við Agnar
Angantýsson yfirlögregluþjón i Vest-
mannaeyjum og Hjalta Zophaníasson
deildarstjóra i dómsmálaráðuneytinu,
en hann fer með mál lögreglumanna
víðsvegar um land.
-J H.
*»••**'
i
Þrefað um Helluprentsmálið ífjóra tfma og hreppsnef ndarfundur boðaður f n|
Allt upp í lof t á
borgarafundi á HelluSg^
— — tilðgur, frávísunartillögur, vantraust á fundarstjóra! ^\\ÚS'^
situr l itjórn Hrllu- Þrlr af Hmm hreppsnefndar- króna. en með r. .uðsynlegum IP* tufír »
JrS/6'ð k*ra fundar- mönnum mxltu með kaupunum i breytingum myndi verðið fara upp i k Wr4tA*J*
* U'inBr § Lrxi. husinu 't’" f*lafvheimil,: Pill i bmilljómr. 1 " V* ^ „tl 4
* nUIUnn*— I II Hreppinefnd Rangárvallahrepps I öreB „ndSvO®U
^ U kom saman lil fundar í nótt að lokn- I UUS* **,tnA\nUf|1
ta ^'oarafundinum. Voru r*dd I ,
S8SSE.I *£&&?£
f ,an'Þ'<vV _
1 c,ndt‘í|
I
, . n hafði
"Un'r^'
'rppirnj
fHa1;rs>,-.ð
-
hr*PPsnefndai
rað
?rVj0u' •< i
mahm, ' ,,fn<fu r_.;_ *ynn'"*u ai.
Fréttir Dagblaðsins af niálum á Hellu undanfarna daga.
Bjami Jónsson á Selalæk, hreppsnefndarmaður í Rangárvallahreppi:
HELLUPRENTSHÚSIÐ
HENTAR ALLS EKKI
sem félagsheimili, enda byggt sem iðnaðarhúsnæði
„Ég hef verið og er á þeirri skoðun
að Helluprentshúsið henti alls ekki sem
félagsheimili, enda byggt sem iðnaðar-
húsnæði og reist sem slíkt samkvæmt
skipulagi,” sagði Bjarni Jónsson á
Selalæk í Rangárvallahreppi i samtali
við blaðið i gær. Bjarni situr i
hreppsnefnd sem fulltrúi frjálslyndra
kjósenda og lagðist gegn tillögu um að
kaupa húsnæði Helluprents á
hreppsnefndarfundi aðfaranólt
miðvikudags.
„Það mun kosta hreppsfélagið
mikla fjármuni að breyta húsinu og
byggja við svo það geti orðið félags-
heimili og mötuneyti skólans. Ég álít
ekki brýnt að fá nýtt félagsheimili, að
minnsta kosti ælti það ekki að vera á
forgangslista yfir verkefni. Hér er verið
að þyggja íþróttamannvirki við
skólann og nærtækara að hraða þeim
framkvæmdum.”
Athygli vakli á borgarafundi um
Helluprentsmábð ,i þriðjudagskvöld að
á vegg hékk ietkning að umræddu húsi
eins og það vcrður eftir fyrirhugaðar
breytingar. Teikningin var merkt af
verkfræðistofu i október 1980, en
tillaga um að kaupa húsið og breyta i
félagsheimili kom ekki fram i hrepps-
nefnd fyrr en miðvikudaginn 11. marz.
Að sögn Bjarna Jónssonar var áður
búið að ræða málið í hreppsnefnd en
hann kvaðst ekki hafa vitað að málið
hefði verið komið á það stig að teikning
lægi fyrir.
Dagblaðið hefur undanlarna daga
sagt frá þessu deilumáli i Rangárvalla-
lireppi. i fyrri viku kom fram tillaga í
hrepsnefnd um að kaupa Helluprents-
húsið og gera að félagsheimili. 2 af 5
nefndarmönnum óskuðu eftir að
ákvörðun yrði frestað, sem og varð. í
kjölfar þess fór af stað söfnun undir-
skrifta á kröfuskjal um að halda
almennan fund um málið. Heitl var i
kolum á fundinum og hart deilt. 50
fundarmenn greiddu atkvæði með
ályktun um „afdráttarlausa andstöðu”
við hugmyndir meirihluta hrepps-
nefndar um húsakaupin, cn skoruðu
jafnframt á hreppsnefnd að kanna
möguleika á að gera húsið að
iðngörðum. 14 voru á móti tillögunni
cn aðrir fundarmenn sátu hjá eða voru
farnir heim þegar kom til atkvæða-
greiðslu. Um nótlina kom svo
hreppsnefnd saman og samþykkti
húsakaupin — gegn atkvæði Bjarna
Jónssonar.
Hreppurinn gerði kauptilboð i
húsið sem stjórn Helluprents hafði ekki
svarað síðast þegar vitað var. Talið er
að húsið og nauðsynlegar breylingar
kosti 4.6 milljónir króna, en félags-
heimilasjóður kemur til með að lcggja
fram hluta kaupverðs.
-ARH.
I-'
r:>
. SKAPA
• LAMPAR
, ... .
Þetta eru grönnu lamparnir 45 og OOsm.
ódýru, sem við höfum flutt inn frá Danmörku sl. 2 ár.
Raf
Kóp
Raftækjaverslun Kópavogs h/f
HAMRABORG 11 — KÓPAVOGI — SlMI 43480