Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 10
10 WMBIABIB ftfálsl, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hff. Æ “ Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. RKstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdknarsson. SkrKstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur Pólsson. Hönnun: Hilmar Kartsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atfli Rúnar HaNdórsson, Atli Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gteli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krlstján Már Unnarsson, Sigurður Svarrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Óiason, Ragnar Th. Sigurösson, Siguröur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóKsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieKsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjórni Síöumóla 12. Afgralðsia, áskriftadaild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti ,,. Aðalsfani bláðsins er 27022 (10 línur). Forysta DagMaðsins „Dagblaðið hefur forystu í skoðana- könnunum, og kannanir blaðsins hafa vakið gífurlega athygli. Dagblaðið hef- ur útfært skoðanakannanirnar til fleiri þátta en stjórnmála. Ástæða er til að þakka blaðinu það framtak og forystu þess í þessum efnum.” Þetta sagði Alexander Stefánsson alþingismaður í umræðum um skoðanakannanir á Alþingi á þriðjudaginn. Ekki aðeins stjórnmálamenn, heldur landsmenn allir munu nokkuð á einu máli um gildi skoðanakann- ana Dagblaðsins. Þær mættu tortryggni sumra stjórn- málamanna í fyrstu, en reynslan hefur sannað, hversu heiðarlega er að þeim staðið og hve marktækar þær eru. Dæmigerð eru ummæli Tómasar Árnasonar við- skiptaráðherra á Alþingi fyrir skömmu, þegar hann vitnaði til skoðanakönnunar Dagblaðsins, sem hann kvað hafa sýnt miklar vinsældir ríkisstjórnarinnar. Tómas var minntur á, að hann hefði ekki verið jafn- sannfærður um marktækni skoðanakanna Dag- blaðsins fyrir kosningarnar 1978. Tómas svaraði, að þá hefði Framsóknarflokkurinn verið í öldudal og hann hefði ekki viljað láta vekja athygli á fylgistapi hans. Fyrir kemur enn, að einstaka einangraðir pólitíkusar og öfundarmenn Dagblaðsins reyna að gera skoðana- kannanir blaðsins tortryggilegar. Þetta hefur hent Jón Hannibalsson ritstjóra Álþýðublaðsins. Hann lætur sig engu varða, þótt foringjar Alþýðuflokksins hafi jafnan, bæði fyrr og nú, tekið skoðanakönnun Dag- blaðsins vel. Jón þykist „stikkfrí” af þeirri afstöðu. Þar sem síðustu skoðanakannanir Dagblaðsins hafa leitt í ljós fylgistap hjá Alþýðuflokknum, lítur ritstjóri Alþýðublaðsins á það sem skyldu sína að halda uppi gagnrýni á niðurstöður skoðanakannana, gegn betri vitund. Skoðanakannanir Dagblaðsins hafa einnig leitt í ljós, að armur Geirs Hallgrímssonar í Sjálfstæðis- flokknum nýtur ekki fylgis meirihluta stuðningsmanna flokksins. Geirsmönnum í Sjálfstæðisflokknum er yfirleitt svipað farið og flestum forystumönnum Alþýðuflokksins, að þeir reyna ekki að bera brigður á þessar niðurstöður. Þó fyrirfinnast á Morgunblaðinu fáeinir öfundarmenn Dagblaðsins, sem telja sér hag í að endurbirta ruglið úr Alþýðublaðinu, ef vera mætti, að einhver færi að trúa, að Geirsmenn nytu meira fylgis en skoðanakannanir Dagblaðsins hafa gefið til kynna. Dagblaðið hefur ónáðað stjórnmálamenn í daglegri áróðursiðju sinni með því að segja landsmönnum sann- leikann um, hvernig landið liggur á hinum ýmsu tímum. Auðvitað kysi ritstjóri Alþýðublaðsins að geta hrópað upp um óvinsældir ríkisstjórnarinnar” og „stöðuga fylgisaukningu Alþýðuflokksins” án þess að þurfa að líta á staðreyndir um hið gagnstæða. Vissu- lega væri lífið aúðveldara fyrir Geirsmenn, sem hafa yfirgnæfandi meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins á bak við sig, ef þeir gætu haldið því fram, að fylgi flokksins skiptist í svipuðum hlutföllum og þing- flokkurinn milli armanna. Eins og í almennum frétta- flutningi sínum raskar Dagblaðið með skoðanakönn- unum ró valdsmanna og ónáðar við þá iðju, sem þeir helzt vildu sinna.Geðveikiköst í Alþýðu- og Morgun- blaðinu annað veifið út af skoðanakönnunum Dag- blaðsins orsakast af þessu. Þau byggjast á útúr- snúningum, sem tilefnislaust er að svara. Þingmenn munu, vegna reynslunnar af skoðana- könnunum Dagblaðsins, nokkuð sammála um, að ekki sé stætt á að setja reglur, sem leggi hömlur á skoðana- kannanir. Margir, sem fyrrum gagnrýndu kann- anirnar, telja nú ástæðu til að þakka Dagblaðinu fram- tak og forystu í þessum efnum. ________________________DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981. Gjörbreytt utanríkisstefna ísraels ef Verkamannaflokkurinn sigrar í þingkosningunum: „Stefna okkar er nær almenningsálitinu” — segir Abba Ebanf sem yrði líklega utanríkisráðherra á nýjan leik í stjórn Verkamannaf lokksins m Abba Eban ásamt Richard Nixon, þáverandi Bandarikjafoneta. Liklegt er nú talið, að Eban verði á ný utanríkisráðherra ísraels. Sigur Verkamannaflokksins í þing- kosningunum í ísrael 30. júní næst- komandi mundi hafa í för með sér mjögumtalsverðarþreytingar á utan- ríkisstefnu ísraels að því er fyrrum utanrikisráðherra Israels, Abba Eban segir. Meginbreytingin fælist í því að horfið yrði frá þeirri stefnu Mena- chem Begins forsætisráðherra, að ísrael eigi til frambúðar að ráða ríkj- um á hinum hertekna vesturbakka og Gaza-svæðinu. Þó að fylgi Verkamannaflokksins hafi talsvert minnkað í undanförnum skoðanakönnunum, þá er almennt reiknað með að næsta ríkisstjórn í fsrael verði undir forsæti Verka- mannaflokksins og reiknað er með að dr. Eban yrði utanríkisráðherra i slíkri stjórn. Hann segir, að stefna Verkamannaflokksins í utanríkis- málum sé gjörólik stefnu Likud- bandalagsins. ,,Ég veit ekki um neina þjóð,” segir dr.Eban, „þar sem tveir helztu stjórnmálaflokkarnir hafa svo gjör- ólíka stefnu varðandi grundvallar- atriði utanríkismála. Þeirra stefna byggist á áframhaldandi stjórn ísraels yftr öllum Palestjnumönnum á vesturbakkanum og Gaza. Stefna okkar er sú, að fsrael fari ekki með stjórn þarna til frambúðar og það er ekkert aukaatriði í stefnu okkar. Þetta er spurning um grund- vallaratriði sem hefur mjög mikla stjórnmálalega þýðingu,” segir dr. Eban. Eins og Likud-bandalagið þá er Verkamannaflokkurinn andsnúinn því að stofnað verði ríki Palestínu- manna á vesturbakkanum og Gaza- svæðinu en Verkamannaflokkurinn vill fá þetta landsvæði Jórdaníu í hendur, sem réð yfir vesturbakk- anum fyrir sex daga stríðið 1967. Þeir sem gagnrýna þessa stefnu Verkamannaflokksins benda á að bæði Palestínumenn og Hussein Jórdaníukonungur haft hafnað þessari stefnu. En dr. Eban svarar því til að tilboðið eigi að standa engu að síður. „Jórdaníumönnum mundi reynast erfitt að neita ef fsraelsmenn byrjuðu Eban telur, að Palestinuarabar ættu mun auðveldar með að sætta sig við stefnu Verkamannaflokksins en Likud-bandalagsins. að láta stór landsvæði af hendi,” segir hann, ,,og stefna okkar er lík- legri til að ná til fólks sem býr gegn vilja sínum undir stjórn fsraels heldur en stefna, sem segir þessu fólki að þannig muni þetta verða um alla framtíð. Að minnsta kosti mun sú stefna okkar að láta landsvæði af hendi færa okkur mun hær al- menningsáliti heimsins. Jafnvel þessi stefna okkar felur í sér bil á milli okkar og margra vina okkar en bilið er að minnsta kosti mun minna en ella,” segir dr. Eban. Utanríkisráðherrann fyrrverandi kennir stefnu flokks síns við mála- miðlun og á þá við að ísrael haldi nokkrunt mikilvægum svæðum, eins og Jórdandalnum, svæðinu suðaustur af Jerúsalem og hinum arabíska austur- hluta Jerúsalem. Dr. Ebah segir Verkamannaflokk- inn fúsan til að semja við sérhvern þann leiðtoga Palestinumanna, sem vilji lifa í friði gagnvart riki gyðinga. En Verkamannaflokkurinn er sama sinnis og Likud-bandalagið um að r Um skólamál í Kópavogi Skólamálin i Kópavogi hafa verið til umræðu í allmörg ár. Nú er sú umræða komin á opinberan vettvang. Sjáifsagt er að deilt sé um svo mikilvæg mál og það hart á stundum. En um hvað snýst deilan? Menntaskóli — framhaldsskóli Um árabil hefur staðið til að setja á stofn framhaldsskóla í Kópavogi og hefur þá helst verið hugað að skóla með fjölbrautasniði. Nú um nokkur ár hefur verið starfræktur vísir að fjölbrautaskóla undir stjórn skóla- stjóra Víghólaskóla, sem annars er grunnskóli 7.-9. bekkjar. í Víghóla- skóla hafa verið starfræktar þrjár tveggja ára brautir, uppeldis-, heilsugæsiu- og viðskiptabraut. Námsefni brautanna hefur verið sam- ræmt námsefni annarra fjölbrauta- skóla og nú á þessu skólaári hefur á- fangakerfi verið tekið upp og samræmt við Ármúlaskóla í Reykja- vík. Það er flestum ljóst að við svo búið verður ekki unað lengi. Nauðsynlegt er að fjölbrautaskóli verði stofnaður formlega og honum skapað svigrúm í skólakerfinu. f Kópavogi er einnig Menntaskólinn í Kjallarinn Abert Ðnarsson Kópavogi, og er hann starfræktur í lánshúsnæði frá grunnskólanum, þ.e. í Kópavogsskóla. Hugmyndin var, þegar Menntaskólinn kom, að honum yrði reist hús á miðbæjar- svæðinu, en sú hugmynd er blessunarlega dauð enda þótt með því hafi hnífurinn verið settur í kúna þar sem hann stendur enn. Að baki hug- myndanna um fjölbrautaskóla í Kópavogi lá sjálfsagt, að Mennta- skólinn sameinaðist því sem fyrir er af fjölbrautakennslu í bænum, en starfaði ekki við hliðina eins og tæknivæddur latínuskóli. Enn hefur. ekkert orðið af stofnun fjölbrauta- skóla og Menntaskólinn er á sama stað. 1978 var gert tilhlaup til að ýta framhaldsskólamálinu áfram og sett niður sérstök framhaldsskólanefnd. Hún skilaði skýrslu í des. 1979. Þar er framhaldsskólamálinu snúið upp í húsnæðisvandamál Menntaskólans í Kópavogi og miklu púðri eytt i að rökstyðja ferðalag sem Mennta- skólanum er ætlað að fara í innan- bæjar i Kópavogi. Sem sagt, átti að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.