Dagblaðið - 20.03.1981, Síða 9

Dagblaðið - 20.03.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981. REUTER Khomeini segist hress Vegna stöðugra frétta um að Aya- tollah Khomeini trúarleiðtogi í íran, sé alvarlega sjúkur hefur hin opinbera íranska fréttastofa PARS sent út mynd af leiðtoganum þar sem segir að Khom- eini sé hinn hressasti og sjálfur mót- mælir hann fréttum um bágborið heilsufar sitt. Dayan iser- framboö Moshe Dayan, fyrrum utanrikisráð- herra fsraels, hefur ákveðið að bjóða sig fram utan Verkamannaflokksins í þingkosningunum 30. júní nk. Þessi ákvörðun Dayans er mikið áfall fyrir Verkamannaflokkinn, sem talinn var eiga möguleika á að vinna hreinan meirihluta í þingkosningunum. Alvarlegustu átök í Póllandi síðan verkföllin hófust f fyrra: Lögregluliði beitt gegn pólskum bændum Félagar í Einingu í borgunum Torun og Grundzaiadz í Norður- Póllandi hótuðu í morgun verkfalli vegna atburðanna í nágrannaborg- inni Bydgoszcz í gær, þegar lögreglan réðst gegn 25 bændum þar og barði á þeim. Leiðtogi Einingar, Lech Walesa, og öll framkvæmdanefnd Einingar, voru væntanleg til Bydgoszcz í dag. Talsmenn Einingar segja að íhlutun lögreglunnar í gær sé án fordæmis eftir að verkfallsaðgerðirnar í Pól- landi hófust í júlí í fyrra. Um 200 lögregiumenn réðust inn í byggingu Kommúnistaflokksins í Bydgoszcz og fjarlægðu bændur sem þar hafa verið í setuverkfalli að undanförnu til að leggja áherzlu á kröfur sínar um að fá að stofna sjálf- stæð verkalýðsfélög. í yfirlýsingu frá aðalstöðvum segir að deilan í Bydgoszcz hafi verið leidd til lykta með sviksamlegum hætti. Lögreglan skipaði fyrst öllum bændunum að yfirgefa bygginguna. Einn af leiðtogum bændanna, Jan Rulpwski, mótmælti því að byggingin hefði verið tekin á ólöglegan hátt en hátalari sem hann talaði í var þá rif- inn úr sambandi og lögregluliðið ruddist inn. Bændurnir sungu pólska þjóðsönginn meðan lögreglan ruddi salinn. Bændurnir voru reknir út í garð fyrir aftan bygginguna „Þar vorum við barðir og hendur okkar bundnar. Þegar okkur var ýttí áttað hliðinu sáum- við að Rulewski lá á jörðunni,” sagði einn bændanna. Talsmenn Einingar segja að Rul- ewski hafi verið fluttur á sjúkrahús ásamt nokkrum mönnum öðrum. Hin opinbera PAP fréttastofa Pól- lands segir talsvert öðruvisi frá at- burðunum og getur þess ekki að til alvarlegra átaka hafi komið. Pólskir verkfallsmenn mótmæla 3. október I fyrra. Átökin I gær eru þau fyrslu sem hafa orðið milli lögreglu og verk- fallsmanna síðan verkföllin hófust I júlí I fyrra. Michael Kennedy, 24 ára gamali sonur Roberts Kennedy, gekk I hjónaband síðast- liðinn laugardag. Gekk hann að eiga jafnöldru sína, Vicky Gifford, sem er dóttir þekkts fótboltakappa, Frank Gifford. Brúðkmip hjá Kennedyfjöl- skyldunni Það var að sjálfsögðu mikið um dýrðir er' brúðkaup var haldið í Kennedy fjölskyldunni um daginn. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman fyrir framan kirkju heilags Ignatiusar Loyola í New York og mikil fagnaðar- læti brutust út þegar öldungadeildar- þingmaðurinn frá Massachusetts kom á staðinn í „Límúsínu” ásamt dóttur sinni, Cara. Skömmu síðar birtist fyrr- verandi eiginkona hans, Joan. Hún kom í leigubíl ásamt sonunum Patrick og Ted yngri. Þetta er í fyrsta skipti sem Edward Kennedy og Joan sjást saman • eftir• að þau skildu, 20. janúar síðastliðinn. Taugaóstyrkastur allra meðan á athöfninni stóð var sýnilega faðir brúðarinnar. Hann ætlaði að kyssa dóttur sína gegnum brúðarslörið áður en hann sleppti henni til Michaels. Ekki tókst þó betur til en svo að slörið var næstum dottið af brúðinni. Meðal þeirra sem viðstaddir voru athöfnina má nefna móður brúðgumans, Ethel. Einnig voru þau Karólina og John, börn Johns F. Kennedy, hins látna forseta, mætt svo og Kennedy systurnar, Patricia Lawford og Eunice Shriver. Af ókunnum ástæðum mætti Jackie Onassis hins vegar ekki, en hún hafði þó boðað komu sína. Móðir Kennedy- bræðranna, Rose, gat ekki heldur mætt vegna heilsubrests. VIAWB ! *******

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.