Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 24
Forráðamenn Iðunnar benda fræðsluráði á ÓLÖGLEGAUÓS- RfTllN NÁMS6ÓKA -danskaríkiðvarð að greiða útgef- endumoghöf- undum 10 millf- ónirískaðabætur vegna hliðstæðrar Ijósritunar Forráöamenn bókaútgáfunnar Iðunnar hafa skrifað fræðsluráði Reykjavíkur bréf og lýst áhyggjum vegna „ólögmætrar ljósritunar úr námsbókum” frá Iðunni á vegum skólanna í borginni. Fræðsluráð vísaði erindinu til mennta- málaráðuneytis til umsagnar og er beðið eftir svari ráðuneytismanna. „Þess eru dæmi að skólar láti ljós- rita heilu kaflana úr námsbókum án leyfis okkar eða höfunda, jafnvel úr nýútkomnum bókum, sem eru auðfá- anlegar á markaðnum,” sagði Sigurður Ragnarsson, skrif- stofustjóri hjá Iðunni, í samtali við blaðið. „Fullkomin ljósritunartæki eru komin í opinberar stofnanir og auðvelt að koma þessu í kring, en við viljum vernda rétt útgáfunnar og höfundanna. Við förum fram á að fræðsluráð kynni skólainönnum þær reglur sem í gildi eru og stemmi stigu við þessu.” Ólögleg fjölritun fer í taugar á út- gefendum víðar en á íslandi. Vanda- málið er vel þekkt erlendis og þykir ekki ósvipað og ólögleg dreifing kvik- mynda á video-spólum — sem jafn- vel gætir hérlendis nú orðið. Það vekur athygli í þessu sambandi að fulltrúar danska ríkisins viðurkenndu á sig skömmina og ákváðu að greiða útgefendum og höfundum 10 milljón danskar krónur i skaðabætur fyrir ólöglega fjölritun opinberra starfs- manna í skólakerfinu. Tókst um það samkomulag aðila og með því viður- kenndi ríkið ólögmætt athæfi starfs- mannanna. -ARH. J Fjölmenni hjá Ellu Magg og félögum Forvitnir borgarbúar fíykktust á Hótel Borg, er hljómsveit Ellu Magg kom I hljómsveitarmanna vakti ekki síóri athygli en tónlistin og hneyksiuóust þar fram i fyrsta skipti i gærkvöld. Á dagskránni var meðal annars suður- nokkrar smásálir aó sjálfsögðu. Á myndinni er væntanlega Eiia Magg sjáifá- búigarskt sýrurokk, sem að sögn hljómsveftarmanna hefur mjög verið að samt söngvara sve'rtarinnar, honum Jóni Sigvalda. ryðja sór til rúms innan veggja sveitarinnar að undanförnu. — Klæðnaður \ DB-mynd: Sigurður Þorri.i é ' ' ' Ekki tekizt dögum saman að ná í mjólk til bænda: VETUR KONUNGUR ENN- ÞÁ ÞUNGUR Á BRÚNINA —mesta fannkyngja vetrarins víða um land Vetur konungur gerir lands- mönnum enn gramt í geði og lætur fúllyndar lægðir hvína yfir hausa- mótum réttlátra jafnt sem ranglátra. í áhlaupinu síðustu daga hefur kyngt niður meiri snjó víða á landinu en áður í vetur og jafnvel meiri en síðustu ár. Þannig sagði Kristinn Jónsson hjá Vegagerðinni á ísafirði að þar um slóðir væri meiri snjór en komið hefur síðustu 3—4 árin. Vegurinn frá ísafirði til Bolungarvíkur og Súða- víkur var opnaður i gær, en allir heiðarvegir á norðanverðum Vest- fjörðum voru lokaðir og ekkert reynt að moka þá — enda hvassviðri og skafrenningur. Mjólk var sótt til bænda siðast á mánudaginn og aðkallandi að nálgast mjólkina sem 'fyrst. Bjarni Sigurðsson vegaeftir- litsmaður á Akureyri sagði að vegurinn til Dalvíkur hefði verið opnaður í gær og einnig að opnazt hefði yfir Holtavörðu- og Öxnadals- heiðar. Mánárskriður við Siglufjörð voru ófærar en reynt að opna í gær. Ekkert var reynt við Múlaveginn til Ólafsfjarðar. Fært var frá Akureyri að Laufási á Svalbarðsströnd á jeppum og stórum bílum, en þaðan ófært til Grenivíkur og Húsavíkur. Leiðin verður opnuð i dag, ef veður leyfir. í gær var mokað á vegum út frá Húsavík og framhald fyrirhugað i dag. Mjólkurflutningar voru erfiðleikum bundnir í vikunni á svæði Mjólkursamlags KEA á Akureyri. Á mörgum bæjum í Svarfaðardal var síðast tekin mjólk á laugardaginn og sömu sögu er að segja um Höfðahverfi og Fnjóskadal. Helgi Gíslason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Egilsstöðum, sagði að i gær og á miðvikudag hefði enginn hætt sér út á vegi, enda blind- bylur. Allir vegir lokuðust og í gær var snjó rutt af vegum næst Egils- stöðum. Næsta verkefnið var Fagridalsvegur til Reyðarfjarðar og vegimir til Seyðisfjarðar og um Oddsskarð til Neskaupstaðar. „Snjórinn er með mesta móti í vetur núna, en okkur blöskrar þetta ekki. Við höfum oft séð það svartara hér,” sagði Helgi Gíslason. -ARH. frfálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 20. MARZ1981 „Leynisamn- ingurinn” fékkst ekki ræddur” „Frétt Dagblaðsins um samkomulag stjórnarflokkanna hefur verið iesin fyrir mig. Ég staðfesti að allt, sem þar er eftir mér haft er rétt eftir haft.” Þessi ummæli Finnboga Hermanns- sonar, varaþingmanns Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum, las Sighvatur Björgvinsson upp utan dagskrár á þingi i gærog óskaðiþessað fá utan dagskrár að beina nokkrum spurningum til Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, út af ummælum Finnboga um „leynisamning” stjórnarflokkanna. Sverrir Hermannsson forseti neðri deildar kvaðst hafa haft samráð við Steingrím um beiðni Sighvatar. Stein- grímur teldi að það mál sem ummæli Finnboga vörðuðu og Sighvatur óskaði að ræða utan dagskrár hefði fengið svo mikla umræðu utan dagskrár á Alþingi sl. þriðjudag að frekari umræðum yrði að hafna. í simtali sem Sighvatur átti við Finn- boga, þar sem hann staðfesti ummæli sín í Dagblaðinu, itrekaði Finnbogi að hann teldi „ótvirætt að Alþýðubanda- lagið geti stöðvað þessar framkvæmd- ir (þ.e. byggingu flugskýla á Kefla- víkurflugvelli) með tilvísun til sam- komulagsins um að engar meiri háttar ákvarðanir verði teknar af ríkisstjórn- inni nema með samþykki allra aðila stjórnarsamstarfsins.” -A.St. Lögreglumálið á Ólafsfirði: Dómsmála- ráðuneytið leitar lausnar „Málið er í skoðun í dómsmálaráðu- neytinu,” sagði Hjalti Zóphóníasson deildarstjóri í ráðuneytinu í gær, er DB spurðist fyrir um mál lögreglumannsins og bæjarfógetans á Ólafsfirði. „Verið er að reyna að finna lausn á málinu sem báðir aðilar geta sætt sig við. ” Eins og DB hefur greint frá leysti bæjarfógetinn á Ólafsfirði lögreglu- varðstjóra staðarins frá störfum og bar a hann ýmsar sakir. Lögregluvarðstjór- inn hefur borið þessar sakir af sér í greinargerð til dómsmálaráðuneytisins. _________________-JH. Vigdísheim- sækirÓlafV. Noregskonung Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands fer i opinbera heimsókn til Noregs 21.—23. október nk. í boði Ólafs Noregskonungs. DB skýrði frá því mið- vikudaginn 4. marz sl. að þessi ferð væri fyrirhuguð skv. fréttum í norskum blöðum, en þá var nýlega lokið sögu- frægri heimsókn forseta íslands til Danmerkur. Að afstaðinni opinberu heimsókn- inni í Noregi mun Vigdís dveljast þar- lendis í einkaerindum tvo daga til viðbótar. -ÓV. diet pepsi MINNA EN EiN KALÓRÍA í FLÖSKU Saniltis

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.