Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981. Fjöleign hf. Símanúmerið er 28622. Opið virka daga kl. 2—6 e.h. Einbýfíshús - radhús óskast á leigu á Seltjarnarnesi, í vesturbæ eða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Vinsamlegast hringið í síma 12902. Verzlunarmannafélag Suðurnesja: Allsherjar atkvæðagreiðsla Stjórn og trúnaðarmannaráð Verzlunarmannafélags Suðurnesja hafa ákveðið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör, stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir starfsárið 1981. Framboðslistum skal skila til formanns kjörstjórnar, Matta Ó. Ásbjörnssonar, Hringbraut 95, Keflavik, eigi síðar en kl. 24.00 mánudaginn 23. marz 1981 Kjörstjórn. Aðatfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Borgartúni 18, laugardaginn 21. mars n.k. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lögð fram tillaga um breytingu á 14. gr. samþykkta fyrir Sparisjóð vélstjóra. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra föstudaginn 20. mars í afgreiðslu sparisjóðsins að Borgartúni 18 og við innganginn. Stjórnin. Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar í tjónsástandi: Fíat 132 árgerð 1980. Cortina 1300 árgerð 1979. Austin Mini árgerð 1974. Volvo 144 árgerð 1971. Daihatsu Charade Runabout árgerð 1980. Vauxhall Chevette árgerð 1977. Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 21. marz frá 1—5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu, Lauga- vegi 103 fyrir kl. 5 mánudaginn 23. marz. Brunabótafélag íslands Veðurathugunarmenn Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst í lok júlímánaðar 1981. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsyn- legt er, að a.m.k. annar þeirrá kunni nokkur skil á með- ferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samvizkusemi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borizt Veðurstofunni fyrir 15. apríl nk. Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri áhalda- deildar Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9 Reykjavík. I Erlent Erlent Erlent 8 Stjórn Reagans biður þingið að afnema vopnasölubann: Vilja senda vopn tilAngáa, Argen- tíhu og Pakistan Ríkisstjórn Bandaríkjanna fór þess á leit við Bandaríkjaþing i gær að afnumin yrðu lög sem banna aðstoð Bandaríkjanna við uppreisnarmenn í Angóla. Einnig fór stjórn Reagans fram á breytingu á lögum þannig að heimiluð yrði vopnasala Bandaríkj- anna til Argentínu og Pakistan á nýjan leik. Umdeildásta atriðið er án efa beiðni stjórnarinnar um afnám laga frá 1976, sem banna aðstoð við uppreisnarmenn í Angóla. Alexander Haig utanríkisráðherra sagði á fundi með utanrikismála- nefnd öldungadeildarinnar að þessi lög væru ónauðsynleg takmörk á valdsviði forsetans, sem væri fullfær um að bera ábyrgð á ákvörðunum sinum. Jonas Savimbi, leiðtogi hreyfingar sem berst fyrir fullu sjálfstæði Angóla og nýtur til þess stuðnings frá Suður-Afríku, er væntanlegur i einkaheimsókn til Bandaríkjanna í næstu viku, að því er opinberir embættismenn í Washington segja. Áður en fyrrnefnd lög voru sett höfðu Bandarikin veitt frelsishreyf- ingu Savimbis, UNITA, leynilegan stuðning í borgarastríðinu þar. Sovétríkin studdu hins vegar hina marxisku hreyfingu MPLA. Her- sveitir frá Kúbu voru sendar til Angóla og með þeirra aðstoð komst hreyfing MPLA til valda. Jafnframt fór stjórn Ronalds Reagan fram á heimild þingsins til að selja vopn til Argentínu og Pakistan. Bannið við vopnasölu til Pakistan er frá 1977 og hefur vopnasala þangað ekki verið heimiluð nema fyrir liggi sannanir pakistanskra stjórnvalda um að þau muni ekki smíða kjarn- orkuvopn eða aðstoða aðrar þjóðir við að gera það. Pakistan hefur neitað að leggja fram slíkar sannanir. Bandarískir embættismenn segja að Reagan vilji nú láta Pakistönum vopn í té vegna hernaðarumsvifa Sovétríkjanna í Afganistan. Bandarískar herþyrlur yfir pýramídunum í Egyptalandi á síðastliðnu ári. Hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við ýmis stuðningsriki þeirra mun sýnilega aukast til mikilla muna undir stjórn Ronalds Reagan. Italskir karlmenn eyða 25 imlljörðum á árí á vændishúsum ítalskir karlmenn eyða árelga um Það er álíka mikið og italska þjóðin þrisvar sinnum meira en hún fer með í 25 milljörðum króna i vændishúsum. eyðir í mjólk, ost og egg á einu ári og bækurogblöð. Það er franski rithöfundurinn Sauvage sem heldur þessu fram. Hún hefur skri'fað bók um vændi á Ítalíu og rannsóknir hennar við undirbúning bókarinnar leiddu þetta í ljós. Um síðustu helgi talaði hún á fundi kvenna- samtaka sem krefjast þess að heimild- armynd um vændi verði sjónvarpað í Ítaíu eins og fyrirhugað hafði verið. Hætt var við sýninguna á síðustu stundu. „Það er ekki verjandi að hætta við sýninguna,” sagði Sáuvage, ,,en það er skiljanlegt að ýmsir séu sýningunni andsnúnir þar sem 38 prósent allra karlmanna sækja vændishús að staðaldri og halda eftir af kaupi sínu til þeirra nota án þess að eiginkonan fái um það að vita.” Dauði slökunar- stefnunnar erekkiopinber Bandaríkjastjórn hefur fullvissað stjórn V-Þýzkalands um að sú full- yrðing ónafngreinds háttsetts embættismanns Bandaríkjastjórnar um að slökunarstefnan sé dauð, sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar. Ætlaði CIA að myrða Machel? Bandariska leyniþjónustan CIA ætlaði að láta myrða Samora Machel, forseta Mosambik, og greiða þannig fyrir þyltingu í landinu, sem nyti stuðnings hvítu minnihluta- stjórnarinnar í Suður-Afriku. Þessu hélt upplýsingamála- ráðherra Mosambik, Jose Cabaco, fram á bláðamannafundi um síðustu helgi, aðeins nokkrum dögum eftir að sex Bandaríkjamönnum var vísað úr landi í Mosambik, sakaðir um njósnir. Cabaco heldur því fram að njósnarar CIA hefðu lagt á ráðin um fjölmörg morð í landinu og meðal þeirra sem hefði átt að myrða væri Samora Machel, forseti. Samora Machel. Ætlaði CIA að ryðja honum úr vegi?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.