Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981. Hálf mánaðarlaunin fóru í kaup á bamavagni en... Sex mánuðum síðar er hann kolryðgaður —en verzlunin neitar að bæta skaðann Heiðraða Neytendasiða. Nú er raér nóg boðið! Mér er spurn, hversu lengi getur það viðgengizt að neytandinn standi ber- skjaldaður gagnvart kaupmanninum varðandi pretti í viðskiptum? Þar á ég við, hvort taka eigi því með þögn og þolinmæði, ef borin er fram kvörtun við kaupmann vegna stór- gallaðrar vöru, fái neytandinn hurðaskell á fésið ásamt þeim huggunarorðum að ill meðferð hafi orsakað þennan skaða. Þannig er að ég keypti i verzluninni Vörðunni, fyrir ná- kvæmlega sex mánuðum síðan, Silver Cross barnavagn. Eins og margir vita er þetta merki auglýst sem gæðavara og verðið í samræmi við það, að sjálfsögðu. Þetta hef ég ekki rengt þar til nú. Vagninn byrjaði strax að ryðga og er nú kolryðgaður eftir sex mánuði. Ég vil taka það sér- staklega fram að vel hefur verið hugsað um vagninn, þannig að illri meðferð er hér ekki um að kenna, enda er ærin ástæða til að fara vel með hlut sem kostar hálf mánaðar- laun. 111 meðferð — ekki bónaður nóg Er ég kom til fundar við eiganda verzlunarinnar og bar upp raunir mínar, var allt og sumt sem hann hafði að segja: 111 meðferð, ekki bónaður nóg. Mér er spurn, þarf Silver Cross barnavagn meiri umhirðu en aðrar gerðir? Þarf kannski að bóna hann á morgnana, skrúbba hann upp úr sápuvatni á há- degi og þvo hann í þvottavélinni á kvöldin. Án alls gamans þá fannst mér viðtökur eigandans svo neikvæðar, að ég get ekki varizt að leiða hugann að því hvort við neytendur stöndum ekki feti framar nú en á dögum dönsku einokunarinnar, þegar hin frægu orð „Mældu rétt, strákur” voru sögð. Við höfum að visu Neytenda- samtök, sem því miður eru mjög vanmáttug. Ég vil að lokum taka það fram að undanfarna mánuði hefi ég keypt í Vörðunni 2 barnamatarstóla, hoppstól, bílstól, barnarúm, barna- leikgrind, leikföng ásamt þessum for- láta Silver Cross vagni. Ég hef einnig mælt með þessari verzlun við vini og kunningja, ef ég hef verið spurð álits. Er ég nefndi þetta við eigandann hlustaði hann ekki á mig. Hefur sennilega hugsað með sér: „Einn kúnni til eða frá, hverju skiptir það, nógir samt.” Sá tími er að vísu liðinn að lands- menn féllu úr hor sökum einokunar- kaupmanna, en álit mitt á rétti neyt- enda hefur hríðfallið. Ég beini orðum mínum til hins almenna neytanda. Myndir þú sætta þig við þessi málalok (sama hver Barnavagninn sem Guflrún keypti fyrir sex mánuðum. Stálifl er nú allt ryðgað og kaupmaðurinn kennir um illri meðferð sem Guðrún vill ekki kannast við, enda telur hún æskilegt að farið sé vel með hluti sem kosta hálf mánaðarlaun. DB-mynd Sig. Þorri. varan er)? Að síðustu væri mjög athyglisvert að fá um það vitneskju hjá vagneigendum hver þeirra reynsla sé af endingu barnavagna sinna. Nefna þá gjarnan tegund, verð, endingartíma og meðferð. Þetta kæmi sér vel fyrir verðandi mæður og gæti kannski létt þeim valið á barnavagni sínum. Guðrún Finnsdóttir, 3238—9600. „Getur ekki verið um galla að ræða” — segir Amgrímur Ingimundarson eigandi Vörðunnar „Ég vil nú fyrst segja að það eru ósannindi að ég hafi tekið illa á móti þessari konu. Okkur dettur ekki i hug að taka illa á móti fólki, hvorki mér né dætrum mínum sem afgreiða í verzluninni,” sagði Arngrímur Ingi- mundarson eigandi verzlunarinnar Varðan er við spjölluðum við hann um bréf Guðrúnar. ,Hún kom með þessa grind til okkar, við skoðuðum hana og komumst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um galla að ræða. Þessir vagnar eru framleiddir i stórri verksmiðju og ég hef séð það sjálfur að hver hlutur er unninn sér þannig, að það er óeðlilegt að ryð komi jafnt yfir allt krómið. Ef hins vegar ryð hefði komið i eitt stykki í grindinni gæti verið um galla að ræða. Ég vil taka það fram að ég sagði ekki við Guðrúnu að illri meðferð væri um að kenna. Þannig tökum við ekki til orða við okkar viðskiptavini. Hins vegar benti ég henni á, að mjög slæmur vetur hafi verið í vetur, mikið salt og tjara á götum sem færi illa með allan málm. Silver Cross fyrirtækið er hundrað ára gamalt og það er viðurkennt fyrir gæðavöru. Auðvitað verður að þrífa þessa vagna eins og allt annað. Ég efast um að nokkur maður færi á splunkunýjum bíl út á saltaðar götur án þess að bóna hann. Afgreiðslufólk okkar hefur bent viðskiptavinum á að bóna vagnana og ennfremur fylgir með þeim leiðar- vísir. Við treystum okkur ekki til að bæta þessa grind þar sem við teljum að hér sé ekki um gallaða vöru að ræða. Guðrúnu er síðan að sjálf- sögðu í sjálfsvald sett hvort hún leit- ar til Neytendasamtaka eða fær sér lögfræðilega aðstoð. Svo er annað mál að ef um gallaðan hlut er að ræða og við sendum hann til fyrirtækisins erlendis, þá er svo mikið mál að fá vöruna til baka án þess að tollurinn heimti sitt, að það er nánast útilokað að standa í því. Núna eru yftr hundrað prósent tollar af barna- vögnum og vissulega kemur þetta niður á neytendum,” sagði Arngrímur Ingimundarson eigandi Vörðunnar. -ELA. Hvernig á að koma í veg fyrir að vagninn ryðgi? Varízt kulda, salt og tjðru — þurrkið af vagninum af og til — krómhreinsir ætti að ná af ryðblettum Neytendasíðan leitaði álits hjá manni nokkrum, sem ekki vildi láta nafns sins getið, um ryðið í barna- vagni Guðrúnar. Þess skal ,getið að maður þessi hefur allnokkurt vit á stáli. Hann sagði það afar ótrúlegt að stál sem ryðgaði væri vegna galla. Hins vegar sagði hann að ef um flögnun væri að ræða á krófninu þá væri skilyrðislaust um galla að ræða. Hann benti okkur einnig á að á bensínstöðvum fengist sérstakur krómhreinsir og yfirleitt væri hægt að ná ryðblettum af stáli með þeim hreinsi. Þá sagði hann að eins og á krómi á| bílum þyldi stálgrind barnavagnsins illa kulda, salt og tjöru.,Eina ráðið til að koma i veg fyrir ryð væri þess vegna að þurrka af króminu af og til. Þá væri slæmt að geyma barnavagna í kaldri geymslu. Alltaf ætti að þurrka vagninn ef hann blotnar. Og að siðustu má benda á að ef vagninn stendur mikið í sól getur áklæði hans upplitazt. - ELA Rafmagnsreikn- ingur yfir 1500 kr. „Útkoman á matarreikningi er „eðlilegri” núna en í janúar (636 kr. nú á mann en var 277 í jan.), enda var keypt í stórum pakkingum i febrúar og hækkaði það töluna mikið. Um liðinn „annað” er lítið að segja. Hann er hár eins og venjulega. Hæst ber rafmagnið, 1.530 kr„ fatnaður 772 kr„ kostnaður við húsið 750 kr. auk annarra nauðsynja. Hvar er hægt að læra bókband eða fá kennslubækur um það? Kveðja, húsmóðir fyrir norðan.” Aths. Ef einhver af lesendum okkar getur upplýst húsmóðurina og aðra um bókbandskennslu eru slíkar upplýs- ingar vel þegnar. Eins og Guðrún bendir á i bréfi sfnu er sérstök ástæða til að fara vel með hlut sem kostar hálf mánaðarlaun. Dýrasta tegund Silver Cross barnavagna kostar núna rúmiega það eða á fimmta þúsund krónur. Það er þvi ærin ástæða til að hirða vagninn vel, láta hann ekki standa úti í kulda í lengri tima, ekki i kaldri geymslu og þurrka af honum ef hann blotnar. DB-mynd Hörður. Raddir neytenda Heimilis- bókhaldið nauð- synlegt . „Þá er seðill númer tvö frá mér kominn til skila. Mikið óskaplega er mikill munur að sjá í hvað aurarnir fara,” segir m.a. í bréfi frá „bara húsmóður” sem búsett er í kauptúni á Suðurlandi. „Það er alveg nauðsynlegt að hafa bókhaldið. Það fer allt á blað, sem ég kaupi. Maturinn er tæplega 350 kr. á mann. Liðurinn „annað” er geysihár eða 4.423 kr. í þeim lið er líka af- borgun af borðstofuborði og lita- sjónvarpi, fatnaður á útsölu, fram- köllun á filmu, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert bensín var keypt í mánuðin- um. Þakka fyrir góða síðu.” Þessi húsmóðir sendi okkur einnig „vikuseðlana”. Fleiri hafa gert hið sama, en rétt þykir að taka fram að við þurfum ekki á þessum seðlum að halda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.