Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981. 7 „Skipulag á Selási og Ár- túnsholti getur samræmzt mismunandi valkostum” —segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Boigarskipulagsins „Við mótun íbúabyggðar er nauð- synlegt að hafa stöðuga yfirsýn yfir fjölda þátta, sem taka verður tillit til á hverjum tíma,” sagði Guðrún Jóns- dóttir, forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavikur, i viðtali við DB. „Um sum grundvallaratriði, sem skipulagsmál varða, kann að liggja fyrir naestum því full vitneskja, til dæmis landfræðileg og jarðfræðileg. í heildarmynd til skipulagsgerðar er óhjákvæmilegt að hafa með mannlífs- og þjóðlífsþekkingu, vistfræðilegar staðreyndir og sennilegar áætlanir um fjárhagslegt bolmagn til framkvæmda, svo nokkuð sé nefnt,” sagði Guðrún. Varðandi aðalskipulag Reykjavíkur, og þá sérstaklega næstu áfanga íbúða- byggðar, sagði Guðrún, að endur- skoðun væri á lokastigi. „íbúafjölgun í Reykjavik er hæg,” sagði Guðrún, „og þótt um hana sé vitanlega nokkur óvissa, þegar litið er til mjög langs tima, þá virðist ekki neinn vafi á því að hún er mjög miklu minni en jafnvel aðeins fárra ára gamlar ibúaspár gerðu ráð fyrir. Ég tel mikilvægt að finna skipulags- valkost sem unnt væri að byggja upp hægt eða hratt eftir þörfum,” sagði Guðrún. Þá taldi hún ákjósanlegt að unnt yrði að hagnýta þá þjónustuað- stöðu, sem þegar væri byggð, þegar næstu áfangar byggðaskipulags væru metnir. Þar mætti nefna skólabygg- ingar, íþróttamannvirki, holræsi, meiri háttar umferðaræðar og almennings- vagna auk verzlana og margvíslegrar annarrar þjónustu. Á fundi borgarstjórnar 6. marz 1980 var samþykkt tillaga meirihluta skipu- lagsnefndar Reykjavikur, sem að miklum hluta er sagt frá í annarri frétt hér á opnunni. Innan ramma þeirrar tillögu var í framhaldi af samþykkt hennar ákveðið í desember síðastliðn- um að hefja undirbúning deiliskipulags á þeim 33 hekturum lands sem borgin keypti úr Seláslandi, svo og á svæði á Ártúnsholti. Enda þótt þar yrði staðar numið í byggð til austurs getur sú framkvæmd samræmzt mismunandi valkostum við áframhaldandi skipulagsgerð, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur. „Vitanlega er stefnumótun ígerðeða breytingu aðalskipulags Reykjavikur pólitiskt ákvörðunaratriði,” sagði Guðrún Jónsdóttir. „Við, sem störfum i Borgarskipulaginu, gerum kannanir og vinnum undirbúningsvinnu, og mótum loks skipulagið allt niður í smá- atriði. Þar er eftir föngúm reynt að samræma þá þörf, sem á að uppfylla, og hagkvæmni samhliða lýtalausu og helzt fögru umhverfi.” Á þessu yfirlitskorti allt sunnan frák Elliðavatni og Gvcndarbrunnum ogp norður í Geldinganes sjást þau land- svæðisem næsta íbúðabyggð er ráðgerð á. Raunar sést nær allt það land sem aðalskipulagið frá 1977 gerði ráð fyrir að byggt yrði á sjávarmegin við Vestur- landsveginn. Guðrún Jónsdóttir: „Íbúafjölgun i Reykjavík miklu minni en fárra ára gamlar íbúaspár gerðu ráð fyrir.” DB-mynd: Hörður. Guðrún var innt eftir þvi hverjir ann- markar væru á aðalskipulaginu í norðurátt, eins og- það hefði verið hugsað og raunar samþykkt að tals- verðum hluta 1977. Hún kvaðst telja íbúaspána, sem miðað var við þá, vera ofáætlaða. Þar að auki hefði þéttleiki byggðar verið ofáætlaður. Þó væri ef til vill ekki síður á það að líta að þar væri Reykjavíkurborg ekki eignaraðili að öllu landi. Vegagerðin á strax land á Ártúnshöfða. Þá mætti nefna land Áburðarverksmiðjunnar i Gufunesi og talsverða spildu, sem Gufunesradíó þyrfti að minnsta kosti um allnokkurn tíma. Auk þessa ætti ríkið 150 hektara, land Keldna, og á Keldnaholti væru rannsóknarstofnanir sem þyrftu land- rými. „Sjálfsagt má leita samninga um kaup á einhverjum þessara land- svæða,” sagði Guðrún Jónsdóttir, „en um það hvernig til tækist liggur ekkert fyrir í dag.” -BS. Halstu ömefnl Eignarhald QQI rikit*jó4ur ■ erfðafesta H engir samningar ■ Mguland MBUtand/' Eáð anglraainningar — minnihluti skipulagsnefndar telur rannsöknum ábótavant ákvörðun, enda rannsóknum ekki enn lokið. Mikið byggingarsvæði samkvæmt þessari tillögu er á landi, sem er verndarsvæði vegna vatnsbóla við Bullaugu, Ekki hefur verið rann- sakað nægilega vatnsmagn og rennsli Elliðaánna. Framtíð ánna sem veiðiáa kann því að vera í hættu. -BS. 4C Framtið Elliðaánna sem veiðiparadísar innan borgarmarkanna kann að vera i hættu, að áliti Birgis tsleifs og Hilmars. um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði, Garðakaupstað, á Seltjarnarnesi og í Kjósarsýslu í marz, apríl, maí og júní 1981. Skoðun fer fram sem hér segir: Mosfells-, Kjalarnes- og Kjósarhreppur: Mánudagur 6. april Þriðjudagur 7.apríl Miðvikudagur 8. apríl Fimmtudagur 9. apríl Skoðun fer fram við Hlégarð í Mosfellshreppi. Seltjarnarnes: Mánudagur 30. marz Þriðjudagur 31.marz Miðvikudagur l.april Skoðun fer fram við íþróttahúsið. Hafnarfjörður, hreppur: Garðakaupstaður og Bessastaða- Mánudagur 13. apríl G-1 til G-150 Þriðjudagur 14. apríl G-151 G-300 Miðvikudagur 15. april G-301 — G-450 Þriðjudagur 21. apríl G-451 — G-600 Miðvikudagur 22. apríl G-601 — G-750 Föstudagur 24. april G-751 — G-900 Mánudagur 27. apríl G-901 — G-1050 Þriðjudagur 28. apríl G-1051 — G-1200 Miðvikudagur 29. apríl G-1201 — G-1350 Fimmtudagur 30. apríl G-1351 — G-1500 Mánudagur 4. mai G-1501 — G-1650 Þriðjudagur 5. maí G-1651 — G-1800 Miðvikudagur 6. mai G-1801 — G-2000 Fimmtudagur 7. maí G-2001 — G-2200 Föstudagur 8. maí G-2201 — G-2400 Mánudagur 11. maí G-2401 — G-2600 Þriðjudagur 12. maí G-2601 — G-2800 Miðvikudagur 13. maí G-2801 — G-3000 Fimmtudagur 14. maí G-3001 — G-3200 Föstudagur - 15. maí G-3201 — G-3400 Mánudagur 18. maí G-3401 — G-3600 Þriðjudagur 19. maí G-3601 — G-3800 Miðvikudagur 20. maí G-3801 — G-4000 Fimmtdagur 21. mai G-4001 — G-4200 Föstudagur 22. maí G-4201 — G-4400 Mánudagur 25. maí G-4401 — G-4600 Þriðjudagur 26. maí G-4601 — G-4800 Miðvikudagur 27. mai G-4801 — G-5000 Föstudagur 29. maí G-5001 — G-5200 Mánudagur 1. júní G-5201 — G-5400 Þriðjudagur 2. júní G-5401 — G-5600 Miðvikudagur 3. júní G-5601 — G-5800 Fimmtudagur 4. júni G-5801 — G-6000 Föstudagur 5. júní G-6001 — G-6200 Þriðjudagur 9. júní G-6201 — G-6400 Miðvikudaguc 10.júní G-6400 — G-6600 Fimmtudagur ll.júní G-6601 — G-6800 Föstudagur 12. júní G-6801 — G-7000 Mánudagur 15. júní G-7001 — G-7200 Þriðjudagur 16.júní G-7201 — G-7400 Fimmtudagur 18.júní G-7401 — G-7600 Föstudagur 19.júní G-7601 — G-7800 Mánudagur 22. júní G-7801 — G-8000 Þriðjudagur 23.júní G-8001 — G-8200 Miðvikudagur 24.júní G-8201 — G-8400 Fimmtudagur 25.júní G-8401 — G-8600 Föstudagur 26.júní G-8601 — G-8800 Mánudagur 29. júní G-8801 — G-9000 Þriðjudagur 30.júní G-9001 — G-9200 Skoðun fer fram við Suðurgötu 8, Hafnarfirði. Skoðun fer fram frá kl. 8.15 — 12.00 og 13.00 — 16.00 á öllum skoðunarstöðum. Festivagnar tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bif- reiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Framhald bifreiðaskoðunar í umdæminu verður auglýst síðar. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Sel- tjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, 17. marz 1981. Einar Ingimundarson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.