Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981. 3 Varðskipin og björgun úr sjávarháska: Hneyksli að ríkið heimtí greiðslu fyrir aðstoðina —íslenzkir sjómenn á sama báti og portúgalskir? Magnús Guðmundsson sjómaður, Patreksfirði, skrifar: í febrúar varð hörmulegt sjóslys þegar Heimaey rak á land í ofsaveðri og tveir ungir sjómenn fórust. Islendingar hafa orðið að þola margar fórnir við að sækja gull í greipar Ægis og gera ennþá. Þetta sjóslys gefur þó sér- staklega sjómönnum, eiginkonum, mæðrum og ættingjum þeirra og raunar allri þjóðinni tilefni til um- hugsunar, enda margur sleginn óhug. Að afþakka aðstoð til handa mönnum. sem eru i lífsháska getur enginn leyft sér að gera, eins og í þessu tilfelli átti sér stað gagnvart varðskipi, sem var í Vest- mannaeyjum. Varðskip getur heldur ekki tekið afneitun um aðstoð til greina, þar sem það varðar við landslög og er refsivert athæfi að fara ekki á vettvang, þótt neitað sé um aðstoð þegar menn eru i lífs- háska. Færi ég hér rök fyrir því. í lögum frá 4. ágúst 1919 stendur. Bæði eftir hlutarins eðli og grundvallarreglum laga vorra verður að álita það almenna borgaraskyldu hvers þess, er býðst færi á að bjarga manni, sem er í lífsháska að beita til þeim ráðum er hann fær til náð og sérstaklega skal það því vera skylda hvers þess sem sér mann vera í lífs- háska, að gera tafarlaust sjálfur eða með tilstyrk annarra, sem hann kallar til hjálpar, allt það, er unnt er eftir atvikum til þess að bjarga mannin- um. Ennfremur segir í landslögum, kafl- anum Refsilög, lög nr. 19. 1940 12. febr. 221. gr. sem sýnir ótvírætt, að sá eða þeir eru sekir sem láta hjá liiða að fara til hjálpar mönnum, sem eru í lifsháska, en þar segir: Láti maður farast fyrir að koma manni til Þakkað fyrir „Bláfjöður”: Góð mynd án ofbeldis — sem alltof mikiðer af ísjónvarpinu Móðir hringdi: Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir fallega og vel gerða teiknimynd sem sýnd var sl. laugardag sem hét Blá- fjöður. Þetta var mjög góð dæmisaga, sem bæði börn og fullorðnir hafa bæði gagn og gaman af. Myndin var algjörlega laus við of- beldi en sýndi ýmsar staðreyndir lífsins, sem sýnir okkur að það er hægt að gera góðar myndir án of- beldis. Min börn höfðu að vísu mjög gaman af Tomma og Jenna, en ég er samt rólegri að vita af þeim yfir myndum eins og þessari. Sjónvarpið ætti endilega að sýna meira af myndum í þessum dúr. Heimaey á strandstað. hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra i háska, þá varðar það varð- haldi eða fangelsi allt að 2 árum. Það vita allir að löggjafinn flaggar í heila stöng og hvetur landsmenn til þess að halda landslög, ekki sízt þegar hann setur bráðabirgðalög til styrktar ráðþrota stjórnvöldum. En mér sýnist að löggjafinn flaggi í hálfa stöng ef sjómenn eru staddir í lífs- háska. Það er aumt til þess að vita, að varðskipin okkar séu þrælbundin við bryggju verstu og hættulegustu vetrarmánuðina í stað þess að fylgj- ast með fiskiskipum landsmanna. Það er heldur mikill baggi á lands- mönnum, ef þessi blessuð varðskip eiga eingöngu að vera til þess að liggja inni í vogum og víkum á sumr- in öllum til skammar og þrælbundin við bryggju á vetrum. Ég vil minna á, að Bretar sýna sínum sjómönnum mikla umhyggju og höfðu hér tvö skip til aðstoðar sjómönnum sínum, ms. Ossino og ms. Míröndu, sem íslendingar nutu góðs af þá. Eða hvar er The Missions to Seamen á íslandi eins og er alls staðar erlendis? Það á ekkert skip að þurfa að biðja varðskip um aðstoð, ef það veit um skip í háska á það þegar í stað að fara á vettvang. Það er hneyksli, að ríkið skuli heimta greiðslu fyrir veitta aðstoð, sem varðskip veitir sjómönnum. Ég myndi skammast mín fyrir að vera á föstum launum hjá þér sem lest þetta, og heimta svo greiðslu af þér fyrir að veita þér aðstoð í vandræðum þínum. Eru íslenzkir sjómenn á sama báti og poftúgalskir sjómenn voru fyrir allnokkru síðan? Portúgalar gerðu út fiskiskip til veiða við Grænland sem íslenzkir sjómenn muna. Þeir sendu einn mann til veiða frá móðurskipi á svokölluðum „dorium” og það kom fyrir að íslenzk fiskiskip á þessum slóðum fundu mannlausa „doríu” á reki og skiluðu henni til Portúgal- anna, sem urðu mjög ánægðir að fá „doríuna” en þeir spurðu ekki eftir manninum, sem var í henni. ER KOMINNI Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir tækinu í Bretlandi og Bandaríkj- unum undanfarin tvö ár og okkur hefur því tekizt fyrst núna að fá það hingað. Gríptu tækifærið! Lady Bullworker eykur kvenlega reisn og yndisþokka, og styrkir um leið alla líkamann. Sérhannað tæki og æfingakerfi fyrir líkamsræktarþarfir kvenna á öllum aldri. Auðvett! 11 hóflegar tog- og þrýstiæfingar, sem eru út- skýrðar í litmyndabæklingi og á stóru vegg- spjaldi. Fljótíegt! Nokkrar mínútur á dag í næði heima hjá þér. Ahrifaríkt! Góð áhrif æfinganna fara að segja til sín eftir 3—5 daga. !NN MED MA GANN • • # Finnist þér tækið ekki henta þér er þér frjálst að skila því innan 3 vikna frá móttöku. PÖNTUNARSÍM!44440 ■ . - ■ Auðve/dar æfíngar a&eins 5 mínútur á dag Spurning dagsins Hvernig lízt þér á styttingu útsend- ingartíma sjónvarps? Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir skrif- stofustúlka: Mér finnst að það eigi ekki að stytta útsendingartíma sjónvarps, það mætti frekar hækka afnotagjöldin. Svana Guðmundsdóttir húsmóðir: llla, mjög illa. Sjónvarpið ætti að spara öðruvísi en að stytta útsendingartíma. Jón Pétursson sjómaður: Mér er nokkuð sama, þar sem ég hef frekar fá tækifæri til að fylgjast með sjónvarpi. Þorleifur Björgvinsson framkvæmda- stjóri: Mér lízt bara sæmilega á það, ef þarf að spara, þá er ég alveg sáttur við þessa leið. Pétur Þorleifsson, nemi frá Þorláks- höfn: Mér er alveg sama. Birna Guðmundsdóttir tölvuritari: Mér lízt ekkert illa á það, en þó held ég að það ætti frekar að fækka starfsfólki hjá sjónvarpinu. ')'* J <■ í- ^ I - 4» I r >’J r i ', # * * « * * »

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.