Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 14
I 22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981. Veðrið Spáð er áframhaldandi norðan, og norðaustanátt um allt land, létt- skýjað á Suður- og Suðausturlandi en él á Norðurlandi, norðanverðum Vestfjörðum og norðanverðum Aust-1 fjörðum. Klukkan 6 var norðan 5, hálfskýjað og -8 stíg f Reykjavik, norðaustan 8,i skýjað og -7 stig á Gufuskálum norðan 7, él og -8 stig á Galtarvita, norðvesan 4, skafrenningur og -10; stig á Akureyri, norðvestan 2, skýjað.l og -9 stig á Raufarhöfn, norðan 4,‘ snjókoma og -7 stig á Dalatanga, norðnorðvostan 6, léttskýjað og -7 stig á Höfn og noröan 7, léttskýjað) og -7 stig á Stórhöfða. í Þórshöfn var skýjað og -3 stig,j rigning og 3 stig í Kaupmannahöfn, j þoka og -8 stig f Osló, skýjað og -4 stig f Stokkhólmi, skýjað og 8 stig í London, skýjað og 6 stig f Hamborg, skýjað og 5 stig f Parfs, skýjað og 8 stig f Madrid, skýjað og 9 stig f Lissa- bon og skýjað og -4 stig f New York. ; \ Björn Eiríksson flugmaður, sem lézl 10. marz, fæddist 12. ágúst 1901. For- eldrar hans voru Eiríkur Bjarnason og Guðrún Helgadóttir. Árið 1926 fór Björn vestur um haf og dvaldist mest- megnis í Chicago þar sem hann lærði að fljúga. Síðan nam Björn flug í Danmörku hjá danska flughernum og kom heim vorið 1931 og hóf störf hjá Flugfélagi íslands nr. 2. Þetta sama ár var Flugfélagið lagt niður og setti Björn þá á stofn krómhúðunar- verkstæði sem hann rak um árabil. Árið 1938 flaug Björn fyrir Flugmála- félag íslands til Hornafjarðar, og sá hann um þessar ferðir um hálfs árs skeið. Árið 1942-43 starfaði Björn hjá Flugfélagi íslands nr. 3. Flaug hann þetta tímabil aðallega Waco-sjóvél. Björn var giftur Laufeyju Gisladóttur. Sigríður Ingibjörg Jónsdóttlr, sem lézt 11. marz, fæddist 11. júní 1943. For- eldrar hennar voru Agnes Oddgeirs- dóttir og Jón S. Björnsson. Eftir skóla- nám hér heima fór Ingibjörg til Englands til náms. Eftir heimkomuna starfaði hún i Útvegsbanka Íslands til ársins 1964 en þá giftist hún Garðari Karlssyni. Árið 1967 fluttust þau til Bandaríkjanna, síðan bjuggu þau í Reykjavík en í tvö ár í Luxemburg. Sigríður og Garðar áttu 2 börn. Bergsteinn S. Björnsson, Selvogsgötu 3 Hafnarfirði, lézt að heimili sínu 18. marz. Matthías Björn Haraldsson frá Laug- arvatni lézt 9. marz. Útför hans var gerð frá Fossvogskirkju 17. marz. Jóseffna Björnsdóttir frá Siglufirði, til heimilis að Lönguhlíð 3 Reykjavík, lézt í Landakotsspítala 18. marz. Sigmundur Sigurðsson bóndi, Syðra- Langholti, verður jarðsunginn frá Hrepphólakirkju laugardaginn 21. marz kl. 14. Böðvar Árnason frá Hrauni í Grinda- vík verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, föstudaginn 20. marz, kl. 15. AA-samtökin Í dag föstudag verða fundir sem hér segir: Tjarnargala 3c kl. 12 og 21, Tjarnargata 5b kl. 21 (opinn), 14 og 21 (uppi). Neskirkja kl. 18 og 21. Hallgrímskirkja kl. 18. Akureyri: Geislagata 39 (96-22373) kl. 12. Húsavik: Garðar kl. 20.30, Egilsstaðir: Safnaðarheimili kl. 20, Flateyri kl. 21, Hellissandur: Hellisbraut 18 kl. 21. Í hádeginu á morgun, laugardag. verða fundir sem hér segir: Langholtskirkja kl. 13, Tjarnargata 5b kl. 14. Akureyri: Kvennadeild Geislagata 36 kl. 14. Happdrætti Happdrætti Handknatt- leiksdeildar Hauka Dregið hefur verið í happdrætti Handknattleiks- deildar Hauka, Hafnarfirði. Þessi vinningsnúmer komu upp: 1. Nr. 2426, vinningur: Páskaferð með Samvinnuferðum um nk. páska, kr. 3.500,00. 2. Nr. 3506, vinningur: Helgarferð til London með Samvinnuferðum í apríl nk. kr. 2.500,00. Hf. Skallagrímur ÁÆTLUN AKRABORGAR í janúar, febrúar, mars, nóvember og desember: Frá Akranesi Frá Reykjavík Kl. 8,30 Kl. 10,00 — 11,30 — 13,00 — 14,30 — 16,00 — 17,30 — 19,00 I april og október veröa kvöktferöir á sunnudogum. — í mai, júni og september veröa kvöldleröir á föstudögum og sunnudögum. — f júlí og ágúst veröa kvöldferðir alla daga, nema laugardaga. Kvöldferöir eru frá Akranesi kl. 20,30 og frá Reykjavik kl. 22,00. Afgreiðsla Akrartesi simi 2275 Skrifstofan Akranesi sími 1095 Afgreiðsla Rvik simi 16050 Simsvari í Rviksimi 16420 Talstoðvarsamband við skipið og algreiðslur á Akranesi og Reykja- vik F R -bylgja, rás 2. Kallnúmer Akranes 1192, Akraborg 1193. Reykjavik 1194. Soroptimistar halda barna- og fjölskylduskemmtun í Tjarnarbíói Margir Reykvíkingar munu kannast við Soroptimistaklúbb Reykjavíkur, sem er deild í al- þjóðlegum kvennasamtökum og hefur starfað hér í borg um rúmlega 20 ára skeið og átt vinsældum að fagna. Soroptimistar gefa sig meðal annars að ýmiss konar mannúöarmálum og hafa borgarbúar að minnsta kosti einu sinni á ári hverju lagt þeim lið við fjáröflun af ýmsu tagi. Flóamarkaðir og basarár hafa verið haldnir og á undanförnum árum hafa vegfarendur keypt nýbökuð brauð og bollur af Soroptimistum einn föstudag á Lækjartorgi. Söfnunarfénu hefur verið varið til aðstoðar við fatlaða, til tækjakaupa á sjúkrahús, hjúkrunar- heimilis aldraðra og fleiri verkefna, scm Soroptimistar velja að styðja hverju sinni. Næstkomandi sunnudag, 22. marz, heldur Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur barna- og fjölskylduskcmmtun i Tjarnarbíói til ágóöa fyrir starfsemi sína, og hefst hún kl. 2 e.h. Þar verður æði fjölbreytt efni á dagskrá, sýnd verður kvikmynd, 2 barnapör úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur sýna dans, Barnakór Seltjarnarness syngur, börn leika á hljóðfæri, Jóhann Helgason syngur, Gerður Hjörleifsdóttir les sögu og fóstrunemar skemmta. Jörundur kynnir. Aðgangseyri cr í hóf stillt. Scfroptimistar gera sér vonir um að skemmtun þessi verði fjölsótt og veiti börnum og aðstand- endum þeirra góða skemmtun. L0KSINS LEIKRIT í dagskrárkynningu í DB í gær segir „Loksins leikrit eftir langt hlé.” Já, það var nú kominn tími til að fá leikritin aftur í útvarpið eftir þetta tveggja mánaða hlé. Leikritið í gær- kvöldi nefndist Matreiðslumaðurinn og er eftir Marcel Pagonel og á það hlustaði ég með glöðu geði og hafði gaman af. Aðalpersónan í leikritinu, mat- reiðslumaðurinn, sjálfur Cigalon, hafði mjög svo sérstæðar skoðanir á þvi hvernig bæri að reka veitingahús. Hann hafði þann háttinn á að gorta sem mest hann mátti um alla þá glæsilegu rétti sem hann gæti framreitt en gerði svo alls ekki. Gestirnir áttu að láta sér nægja út- sýnið, en eins og flestir vita dugir lítið að glápa út um glugga ef garnirnar gaula. Og gestirnir fóru enn svangari út en þeir komu inn og ekki græddi Cigalon, enda virtist það ekki skipta máli. Hjá honum var matargerð list og listamenn gera ekki listaverk þó einhver annar hafi kannski lyst á að borða listaverkið. Loks færðist fjör í leikinn, samkeppnin kom til sögunnar, annar staður var settur á stofn. Þetta minnti á alla þá veitinga- staði sem sprottið hafa upp hér i Reykjavík undanfarið, það virðist vera í tízku að opna nýjan veitinga- stað. 1 leikritinu voru njósnir notaðar á báða bóga til könnunar á matseðli og velgengni hins. Hvort veitinga- húsaeigendur hér gera það líka veit ég ekki en það er aldrei að vita. Miðdegissyrpan var að vanda góð hjá þeim Páli Thorsteinssyni og Þor- geiri Ástvaldssyni, vel blönduð og hressileg. Meira af svipuðu efni væri æskilegt, en eins og fram kom í viðtali við Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra í Vettvangi þjáist út- varpið af þeim skæða sjúkdómi fjár- magnsskorti um þessar mundir og gengst þessa vegna undir niðurskurð. Svo varla þýðir að láta sig dreyma um byltingu á útvarpsdagsskránni á næstunni sem væri þó full þörf á.-SJ. „SÁMI DÁIDDA" — samísk sýning á ferð um Norðurlönd Norræna listamiðstöðin opnar í Karasjok 20. marz á þessu ári eina umfangsmestu sýningu á samískri list sem nokkurn tímann hefur verið skipulögð, Sámi dáidda. Sýningin er skipulögð i samvinnu við Norræna safnið í Stokkhólnmi og nokkrar aðrar stofnanir og samtök og er tilgangurinn að kynna samíska list allt frá sögulegri alþýðulist og seinni tíma myndum hennar til nútima myndlistar innan samasvæðisins. Áhcrzla er lögð — á þessari sýningu eins og í samískri list yfirleitt — á hina hefðbundnu alþýðulist. Nútíma samísk myndlist samanstendur af frekar fáum nöfnum — að gera myndir í nútima merkingu orðsins varð alm. hjá sömum fyrst nú á allra siðustu timum — með hina þrjá svokölluðu klassíkera, Turi, Skum og Savio, í broddi fylkingar. Stór hluti sýningarinnar eru verk sænska samans Nikolaus Blind (1926—1972) en verk hans hafa aldrei áður verið sýnd á sýningu í jafnmiklu umfangi. Sýningin fer til allra Norðurlandanna. Upphaf ferðarinnar verður í húsnæði félags sama í Karsjok í N-Noregi, þar sem sýningin verður ópnuð af umhverfismálaráðherra Noregs, Rolf Hansen, þann 20. marz. Sýningin verður opin i Karasjok til 7. april. Frá Karasjok fer sýningin til Listasafns Ábo, 15.4.-17.6.1981, til Listasafnsins í Gautaborg 4.6— 23.8.1981, til Listamiðstöðvar Henie-Onstad í Noregi október og nóvember 1981, til Listasafns Norður-Jótlands í janúar 1982, til Norræna hússins i Reykjavík í febrúar og marz 1982 og til Norræna safnsins í Stokkhólmi i apríl og júni 1982. í tengslum við sýninguna verður gerð sýningar- skrá, með greinum um samiska list og samiska menningu, af hópi sérfræðinga. Sýningarskráin er 144 síður með sextán litmyndum og fjörutíu svarthvitum. Ritstjóri sýningarskrárinnar er Tuula Puisto, Helsingfors. Einnig hefur verið prentað plakat og póstkort fyrir sýninguna, sem hvort um sig sýnir hluta af litteikningu Nils Nilsson Skums, ,,Úlfur í hjörðinni”. Ullarvörusýning í Grenoble. Enn einu sinni hefur islenzkur ullarfatnaður vakið mikla athygli á sýningu erlendis. Að þessu sinni í Grenoble, Frakklandi. Þar var haldin alþjóðlcg vörusýning S.l.G. dagana 7.-10. marz. sl. Sýning þessi er fyrst og fremst tileinkuð vetrariþróttum. Um 650 framleiðendur frá ýmsum löndum sýndu þama framleiðslu sina, annars vegar ýmiss konar vetrarí- þróttafatnað og hins vegar alls konar útbúnað ætlaðan vetraríþróttum. Sýningarsvæðið, sem á allan hátt er hið glæsilegasta, stendur inni i miðju ólympíuþorpinu, er byggt var vegna vetrar- ólympiuleikanna 1968 í Grenoble. Fjögur íslenzk fyrirtæki sýndu þarna framleiðslu sina; Álafoss hf., Hilda hf., Prjónastofan Iðunn hf. og Röskva hf. Árangurinn verður að teljast mjög góður og bárust margar pantanir á þessari sýningu. Miklar vonir eru nú bundnar við Frakklands- markað. Að dæma af þeirri eftirspurnaraukningu, er átt hefur sér stað eftir íslenzkum ullarfatnaði á sl. ári, má gera ráð fyrir að í ár megi þrefalda það magn, er flutt var út til Frakklands 1980. Fyrir u.þ.b. ári stóö Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, verzlunarfulltrúi íslands í Frakklandi, á- samt framleiðendum íslenzks ullarfatnaðar fyrir kynning á þessum vörum á nokkrum stöðum í Frakklandi. Árangur þessarar kynningar er nú að koma í Ijós, sem sést m.a. á því að 1979 voru íslenzkar vörur úr ull seldar fýrir 14.6 milljónir gkr. en árið 1980 var þessi upphæð orðin 115.65 milljónirgkr. Hlutavelta Á laugardag kl. 14 efnir Skagfirzka söngsveitin tii hlutaveltu- happamarkaðs og kaffisölu í húsnæði sínu, Drangey, að Síðumúla 35. Söngsveitin heldur i söngför til Kanada 4. júní nk. og er þetta einn liður í fjáröflun kórfélaga til styrktar ferðinni. Margt góðra vinninga er á hlutaveltunni og væntir kórinn þvi að sem flestir vinir og velunnarar komi viö 1 Drangey og fái sér kaffisopa um leið og þeir freisti gæfunnar og styrki kórinn til ferðalagsins. Skagfirzka söngsveitin hcldur til Kanada í sumar. Hún efnir til hlutaveltu og kaffisölu i Drangey til styrktar ferðinni. Foreldraráðgjöfin Sálfræðileg ráðgjöf fyrir foreldra og börn. Upplýsingar i sima 11795. (Barnaverndarráð íslands). Nýtt skip bætist í flota Hafskips Þann 3. marz kom í fyrsta sinn til landsins ms. Lynx, nýtt leiguskip sem Hafskip hf. mun gera tilraunir með næstu 6 mánuðina a.m.k. Hér er um að ræða sérstaklega hannað palla- og gámaskip með hliðaropi, vörulyftu og krana með 28 tonna lyftigetu. Stærð skipsins er 1200 d.w. tonn með 135.000 cub. feta rými. Vörudekk eru s3mtals 1800 fermetrar. Ms. LYNX munsigla á móti ms. Laxá á Skandi- navíuhafnir. BÍSN erflutt Bandalag íslenzkra sérskólanema hefur flutt i nýtt skrifstofuhúsnæði og er nú til húsa að Skólavörðu- stig 12. Undanfarna mánuöi hefur bandalagið verið á hrakhólum, hvað varðar húsnæöi og því mun hin nýfengna aðstaða vafalaust verða starfsemi BÍSN mikil lyftistöng. Má ætla, að i náinni framtiö geti BÍSN aukið þjónustu og upplýsingamiðlun í sam- bandi við námslán, en vísir að slikri þjónustu hefur verið til staðar, en takmarkaður vegna húsnæðis- leysis. Eins munu gefast betri möguleikar á að starfa að öðrum sameiginlegum baráttumálum sérskóla- nema. Væntir stjórn BÍSN þess, að félagsmenn færi sér í nyt nefnda aðstöðu til að efla samstarf og baráttu- hug meðal sérskólanna, en i dag eiga alls 13 skóla- félög jafnmargra skóla aðild aö BÍSN og er rik ástæða til að fagna því, að eftir eins og hálfs árs starf hafi BÍSN loksins komist i húsnæöi, sem tryggir því viðunandi starfsaðstöðu. Aðalfundur Iðnfræðingafélags íslands Þann 7. mars sl. var haldinn aðalfundur Iðn- fræðingafélags íslands að Hótel Esju. Félagið hefur starfað af miklum krafti siðan 15. mars 1980 og eru félagar nú tæplega sjötíu talsins. Menntun félags- manna er sveinspróf og tveggja og hálfs árs nám við Tækniskóla íslands í rafmagni, vélum og byggingum eða sambærilegum námsbrautum frá öðrum skólum. Benda má mönnum með slíka menntun á, að skrifa til félagsins aö Siðumúla 37 hafi þeir áhuga áaðgerast félagar. Markmið félagsins eru meðal annars að: Gæta hagsmuna félagsmanna, lögvernda starfsheiti, vinna að kjaramálum, kynna iðnfræðinga fyrir at- vinnurekendum og almenningi og bæta samvinnu tæknimanna. Á aðalfundinum voru lagðar fram skýrslur og greinargeröir yfir árangur og starfsemi liðins árs og auk þess lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Lögverndun á starfsheiti hefur þokast i rétta átí en eftir þvi er beðið með nokkurri óþreyju enda er þetta eitt brýnasta hagsmunamál félags- manna. Ákveðið var að stofna skuli kjaradeild innan félagsins á þessu ári. Einnig var kosinn nýr formaður og tveir aðrir nýir menn í stjórn. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Formaður Sigurður örn Gíslason, rafmagnsiðnfræðingur, varaformaður Eyjólfur Baldursson véla- iðnfræðingur, ritari Benedikt Egilsson bygginga- iðnfræðingur, gjaldkeri Eyjólfur* Gislason raf- magnsiðnfræðingur, meðstjórnandi Garðar Sigurðsson vélaiðnfræðingur. Félagslíf eldri borgara í Reykjavík Norðurbrún 1 — Föstudagar (þar til í júní) Kl. 13:00 Fjölbreytt handavinna. Kl. 13:00 Smiðaföndur. útskurður o.fl. Kl. 13:00 Leirmunagerð. Kl. 13:00 Hársnyrting. pantanir i sima 86960. kl. 14:00 til 16:00. Kl. 14:00 Létt leikfimi. Föstudagar nw un Langahlíð 3 júni) Kl. 13:00 „Opið hús”. spilað’. teflt. lesið. Kl. 13:00 Hársnyrting. pantanir í sima 39255. Kl. 15:00 Kaffiveitingar. Kl. 16:00 Bókaútlán. interRent car rentai Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabf* 14 - S 21 715, 23515 Reykjavík: Skeitan 9 - S 31615. 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis s SKiMUTaCBÐ RIKiSINS Ms. Baldur fer frá Reykjavík þriðju- daginn 24. þ.m. til Breiða- fjarðarhafna. Vörumót- taka tii 23. þ.m. auson | Pl.itimiútus I r.msistofkvoikj.i__J ÞVRILL HVERFISGOTU 84 79080 GEIMGIÐ gengisskrAning Nr. 55 — 19. marz 1981 Ferðamanna- gjaldeyrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadoilar 6,429 6,447 7,092 1 Starlingapund 14,623 14,664 16,130 1 Kanadadollar 5,438 5,453 6,998 1 Dönsk króna (19989 0,0017 1,1019 1 Norsk króna 1,2129 1,2163 1,3379 1 Ssanskkróna 1,4222 1,4262 1,5688 1 Hnnsktmark 1,6093 1,6138 1,7752 1 Franskur franki 1,3302 1,3340 1,4674 1 Belg. franki 0,1917 0,1922 0,2114 1 Svissn. franki 3,4500 3,4596 3,8056 1 Hollenzk florina 2,8372 2,8451 3,1296 1 V.-þýzkt mark 3,1415 3,1503 3,4653 1 Itölsk líra 0,00643 0,00645 0,00710 1 Austurr. Sch. 0,4437 0,4449 0,4894 1 Portug. Escudo 0,1156 0,1160 0,1276 1 Spánskur peseti 0,0773 0,0775 0,0853 1 Japanskt yen 0,03069 0,03097 0,03407 1 frskt ound 11,473 11,505 12,656 SDR (sórstök dráttarróttindi) 8/1 8,0014 8,0237 * Breyting fró sWustu skráningu. Símsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.