Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981.
Frá grátmúrnum i Jerúsalem. ísraels-
menn ætla sér að halda austurhluta
borgarinnar áfram.
ekki beri að semja við Frelsishreyf-
ingu Palestínu-araba (PLO).
..Hugmyndafræði PLO byggist i
kringum þá skoðun að ekki skuli
viðurkenna Ísraelsríki,” segir dr.
Eban. „Ef spurt er, hvað muni gerast
ef PLO viðurkennir tilverurétt okkar,
þá er það eins og að spyrja hvað
muni gerast ef Lenonid Brésnef muni
gerast áhangandi frjáls markaðs-
kerfis kapítalismans.”
Dr. Eban er gagnrýninn á stefnu
Efnahagsbandalags Evrópu, sem vill
beita sér fyrir lausn vandamálsins í
Miðausturlöndum meðal annars með
því móti að viðurkenna PLO sem
samningsaðila.
,,Ég tel, að þeir séu að reyna að
finna lausn á vanda Miðaustur-
landa,” segir dr. Eban. ,,Ég tel, að
þeir séu að reyna að leysa vandamál
Evrópu. . . þeir geta ekki hugsað
nægilega skýrt vegna efnahagslegs
þrýstings Arabaríkjanna.”
Erfiðasta vandamál stjórnar
Verkamannaflokksins yrði ef til vill
hvernig taka ætti á aukinni búsetu
gyðinga á vesturbakkanum innan um
hina arabisku íbúa. Fjöldi gyðinga á
vesturbakkanum hefur aukizt gifur-
lega frá því að Begin kom til valda
árið 1977.
Dr. Eban segir, að Verkamanna-
flokkurinn muni ekki láta af hendi
búsetustaði ísraelsmanna áður en
samkomulag varðandi vesturbakk-
ann og Gaza-svæðið hefur tekizt.
„Friðarviðræðurnar munu ákveða
örlög landnemanna á þessum
svæðum,” segir hann.
Dr. Eban segir, að Verkamanna-
flokkurinn muni leggja sig fram um
að standa við ákvæði Camp David
samkomulagsins um „fulla sjálf-
stjórn” Palestinumanna á þessum
svæðum. Hann segir, að orðin „full
sjálfstjórn” hafi verið orðin tóm í
meðförum rikisstjórnar Begins.
(Reuter).
Sofandaháttur sjó
mannafélagsins
ii
■N
í sama farinu
Árið 1973 ritaði ég gagnrýni vegna
innheimtu félagsgjalda hjá
Sjómannafélagi Reykjavíkur en sú
gagnrýni beindist að því að þá eins og
nú var fjöldi sjómanna, sem greiddi
þó full gjöld til félagsins, réttinda-
lausir vegna þess að þeir gættu þess
ekki að mæta á skrifstofu félagsins
og undirskrifa þar inntökubeiðni.
Vegna þessarar vanrækslu, sem ég
taldi að nokkru sök sjómanna-
félagsins vegna slælegrar fræðslu,
fékk allnokkur hópur sjómanna eng-
ar verkfallsbætur þrátt fyrir
fullgreidd félagsgjöld enda vantaði
inntökubeiðnina.
Af þessu varð heilmikill hvellur
enda hafði ég ekki gáð að því að
stjórnarmenn félagsins voru örlitið
taugastrekktir vegna kosninga í
félaginu sem þá voru framundan.
Því miður virðast þessi mál vera
enn í sama farinu þó teikn nokkur
séu á lofti um breytingar i rétta átt.
Ófróðir sjómenn
og félag
Til þess að fræða sjómenn og
elskulegt starfsfólk Sjómannafélags
Reykjavíkur vil ég segja stutta sögu
af einu farskipi, saga þessi gerist í
des. ’80 og fram i byrjun mars ’81. Á
viðkomandi skipi eru a.m.k. 10 menn
sem hugsanlega ættu að vera í
Sjómannafélagi Reykjavíkur, af
þessum 10 voru á umræddu tímabili
aðeins tveir i félaginu.
Þá gerist það að bátsmaður um
borð fær skeyti þess efnis að hann er
beðinn um að sjá um atkvæða-
greiðslu um borð vegna sáttatillögu í
kjaradeilu Sjómannafélags Reykja-
vikur. Bátsmaðurinn er ekki félagi i
Sjómannafélagi Reykjavíkur en um
borð eru tveir fullgildir félagar í
félaginu. Bátsmaðurinn telur
samkvæmt fyrri reynslu að hann geti
annast atkvæðagreiðslu þessa og ekki
aðeins það heldur megi hún ná til
allra þeirra um borð sem starfs vegna
gætu átt heima í Sjómannafélagi
Reykjavíkur. Eftir nokkrar umræður
komst þó viðkomandi bátsmaður á
þá skoðun að hann gæti ekki annast
atkvæðagreiðslu um samningstillögu
sem alls ekki lá fyrir um borð. Þegar
bátsmaðurinn var kominn að þessari
skynsamlegu niðurstöðu sendi hann
skeyti til Sjómannafélags Reykja-
vikur með þeirri ósk að samnings-
uppkast það sem hann átti að annast
atkvæðagreiðslu um yrði sent okkur
á næstu höfn, svo menn gætu skoðað
tillöguna áður en atkvæði yrðu
greidd. Svo fór þrátt fyrir þessa
skynsamlegu viðleitni að blessaður
bátsmaðurinn fékk aldrei uppkast
eða tillögu að þeim sanningum,
sem honum var þó falið að annast at-
kvæðagreiðslu um. Útkoman var svo
vitanlega sú að á skipinu fór engin at-
kvæðagreiðsla fram um tillögu sátta-
semjara ríkisins. Bátsmaðurinn sem
ekki er félagi í Sjómannafélagi
Reykjavíkur hélt þó miðað við fyrri
reynslu að hann mætti með fullum
rétti greiða atkvæði í kjaradeilu Sjó-
mannafélags Reykjavíkur. Þetta
sýnir manni hve óskaplega illa
sjómenn á farskipum eru upplýstir
um stöðu sina í viðkomandi stéttar-
félögum.
Bátsmaður á skipi þar sem aðeins
tveir menn eru i Sjómannafélagi
Reykjavíkur og hann er alls ekki í
samningstillöguna í hendur, svo frá
þessu skipi kom engin atkvæða-
greiðsla um viðkomandi sáttatillögu.
Komnir í land seint og um síðir og
að viðkomandi sáttatillögu felldri lá
fyrir ný samningstillaga og henni áttu
löglegir félagar í Sjómannafélagi að
greiða atkvæði, með eða móti. Þegar
öll viðkomandi skipshöfn hafði haft
möguleika á að greiða atkvæði um
þessa tillögu lá fyrir að aðeins einn af
áhöfninni hafði greitt atkvæði í
málinu (semsagt ég), hinn aðilinn sem
rétt átti til þess að greiða atkvæði
hafði ekki haft sig til þess.
Réttindi strákanna
Eftir fræðandi viðræður við
starfsfólk Sjómannafélags Reykja-
víkur hefur þó komið í Ijós, það sem
Sjómannafélagið heldur alls ekki
nægilega á lofti meðal starfandi
sjómanna og farmanna.
Sjómaður sem á lögheintili utan
Stór-Reykjavíkursvæðisins getur
gerigið í Sjómannafélag Reykjavíkur
svo framarlega sem hann getur gefið
upp fast heimilisfang í Reykjavik, þó
hann eigi lögheintili annarsstaðar á
félaginu, þessi bátsmaður getur ekk-
ert umboð haft, hvorki á einn né
neinn veg til þess að annast trúnaðar-
verk fyrir Sjómannafélag Reykja-
víkur. Á skipinu eru þó tveir menn i
Sjómannafélagi Reykjavíkur og
vitanlega hefði öðrum þeirra átt að
vera falið að annast atkvæðagreiðslu
í máli þessu, þó með fullum
upplýsingum um viðkomandi tillögu.
Þannig hefði tillagan átt að fá tvö
atkvæði frá þessu skipi á annan
hvorn veginn, ef viðkomandi
sjómenn hefðu vitað hvað þeir áttu
aðgreiða atkvæði um.
Hvorki bátsmaðurinn né þessir
tveir menn úr Sjómannafélagi
Reykjavíkur fengu nokkru sinni
landinu. Þessar upplýsingar hef ég þó
ekki fengið um borð í skipinu mínu
og frá Sjómannafélagi Reykjavíkur
hef ég ekkert frétt um borð, annað
en vitleysuna i sambandi við at-
kvæðagreiðsluna, sem eins og til var
stofnað gat ekki orðið annað en
ólögleg endileysa og vitleysa ef báts-
maðurinn hefði farið að tilmælum
Sjómannafélagsins.
Getur sjómanna-
félagiðbætt sig?
Samkvæmt framansögðu er Ijóst
að Sjómannafélag Reykjavíkur getur
bætt sig verulega. T.d. gæti félagið
r i Kjallarinrt L Á
[ ^ —X
Krístinn Snæland
gætt þess að hafa fyrst og fremst
samband við þá um borð í hverju
skipi sem eru félagar í félaginu. f
öðru lagi þyrftu starfsmenn félagsins
að sýna sig eða upplýsingarrit
félagsins um borð í skipum lands-
manna, (jafnvel þó ekki væri nú
reiknað með þeim nema um borð í
skipum, sem gista Reykjavík).
Þegar ég skammaði Sjómanna-
félag Reykjavíkur 1973 var svar
félagsins það að ég væri fáfróður
kjáni sem ekkert gerði mér grein
fyrir miklu og góðu starfi Sjómanna-
félags Reykjavíkur. Nú hef ég verið á
áttunda mánuð unt borð í farskipi og
um borð í það skip hefur ná-
kvæmlega ekkert komið af viti frá
Sjómannafélagi Reykjavíkur, því
miður, já sannarlega því miður.
Gallinn við gagnrýni sem þessa ei
sá að þeir menn eða það fólk er fyrir
gagnrýninni verður litur alltof oft á
hana sem árás á sig en tilgangur gagn-
rýninnar er einungis sá að vekja við-
komandi félag til betra starfs og ekki
síður að fá strákana, félaga mína á
sjónum, til þess að stunda sitt félag
af viti.
Hnifurinn í kúnni er sá að mínu
viti, að félagið okkar, Sjómannafélag
Reykjavíkur, hefur ekki uppi
nægilega skeleggan áróður fyrir
tilgangi sinunt og störfum, og svo
það, strákarnir okkar, félagar mínir á
sjónum, þeir eru sannarlega ekki
nógu vel vakandi fyrir réttindum sín-
um og skyldum.
Kristinn Snæland.
flytja Menntaskólann fyrst i Þing-
hólsskóla, þar sem honum var ætlað
að dvelja fáein ár og síðan skyldi
hann fluttur í Víghólaskóla til fram-
búðar. Báðir þessir skólar, Þinghóls-
skóli og Vighólaskóli. eru
grunnskólár 7.-9. bekkjar og skyldu
nemendur þessara skóla fara á flakk
til að pláss yrði fyrir Menntaskólann.
Framhaldsskólanefndin gefur sér að
grunnskólinn sé aflögufær með pláss,
geti rýmt heilu skólana til þess arna.
Nú hafa komið fram skeleggari hug-
myndir og einfaldari I allri sinni gerð.
Lagt er til að krókaleiðinni verði
sleppt, en Menntaskólinn fluttur í
vetfangi næsta haust eða þarnæsta
beint í húsnæði Víghólaskóla.
Nemendur Víghólaskóla og þá sjálf-
sagt kennarar og tól og tæki verði
flutt i það húsnæði, sem Mennta-
skólinn nú hefur í Kóþavogsskóla,
sem þá yrði „heildstæður”.
Nú er sú umræða, sem átti að
snúast um uppbyggingu fjölbrauta-
skóla i Kópavogi orðin að leik, sem
gæti heitið „Leitin að lausn á hús-
næðisvanda Menntaskólans í Kópa-
vogi”. Þar eru margskonar leikreglur
í gildi og útkomurnar eftir þvi. Þvi er
.ekki úr vegi að skjóta að einni lausn,
sem er eftirfarandi.
Vitað er, að allveruleg fækkun
nemenda verður i menntaskólunum í
Reykjavík. Heyrst hafa tölur upp á
nokkur hundruð á allranæstu árum.
Væru engir átthagafjötrar á þeim
nemendum, sem sækja vildu mennta-
skóla og búa í Kópavogi, og gatan
greidd fyrir þá í hin auðu sæti
menntaskólanna í Reykjavík er út-
séð með vanda Menntaskólans í
Kópavogi. Þá fengist ráðrúm til að
sinna skipulagningu og uppbyggingu
fjölbrautaskóla í Kópavogi.
Heildstæður
grunnskóli
— hvað er það?
Á undanförnum árum hefur hug-
takið „heildstæður grunnskóli”
verið í notkun og nokkrir skólar hafa
verið skipulagðir sem slíkir. Með
heildstæðum grunnskóla er átt við
að innan sömu skólastofnunar og
helst undir sama þaki verði allir
árgangar grunnskólans, þ.e. 1.-9.
bekkur.
í skólamálaumræðunni í Kópa-
vogi hefur líka verið rætt um heild-
stæðan grunnskóla og þá einkum í
sambandi við húsnæðisvanda
Menntaskólans. Því fengi Mennta-
skólinn inni í einhverju húsa
grunnskólans yrði að sameina efra og
neðra stig grunnskólans í einhverju
einu skólahúsanna. En ástæða er til
að gefa heildstæðum grunnskóla
betri gaum burtséð frá öllum vanda
Menntaskólans.
Þeir sem ljúka upp munni til að
dásama ágæti heildstæðra
grunnskóla tefla fram mörgum
gildum rökum og sleppa líka
gagnrökum. M.a. er heildstæðum
grunnskóla talið til ágætis að þar
þurfi nemendur ekki að skipta um
skóla á grunnskólagöngu sinni, að
þeir haldi áfram að njóta umhyggju
sömu kennaranna allan tímann, að
leið nemenda til skólans yrði að
jafnaði styttri, að færri nemendur
yrðu í hverjum árgangi heildstæðra
skóla og það myndi örva bæði nám
og félagsþátttöku o.s.frv.
Það er augljóst að einhverjir
kostir fylgja heildstæðum
grunnskóla, annars hefði hugmyndin
ekki lifað svona lengi. Það er samt
nokkuð skrítið, þó það sanni ekkert,
að hvergi í nálægum löndum hefur
þetta skipulag orðið ofaná eingöngu.
þrátt fyrir margvislegar skóla-
tilraunir yfir lengri tima. í 8
Evrópulöndum þ.á m. öllum
Norðurlandanna eru það aðeins Dan-
mörk og Svíþjóð sem starfrækja
heildstæða grunnskóla og þó aðeins
að hluta til því skiptur grunnskóli er
þar einnig. í Bretlandi, Noregi,
Finnlandi, Frakklandi, Sovét-
ríkjunum og V-Þýzkalandi er
grunnskólanum skipt en með ólíkum
hætti hvað aldur nemenda snertir.
í Danmörku og Svíþjóð er
verulega farið eftir aðstæðum og
gerð skólahúsnæðis hvort sltóli er
skiptur eða heildstæður. Og er þá
komið að þeim kjarna skólamálsins i
Kópavogi sem æskilegast er að
ræddur verði vel. Hverjar eru
aðstæður grunnskólans. i Kópavogi?
Hentar húsnæði gömlu skólanna
heildstæðum grunnskóla? Hvað með
leikvelli og útivistarsvæði fyrir 7 ára
og 15 ára, fer það saman? Eiga 7 ára
og 15 ára að nota sömu skólaborðin
og stólana? Er það æskilegt að 7—8
ára séu að dandalast í kringum 14—
15 ára pönkklíkur við skólana? Eða
er e.t.v. verið að ræða um heild-
stæðan grunnskóla sem erekki heild-
stæðari en svo að í raun og veru eru
tveir skólar undir sama þaki en hafa
sameiginlega skólastjórn og skrif-
stofu?
Hver væri ávinningurinn sem
fengist með heildstæðum grunnskóla
í Kópavogi, ef útkoman yrði sú að
skipta þarf skólalóðum til að hindra
umgengni yngri og eldri, skipta þarf
skólahúsnæðinu til að aðstæður
henti eldri og yngri nemendum o.fl.? í
fljótu bragði sýnist mér að sá á-
vinningur svari ekki til þess tjóns
sem hlýst við að auka enn á þann
húsnæðisvanda, sem grunnskólinn I
Kópavogi býr við.
Almennt um skóla-
málin í Kópavogi
Það er röng stefna að ætla sér að
leysa húsnæðisvanda Menntaskólans
með því að rýra húsnæði
grunnskólans, sem er þéttsetinn og
vel það sumstaðar. Það er vægast
sagt gáleysislegt að flana að setningu
heildstæðra grunnskóla áður en
raunhæf reynsla er komin á slíkt
fyrirkomulag þar sem verið er að
reyna það. Reynslan hefur þann á-
gæta eiginleika að hún breytir
stundum hugmyndum manna og oft-
ast skapar hún traustari grundvölf til
að byggjaá.
Það væri ósanngjarnt að halda þvi
fram að lítið hafi verið gert til að
bæta húsnæðismál grunnskólans i
Kópavogi. Þó finnst mörgum að seint
gangi. Bærinn er ungur og hefur
vaxið hratt. Engu að síður hefur
grunnskólinn í Kópavogi verið í
stöðugri húsnæðiseklu og sumir
skólanna þrisetnir til skamms tírna.
Með nokkurri fækkun nemenda í
eldri hverfum væri hægt að láta sér
detta í hug að innan nokkurra ára
kæmist skólastarf grunnskólans í það
horf sem æskilegt væri. Nýir
kennsluhættir og kennslutækni kalla
á aukið kennslurými og hirða
vafalaust allt það pláss sem losnar
við að nemendum fækkar. Má þar
nefna sérhæfðar kennslustofur fyrir
ýmsar greinar, svo sem náttúrufræði,
eðlis- og efnafræði, tungumála-
stofur, bætta starfsaðstöðu kennara
og vinnu- og tómstundaaðstöðu fyrir
nemendur. Það er fátt til af þessu í
skölunum í Kópavogi nú. Það er því
að vonum að kennarar í Kópavogi
hafi tekið hugmyndum framhalds-
skólanefndarinnar illa, þar sem þær
gerðu ráð fyrir að rýra húsnæði
grunnskólans. Sama er að segja um
allar aðrar tillögur um að rýra húsa-
kost grunnskólans.
Albert Einarsson,
kennari.
£ »Nú er sú umræða, sem átti að snúast
um uppbyggingu fjölbrautaskóla í
Kópavogi, orðin að leik, sem gæti heitið
,,Leitin að lausn á husnæðisvanda Mennta-
skólans í Kópavogi.”