Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 1
STORGALLAÐUR PAPPIR SEINKAR SÍMASKRÁNNI —von á sérf ræðingum f rá Kanada til að skoða pappírinn—á annað hundrað tonn forgörðum? „Þessi pappír er mjög mikið gall- aöur og meiningin er að hafa sam- band við fyrirtækið erlendis og athuga hvað það segir. Ætli við fáum ekki sérfræðing að utan til að líta á þetta,” sagði Páll Einarsson hjá Inn- kaupastofnun ríkisins i samtali við DB í morgun. Mikið magn af þeim pappir sem nota á í prentup símskrár kom gallað til landsins. Getur það orðið til að töluverð seinkun verði á útkomu simaskrárinnar, en hún átti aö koma út i maí. Alls eru það á annað hundrað tonn af pappir sem nota á í sfmaskrána en hann er keyptur frá Kanada. Páll skoðaði gallaða pappírinn í gær en hann vissi ekki i morgun hve mörg tonn þarna væri um að ræða. „Þetta kom ekki í ljós fyrr en þeir ætluðu að byrja að prenta og nú á eftir aö fara i gegnum allt saman og sjá hvað þetta er mikið. Við sjáum bara um að kaupa pappírinn inn og síðan skiptum við okkur venjulega ekki af öðru. En þetta er heill hellingur sem er ónýtt svo við munum drífa okkur í að hafa samband við fyrirtækið erlendis,” sagði Páll Einarsson. „Ég var að heyra þetta fyrst í gær og veit varla meira um þetta en þú. Innkaupastofnun ríkisins sá um inn- flutning á þessum pappír. En það get ég sagt að þetta hefur aldrei komið fyrir áður að pappír i símaskrána hafi komið gallaður,” sagði Haf- steinn Þorsteinsson, ritstjóri síma- skrár, í samtali við DB í morgun. -ELA. Gosstrókinn úr Heklu bar við himin um miðjan dag í gær, þegar vísindamenn og frétta- menn voru að brjótast tii gosstöðvanna meðfram hrauninu í Sölvahrauni sem rann í Skjólkvíagosinu 1970. Á sjötta tímanum fór að snjóa við Heklu og byrgði það sýn til fjallsins fram eftir kvöldi. DB-mynd: Sigurður Þorri. Heklugosið allt að færast í aukana eftir rólega byrjun: Hratt og mikið hraunrennsli í gærkvöldi — segir húsf reyjan á Ásólfstöðum III. „Ofsalega miklar drunur” ífjallinu ímorgun. Þrír hraunstraumar runnu niður Litlu-Heklu og roðaði af fjallinu „Það hafa verið miklar drunur f fjallinu en það sást þó ekki mjög Heklu i morgun og rétt fyrir klukkan greinilega. Frá okkur séð var ekki 8 voru þær ofsalega miklar,” sagöi gott um það að segja hvort gaus á HrafnhUdur Jóhannsdóttir húsfreyja samfelldri sprungu eða í einstökum á Ásólfsstöðum III í morgun. „Við gigum. sjáum þó ekkert sem heitið getur tU Við erum alveg róleg ennþá, þrátt fjallsins núna en vel sást til Heklu. í fyrir nærveru Heklu og sváfum gærkvöldi. Þá blasti við mikið rólega í nótt. Drunurnar voru miklar hraunrennsU og var þetta ægifagurt utn miðjan dag i gær en siðan dró úr yfiraðlfta. þeim. Þær hafa hins vegar færzt Hekla sást bezt frá okkur á milti mikið i aukana nú i morgun. Fjalliö kl. 10 og 10.30 í gærkvöldi. Þá runnu blasir viö okkur héðan þegar rofar til þrfr hraunstraumar niður Litlu- og okkur finnst raunar að Hekla sé Heklu og roðaði af fjaltinu. Hraun- alveg við bæjardyrnar,” sagði rennstið virtist geysimikið og hratt. Hrafnhildur. Upptökin virtust vera mjög ofarlega I -JH. — sjá nánar á bls. 6 og baksíðu Stjómarskipti í stúdentaráði Háskólans i kvöld: Vinstrímönnum velt úr valdastólunum — umbótasinni formaður, Vökumaður ritstjóri Stúdentablaðsins Stjórnarskipti verða í stúdenta- ráði Háskóla Islands 1 kvöld þegar umbótasinnar og Vökumenn taka f sameiningu við stjórnartaumum af vinstrimönnum. Samkomulag um myndun meirihlutans náðist i gær- kvöldi eftir mikil fundahöld undan- farna daga. I 6 manna stjórn stúdentaráðs munu sitja 2 umbótasinnar og 4 Vökumenn. Hinir fyrrnefndu fá i sinn hlut formann stjórnarinnar og fulltrúa menntamálanefndar. Vaka fær varaformanninn, gjaldkera og fulltrúa hagsmuna- og utanríkis- nefndar. Þá ræður Vaka embætti rit- stjóra Stúdentablaðsins. Formanns- efni umbótasinna er Finnur Ingólfs- son en Vökumenn voru ófáanlegir til þess í morgun að láta uppskátt hver úr þeirra röðum yrði ritstjóri. Fyrir tiggur langur og ítarlegur málefnasamningur nýja meirihlutans í Stúdentaráði. Þar mun m.a. að finna klausu um að til að einstaka á- kvarðanir meirihlutans nái fram að ganga, þurfi þær að hljóta samþykki að minnsta kosti helmings stúdenta- ráðsliða Vöku og umbótasinna og/eða annarra trúnaðarmanna þeirra. Er ákvæðiö sett til að koma í veg fyrir að annar aðili geti komið fram sinu áhugamáli gegn vilja hins. Fulltrúar meirihlutans sögðu i morgun að samkomulagið byggðist á tilslökunum af beggja hálfu, en þó mættu báðir vel við una. Vökumaður sagði aö markmiöi beggja fylkinga væri náð: „að koma gömlu vinstri- stjórninni frá völdum.” Þess má svo geta að i gærkvöldi var stofnaö Félag umbótasinnaðra stúdenta. Formaður þess er Sigurður Jónsson verkfræöinemi. -ARH. i ! I 1 i í i t 1 1 1 1 J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.