Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981. I Útvarp 31 Sjónvarp I KRAKKAORM ARNIR - sjónvarp kl. 22,25: Prakkarastrík veldur umstangi —tveir strákar setja á svið líkamsárás Ný, brezk sjónvarpsmynd, Krakkaormarnir (Bloody Kids) verður sýnd í kvöld. Hún fjallar um 11 ára gamlan strák Leó að nafni sem fær þá hugmynd að gera at í lög- reglunni. Hann fær hugmyndina þeg- ar hann sér lögregluna að starfi á slysstað og allt umstangið f kringum það. Hann telur félaga sinn á að vera með í leiknum. í sameiningu setja þeir á svið líkamsárás og nota við leikinn hníf og blóðpoka. Leó fær félaga sinn til að leika árásarmanninn en úr þessu prakkara- striki verður meira en í upphafi var til ætlazt. Leó er fluttur í ofboði á sjúkrahús á sama tima og mikil leit er hafin að félaga hans. Leikstjóri er Stephen Frears en í aðalhlutverkum eru Derrick O’Connor, Jack Douglas, Richard Thomas og Peter Clarke en enginn jseirra er kunnur að ráði hérlendis. Þýðandi er Jón O. Edwald. -KMU. LAGIÐ MITT - útvarp kl. 17,20: Eiríkur Fjalar er vinsæfastur „Skammastu þín svo með Eiríki Fjalar (Ladda) er vinsælasta lagið. Krakkarnir eru svo fljótir að taka við sér,” sagði Helga Þ. Stephensen, umsjónarmaður óskalagaþáttar barnanna, Lagið mitt, sem er á dag- skrá útvarps í dag kl. 17.20. Pálmi Gunnarsson með sigurlagið úr sönglagakeppni sjónvarpsins, Af litlum neista, kemur fast á hæla Eiríks Fjalar, að sögn Helgu en einnig njóta lög af sígildum barna- plötum alltaf vinsælda. Helga sagði að nokkuð misjafnt væri eftir árstíðum hve margar kveðjur bærust. Oft væru þær tuttugu til þrjátiu talsins og færu jafnvel upp í fjörutfu og því yrðu alltaf einhverjir útundan því yfirleitt væri ekki hægt að leika nema 10—11 lög í hverjúm þætti. Þátturinn er miðaður við börn upp að 12 ára aldri og fær hann send- ar kveðjur frá börnum niður í 6 ára aldur. Oft kemur það fyrir að mömmurnar skrifi kveðjurnar fyrir yngstu börnin. Næsti þáttur, á föstudaginn langa, verður eðlilega með nokkuð öðru sniði. f honum verða ekki lesnar neinar kveðjur heldur ætlar Helga sjálf að lesa sögur fyrir börnin og spila barnalög. -KMU. Helga Þ. Stephensen sér um Lagifl mitt. DB-mynd: Bjarnleifur. „MARTRÖД í Alþýöuleikhúsinu HAFNARBÍÓI Nemendasýning Jazzballettskóla Báru mánudaginn 13. aprílog miðvikudaginn 15. aprílkl. 8.30. Miöasala í leikhúsinufrá kl. 2 föstudag 10. apríl. SÍMI16444 ÓFRESKIR ÍSLENDINGAR — útvarpkl. 21,45: UM SKYGGNA ÍSLENDINGA —óf reskur gamalt orð notað um menn sem gæddir voru skyggnigáfu Ófreskir íslendingar nefnist erinda- flokkur f fjórum hlutum, sem Ævar R. Kvaran byrjar að flytja f útvarp í kvöfd. Verður hann á dagskrá næstu föstudaga. „Ég hef kallað þættina Ófreskir íslendingar en ófreskur þýðir sálrænn og er gamalt orð í íslenzku sem notað var um menn sem voru gæddii skyggnigáfu,” sagði Ævar. 1 fyrsta þættinum sem nefnist Ófreskir forfeður, gerir Ævar grein fyrir yfirskilvitlegum hæfileikum sem dæmi eru til úr fortiðinni en svo virðist sem ófreskigáfan hafi alltaf verið til meðal þjóðarinnar. í hinum þremur fjallar Ævar um íslendinga, bæði þekkta og óþekkta, sem gæddir hafa verið þessum hæfileika og uppi hafa veriðáþessariöld. Á næstunni eru væntanlegar út á vegum Skuggsjár. tvær bækur eftir Ævar um þessa hluti. Sú fyrri sem væntanleg er á markað í haust, segir frá slíkum fyrirbærum meðal erlendra þjóða en sú síðari verður' einskonar yfirlitsbók um íslendinga sem vakið hafa athygli fyrir skyggnigáfu. ,,Slíkra hluta hefur gætt hjá okkur eins og öllum öðrum þjóðum, frá upphafi. Þetta eru svo athyglisverðir Sýnishorn úr söluskrá verður í Dagblaðinu á fimmtudag Eiqna markaðurinn NÝJA HÚSINU V/LÆKJARTORG. SÍMI 26933. Ævar R. Kvaran: „Þetta eru svo athyglisverðir hlutir að ekki er hægt að ganga fram hjá þeim.” hlutir að ekki er hægt að ganga fram hjá þeim,” sagði Ævar R. Kvaran. -KMU. JTANHÚSSKLÆÐNING Margar gerðir og litir úr múrsteinamynstri. — Hagstœtt verð. LÆKJARKOT Lækjargötu 32 — Haf narfirði SlMI 50449

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.