Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 10
BIAÐID fijálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Roykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Monning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrlmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsscn, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnloifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorloifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Haildórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsími hlaðsins er 27022 (10 línur). Sotning og umbrot: Dagbluðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hfi, Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 70,00. Verð í lausasölu kr. 4,00. Húnerennofdýr Brýnt er orðið að reisa nýja flugstöð fyrir millilandaflugið frá Keflavíkur- velli. Gamla brunagildran, sem nú er notuð, er á hernaðarsvæði og sýnir ferðamönnum engan veginn það andlit íslands, sem við teljum æskilegt. Stórhugur undirbúningsaðila hefur tafið framgang nýrrar flugstöðvar. Þeir hafa jafnan verið að hanna of stórar og of dýrar stöðvar, þótt þær hafi farið minnkandi og smám saman færzt nær raun- veruleika íslenzks millilandaflugs. Sú tillaga, sem nú hefur verið kynnt, er enn of dýr í framkvæmd, jafnvel þótt undirbúningsaðilar segist vera komnir niður í raunhæft lágmark. Enda sparast lítið á minnkun, sem felur í sér færslu útveggja inn fyrir burðarsúlur. Tillagan er þó engan veginn ónýt. Sá ótti hefur reynzt ástæðulaus, að hönnunina mundi skorta stíl- bragð, er hæfi fyrsta húsi, sem ferðamenn sjá, þegar þeir koma til landsins. Tillagan sýnir raunar fallega flugstöð. Hönnuðir hefðu mátt taka meira tillit til veðurfars á Keflavíkurvelli með því að gera farþegum kleift að fara í og úr áætlunarbílum innanhúss. Að öðru leyti er ekki augljós neinn galli á hönnuninni, nema framkva mda- kostnaðurinn. Millilandaflugið er komið niður í eina til tvær áætlunarferðir á dag, auk nokkurs leiguflugs. Þar á ofan er skynsömum mönnum ljóst, að Luxemborgar- flugið er dauðvona, jafnvel þótt ráðamenn haldi krampataki í fortíðina. Ekki virðist fráleitt að gera ráð fyrir afgreiðslu tveggja venjulegra, íslenzkra þota á nokkurn veginn sama tíma eða einnar risaþotu, þannig að rúm geti verið fyrir 500—600 farþega í flugstöðinni á einum og sama tíma. Gerist þau undur, að millilandaflugið magnist um allan helming í framtíðinni, ætti Flugleiðum að reynast auðvelt að dreifa brottfarar- og komutímum á þann hátt, að flugstöðvarrýmið nýtist betur en er í núverandi flugstöð. Það er hreint og beint óskiljanlegt, að flugstöð fyrír íslenzkt millilandaflug þurfi að kosta tæpar 500 millj- ónir nýkróna á núverandi verðlagi. Því verður ekki trúað, að þetta sé hin raunhæfa lágmarkstala. Þetta er nokkurn veginn sama upphæð og mundi fara í að koma innanlandsvöllum í sómasamlegt horf og byggja á Sauðárkróki varaflugvöll fyrir millilanda- flugið. Þetta er helmingur af allri fjárfestingarþörf ríkisins í flugmálum! Að vísu má ekki gleyma, að Bandaríkjastjórn hyggst greiða til smíðinnar fasta upphæð, sem nemur hálfum áætluðum kostnaði, og bera allan kostnað af aðkomu- leiðum flugvéla og bíla að flugstöðinni. Þessi hlutdeild skiptir miklu. Eftir stendur tæplega 150 milljón nýkróna kostnaður ríkisins. Það er of há tala, en væri þolanleg, ef við værum í því tímahraki, að Bandaríkjamönnum væri að snúast hugur. í slíku tímahraki erum við ekki enn, þótt síðar geti orðið. Rétt er að gera í alvöru enn eina atrennu að því að minnka flugstöðina niður í raunverulegar þarfir og stefna að því að geta hafið framkvæmdir á næsta ári í góðri samvinnu við stjórnvöld í Bandaríkjunum. Hafa verður þó jafnframt að leiðarljósi, að smiði flugstöðvarinnar verði ekki á nokkurn hátt til að tefja bráðnauðsynlegar framkvæmdir til aukningar öryggis í innanlandsflugi. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981. Baldur Hjaltason skrifar frá Japan Vinnan er hornsteinninn i lifi flestra Japana og hollusta þcirra við fyrirtækin er mun mciri en gengur og gerist í Evrópu. Fyrírtæki eru fjölskyldur —Æviráðningar í Japan honum laun í sex mánuði eftir að hann hættir, sem aðlögunartima. Annar möguleikinn er að vinna til sextugs og hætta þá og í því tilviki ýtir fyrirtækið ekki undir starfs- manninn að fara út í einkarekstur enda eiga þeir sem ná 60 ára aldri rétt á ellilffeyri frá ríkinu. Aftur á móti býður Matsushita þessum starfs- mönnum upp á endurráðningu í dótt- urfyrirtæki sitt sem nefnist Matsu- shita fjölskyldufyrirtækið, og þá á lægri launum. Sem dæmi um hvaða störf þessir starfsmenn myndu inna af hendi þá má nefna viðhald á þeim tugþúsunda vélasamstæða sem eru í verksmiðjum Matsushita. Þetta eru yfirleitt íétt og einföld störf sem henta vel fullorðnu fólki sem hefur ekki lengur fulla starfskrafta. Fœstir taka sumarfrí Þriðji möguleikinn er ekki öllum opinn og á aðeins við starfsmenn i ákveðnum stöðum. I því tilviki er starfsmönnum gefinn kostur á að halda sínu gamla starfi til 65 ára aldurs en með sveigjanlegri vinnu- tíma og/eða vinna hluta úr degi. Vinnan er yfirleitt hornsteinn í lífi flestra útivinnandi Japana, a.m.k. þeirra af eldri kynslóðinni. Hollusta starfsmanna við fyrirtækin er næsta ótrúleg, a.m.k. fyrir flesta Vestur- landabúa. Fæstir starfsmenn taka lengra sumarfrí en 2—3 daga þótt þeir eigi rétt á 12—20 dögum á full- um launum Það að taka frí til að ferðast eða skipta um umhverfi telja þeir að sé sama og að svíkjast undan skyldum sínum við fyrirtækið og samstarfsmenn sína. Jafnvel stór- fyrirtæki eins og Toyota ýtir nú undir starfsmenn sína að taka lengra sumarfrí en það hefur litil áhrif, svo rótgróin er hollustan. Á hinn bóginn gera fyrirtækin mikið fyrir starfsmenn sína. Matsu- shita hefur t.d. að markmiði að allir starfsmenn þess eigi húsnæði yfir höfuðið 35 ára að aldri. Til að firra starfsmanninn fjárhagsáhyggjum vegna húsnæðiskaupanna (sem einnig myndu minnka afköst hans) þá veitir fyrirtækið hagstæð langtímalán og í sumum tilvikum lætur það starf- mönnum í té húsnæði sem þeir geta búið í til æviloka á lágri leigu. Fyrirtækið gleymir ekki heldur þeim starfsmönnum sem eru komnir á eftirlaun. Það býður upp á nám- skeið og fyrirlestrahald um ýmis mál- efni og síðast en ekki sist er þeim boðið reglulega til fyrirtækisins þar sem þeim er skýrður gangur mála og þar sem þeir hitta gamla vini og kunningja meðal starfsmanna. B.H. Vinnan göfgar manninn hefur löngum þótt gott og gilt máltæki. Hvernig litist þýr á það, lesandi góður, að hætta að vinna 55 ára og fara á eftirlaun? Þannig er kerfið i Japan. Um æviráðningu er að ræða hjá flestum fyrirtækjum og er því næsta ómögulegt að fá aðra vinnu fyrir þetta fullorðna fólk og ef það tekst þá er um umtalsverða lækkun í launum að ræða. Þótt umrætt starfs- fólk vildi með glöðu geði vinna lengur hjá sama fyrirtæki hefur það ekki átt þess kost. Ein af ástæðunum er að hér er borgað eftir aldri en lítið tillit tekið til menntunar eða reynslu. Þeim mun lengur sem viðkomandi vinnur hjá fyrirtækinu, þeim mun hærri laun þiggur hann. Hefur fyrir- tækjum þótt borga sig að setja starfs- menn sína á eftirlaun þegar þeir ná 55 ára aldri og ráða síðan ungt fólk í stöðurnar á lágum byrjunarlaunum. Á undanförnum árum hefur einnig hlutur kvenna á vinnumarkaðnum aukist umtalsvert og hafa fyrirtæki hér verið mjög fús á að ráða þær i vinnu bæði vegna þess að enn þiggja þær lægri laun en karlmenn og svo hætta þær störfum þegar þær giftast sem er áður en þær komast í hálauna- flokkinn. Þess ber að geta að óal- gengt er að húsmæður stundi störf utan heimilis. Hækkun eftirlaunaaldurs Á undanförnum árum hafa jap- önsk verkalýðsfélög lagt aukna áherslu á að fá hækkaðan eftirlauna- aldurinn upp i 60 ár en þá á fólk rétt á ellilífeyri. Þessi þrýstingur hefur orsakað að æ fleiri fyrirtæki gefa starfsmönnum sínum kost á að vinna til sextugs. Stáliðnaðarfyrirtæki og járnbrautarfélög í einkaeign riðu á vaðið og talið er að 1985 muni um helmingur japanskra fyrirtækja hafa fylgt i kjölfarið. Sum fyrirtækin Tokyo, höfuðborg Japans. ganga enn lengra. Tökum sem dæmi Matsushita samsteypuna í Osaka sem er betur þekkt fyrir framleiðslu sina undir vörumerkjunum National, Panasonic og Tachnics. Þegar árið 1972 buðu þeir starfsmönnum sínum að vinna til sextugs og í sumum tilvik- um til 65 ára aldurs. Samt sem áður er meðalaldur starfsmanna fyrir- tækisins aðeins 31 ár en mun þó 1990 verða kominn upp í 37 ár. Matsushita setti á laggirnar nefnd til að útbúa tillögugerð um breyttar reglur um eftirlaunaaldur og sátu í nefndinni fulltrúar starfsmanna og stjórnendur fyrirtækisins. Lausnin sem nefndin setti fram var eftirfar- andi. Þegar starfsmaðurinn nær 55 ára aldri getur hann valið úr þremur möguleikum. í fyrsta lagi getur hann hætt og leitað sér að annarri vinnu. Ef hann hefur áhuga á að fara út í einkarekstur greiðir fyrirtækið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.