Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 16
Stjáni biái á hvíta tjaidinu — Teiknimyndasaga Dagblaðsins öðlast líf í kvikmynd Robert Altman Nú nýlega var sýnd í Nýja bíói kvikmyndin „A Perfect Couple’VTölvutrúlofun eftir Robert Altman. Vakti myndin afskaplega litla athygli, enda með slakari mynd- um Altmans, en það er ekki ætlunin að ræða þá mynd hér. Þess í stað ætla ég rétt aðeins að kynna nýjustu kvikmynd Altmans um Stjána bláa/Popeye. Margir hafa eflaust rekið upp stór augu þegar þeir heyrðu að Robert Altman ætlaði að kvikmynda söng- leik um Stjána bláa sem Robert Evans („Love Story”, Godfather”, „Chinatown” o. fl.) framleiddi. Margar ástæður liggja eflaust að baki vals Altmans á myndefni. Víst er að áhugi hans hefur beinzt aðalleea að gamansemi Stjána bláa og hiuni amerísku einstaklingshyggju sem Stjáni stendur fyrir („I yam what I yam’VÉg jer það sem ég jer). Einnig er vist að Altman tók að sér „Popey” vegna tækifærisins sem myndin getur veitt honum til fram- leiðslu á „merkilegri” kvikmyndum. Nú á síðustu árum hefur fjárhags- staða Altman ekki verið sem bezt og kvikmyndafyrirtæki hans Lion’s Gate verið nálægt gjaldþroti, en eins og flestir vita framleiðir Altman allar sínar myndir sjálfur. Fjárhags- staða Lion’s- Gate versnaði líka Gunna stöng í vafa um hverl hún á að fara. Stjáni blái og Brútus takast að sjálfsögðu á I myndinni. hann með tilbúið handrit, sem reynd- ar margir leikstjórar voru orðaðir við. Altman leit á handritið og sam- þykkti að gera myndina, svo framar- lega sem hann hefði full yfirráð yfir gerð myndarinnar. Evans og Paramount gengu að öllum skilyrðum Altmans og brunað var til Möltu til kvikmyndatöku, sem gekk ekki alveg vandræðalaust fyrir sig, til dæmis fór kostnaður fram úr áætlun og stendur nú í 20 milljón dollurum. Einnig bar á nokkrum rifrildum milli Altman og handrita- höfundarins Jules Feiffer. Stóðu deilur þeirra um handritið sem Altman lét iðjulega lönd og leið, eins og venjulega. Spuni leikara hefur alltaf skipt meira máli hjá Altman heldur en eitt hvert fastmótað handrit. Mikilvæg kvikmynd Eins og ætíð áður notar Altman sína gömlu kunningja í flest hlutverk, t.d. leikur Paul Dooley (,,A Perfect Couple”), hamborgaraætuna Óskar og Shelly Duvall („Three Woman”) leikur kærustu Stjána, Ollu. Til að leika Stjána fann Altman hins vegar spunagrínistann Robin Williams, sem aldrei áður hefur leikið i kvikmynd. Þetta eru meginpersónur teikni- myndasögunnar, en efni mynd- arinnar er í stuttu máli: leit Stjána Bláa að föður sínum. Gagnrýnendur vestan hafs hafa skrifað varkárlega um „Popeye” — sennilega minnugir peningastöðu Altmans — en þó lýst talsverðri ánægju með tónlist Harry Nilssons, einnig hina sérstöku sviðsmynd. Það er sem sagt undir almenningi komið hvort „Popeye” fær viðtökur sem verður hægt að bera við aðra Altmanmynd „M.A.S.H.”. Það er ómögulegt að segja um gæði „Popeye” eða hversu sterkur stíll Altmans er í henni. Það er hins vegar alveg ljóst að Robert Altman hefur fært talsverðar Iistrænar fórnir til að geta lifað og til að geta unnið með Robert Evans. „Popeye” er mikilvæg mynd fyrir Altman, slái hún í gegn gefur hún Altman tækifæri (líkt og M.A.S.H. gerði) til að gera mikilvægari kvikmyndir. (Meðal annarra orða, hvenær ætlar Tónabíói að sýna mynd Altman Buffalo Bill and the Indians frá 1976. Kannski aldrei?) heldur er Twentieth Century-Fox hætti við dreifingu myndar Altman „Health”. Altman hittir Evans Erfitt er að ímynda sér ólíkari menn heldur en Altman og Evans, annar — Evans — stendur fyrir Hollywood, gleðskap, hneyksli og Beverly Hills, Altman er hins vegar algjör andstaða við Evans og leggur fæð á allt það sem fylgir honum. Báðir eiga þeir hins vegar við bak- vandamál að stríða og leiddi það til kunningsskapar milli þeirra. Evans hafði lengi gengið með í maganum að gera kvikmynd um Popeye og var Kvik myndir Tónlist EYJÓLFUR MELSTED Háskólatónleikar í Fólagsstofnun stúdonta, 4. apríl. Flytjendur: Camilla Söderberg, blokkflauta, Holga Ingólfsdóttir, semball og ólöf Sesselja Óskarsdóttir, bassagígja. Efnisskrá: Paolo B. Bellinzani: Sonata; Jacques M. Hotteterre: Preludos í c-moll; Monsieur Ravet: Les Ondes í c-moll; Charles Dieupart: Sonata V í g-moll; Josoph B. do Bois- mortier; Sixiómo Suite í C-dúr; Francesco Barsanti: Sonata II (g-moll. Barokkmúsik hefur eignast álit- legan hóp aðdáenda hér á landi á undanförnum árum. Frekast hafa menn talið liana dæmigerða há- tíðamúsík, en minni athygli veitt henni sem vandaðri skemmtitónlist til daglegs brúks. Sem slík höfðar hún að sjálfsögðu ekki til alls þorra manna, heldur fremur þeirra sem mikið hlusta á tónlist hvort sem er. Það var þessi upphafna skemmti- tónlist fyrri alda, sem boðið var upp á á Háskólatónleikum að þessu sinni. Að kunna vel til verka Fljótsagt er frá leik kvennanna þriggja. Hann var afar góður. — Það er ekki öllum hent að gera skil þessum tveimur mismunandi skólum, hinum franska og ítalska. Oft vill verða úr einhvers konar samsuða og ókunnum hættir til að taka barokk Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Helga Ingólfsdóttir og Camilla Söderberg. Eftirlíking í já- kvæðri merkingu Orðið eftirlíking hefur öðlast heldur neikvæða merkingu í máli okkar. Það kann þvi að hafa dregið úr aðsókn að tónleikum þessum (þvi venjulega flykkjast Reykvíkingar til að hlýða á barokk) að þess var getið í kynningu að leikið væri á eftir- líkingar hljóðfæra frá barokktíma. Margir minni háttar listamenn erlendis hafa þvi miður fetað þá braut að hafa leik á „upprunaleg hljóðfæri” sem skálkaskjól fvrir tekst þeim að kveikja neista þess að við, með tímanum, eignumst vel hæfa barokksveit, sem leikur á góðar eftirlíkingar gamalla meistara- hljóðfæra. Annað mál er svo að ekki getur umhverfið, Félagsstofnun stúdenta, talist beinlínis til hæfis við þann blíða barokk sem leikinn var á þessum tónleikum. Ég held til dæmis, að á Sal Menntaskólans væri öllu betur viðeigandi umhverfi. -EM. BLÍÐUR BAROKK sem rígbundið staðnað listform, endanlega afgreitt með viðeigandi skýringum i eitt skipti fyrir öll. Staðreyndin er hins vegar sú, að fáar stíltegundir eftirláta túlkandanum jafn mikið svigrúm og frjálsræði i túlkun og einmitt barokk. En þá þurfa menn líka að kunna vel til verka eins og þær stöllurnar, Camilla, Helga og Ólöf Sesselja. hreinu fúski. Sem betur fer höfum við íslendingar farið varhluta af þess háttar starfsemi. Þeir listamenn hér- lendis sem leitað hafa upprunans hafa unnið fagmannlega og af alúð. 1 þessum efnum hafa margir liðtækir áhuga og þeir hafa blessunarlega kosið að fara hægar í sakirnar heldur en að stunda eitthvert klám. Listamenn eins og Camilla, Helga og Ólöf Sesselja setja mönnum gott fordæmi I þessum efnum og vonandi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.