Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent ísraelskir hermenn hafa nú blandað sér i styrjöldina i Libanon, einmitt á þeim tima þegar vopnahléi hafði verið komið ,á. Skammvinur f riður f Líbanon: ísraelsmenn komnir í slaginn í Líbanon —ísraelskar hersveitir réðust inn í Líbanon í gærkvöldi og bardagar stóðu e“'J"— ísraelskar hersveitir, studdar stór- skotaliði og þyrlum, réðust á fjöl- mörg skotmörk í suður Líbanon í gærkvöldi og að sögn palestínsku fréttastofunnar Wafa stóðu bardagar enn í morgun. Wafa sagði að hér væri um mjög umfangsmikla árás að ræða og stæðu harðir bardagar á milli ísraelsmanna annars vegar og Palestínumanna og vinstn manna í Líbanon hins vegar. Fréttir um árásina bárust skömmu eftir að greint hafði verið frá því að vopnahlé hefði náðst í Beirút og borginni Zahle í austur Líbanon en sýrlenzkar hersveitir höfðu setið um borgina í átta daga. Wafa sagði að ísraelsmenn hefðu látið tii skarar skríða á fimm stöðum norðvestur af borginni Nabatiyeh, sem er um fjörutíu kílómetra fyrir norðan ísraelsku landamærin. Talsmaður sameinaðra sveita vinstrisinnaðra Palestínumanna sagði að mannfali hefði orðið í liði ísraelsmanna og flyttu þeir hina særðu á brott í þyrlum. Talsmaður ísraelska hersins i Tel Aviv kvaðst ekki hafa neinar upplýsingar um þessa árás. Banda- rískir embættismenn í Washington sögðust vita um einhver umsvif ísraelska hersins en gátu ekki staðfest fréttir um mjög umfangsmikla árás eða harða bardaga. Waga sagði að ísraelsk herskip og fallbyssubátar hefðu stutt við bakið á árásarliðinu með því að halda uppi ðflugum sprengjuárásum á ströndina. Palestínskar heimildir sögóu að aðalbardagarnir virtust vera á mótum þriggja vega í dalnum norður af Deir Zahrani. Þessi árás ísraelsmanna kann að auka á þann ótta Palestínumanna og Sýrlendinga að þeir verði að berjast á tveimur vígstöðvum, við ísraelsmenn í suður Líbanon og hina hægrisinn- uðu falangista í norður Líbanon. Sýrlendingar höfðu einmitt sakað falangista um að vera verkfæri í höndum ísraelsmanna í þeim átökum sem átt hafa sér stað í Líbanon síðustu daga. Ekkert lát á morðunum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjun- um fann í gær enn eitt lik af lista þeirra 25 svartra ungmenna sem myrt hafa verið eða er saknað á síðustu tuttugu mánuðum. '■ Þó ekki hefði fullkomlega tekizt að greina dánarorsök Larry Rodges, 21 árs gamals pilts, þá telur lögreglan full- víst að um enn eitt morðið hafi verið að ræða. Rodgers var andlega vanheill með þroska sjö ára barns. Hann er 23. fórnarlambið sem vitað er um í þeirri glæpaöldu sem hófst í júlí 1979. Tveggja ungmenna er enn saknað. Rodgers hafði verið saknað síðan 30. marz síðastUðinn en þá sást hann fara inn í grænan flutningabíl í norðvestur Atlanta. Vitni sagði lögreglunni, að bUstjór- inn hefði verið blökkumaður á fimmtugsaldri. Fram undir það síðasta hafa öll fórnarlömbin verið á aldrinum sjö tU fimmtán ára en síðustu daga hafa fundizt lík tveggja manna á þrítugs- aldri. í báðum tUfeUum hafa það verið menn mjög andlega vanþroska. Lögreglan telur að hinar miklu varúðarráðstafanir, og vitneskja barn- anna um hættuna sem felst í því að vera einn á ferð, hafi leitt til þess að morðinginn verði nú að leita að eldri fórnarlömbum. Geimskutlan áloftídag Bandarísku geimskutlunni verður skotið upp í dag frá Kanaveralhöfða í Flórída ef ekkert óvænt kemur upp á síðustu stundu. Þar með hefst ný tíu ára áætlun Bandaríkjamanna á sviði geimvísinda sem áætlað er að kosta muni níu mUljarða doUara. Geimskutl- an mun verða 54 klukkustundir og 27 minútur á lofti og lenda síðan í eyði- mörkinni í KaUfomíu. Geimfararnir sem stjórna skutlunni em tveir, John Young og Robert Crippen. Afganistan: Engin fjölgun íliði Rússa Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði I gær að ekki væri fótur fyrir fréttum frá Nýju Delhi og Islamabad þess efnis að Sovétmenn hefðu fjölgað um 20 þúsund hermenn í Uði sínu í Afganistan. VIÐ SKORUM Á ALLA LANDSMENN, að taka þátt í almenningshlutafélagi um stofnun og rekstur stálverksmiðju á íslandi í framhaldi af áætlunum, sem gerðar hafa verið um framleiðslu steypustyrktarjárns á íslandi, höfum við sem eigum sæti í undirbúningsnefnd Stálfélagsins h.f., ákveðið að bjóða öllum landsmönnum þátttöku í stofnun félags um verksmiðju til framleiðslu á steypu- styrktarjárni úr íslensku brotajárni. Stofnun stálverksmiðju og framleiðsla innlends steypustyrktarjárns er verulegt hagsmunamál fyrir íslendinga, - jafnt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög. Verksmiðjan kemur til með að veita aukna atvinnu- möguleika í iðnaðí, verslun og þjónustu, jafnframt þvi sem hún mun losa sveitarfélög við brotajárn með til- tölulega jöfnu millibili. Ekkert ný-iðnaðarfyrirtæki, einvörðungu í eigu ís- lendinga, hefur fengið nánari umfjöllun um arðsemi og rekstraröryggi, en ætla má að 3-400 manns fái atvinnutækifæri í sambandi við starfsemina. Helstu atriði varðandi stofnun stálverksmiðjunnar eru þessi: 1. Stofnkostnaður 2. Framleiðsla: 3. Markaður: 4. Söluverðmæti: 5. Starfsniannafjöldi: .. 6. Byggingartími: 7. Mestu afköst: 8. Brotajárnsþörf: 9. Virkjað afl: 10. Hlutafé: ..100 milljónir kr. . .Steypustyrktarstál. ..12700 tonn áætlað 1983 og 2.1% árleg aukning. . .40 millj. kr. 1983. . .63 fyrir utan brotajárnsvinnslu. ..18-24 mánuðir. . .24 þúsund tonn pr. ár. ..U.þ.b. 14600 tonn fyrir 12700 tonna framleiðslu. . .10 megawött. . .30 milljónir kr. Stærð verksmiðjunnar er ekki mikil, en samt sem áður telst stofnun slíkrar verksmiðju vera stórátak sé miðað við hérlendar aðstæður. Þess vegna hefur undir- búningsnefnd Stálfélagsins h.f. talið eðlilegt að mynda almenningshlutafélag um verksmiðju, sem breytti brotajárnsrusli í nauðsynlegt byggingarefni. Þetta hlutafjárútboð er sérstætt að því leyti, að lögð er áhersla'á tvö meginatriði: •' 1. Mistakist hlutafjárútboðið, sem er mjög stórt á islenska visu, er þess gætt,~að þeir sem þátt hafa tekið í útboðinu og lagt fram fé, geti fengið framlag sitt svo gott sem endurgreitt með fullri verðtrygg- 2. Einkaaðilar, fyrirtæki og sveitarfélög eigi meiri- hlutaaðild í fyrirtækinu, en fyrirhugað er að ríkið eignist allt að 40% hlutafjár. Munið fundinn í Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg sunnudaginn 12.apríl kl. 16.30.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.