Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 6
[ Heklugosið f ór vaxandi er leið á daginn í gaer: DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981. HNERRIHEKLU GÖMLU GÆTI BREYTZT í ALVARLEGT KVEF —hraun byrjaði að renna í gærkvöldi. Gosið á sprungu í fjallstoppinum og aðallega gýs í tveimur gígum—Miklar drunur fylgja gosinu Matthías Loftsson jaröfræðingur og Sveinn Þorgrímsson eftirlitsverk- fræðingur við Hrauneyjafossvirkjun voru þarna i fylgd með frétta- mönnum. Þeir sögðu öskufallið aðal- lega koma úr stóra gignum á öxlinni en litið bærist úr þeim minni. Sveinn taldi sig hafa séð eld í neðri gignum en erfitt var að átta sig á þvi í hríðar- muggunni. Matthias sagði að taumar þeir sem læigju frá toppgfgnum bentu til þess að eðjustraumur hafi i upphafi gossins ruðzt frá gignum. Bráðinn snjór og aska hefðu safnazt þar i —— Séð yfir strókinn frá gignum við Skjólkvíar. Gusurnar sem neðri gigurinn sendi frá sér voru rauðbrúnar og benti það til þess að hraungos væri hafið. Skyggni var þó lítið þannig að það fékkst ekki staðfest fyrr en i gærkvöldi. Frá þvi að DB menn voru þarna á sjötta tfmanum i gærdag og fram til kl. 8 i gærkvöldi snjóaði á gosstöðvunum og sást litið. Talsverð aska féll á hús og bila við Hrauneyjafossvirkjun. Bílar við Sveinn Þorgrimsson eftirlitsverkfræðingur við Hrauneyjafoss og Matthias Loftsson virkjunina voru dökkleitir að sjá, en jarðfræðingur. DB-myndir Sigurður Þorri. önnur byggð slapp nær alveg við ösku. 10 tím Slgalda OatUtehur Narfurhott ■ Salaund. ; vSltJMiviar 'X Skástrikaða svæðið sýnir gossprunguna frá toppgíg og niður með austurhliðum Litlu Heklu og niður á jafnsléttu. Þungar drunur og dynkir Gosstrókurinn stóð upp úr skýjum og kom annaö slagiö i ljós. Þungar drunur og dynkir fylgdu gosinu. Þar sem menn stóöu við Skjólkviagíginn fór skyndilega að rjúka úr jörðinni og óttuðust menn jafnvel að jörðin rifnaði undan fótum. Er hönd var lögð á grjót þarna var það volgt og litt fýsilegt að standa þar til frambúðar. Rauðbrúnir strókarnir bentu til hraungoss Gjallstrókarnir sem stóðu upp úr neðri gignum voru rauðbrúnir og benti það til þess að hraungos væri hafið þegar um miðjan dag i gær. í gærmorgun sáust hins vegar aðeins hvítir gufubólstrar stíga upp af fjallinu. Vilbergur Kristinsson jarð- eðlisfræðingur við Hrauneyjafoss var á ferð eftir veginum meðfram Heklu í gærmorgun. Þá sást toppurinn greinilega um stund og stigu upp bólstrarnir og breiðir straumar höfðu runniö frá toppnum. Talsverð aska hafði fallið við Hrauneyjafoss og voru bílar og hús þar dökkleit á að sjá síðdegis i gær. öll starfsemi var þó með eðlilegum hætti en menn i viðbragðsstöðu ef eitthvað bæri út af. -JH. hins slæma skyggnis. Toppur Heklu var stöðugt hulinn skýjum auk þess sem hann gekk á með dimmum éljum. upphafi. Hinar miklu drunur mynduðust er gosefnið þrengdi sér upp um gosopið og þrýstings- minnkun yrði er það kæmi út. vm m Gosmökkurinn stigur til lofts. Myndin er tekin þar sem gengið var frá bflum, neðan við hraunið, sem rann frá Skjólkvfagosinu árið 1970. Gosmökkurinn var I gær mun lægri en f upphafi undanfarinna Heklugosa, enda Ifta jarðfræðingar svo á að gosið nú sé f beinu framhaldi af gosinu, sem hófst 17. ágúst f fyrrasumar. „Það má eiginlega segja að Hekla gamla sé að hnerra,” sagði Gunnar Sveinsson svæðisgæzlumaður við Hrauneyjafoss i gærkvöldi en Gunnar varð fyrstur manna var við Heklugosið í fyrrinótt. DBmenn óku og gengu á gosstöðvarnar í gær og virtist gosið ekki mikið en fór þó vax- andi. Skyggni var hins vegar slæmt þannig að illa sást til gossins. í gær- kvöldi fréttist siðan af þvf að gosið hefði verulega færzt i aukana og gos- straumar streymdu niður hliðar eld- fjallsins. Það má því vera að hnerrinn sem Hekla sendi frá sér i fyrrinótt breytist í alvarlegt kvef. JONAS HARALDSSON Aðalgos úr tveimur gígum í gær var unnt að aka nokkurn spöl á jeppum upp Dómadalsleið og áleiðis að Skjólkvíum þar sem gaus árið 1970. Blaðamenn DB gengu siðan á fjallið með visindamönnum frá Hrauneyjafossvirkjun og fleiri fréttamönnum. Langan og mjóan gosgeira lagði yfir í suð-austur og hafði vindátt breytt sér nokkuð frá því um morguninn en þá var vindur norðlægari. Aska hafði borizt með mekkinum og var snjór í hlíðum Heklu dökkur yfir að lita. Er komið var að þeim gig sem siöást gaus í við Skjólkvíar sást til gosstöðvanna. Gosið er á sprungu og gaus aðallega úr tveimur gigum. Annar þeirra var sinu kraftmeiri og i toppi fjallsins en sá kraftminni neðar, suð-vestanmegin. Erfitt var þó að gera sér grein fyrir eðli gossins vegna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.