Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 14
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981. r 1Ét Veðrið 1 SpM m braytlWgri án, goki *ða kalda vtðoat hvar á laodlnu. BJart varður á auðauatanvarðu landlnu an amáál annara ataðar. Klukkan I var hiagvlðri, ál og 1 adg I Raykjavlt, auatan 3, akýjað og —1 atlg á Qufuakákim, norðauatan 3, akýjað og -2 atlg á Qaharvlta, norð- vaatan 2, ál og —1 adg á Akurayri, norðvaatan 3, akýjað og -3 adg á Raufaritðfn, vaatnorðvaatan 2, látt- akýjað og 6 at á Dalatanga, veatauð- vaatan E, láttakýjað og 4 adg á Hðfn og veatauðveatan I, ál og 4 adg á Stórhðfða. I Þórahðfn var ekýjað og • adg, akýjað og 1 atig I Oaló, akýjað og 2 adg ( Stokkhólml, mlatur og • adg I 4 London, þoka og 4 adg I Hamborg, ' þokumóða og 10 adg I Parfa, akúrir og 12 adg I Madrld, akúk og 11 adg I Uaaabon og lialðakirt og 13 adg I Naw Yoric. Krlstjftn Eyfjörð Guðmundsson, sem lézt 3. april sí., fæddist 26. júnl 1904. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson og Ágústlna Matthías- dóttir. Árið 1920 fluttist Kristján með móður sinni að Kviabryggju. Kristján stundaði lengst af sjóinn en þegar heilsu hans hrakaði stundaði hann ýmis störf i landi. Árið 1928 kvæntist Kristján Jóhönnu Steindórsdóttur og áttu þau 5 böm en misstu einn son ungan. Þau hjónin fluttust til Hafnar- fjarðar árið 1931 þar sem þau bjuggu siðan. Andlát Kristján Karlsson fyrrv. bankastjóri, sem lézt 2. april sl., fæddist 1. júní 1893 á Akureyri. Foreldrar hans voru Karl Kristjánsson og Guðný Jóhanns- dóttir. Árið 1907 gerðist Kristján starfsmaður í útibúi íslandsbanka á Akureyri þar starfaði hann i 21 ár. Árið 1928 var Kristján kallaöur til Reykja- vikur og skipaöur bankastjóri aðal- bankans, skömmu siðar varð aö leggja bankann niður en bankinn hóf störf aftur og þá undir annarri stjórn og ööru nafni. Kristján var í nokkur ár framkvæmdastjóri Kol & Salt en síöustu árin rak hann umboðsverzlun fyrir innflutning á trjávöru og fleira. Árið 1926 kvæntist Kristján Vilhelminu Vilhelmsdóttur og áttu þau 3 börn. Ásgerður Sigriður Bjarnadóttir Skóla- braut 35, Seltjarnarnesi, sem lézt 1. apríl sl., fæddist á Höfða, Snæfellsnesi 13. apríl 1891,. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Bjarni Sigurðsson. Árið 1917 giftist Ásgerður Jóhannesi Guðbrandssyni frá Ásgarði Dölum, eignuðust þau 4 börn. Einnig ólu þau upp 2 dótturbörn sin, Pétur og öldu, og Sigurður Ingimundarson dvaldist hjá þeim i mörg ár. Mann sinn missti Ásgerður árið 1972 og son tveimur árum seinna. Sfðustu árin dvaldist hún hjá Pétri dóttursyni sinum og Sigurveigu konu hans. Ásgerður verður jarðsungjn i dag, föstudagjnn 10. april, kl. 15 frá Fossvogskirkju. Valdimar Pálsson, Akureyri, sem lézt 2. april sl., fæddist 29. ágúst 1953. Valdimar var lengst af starfsmaður Pósts og sima á Akureyri og vann við simaviðgerðir og simalögn. Árið 1973 kvæntist hann Helgu Jónatansdóttur og áttu þau eina dóttur. Valdimar verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju laugardaginn U.aprilkl. 13.30. Margrét Karlsdóttlr, Granaskjóli 27, lézt i Landspitalanum 8. april sl. Friðrik Óskar Slgurðsson, Kleppsvegi 74, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju 15. aprilnk. kl. 13.30. Óskar Þór Óskarsson lézt á Borgar- spítalanum miðvikudaginn 8. apríl sl. Lllju Guðmundsdóttur, Skúlagötu 80, verður minnzt i Laugarneskirkju laug- ardaginn 11. april kl. 10.30 Jarðsett verður í Haukadal sama dag kl. 15. Gyða Rannvelg Alexandersdóttir lézt miðvikudaginn 1. apríl sl. Jón B. Benediktsson, Skipholti 26, Reykjavik, lézt í Borgarspftalanum miðvikudaginn 8. apríl sl. Sigriður Hallbjörnsdóttir frá Einars- lóni, Þverhoiti 2 Keflavik, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn ll.aprílkl. 14. AA-samtökin í dag föstudag verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 3c kl. l2og 2l ,Tjarnargata 5b kl. 21 (opinn). 14 og 21 (uppi). Neskirkja kl. 18 og 21. Hallgrimskirkja kl. 18. Akureyri: Geislagata 39 (96-22373) kl. 12, Húsavík: Garðar kl. 20.30, Egilsstaðir: Safnaðarheiniili kl. 20, Flateyri kl. 21, Hellissandur: Hellisbraut 18 kl. 21. 1 hádeginu á morgun. laugardag. verða fundir sem hér scgir: Langholtskirkja kl. 13, Tjarnargala 5b kl. 14. Akureyri: Kvennadeild Geislagata 36 kl. 14. Kvenfélag Bústaðakirkju heldur fund mánudaginn 13. apríl kl. 20.30 i Safnaðar- heimilinu. Sagt verður frá fyrirhuguðu námskeiði í glermálun. Ostakynning. Allar konur i sókninni eru veikomnará fundinn. Kynningarfundur um Stálverksmiðju á íslandi Að undanförnu hefur farið fram talsverð umræða um stofnun stálverksmiðju á íslandi. Viðamiklar athuganir hafa fariö fram á arðsemi og rekstrargrund velli slíkrar verksmiðju og hafa niðurstöður verið mjög jákvæðar. í beinu framhaldi þar af er málið nú komiðaf umræðustigi yfir á framkvæmdastig. Undirbúningsnefnd Stálfélagsins hf. hefur hafið viðtæka söfnun hlutafjárloforða mcð það i huga aö reisa stálverksmiöju til framleiðslu á steypustyrktar- stáli úr Islenzku brotajárni. Helztu atriði varðandi stofnun verksmiðjunnar eru þessi: Stofnkostnaður.....................100 milljónir kr. Framleiðsla......................Steypustyrktarstál Markaður................... 12.700 tonn áætlaö 1983 Söluverðmæti......................40 millj. kr. 1983 Starfsmannafjöldi... 63, fyrir utan brotajárnsvinnslu Byggingartimi..........................18—24mánuðir Mestu afköst......................24 þús. tonn á ári Brotajárnsþörf......U.þ.b. 14.600 tonn fyrir 12.700 tonna framleiöslu. Virkjaðafl..............................lOmegawött Hlutafé............................30 milljónir kr. Til að kynna málefni stálverksmiðjunnar enn frekar hefur undirbúningsnefndin boðað til opins fundar í Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg, sunnudaginn 12, april ’81, kl. 16,30 siðdegis. Þar verður m.a. rædd stofnun verksmiðjunnar, hlutafjáröflun og fram- kvæmdaáætlun, að ógleymdum mengunar- og umhverfismálum. Upplýsingar gefa: Ólafur Stephensen (85466) og Haukur Sævaldsson (16565). m I GÆRKVÖLDI Bandarísk f réttamennska Ég haföi nýlokið við aö lesa athyglisverða grein 1 timaritinu Time um skjót viðbrögð bandariskra sjón- varpsstöðva i öflugum fréttaflutningi slnum af morðtilræðinu við Reagan forseta þegar fréttatimi útvarpsins hófst i gærkvöldi. Ekki er nokkur vafi á því að fréttameíúwka er hvergi öflugri en i Bandarikjunum. Þess vegna var ánægjulegt að heyra í fréttatima islenzka Rlkisút- varpsins i gærkvöldi i Halldóri Hall- dórssyni fréttamanni. Hann hefur stundað nám i fjölmiðlafræði i Bandarikjunum og greinilegt er að þar hefur hann ýmislegt lært og ekki erfiöað til ónýtis. Þingfréttir útvarps- ins i umsjá hans eru að minu mati bezta efnið sem ríkisfjölmiðlamir bjóða upp áum þessar mundir. Viðtal Halldórs Halldórssonar við Ólaf Jóhannesson utanríkisráðherra var mjög vel unnið og bar vott um að fréttamaðurinn var vel heima i málinu og honum er einkar lagið að sleppa viðmælendum sinum ekki fyrr en þeir hafa svarað því sem til umfjöllunar er. Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra hefur orð á sér fyrir að vera á stundum nokkuð stuttur i spuna við blaðamenn og svara með hálfkveðnum visum. Um slikt var ekki að ræða í gærkvöldi enda spurningar Halldórs beinskeytt- ar og ákveðnar, jafnframt því sem fyllstu kurteisi var gætt. Fréttastofu útvarpsins hefur oft verið hrósað i þessum dálkum og tel ég það ekki að ástæðulausu. Vist er að Halldór Halldórsson á ekki minnstan heiður skilinn þeirra-út- varpsmanna. Margt athyglisvert kom fram i við- talinu við Ólaf Jóhannesson. Meðal annars þaö að utanrikisráðherranum þykir það furðulegt lýðræöi ef ellefu þingmenn af sextiu eiga að ráða ferð- inni i málum etas og þvi sem var til umræöu í gærkvöldi, flugstöðvar- málinu. Hitt er vonandi rétt hjá ráð- herranum, að stjórnarsamstarfið slitni ekki á þessu máli. Stjórnarslit nú mundu að minu mati þýða dauða- dóm almennings i landinu yflr isienzkum stjórnmálamönnum. Þjóðin ætlast til þess ' að stjórnin axli þá ábyrgð sem henni hefur verið falin og hlaupi ekki frá hálfnuðu verki. -GAJ. Aöalfuntíir íslenzka mannfræðifélagið heldur aðalfund sinn nk. mánudag, 13. april, kl. 17 i Lögbergi stofu 204 Háskóla.íslands. íbúasamtök vesturbæjar Aðalfundur íbúasamtaka vesturbæjar verður á Hallvcigarstöðum þriðjudagskvöldið 14. april aö loknum almennum fundi þar sem rædd veröa úr- ræði til aö bæta húsakost barnaskóla i vesturbæn- um. Fræðslustjóri mun þar kynna athuganir i þeim efnum sem verið er að gera á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Fundurinn hefstkl. 20.30. Aðalfundur Sveinafélags húsgagnasmiða Aöalfundur Sveinafélags _ húsgagnasmiða var haldinn 23. marz sl. Á fundinum flutti Bolli A. Ólafsson formaður félagsins skýrslu um störf félagsins á liðnu ári og kom þar fram aö viðfangs- efni félagsins hafa verið margvísleg. Hvítabandskonur með kökusölu Hvitabandskonur halda kökusölu nk. laugardag 11. apríl kl. 14 að Hallveigarstöðum. Kökumóttaka veröur frá kl. 10. Hvitabandskonur athugiö að siðasti fundur vetrarins verður haldinn þriðjudaginn 21. april. Norræn myndlistamiðstöð — Sveaborg Norræna listamiðstöðin er ein af rúmlega þrjátiu samnorrænum menningarstöðvum sem reknar eru i sameiningu af Norðurlöndunum fimm. Miðstöðin hóf starfsemi sína 1978. Einn mikilsveröasti þáttur- inn er sýningarstarfsemi sem tekur jafnt til farand- sýninga eigin verka á Norðurlöndum sem milligöngu um sýningaskipti. Auk þess er í verkahring mið- stöðvarinnar að útbreiða þekkingu á norrænni list og starfa að betri samböndum á sviði lista. Listamiðstöðin hefur fast aðsetur á Sveaborg, Helsingfors. Þar eru nú skrifstofa, sýningarsalur í „Strandkasernen” og fimm gistivinnustofur með íbúðum fyrir norræna listamenn. Norræna listamiðstöðin hefur yfir að ráöa frá ágúst 1981 5 vinnustofum með tilheyrandi ibúðum á Sveaborg (15 minútna ferð með ferju frá miöborg Helsingfors). Vinnustofunum er úthlutað sam- kvæmt umsóknum meðal myndlistarmanna frá Norðurlöndum i 2—12 mánuði. íbúðirnar eru búnar húsgögnum og þeim fylgja búsáhöld og sængur- fatnaöur. Engin leiga er greidd fyrir vinnustofurnar. Innborgun, sem endurgreiðist meðan á dvölinni i Helsingfors stendur, á þó að greiða við samnings- gerð. Almennt fer úthlutun þannig fram aö hvert Norðurlandanna fær eina vinnustofu í sinn hlut til umráða. Umsókn sendist á sérstöku eyðublaði þar sem nákvæmar leiðbeiningar eru gefnar. Fjallaö er um umsóknirnar tvisvar á ári samkvæmt umsögn fagsamtaka listamannanna í heimalöndum. Listamiðstöðin hefur yfir takmörkuðum fjölda ferðastyrkja að ráða, sem veittir eru samkvæmt sér- stakri umsókn, og þá helzt listamönnum sem koma langt að. Vinnustofumar eru í virkinu Palmstierna (1770) og verkstæðisbyggingu sem byggö var við (1834— 1908). Allar íbúðir eru á annarri hæð með gluggum ’ og svölum móti suðaustri. Inngangur í íbúðirnar eru gegnum vinnustofurnar. í vinnustofunum eru trönur, vinnuborð, vinnu- bekkur, vinnustóll, heitt og kalt vatn ásamt Ijós- rörum (flúor-pípum) og punktlýsingu. 1 mynd- höggvaravinnustofunni (A) er auk þess komið fyrir sérstöku vinnuborði, „kavalett” (þvermál 100 cm) og efnisgeymslu fyrir leir og gips. Það er simi í öllum íbúðunum fyrir innanlands- samtöl og einnig er hægt að taka við samtölum erlendis frá. í vinnustofubyggingunni er þvottahús með þvottavél og þurrkskáp ásamt samkomusal með litlu eldhúsi, sjónvarpi og lestrarhorni. 1 sömu bygg- ingu er einnig til húsa sameiginlegt verkstæöi, Pot Viapori, sem hópur finnskra keramik- og textillista- manna stendur aö. Heimilisfang Vinnustofubyggingarinnar er: Nordisk Konstcentrums ateljéhus Sveaborg B 44—45 SF —00190 Helsingfors 19. Umsóknareyðublöð með nákvæmum upplýsing- um fást hjá Norrænu myndlistarmiöstöðinni: Nordiskt Konstcentrum Sveaborg 00190 Helsingfors 19 Sími 90-668 554 Umsóknarfrestur fyrir seinni hluta árs 1981 er til 8.5. 1981. Umsóknarfrestur fyrir árið 1982 er til 13.11. 1981. Hafnfirzk menningarvaka Föstudagur 10. april: Kl. 21.00 Dansleikur í samkomusal Flensborgarskóla: Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur fyrir dansi Skemmtiatriði. Geöhjúkrunarfræðingar mótmæla Fundur haldinn i deild geðhjúkrunarfræðinga innan Hjúkrunarfélags íslands mánudaginn 23. marz sl. mótmælir þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að taka Hvítabandið undir hjúkrunardeild fyrir aldraða án þess að framtið dag- og göngudeildarstarfsemi Geð- deildar Borgarspítalans, sem nú fer þar fram, sé tryggð. Með þessari ákvörðun er veriö að etja saman tveim hópum innan heilbrigðisþjónustunnar sem hvorugur hefur mátt sin mikils i kerfinu. Þessi starfsemi hófst í nóvember ’79. Mikilvægi hennar í geðheilbrigöisþjónustunni er augljós vegna aukinna möguleika á fjölbreyttari tilboðum í með- ferð fólks með geðræn vandamál. Hvítabandiö hentar mjög vel til þessarar starfsemi en miklar og dýrar breytingar þarf að gera til að hægt sé að nota það sem hjúkrunaraeild, t.d. byggja lyftu, stækka dyr o.fl. Um leið og við fögnum þeim áformum stjórn- valda að bæta úr neyð aldraðra hörmum við að þær úrbætur bitni á þjónustu fólks með geðræn vanda- mál. Svæðisfundur Sambandsins og kaupfólaganna á Suðurlandi Svæðisfundur samvinnuhreyfingarinnar á Suðurlandi var haldinn að Hvolsvelli laugardaginn 21. b.m. Að fundinum stóðu 4 kaupfélög á Suðurlandi: Kf. Árnesinga, Kf. Rangæinga, Kf. Skaftfellinga og Kf. Vestmannaeyja. Af hálfu Sambands islenzkra samvinnufélaga sóttu fundinn Valur Arnþórsson formaður sambandsstjórnar, Erlendur Einarsson forstjóri og Guömundur Guðmundsson félagsmálafulltrúi. Erlendur Einarsson forstjóri flutti erindi um viðfangsefni Sambandsins, uppbyggingu þess og skipulag. Hann kynnti hinar ýmsu deildir og gerði grein fyrir hlutverki þeirra og tilgangi. Hann gerði að umtalsefni hin miklu vandamál og erfiðleika sem verðbólgan og hinir háu vextir skapa i vérzlun og öðrum atvinnurekstri. Erlendur taldi að brýnustu framtíðarverkefni samvinnuhreyfingarinnar væru að bæta rekstur kaupfélaganna, gera hreyfinguna fjárhagslega sjálf- stæða, auka virkni félagsfólksins og ráða meira af góöu og hæfu fólki til starfa. Oddur Sigurbergsson kaupfélagsstjóri flutti erindi um samvinnu kaupfélaganna og tengsl þeirra við Sambandið. Hann ræddi um samstarf kaupfélaganna á Suðurlandi á sviði tréiðnaðar siðustu 10 árin. Samstarfið er fólgið i sameiginlegri framleiðslustjórn og sölusamstarfi og reka þau sameiginlega verzlun að Suðurlandsbraut 18 i Reykjavik, undir nafninu 3 K, húsgögn og innréttingar. Oddur taldi samstarfið hafa gefið góða raun og orðið öllum félögunum hagstætt. Hann hvatti til samstarfs innan félaganna á fleiri sviðum. Valur Arnþórsson stjórnarformaöur SÍS fiutti erindi um stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar. Hann minntist uppruna hennar og stofnunar fyrstu kaupfélaganna og Sambandsins. Mikil umræða og umfjöllun um stefnuskrána hafa staöið yfir á siðasta ári og svo muni einnig verða á þessu ári. Einar Þorstéinsson ráðunautur flutti erindi um tengsl félagsmanna við kaupfélögin. Hann lýsti mikilvægi kaupfélaganna fyrir neytendur og framleiðendur víðsvegar á landinu. Einar ræddi einnig um innri félagsmál kaupfélaganna og sagði aö félagsmenn væru ekki nægilega virkir og félags- starfið of lítið. Tengslin milli félagsmanna og félaganna þyrfti að auka með þróttmeira félags- starfi. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna Nr. 68. — 7. aprfl 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 6,809 6,627 7,290 1 Sterlingspund 1M98 14,437 16A81 1 Kanadadollar 5,660 6,576 6,133 1 Dönsk króna 0,9786 0,9812 1,0793 1 Norskkróna 1,2171 1,2204 1A424 1 Sœnskkróna 1,4169 1,4207 1A628 1 Hnnsktmark 1,8018 1,6062 1,7668 1 Franskur franki 1,3064 1,3099 1,4409 1 Belg. franki 0,1880 0,1886 0,2074 1 Svissn. franki 3,3768 3,3860 3,7246 1 Hollsnzk florina 2,7816 2,7891 3,0681 1^V.-þýzkt mark 3A818 3,0902 3,3992 1*ltölsk lira 0,00619 0,00620 0,00682 1 Austurr. Sch. 0,4366 0,4367 0,4804 1 Portug. Escudo 0,1139 0,1142 0,1266 1 Spánskur pesoti 0,0768 0,0760 0,0836 1 Japanskt yen 0,03096 0,03104 0,03414 1 irskt Dund 11,260 11,281 12,409 SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8A246 8,0464 # Breyting frá slöustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.