Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981. 2 r Sérfræöingar og sælkerar — rauðvínsf löskur stóðu á borðum gesta eins og taf Imenn og gestgjaf i studdi sig f ram á hendur sínar við borð gestanna, er hann ræddi við þá „Un vrai gourmet” skrifar: Svarthöfði Vísis kallar Dagblaöið „rauövínspressu”. Hins vegar hefur Vísir tekið upp sið Dagblaðsins í rik- um mæli og skrifar sem ákafast um matargerðarlist og vínneyzlu. Sælkerakvöld eru kynnt í máli og myndum i Vísi og blaðið gefur „rauðvínspressunni” ekkert eftir, enda er rauðvín og aðrir áfengir drykkir eitt hið áhugaverðasta, sem islenzkir lesendur geta hugsað sér, hvað svo sem „téte noir” Vísis leggur til málanna. Hins vegar má segja sem svo, að lítið sem ekkert komi út úr þeim ógnarlöngu fræðslugreinum, sem ís- lcnzkar „rauðvínspressur”, yfirleitt, birta og sem gætu þó orðið umhugs- unarefni fyrir kærulausa neytendur, sem sækja veitingahús. Gestir veitingahúsa kyngja mögl- unarlaust hverju því sem fram er reitt og láta sér í léttu rúmi liggja, hvernig til tekst með gæði eða framreiðslu. En margir eru sérfræðingarnir og sælkerarnir orðnir og komast færri að en vitja til þess að kynna smekk sinn og kúnstir. Vísir talar um „hina nýju línu” á einu sælkerakvöldinu. Af myndum að dæma mátti það helzt telja til ,,ný- mælis”, að rauðvínsflöskur stóðu á borðum gesta eins og taflmenn og gestgjafi studdi sig fram á hendur sínar við borð gestanna, er hann ræddi við þá! Ef þetta er „hin nýja lina” sér- fræðinganna í veitingamennsku, þá er nú heldur betur að færast líf og fjör í sælkerasviðið. Sannleikurinn er sá, að það er ekk- ert til, sem heitir „ný lína” í matar- gerð eða framreiðslu. Hin sanna og „klassfska” matargerð — og fram- reiðsluaðferð á Vesturlöndum —■ og raunar þeirra i Rússlandi og Kína líka — er alltaf eins. Og framreiðsluaðferðir eru aðeins þrjár, sú enska, sú franska og sú rúss- neska. Hér er auðvitað átt við fram- reiðslu á betri veitingahúsum. Aðrar tegundir af framreiðslu teljast til ,,snack-bar”-framreiðslu. Og eru þær óspart notaðar hér á hinum svo- kölluðbetri v.eitingahúsum! Svo dæmi sé nefnt, þá er t.d. sára- sjaldan komið með vel skreytta og frambærilega rétti til gesta á fati og þeir sýndir gestunum, áður en fram- reitt er, hvað þá að lok séu höfð yfir réttunum og þeim haldið heitum á þar til geröum hitatækjum áður en og eftir að gestir hafa fengið mat sinn á diskana. Ekki er heldur neins staðar, að því bezt er vitað, farið með raJðvín eins og æskilegt er, þ.e. að leggja flösk- urnar i sérstakar körfur og leyfa þeim að liggja þar. Flöskunum er venju- lega slengt á borð eins og verið sé að „hrókera” í skák, eftir að skenkt hefur verið í glös gesta. Fleiri eru agnúarnir í veitinga- mennsku hér á landi. Og þrátt fyrir ótal kynningar, skrif og ábendingar ýmissa, sem óneitanlega hafa komið nokkru lifi í fjölbreytni á þessu sviði, þá er eins og ekkert hafi lærzt. Á íslandi er í raun enginn veitinga- staður, sem frambærilegur er, að því er snertir gæði á hráefnum, mat- reiðslu og framreiðslu. Einkum er það framreiðslan sjálf og hvernig hún er framkvæmd, sem stendur langt að baki hinni hefðbundnu framreiðslu, sem hvarvetna er viðhöfð erlendis á öllum þeim matsölustöðum, sem vilja halda sæmilegri aðsókn. Auðvitað höfum við málsbætur nokkrar. Hraði, taugaveiklun og yfirþyrmandi smáborgaraháttur eru helztar. Þetta eru slæmar málsbætur, en, því miður, þjóðfélagiö, með hömlum þess og „vernd” hins opin- bera er fastmótaður óskapnaður ímyndaðs „siðgæðis”. Skrefatalning og þrýstihópar segjast vera að gera þetta og hitt fyrir aldraða og öryrkja, ég hef stundum allt annað á tilf inningunni 7883—5745 skrifar: Það hefur stundum verið sagt að undanförnu að þjóðfélag vort láti stjórnast af svokölluðum þrýstihópum. Mikið hefur borið á einum slikum í sambandi við fyrirhugaða skrefa- talningu á síma landsmanna. Grátur kaupmanna og iðnrekenda — get ekki grátið með þeim, vegna þess að ég get ekki séð að þeim sé nokkur vorkun 0523—0454 hringdi: Að undanförnu hafa landsmenn þurft að hlusta á væl forsvarsmanna kaupmanna og iðnrekenda. Þessir aðilar eru lagnir við að fá inni í hinum ýmsu fjölmiðlum, og þar fá þeir að úthella tárum sínum yftr al- þjóð eins og þá lystir. Ég er nú bara venjulegur verkamaður og hef hvorki próf né sambönd ti! að koma mínum tárum í fjölmiðla enda eru þau engin. Ég get ómögulega grátið með kaupmönnum og iðnrekendum yfir þvi hvað allir eru vondir við þá, einfaldlega vegna þess að ég fæ ekki séð að þeim sé nokkur vorkunn. Það er að minnsta kosti ekki hægt að sjá það á því húsnæði sem þessir menn búa í, að þeir berjist i bökkum. Ég legg til að næsta viðtal við þá verði tekið á heimilum þessara vesalings óhamingjusömu manna sem alltaf eru að fórna sér fyrir aðra. Það hljóta allir að sjá, hvar sem þeir eru búsettir á landinu, að í síma- málum landsmanna á sér stað mikill ójöfnuður. Á höfuðborgarsvæðinu geta menn hringt öll sín símtöl innanbæjar og þurfa aðeins að borga eitt skref, þó talað sé tímum saman. En víða úti á landsbyggðinni er aðeins um eitt til tvö hundruð númer sem hægt er að tala við á þessum kjörum, þ.e.a.s. samtalið mælist aðeinseitt skref. Þurfi landsbyggðarfólkið að hringja út fyrir sitt takmarkaða svæði fer skrefateljarinn í gang. Þess vegna varð ég mjög undrandi er ég heyrði nýlega í Morgunpósti út- varpsins rætt viðGísla Jónsson. Gísli er eins og kunnugt er einn af hörðustu andstæðingum skrefa- talningarinnar. Hann sagði að árið 1977 hefðu verið sett lög á Alþingi um að símtalagjöld skyldu vera jafnhá innan sama svæðis. Ég á heima á svæði 97. í mínu byggðarlagi get ég talað við um 100 númer með venjulegu eins skrefa gjaldi. Þurfi ég að ná í næsta byggðarlag, sem er Stöðvarfjörður, þarf ég að greiða eitt eða fleiri skref, eftir því hve snöggur ég verð að ljúka mér af. Hvort sem þessi lög sem Gísli minntist á, voru sett árið 1977, eða ekki, þá eru þau að minnsta kosti ekki komin í framkvæmd ennþá. Þið sem búið á þéttbýlissvæðinu í Reykjavík og nágrenni, finnst ykkur þetta sanngjarnt? Við þetta má bæta að víða um land þar sem ekki er kominn sjálf- virkur sími er sími aöeins opinn frá kl.9aðmorgni til 19 að kvöldi. Finnst ykkur þetta ekki nokkur aðstöðumunur? Það er sanngirnis- krafa að sjálfvirku simasambandi verði komið á um allt land. Talsmenn þessara sérréttinda höfuðborgarsvæðisins tala mikið um að gamalmenni og öryrkjar noti mikið síma og beita þessum hópum óspart fyrir sig í baráttu sinni við að viðhalda sérréttindum sínum. Ég er búinn að vera öryrki í rúm 16 ár en það er nú á allra síðustu árum að ég hef tekið eftir því að bág kjör öryrkja og aldraðra liafa verið tekin upp af stjórnmálamönnum og þrýstihópum, að því er mér finnst ekki alltaf í þeim tilgangi einum að bæta kjör þessara hópa. Ekki get ég neitað því að það er stundum skitabragð af málflutningi þeirra sem segjast vera að gera þetta og hitt fyrir aldraða og öryrkja, ég hef stundum allt annað á tilfinningunni. Hér er veriö aö koma á framfæri mótmælum gegn skrefatalningunni á Alþingi fyrr i vetur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.