Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 11
/V DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981. Þann 24/3 skrifar Gunnar Bender athyglisverða kjallaragrein í DB. Gunnari hefur farið fram frá því að ég síðast sá grein eftir hann á prenti í Vísi þegar sú fræga vika gegn vímu- gjöfum var í gangi. Hann er að vísu nokkuð fljótur að fullyrða um hlut- ina án þess að fótur sé fyrir full- yrðingum hans. Hann segir t.d. að undirritaður vilji gefa kannabisefni frjáls á íslandi. Þetta er nú reyndar ekki alveg rétt en reyndar ekki alveg rangt heldur. Það er þó greinilegt að Gunnar hefur ekki haft fyrir því að kynna sér málin ofan í kjölinn í sambandi við þessa fullyrðingu sína og því kastar hún óneitanlega rýrð á annað sem hann segir. Til þess að leiðrétta mis- skilning Gunnars í eitt skipti fyrir öll vill undirritaður taka fram eftirfar- andi: Undirritaður er ekki með- mæltur afþreyingarnotkun lyfja af neinu tagi. Undirritaður áiítur það hins vegar einkamál hvers og eins hvað einstaklingurinn gerir við eða fyrir sjálfan sig svo framarlega sem sýnt þyki eða sannað að viðkomandi skaði hvorki sjálfan sig né aðra. Undirritaður vill ekki lögleiðingu kannabisefna hér eða annarsstaðar en álítur að það sé ekki til bóta að refsa fyrir eigin neyslu slíkra efna. Hugsanlegt væri að láta misnotendur á endurhæfingar- eða fræðslunám- skeið um viðkomandi efni. Undirrit- aður álítur að neysla vímugjafa til af- þreyingar sé sjúkdómseinkenni, þ.e. geðveila eða persónuleikaóreiða, eða bendi til þess að neytandi eigi við. félagsleg vandamál að stríða. Undir- Gunnar Bender og hollenzka kerfið ritaður leggur áherslu á að þarna sé um einkenni en ekki orsök að ræða. Undirritaður álítur það ekki sjálfsagt mál að refsa fyrir persónuleikaóreiðu eða félagsleg vandamál. Þetta er það sem undirrituðum finnst persónulega og prívat eins og þar stendur. En hvað er til ráða? Gunnar bendir réttilega á að ástand mála í kringum okkur sé orðið ískyggilegt og er þá vægt til orða tekið. Hann bendir á Danmörku og veltir fyrir sér hvort ástandið hér verði kannski eitt- hvað svipað. Ég get rétt ímyndað mér að svo geti orðið áður en við vitum af ef áfram er haldið á sömu braut og hingað til hefur verið gert. En hvað getum við lært af öðrum þjóðum: Hvað getum við lært af t.d. Hollendingum? Hollenska kerfiA Árið 1973 var Amstérdam orðin miðstöð eiturlyfjadreifingar áVestur- löndum. Hér er' átt við öll lyf. Heróinneysla hafði stóraukist og ,,Nú er ég ekki að halda því fram að við hér á íslandi eigum að taka upp svona kerfi, en það hefur sýnt sig að það kerfi sem við höfum hefur ekki skilað þeim árangri sem æskilegur væri. ” neytendur urðu stöðugt yngri og yngri. Ástæður fyrir því að Amster- dam varð fyrir valinu eru sjálfsagt margar en tvær þær helstu eru aukin harka frönsku lögreglunnar sem fór eftir ábendingum og hafði samvinnu við DEA (Drug Enforcement Ad- ministration) í-USA. Hverri heróín- verksmiðjunni af annarri í Marseilles var lokað og eigendur flæmdir úr landi. Hin ástæðan kann að vera sú að Amsterdam var stresslaus borg og vinaleg og íbúar áð öllu jöfnu lög- hlýðnir og þar af leiðandi fremur hæg og umburðarlynd löggæsfa. Nú til að gera langa sögu stutta: Eftir mikil blaðaskrif um málið þar sem hver vísaði á annan og allir vildu komast hjá því að taka ákvörðun i málinu er það Amsterdam Tourist Board (Ferðamálaráð Amsterdam) sem rís upp og segir að ástandið sé orðið óþolandi. Svo og svo miklir peningar tapist vegna þess að túrist- amir með peningana fari annað þar sem þeir þurfi ekki að horfa upp á neytendur sprauta sig á götunni. Og nú var brugðið við hart og títt. Eftir- farandi kerfi var komið á eftir nokkrar vangaveltur og heilabrot: í félagsmiðstöðvum og unglingasam- komustöðum má starfa einn sölu- maður sem selur kannabisefni yfir borðið (t.d. í Melkveg, Kosmos og Paradisio). Þessi sölumaður lofar að selja eingöngu kannabisefni og nýtur verndar starfsfólks og lögreglu meðan hann heldur það loforð. Ef ekki er hann tekinn og sviptur emb- Kjallarinn Þorsteinn Ú. Björnsson ætti. Allir aðrir sölumenn sem koma inn á hans svæði eru umsvifalaust af- hentir lögreglu. Rökfræðin í þessu kerfi er augljós. Með því að tryggja neytendum kannabisefna vímugjaf- ann sinn tiltölulega áhættulaust (kannabis er ennþá ólöglegt og það er hægt að refsa fyrir neyslu þótt það sé ekki gert) getur löggæsla einbeitt sér að öðrum og hættulegri efnum. Árangurinn hefur i einu orði sagt verið lygilegur. í dag þarf venjulegur ferðamaður a.m.k. að leita töluvert VIÐ VIUUM SVOR Enn er reitt til höggs í Helguvíkur- málum, en ekki jafn hátt sem fyrr. í desember þegar tankamálin voru i hámæli, var talað um fjórföldun, eða krafa ‘ um 200 þúsund rúmmetra geymslurými í nýjum tönkum í Helguvík. Vilhjálmur Jónsson for- stjóri Olíufélagsins hf. lýsir þá yfir í málgagni okkar Ólafs Jóhannes- sonar, Tímanum, miðvikudag 17. des. 1980 að slíks gerist ekki þörf fyrir þá starfsemi sem nú er á Kefla- víkurflugvelli. Orðrétt: „Maður hlýtur að spyrja: „Hvers vegna? Það er ekki þörf fyrir svona mikið geyma- rými fyrir þá starfsemi sem nú er á Keflavikurflugvelli.” Vilhjálmur Jónsson sagði ennfremur: „Því hlýtur þetta aukna geymslurými að vera hugsað sem einhvers konar vara- birgðastöð fyrir Norður-Atlantshaf- ið. Nato og Bandaríkjastjórn byggði á sínum tíma birgðageymslu í Hval- firði. Það hélt ég að væri varabirgða- stöð fyrir þetta svæði. Þvi vaknar sú spurning: Á að byggja þarna aðra varabirgðastöð? Eins er mér til efs, að þarna sé um rétta staðsetningu að ræða. Slík stöð yrði að mínu mati of nálægt þéttbýlinu ef hún risi f Helgu- vík.” Hér lýkur tilvitnun í viðtal við Vilhjálm Jónsson forstjóra Olíu- félagsins hf., en það eru fleiri sem spyrja en Vilhjálmur og það er greini- lega efasemdartónn í spurningum hans og svörum sem hann gefur fyrirspyrjanda. En að ekki sé jafn hátt reitt til höggsins nú og fyrr eru ummæli Ólafs Jóhannessonar á þingi 3. apríl, að nú væri farið fram á 66% aukningu á geymslurými olíu sem koma á upp í Helguvík. En hér koma í hugann orð Magnúsar Kjartans- sonar sem hann skrifaði í tímarit eitt 1. maí 1979, að það sem vestur- heimska stórveldið næði ekki í einum áfanga því yrði náð smám saman eins og sannast nú í Helguvíkurmál- inu. En það er ekki aðeiris Vilhjálmur Jónsson eða undirr. sem spyrja, þjóðin öll hlýtur að spyrja hvað er verið að flækja okkur inn í og hvert stefnirmeð þessa svokölluðu eftirlits- stöðíKeflavík. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað og við eigum heimtingu á þvi að fá svar, ef ekki frá Ólafi Jóhann- essyni þá frá ríkisstjórninni og þá hvort henni sé yfirleitt kunnugt um ráðagerðir Bandaríkjamanna og Ólafs Jóhannessonar og ekki er lengur stætt á því, að svarið sé alltaf út í hött, svo sem skýrsla. sú sem út kom um daginn frá utanríkisráðu- neytinu. Þar er ekkert sagt um hvað sé í bígerð og til dæmis gerð grein fyrir nauðsyn á auknu tankarými, sem menn telja ekki vera sem gerst þekkja, miðað við núverandi að- stæður. Leyniplögg? Miklum pappir hafa menn eytt undanfarið til skrifa um svokallað leyniplagg sem upp komst um daginn. Vera kann að þessi uppljóstr- un hafi verið og sé einhver vatnsdreit- ill á myllu stjórnarandstæðinga, en það skiptir auðvitað litlu máli miðað við stærð þess máls sem þarna fylgdi, þ.e.a.s. að hluti stjórnarliðsins hafi neitunarvald í ágreiningsmálum sem koma til kasta rikisstjórnarinnar, þar á meðal í herstöðvamálinu. Annað hvort hlýtur svo að vera, að enginn ágreiningur sé um mál innan stjórnarinnar ellegar hitt, að ekkert mál þyki svo mikilsvert sem þar er af- greitt að taki því að leggja það fyrir stjórnina í heild. Þetta er augljóst eftir lestur og áheyrslu þeirra svara sem ráðherrar hafa gefið. En það mun nokkuð víst, ef að likum lætur og eitthvað hefur verið að marka orð manna fyrri, að innan stjórnarinnar séu menn, sem líti á herstöðina í Keflavík sem andvaragest, og hafi því verið gerður ákveðinn fyrirvari í sam- bandi við herstöðvamálið, hvað sem við köllum hann, eða í hvaða búning hann hefur verið klæddur. Það skipti máli, að svo hafi verið um hnúta búið, enda þótt krafan hafi komið frá Alþýðubandalaginu, þá varðar okkur um það herstöðvaandstæðinga í Framsóknarflokknum og öðrum flokkum að krafa slík sé sett fram. Menn getur greint á um.mál, fiokks- pólitískur línudans er mér ekki að skapi. Ég hef fylgt þeirri stefnu í herstöðvamálinu sem Alþýðubanda- lagið hefur boðað og reyndar Fram- sóknarflokkurinn einnig, og vitnast þar til margra stjórnmálayfirlýsinga og siðast frá 1978, þar sem því er lýst yfir að markmið Framsóknarflokks- ins sé að herinn hverfi úr landi og einnig varað alvarlega við því, að herinn sé gerður að féþúfu. Alvöruskýrsla Nú er því komið að þeim þætti málsins, að utanrikisráðherra gefi ríkisstjórninni og þjóðinni alvöru- skýrslu um gang mála í Kefiavík, A „Þjóðin öll hlýtur að spyrja, hvað er verið að flækja okkur inn í og hvert stefnir með þessa svokölluðu eftirlitsstöð í Keflavík.” _ atti/XTII að m GEYMbliU lœ-rr um HelguvlKumiitlU.. Vþ%ir úm óí’r'íöKJun tr* Vjjhj*1, hU nUverandi g.V,r‘5lury?'1; Mmtali vií Tlmann i 9* ÍAaöur tilvtur a» spyria. ----- im svokallaö vikurmil. hljUjt Þ**t» ein- ryml *b ”” ,,r.biríöeel“» f”” >N*r»ur**tl..fb.|itJ geymslu l SSHíWK stjóri Oliutólagsins. r* um ll.iri ÞatKj^1 blaðinu 1 < áður en hann getur náð sér í heróín og mér er tjáð af mönnum sem hafa kynnt sér þessi mál frá fyrstu hendi að miðstöð eiturlyfjadreifingar í Evrópu sé aftur komin til Marseilles. Þetta segir óneitanlega sína sögu. Nú er ég ekki að halda þvi fram að við hér á íslandi eigum að taka upp svona kerfi en það hefur sýnt sig að það kerfi sem við höfum, hefur ekki skilað þeim árangri sem æskilegur væri. Það eru sjálfsagt ýmsar ástæð- ur fyrir því og verða ekki tíundaðar hér. Mér er nær að halda að kerfið sem slíkt sé ekki nógu gott. Þeir sem vinna að framkvæmd þess hér, þ.e. Fíkniefnalögreglan og Fíkniefna- dómstóll, gera sjálfsagt sitt besta. Því er það að S.E.L.F., sem undirritaður telst málpípa fyrir, hefur óbeint varpað fram þeim spurningum hvort ekki væri kominn tími til þess að staldra við og athuga sinn gang. Hvernig væri það að Alþingi skipaði nefnd til að kanna þessi mál? Mér dettur í hug að í þessari nefnd gætu setið 2 menn frá dómsmálaráðuneyt- inu, 2 frá heilbrigðisráðuneytinu, 2 frá menntamálaráðuneytinu, félags- ráðgjafi, 1 SÁÁ maður og e.t.v. 1 frá S.E.L.F. f öllu falli yrði Self boðið og búið að aðstoða slíka nefnd á all- anhátter hún vildi. Ég held þér væri nær, Gunnar minn Bender, að styðja við Self, því okkUr gengur gott eitt til, fremur en að vera með fullyrðingar um einstaka meðlimi í blöðum. Við vitjum líka fræða og okkur vantar fólk sem vildi fara t.d. í skólana með fyrirlestra um þá áhættu sem allri afþreyingarlyfja- notkun fylgir. Þorsteinn Ú. Björnsson, c/o SELF. ..............-.... Kjallarinn Finnbogi Hermannsson hvað Bandaríkjamenn fari raunveru- lega fram á, og hver sé hans af- dráttarlausa skoðun í því máli. Það er ekki alvöruskýrsla um utanríkis- mál að vísa til Eystrasaltslanda eftir strið og því sem þar gerðist fyrir fjörutíu árum. Þær lummur erum við búin að fá uppbleyttar og bakaðar aftur og aftur i Morgunblaðinu í þrjátíu og fimm ár. Þjóðin er ekki að spyrja um það, ekki heldur um hnatt- stöðu íslands, hún er kennd börnum um tíu ára aldur eða svo. Við erum að spyrja um og viljum fá það á hreint hvort verið sé að þræða okkur upp á spjótsodda Ronald Reagans og félaga. E.t.v. eru einhverjir reiðu- búnir að láta stegla sig þar, en ég geri ekki ráð fyrir að það sé meirihluti íslendinga og hvorki ég eða þú sem þessar línur lest. Þess vegna ætla ég að vona, að menn hristi af sér deyfð- ina og sofandaháttinn og taki her- stöðvamálið til athugunar og endur- skoðunar, ekki síst í ljósi þeirra hörmunga sem sjónvarpið sýndi okkur um daginn frá Hírósíma 1945. Finnbogi Hermannsson varaþingmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.