Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 1
xriálst, óháð 7. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981 - 90. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. JSLAND YRUIMDJU STYRJALDARÁ TAKAIM —sagði Song Zhiguang, aðstoðarutanríkisráðherra Kína um hættuna á styrjöld Bandaríkjanna ogSovétríkjanna ísamtali við fréttamann DB, sem nú erstadduríKína — sjá eri. fréttirbls. $-9 Skipta þarf umgas íöllum vitum og baujum — vandræði með logaívitum og baujum gasinu að kenna. — Framleiðandinn, Isaga, hefur breytt framleiðslunni Lögreglubfllinn fastur fyrir á aðalbrautinni — Fjögur slys í umferðinni í Reykjavík ígær Bifreið meö Þ-númeri virti ekki stöövunarskyldu & mótum Eiríksgötu og Barónsstigs i gærkvöid og varð af hörkuárekstur við einn af nýjustu bíl- um lögreglunnar. Varð að flytja báða bílana burt i kranagálga. ökumaður og farþegi i Þ-bilnum voru fluttir i sjúkrahús. Var farþeginn ilia skorinn en meiðsli ökumanns ókönnuð. Lögreglumaður sem var far- þegi i lögreglubilnum skarst einnig illa á enni og kvartaði um eymsli í hálsi. Barónsstigur er þama aðalbraut og ók iögreglubfllinn suður stíginn en Þ- billinn ók vestur Eiriksgötu. Þrjú önnur slys urðu í umferðinni [ Reykjavik i gær miUi kl. 5 og 7 siðdeg- is. Stúlka fótbrotnaði er hún varð fyrir bifhjóU á gangstfg milU húsa við Leiru- bakka, ökumaður slasaðist er hann ók blindaður af sól á bryggjupolla á Austurbakka og bam varð fyrir bil fyrir framan Stjörnubió en meiddist ekki alvarlega. -A.St. „Við höfum taUð að gasið stæðist ekki þær kröfur, sem þarf að gera til þess,” sagði Tómas Sigurðsson deildarstjóri vita hjá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni í morgun. Vandræði hafa verið með gas það sem notað er á flesta ljósvita og baujur landsins. „Við höfum orðið áþreifanlega varir við það að þetta er gasinu að kenna,” sagði Tómas, „það sótar logann. Þetta sama gas hefur vérið notað árum saman, en framleiðandinn, ísaga, hefur nú, að okkar ósk, breytt aðferðum 'við framleiöslu og það hefur gefið góöan árangur.” Tómas sagði að nú væri að fara í hönd ljósatimi og yrði gasinu skipt út. Nú yfir bjartasta tima ársins er slökkt á vitunum, 1. júnf til 15. júli sunnanlands en 15. mai til 1. ágúst fyrir norðan. Þá verður skipt um gas i öUum vitum og baujum landsins. „Þessi vandræði hafa stafað af hráefninu,” sagði Geir Agnar Zoéga, framkvæmdastjóri ísaga, í morgun. „Við fáum hráefnið i gasið fyrir vitana aðaUega frá Sviþjóð en annað frá PóUandi. Við höfum nú fengið nýtt hráefni og gas framleitt úr þvf hefur verið notað frá þvi að kvörtun barst frá ÍVitamál. Það eru ekki nema vitarnir, jsem eru svona viðkvæmir. Breyt- ingar á gasi eru ekki nauðsynlegar fyrir aðra notendur. Þetta hefur t.d. ekkert að segja varðandi suðu meðgasi.” Varðskip fá þvi nóg að starfa á næstunni, en þau eru notuð við gasflutninga fyrir vita og baujur. - JH Lézt eftir slagsmál — sjá baksíðu Sóldýrkendur með bros á vör á útivistarsvæðum um páskana Flugmenn f óvænt vetrarfrí ígær Sóldýrkendur þurfa ekki að kvarta yfir veðurfarinu i páskafrUnu og útlit er fyrir að þeir geti látið sólarljós baka kroppinn eitthvað áfram. Skemmst er frá að segja að veðrið lék við landslýð um páskana, enda fjöl- mennt á útivistarstöðum, 1 húsagörö- um og á svölum, með öðrum orðum alls staðar þar sem sólarglætu w að fá. Ferðalangar fóni milli landshluta i hópum i gær úr páskaleyfi, bæði á landi og i loftí. Jón Kristínsson hjá Arnarflugi sagði í morgun, að starf- semi félagsins hefði gengið afar vel um páskana. Allir sem áttu pantað far komust á ákvörðunarstað, en hins vegar voru langir biðlistar i flestar ferðir. Flogið var fjórum sinnum frá Siglufirði í gær með alls 80 manns. Tvær ferðir eru til Siglufjarðar i dag. Þá er aukaferð tíl Flateyrar og Suður- eyrar en þangaö var flogið þrisvar í gær. Hljóðið var ekki alveg eins gott i Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa Flugleiða. Fí A-flugmenn settu strik ( reikning fyrirtækisins. Tveir flug- stjórar og einn aðstoðarflugmaður tilkynntu i gær að þeir myndu taka sér vetrarfrí sem þeir áttu inni, en að sögn Sveins lita Flugleiðir svo á að fyrir hafi legið munnlegt samkomu- lag um að flugmenn frestuðu að taka út friin. , ,Áður höfðu FÍ A-menn lagzt gegn þvi að við fengjum lánaða flugmenn frá Landhelgisgæzlunni til að hlaupa undir bagga þegar flugmenn væru á —ogsettu strik íreikning Flugleiða viðaðferja fólkámilli landshluta þjálfunamámskeiðum. Af þessum sökum þurfti að fella niður ferðir f gær, sem skapaði farþegum og öðru starfsfólki leiðindi og erfiðleika.” Vélar Flugleiða fóru 24 ferðir í gær, þar af 4 þotuferðir milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. AUs voru flutt- ir 1700 farþegar miUi staða en alls er farþegafjöldi félagsins um páskana nálægt 8400. Gangi allt eðUlega fyrir sig f dag má búast við að sú tala komist á ellefta þúsundið. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.