Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. 3 „Keflavíkursjónvarpið” FORSENDA HEILBRIGÐRAR MENNINGAR ER FRJÁLST VAL —þama býðst ef ni sem myndi njóta almennra vinsælda Spurning dagsins Er sumarið komið? M.G. ogJ.J. skrifa: Þaö hefur ekki farið framhjá nein- um, hvert stefnir í sjónvarps- og út- varpsmálum landsmanna. Fyrir- hugað er að stytta útsendingartíma sjónvarpsins töluvert frá þvi sem nú er, öllum til mikillar armæðu. Þessi fjölmiðill hefur skapað sér mikil- vægan sess i lífi allra landsmanna ekki sízt vegna hins íslenzka veður- fars og legu landsins. Fjárhagsörðug- leikar sjónvarpsins er hlutur sem for- ráðamenn þeirrar stofnunar greiða vonandi úr. En hafa sjónvarpseigendur um aðra kosti aö velja? Þeirri spurningu geta þeir sjálfir svarað með þvi að hafa eftirfarandi atriði i huga. • Á Miðnesheiði er starfandi sjón- varpsstöð sem býður upp á sjón- varpsefni sem höfðar til flestra lands- manna. • Samkvæmt úrskurði 60 manna mega einungis bandariskir hermenn og fjölskyldur þeirra njóta þess efnis. • Þama byðist efni sem ekki ein- ungis yrði ókeypis heldur myndi einnig njóta almennra vinsælda. • Keflavikursjónvarpið yrði sterkur samkeppnisaðili við ofneyzlu áfengis sem oft á tiðum er eini valkostur fólks til þess að njóta lifsins um helgar. • Forsenda heilbrigðrar menningar er frjálst val. • Menn neyðast til að eyða fé sinu og gjaldeyri landsins i video-tæki og spólur sem nú tröllríða nánast hverju heimili. (Ekki veitti þjóðinni af gjald- eyrissparnaðinum.) • Aukin samvinna milli islenzkra sjónvarpsmanna og bandariskra yrði báðum til gagns og ánægju, jafn- framt sem það stuðlaði að meiri fjöl- breytni. Með þessari grein vonumst við til að vekja almenna umræðu um þessi mál og með þvi að fram komi sjónar- mið sem flestra. Og að fólk geri upp hug sinn fyrir sig sjálft en láti ekki 60 manna nefnd ákveða vilja heillrar þjóðar. Við hvetjum þvi fólk til að tjá sig um þessi mál, og hver veit nema Keflavíkursjónvarpið verði opnað aftur. Hringíö í sima Anna Sigga Alfreðsdóttir neml: Nei, ætli komi nokkurt sumar? mjll,kf.l3ogl5, eðaskriftð Við kynnum þér Kenwood SigmaDrive, turbo hlaðtö Hi-Fi. Það sem er turbo fyrir bíla, er Sigma Drive fynr Hi-Fi hljómburð. Þetta er ný einstök Kenwood aðferð við að láta magnarann annast eftirlit með, og stjóma tónblæ hátalaranna. Aðferðin er í því fólgin, að á sama andartaki og magnarinn sendir frá sér rafboð til hátalaranna, nemur Sigma Drive hvemig þau birtast í þeim, gerir samanburð og knýr fram leiðréttingu til samræmis við uppmnalega gerð þeirra. Þess vegna tengjast 4 leiðarar í hvem hátalara. ©KEIMWOOD T HIFI STEREO DRIVE NEW HI-SPEED KENWOOD SIGMA DRIVE er algjör stökkbreyting í gerð hljómtækja FREQUENCY CHARACTERISTIC AT SPEAKER INPUT SPEAKER SIGNAL INPUT SENSOR CORD FREOUENCY |Hz| Distortion characteristic between and normal drive. Simplified biock diagram of 51 Drive. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Anna Hlff GUladóttir ncnti: Nd, en það fer að koma. í - ' ■W> ■ . V "VdfaSS Þórunn Egllsdóttlr neml: Nd, en þaö hlýtur að vera farið að nálgast. Mllunka Kojic, að læra undlr bilpróf: Það kemur þegar og ef ég næ bílpróf- inu. Finnbogi Þormóðnon menntaskóla- kennari: Ég vdt það bara ekki. Hilmar F. Fon neml: Nei, það held ég alls ekki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.