Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 28
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. 28 * , ' ....................................................... ........... "■ , \ Ung hjón hyggjast setja upp glerblástursverkstæði: „HOFUM FENGIÐ AÐSTOÐUI FJÁRHÚSI Á KJALARNESI” —segir Sigrún Einarsdóttir, útlærð ífaginu v fundið fjárhús á Kjalamesi, og fengið leyfi hreppsnefndarinnar til að taka það á leigu. En það verður samt næstum ár þangað til hægt verður að nota sunnudagsbíltúrinn til að kaupa sér handunnið glas eða skál. Það þarf mikinn undirbúning, meðal annars að hlaða bræðsluofn fyrir glerið og verður hann u.þ.b. hálfur annar metri á hvern veg. Svo þarf minni ofn til að kæla hægt niður muni, sem eru fulimótaðir. Eins og að stela sór sýrópi „Það þarf að passa bræðsluofninn eins og ungabam,” segir Sigrún, ,,og kynda hann nótt og dag. Hann er gífurlegur orkugleypir, enda þarf há- an hita til að bræða glerið, 1300 gráður. Hann má alls ekki snöggkólna, því þá er mjög hætt við að hann eyðileggist.” Svo segir Sigrún frá því hvernig hún notar langa pípu til þess að veiða bráðið gler upp um op, sem er ofan á ofninum: „Alveg sama aðferð og þegar maður er að stela sér sýrópi með bandprjóni og ætlar að ná nógu Sigrún og Sören með krukkur gerðar úr bræddu flöskugieri. Sören kennir við Myndlista- og handiðaskólann, er umsjónar- kennari við keramikdeild og hefur komið þar upp aðstöðu til gifsvinnu. Hann vann á sinum tima að þvf að setja upp „gler- deildina” við „Skolen for Brugskunst” f Kaupmannahöfn. DB-mynd: Einar Ölason. „Við ætlum að reyna að fá úr- gangsgler hjá verksmiöjunum hérna eða jafnvel safna gömlum flöskum og bræða þær upp. Beztar eru viskí- flöskur,” segir Sigrún Einarsdóttir. Hún er gler- eða glergerðarkona og lauk prófi við góðan orðstír frá „Skolen for Brugskunst”, Nytja- iistarskólanum. Með henni kom Sören Larsen, eiginmaður hennar, sem er útlærður keramiker. Skálar eftir Sigrúnu. Hún fékk viðurkenningu fyrir þær á brottfararprófi og auk þess ferðastyrk til Finnlands og boð um að sitja þar ráðstefnu um gler I ágúst nk. Mynd: Ulla Ebbert. mikluí einu.” Þessi langa pipa er hol innan og næsta skrefið er að blása í hana, þangað til glerklessan á endanum hefur þanist út eins og blaðra, um leið og hún er mótuð í óskað form. „Það er ekki nóg að blása, það verður líka að slétta með járnplötu og sérstöku tréverkfæri. Einnig eru notaðar tengur og blautur dag- blaðapappir til að móta glerið á þann vegsemóskað er.” Pfpan á sffelldri hreyfingu „Allan tímann verður blásturs- pípan með heitu glersýrópinu að vera á sifelldri hreyfingu, því annars fer gumsið að leka niður,” segir Sigrún. Það er sem sagt ekkert hægt að hlaupa burtu í miðjum kliðum. En þegar hún hefur náð því lagi, sem hún vill, á glerklumpinn þá festir hún hann á „naflajárn”, slær hann af blásturspipunni, og jafnar brúnirnar á opinu. Ef hún viU fá munstur getur hún búið þau til m.a. með þvi að velta hlutnum upp úr muldu glerdufti á „skabeloni.” Þetta er hið margbrotnasta verk. í stórum dráttum er þetta samt ná- skylt þeim glerblástursaðferðum sem Egyptar notuðu fyrir þúsundum ára, löngu fyrir Krists burð. Og enn eru glergeröarverkstæði af þessu tagi á Ítalíu, oftast fjölskyldu- fyrirtæki þar sem' faðir hefur kennt syni leyndardóma glergerðarinnar. Í: - .................................................................... . Zjfc? f -r- - . ... ái ' Nokkur af glerglösum Sigrúnar. Hún getur enn ekki sagt hvað framleiðslan muni kosta, en vonar að handunnið gierglas verði ekki dýrara en fjöldaframlcitt kristalsglas. DB-mynd: Einar Ólason. Að gera sama handtakið í tíu ár í stóru glerverksmiðjunum í iðnríkjum nútímans eru vinnubrögðin allt önnur. Ofnarnir eru tröllauknir og öll vinnan fram- kvæmd af verkamönnum, sem hver um sig kannski gerir sama handtakið i tíu ár, kannski stilk eða plötu í fót á glasi. Sá sem teiknað hefur þetta glas, hönnuðurinn, snertir ekki á sjálfri framleiðslunni. í andófi gegn þessari sundurslitnu vinnu og firringunni, sem af henni leiðir, fóru glerhönnuðir fyrir tíu eða tólf árum síðan „að leita aftur til náttúrunnar”. Þeir fóru að setja upp þessi litlu verkstæði, þar sem þeir unnu glermunina sjálfir allt til enda. Og glergerð var tekin upp sem sérstök grein við nokkra nytjalistarskóla, sér- staklega í Bandarikjunum og á Norðurlöndum. Mun Sigrún vera fyrsti fslendingurinn sem útskrifast hefuríhenni. Hún er full af bjartsýni og þegar hún er spurð hvemig hún nenni að rótast i þessari flóknu vinnu þá verður hún hissa og segir: „Mér finnst þetta alveg ofsalega skémmtilegt.” -IHH. Þau Sigrún og Sören komu til ísiands i ágúst siðastliðnum og hafa siðan leitað með logandi ljósi að einhverjum stað til að setja upp gler- verkstæði. Og nú hafa þau loksins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.