Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent Islenzk vináttusendinefnd stödd í Kína: Island yröi í miðju styrjaldarátakanna —sagði Song Zhiguang, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, um hættuna á styrjöld risaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna Frá Magnúsl K. Hannessyni, frétta- manni Dagblaðslns i Beijing: „Ef átök brjótast út milli risaveld- anna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétrikjanna, mun ísland verða f miðju átakanna. Ef Sovétrikin hefja styrjöld gegn þjóðum í Vestur- Evrópu mun ísiand ekki verða undanskilið,” sagði varautanrikis- ráðherra Kína, Song Zhiguang, f við- tali við islenzku vináttusendinefndina sem nú er í heimsókn i Kína. I nefnd- inni eru Arnþór Helgason, Kristján Guðlaugsson, Kristján Jónsson, Friðrik Páll Jónsson og Magnús K. Hannesson, fréttaritari Dagblaðsins. Sendinefndin kom til Kína frá Hong Kong siðastliðinn miðvikudag og mun dvelja þar til 28. april. Ráð- herrann var spurður hvort hann gœti staðfest að Kinverjar hefðu sótt um fjárhagsaðstoð frá Sameinuöu þjóð- unum vegna þurrkanna í Hubei-hér- aði og flóðanna i Hebei-héraði. Hann svaraði þvi til að Kinverjar heföu aldrei þegið aöstoð erlendis frá vegna náttúruhamfara en hefðu sjálfir veitt öðrum þjóöum aðstoð við sömu aðstæður. 1 þetta sinn heföi Kínverjum hins vegar verið boðin að- stoð og þeim þætti eölilegt að hún yrði þegin. Síðastliöið miðvikudagskvöld sat íslenzka sendinefndin kvöldverðar- boð Wang Bingnam, forseta kín- versku vináttusamtakanna og full- trúa í ráðgjafasamkundu kinverska ríkisins. Hann flutti erindi um þær breytingar sem orðið hafa á stjórn- mála- og efnahagsiifi Kina eftir fall fjórmenningaklikunnar. „Þau mistök sem urðu i menn- ingarbyltingunni voru ekki eingöngu sök Maó Zedong heldur miðstjómar Kommúnistaflokksins i heild. Maó var breyzkur eins og við hinir. Hann gerði margt vel, sem okkur ber að virða, en honum gat lika skjátlazt og það verðum við aö viöurkenna,” sagði Wang Bingnam. „Maó Zedong setti fram kenningu um uppbyggingu efnahagslifsins i Kina með því að setja landbúnaðinn i fyrsta sæti, siðan léttiðnað og þar á eftir þungaiðnað. í hinum nýju úr- bótum i efnahagsmálum er einmitt farin þessi leið. Tekjur bænda hafa farið vaxandi. Það leiðir til vaxandi framleiðslu og rennir þannig stoðum undir aukinn iðnað. Fátækt i sósi- ölsku riki getur ekki sýnt fram á ágæti sósíalismans. Með efnahags- ráðstöfunum okkar vonumst við til að geta sýnt fram á annað.” Hungursneyð voftr nú yBr milljónum manna i Kina og af þeim sökum hafa kfnversk yfirvöld ákveóið að þiggja efnahagsaðstoð Vesturlanda i fyrsta skipti eftir að kommúnistar komust til valda f landinu. Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti mun sigra helzta keppinaut sinn, Mitterrand, með eins prósents mun f sfðari umferð frönsku forsetakosninganna ef marka má sfðustu skoðanakannanir sem birtar voru nú um páskahelgina. Samkvæmt þeim mun d’Estaing fá 50,5 prósent i síðari umferðinni en Mitterand 49,5 prósent. Færi svo yrðu úrslitin svo til þau sömu og i forsetakosningunum 1974 en þá var kosið á milli þessara sömu keppinauta. Fyrri umferð kosninganna verður 26. aprfl næst- komandi en hin sfðari 10. maf. Japan: Geislavirkni fal- in i þrjár vikur —fjörutíu tonn af eiturvatni urðu f immtíu og sex manns að heilsutjóni Fimmtiu og sex manns urðu fyrir geislavirkum áhrifum i japanskri kjam- orkurafstöð fyrir nokkru. Fulltrúi þeirra aðila sem reka orkuverið sagði i morgun að ekki væri enn vitað hve al- variegar afleiðingar geislavirknin mundi hafa fyrir starfsmennina fimmt- iu og sex. Kjarnorkustöðin heitir Jap- anska kjamorkustöðin, við vestur- strönd Japans. Tilkynning eigenda orkuversins kom samhliða tilkynningu japanskra stjórn- valda um að opinber rannsókn mundi fara fram á þvi hvers vegna ekki hefði verið látið uppskátt um geislavirknina þegar hún varð, hinn 8. marz siðastliö- inn, eða fyrir um það bil þremur vik- um. Rokusuke Tanaka útflutningsmála- ráðherra Japans sagði fréttamönnum frá þvi i morgun að hann hefði þegar fyrirskipað tafarlausa rannsókn á ör- yggisbúnaöi allra hinna tuttugu og tveggja kjarnorkuvera sem starfrækt em í Japan. Opinberlega var ekki vitað um geisla- virknina fyrr en starfsmaður japanska rikisins varð var við hana við venju- bundið eftirlit. Kom þá i ljós að geisla- virkt vatn hafði runnið yfir barma úr- gangstanks. Samkvæmt japönsku dag- blaöi hafa f það minnsta fjörutfu tonn af geislavirku vatni þannig komizt frá kjarnórkuverinu, þar af nokkur hluti í hafið við ströndina þar sem það stend- ur. Ueislavirkt vatn lak frá kjarnorkuverinu t Harrisburg i Pennsylvania i Bandarfkjun- um fyrir um það bil tveimur árum. Samkvæmt fyrstu fregnum virðist hið sama hafa gerzt í Japan. í hvorugt skiptið létu viðkomandi ráðamenn vita fyrr en í óefni var komið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.