Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 10
10 I DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. ErSent Erlent Erlent Erlent D f------ ' ---------- Olszowski er maður að skapi Kremlverja —Talið að Brésnef vilji að Olszowski leysi Kania af hólmi sem formaður pólska Kommúnistaf lokksins Fréttaskýrendur hafa velt því fyrir sér, hvers vegna Stefán Olszowski hafi verið fyrir pólsku sendinefndinni á aðalfundi tékkneska Kommúnista- flokksins í Prag um daginn, og hver hefur oröið árangurinn af fundi Olszowski og Leonid Brésnef þar. Olszowski er sem kunnugt er í fararbroddi harðlínumanna innan pólska Kommúnistaflokksins. Siöustu vikur hefur verið bent áhann sem eins konar erindreka Kremlverja í Varsjá. Ýmsir telja, að ráðamenn i Moskvu vilji að hann taki við af Kania sem leiðtogi Kommúnista- flokksins. t Póllandi hefur það raunar verið opinbert leyndarmál í mörg ár, að Stefan Olszowski hefur ekkert á móti þvi að komast á topp- inn. Ferill Stefans Olszowski innan pólska Kommúnistaflokksins hefur veriö mjög skrykkjóttur. Hann hefur ýmist verið þar í toppstöðum eða haf nað úti í yztu myrkrum. Árið 1970 tók hann sæti i stjóm landsins og árið eftir varð hann utan- rikisráðherra. Fimm árum siðar fékk hann i staðinn lykilstöðu innan flokksins og bar þar ábyrgð á fjár- málunum. 1 þeirri stöðu kom hann fram sem frjálslyndur maöur. Hann varaði þá- verandi flokksformann, Edward Gierek, mjög við þróuninni í lok átt- unda áratugarins. Hann hélt þvi fram, að umfangsmiklar efnahagsúr- bætur væru algjör nauðsyn. En Gierek fór ekki að ráðum hans og fyrir andstöðu sína var Olszowski sendur til Austur-Berlínar sem sendi- herra. Það var ekki fyrr en verkföllin hóf- ust í ágúst á síðastliðnu ári, aö Olszowski var kallaður heim á nýjan leik. 24. ágúst tók hann á ný sæti í stjórn landsins. Þá réöst hann þegar á Gierek fyrir mistök hans í efnahags- stjóm landsins og kom fraíh ítm mikill umbótasinni. Hann las upp af Pólska lögreglan við myndatöku I fundasal Kommúnistaflokksins. „Eftir fjögurra til fimm daga allsherjarverkfall mun Pólland eklti lengur vera til sem sósialiskt riki,” segir Olszowski. lista umbætur sem hann taldi nauð- synlegar tU aö foröa Póllandi frá þeim erfiðleikum sem áframhaldandi verkföll hefðu f för með sér. Þá var mjög rætt um Olszowski sem hugsanlegan eftirmann Giereks. Sú hugmynd strandaöi einkum á þvi, að taUð var mjög ótrúlegt, að ráða- menn í Moskvu gætu sætt sig við hann. í dag er þessu þveröfugt farið. Stefan Olszowski hefur nú sýnt nýja hlið á sér. Hann fer ekki dult með það, að hann er ókrýndur leið- togi harðlinumanna innan pólska Kommúnistaflokksins. Hann hefur gagnrýnt harðlega sið- asta samkomulag Einingar og pólsku stjórnarinnar. Að hans mati var hið eina jákvæða við það samkomulag, að komist var hjá allsherjarverkfaUi. „Eftir fjögurra til fimm daga alls- herjarverkfall mun PóUand ekki iengur vera tU sem sósíalískt riki,” sagði Olszowski. Síðan réðst hann á bændur fyrir að vilja stofna óháð verkalýðsfélög. Slíkt sagði hann, að mundi leiða til þess að nýr pólitískur flokkur yrði til í dreifbýUnu. Við það væri ekki hægt að sætta sig. Hann notaði einnig tækifærið til að svara „röngum ásök- unum” um andsemítisma í Póllandi. „Slíkt hefur aldrei þekkzt í pólska Kommúnistaflokknum,” sagði Olszowski og virtist hafa gleymt of- sóknunum á hendur Gyðingum árið 1968 þar sem hann átti þó stærstan hlut að máU ásamt hershöfðingjanum Miecyslaw Moczar. Olszowski var kallaður heim úr útlegð í ágústmánuði síðastliðnum. Talið er, að Brésnef hafi viljað nota tækifærið í Prag til að ráðgast við þennan stuðningsmann Sovétríkj- anna og fá skoðun hans á framvindu mála i Póllandi. Hver niðurstaða þess fundar hefur orðið er ekki vitað. Frá og með 1. janúar 1981 skulu konur sem vinna sérstaklega erfiö og hættuleg störf, leystar frá þeim störf- um, segir i ályktun Ráðherranefndar Sovétrikjanna og Miðstjórnar verka- lýðshreyfingarinnar. Jafnframt var birtur listi yfir slík störf (alls 460 starfsgreinar), sem taldar eru erfiðar og hættulegar heilsu kvenna, þar sem þær skulu ekki starfa lengur. Þetta var gert í samráöi við heUbrigðis- málaráðuneyti Sovétríkjanna. Þessar upplýsingar frá Sovétríkj- unum hafa veriö mjög til umræöu I vestrænum fjölmiölum, einkum í Skandinavíu, þar sem um þær var fjallað eins og um væri að ræða mis- munun kynjanna á vinnumarkaðin- um, fremur en umhyggju rikisins fyrir heUsu kvennanna. En hver er hin raunverulega orsök þessarar ákvörðunar? Hin fyrsta vinnulöggjöf Sovétríkj- anna, frá 1918, kveður á um að kon- um skuli bannað að vinna sérstaklega erfiðog hættuleg störf.Árið 1932 var saminn Usti yfir slík störf, sem konum var bannað að vinna (um 80 starsfgreinar) í Sovétríkjunum. Á þeim tímum kom engum í hug vinna kvenna við samsetningu rafala með mikUli geislavirkni, eða rafgastæki, þar eð slik fyrirtæki voru þá hreint ekki til. Nú eru þessi fyrirtæki tU, ásamt mörgum öðrum nýjum starfs- greinum, sem komið hafa fram á sjónarsviðið sem árangur af bylt- ingu þeirri er orðin er í tækni og vís- indum. Störf við mörg þessara nýju fyrirtækja hafa skaöleg áhrif á heúsu kvenna. Það hefur því þótt ástæða til að hindra vinnu kvenna við þessi störf. Jafnframt hafa yfirvöld, í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og lækna, látið fara fram nákvæma rannsókn á starfs- og heilbrigðisaðstæðum fjöl- margra starfsgreina og fyrirtækja. Þessar rannsóknir hafa leitt tU þess, að því hefur verið slegið föstu að störf við ýms þeirra hafi skaöleg áhrif Sovétríkin: Ríkið bannar nú kon- um að vinna erfíð störf •á heilsu kvenna. Þannig er vinna við gerviefnum í vefnaðarverksmiðjum, er notað, eitt af þeim störfum, sem þvott og sléttun á ýmsum ullar- og þar sem mikiö af kemiskum efnum konur unnu mikið við áður enerunú Birtur hefur verið listi yfir störf sem talin eru hættuleg heilsu kvenna (alls 460 starfsgreinar). bönnuð störf fyrir þær. Þegar ríkið hefur bannað konum að vinna óholl og erfið störf, ber það eftir sem áður ábyrgð á framtíð þeirra og starfsmöguleikum. Allar konur sem leystar eru frá slíkum störfum fá ný störf eftir eigin vali. Ef þær fá ekki störf sem þær telja sér henta, sendir fyrirtækið þær á sér- stök námskeið til þess að læra nýjar starfsgreinar. Á meðan á nám- skeiðinu stendur tapa þær ekki laun- um sinum, þær halda sínum fyrri mánaðarlaunum í einn og hálfan mánuð, sem á námskeiðinu stendur. Þegar konur flytjast til nýrra starfsgreina halda þær starfsaldri sínum úr fyrri atvinnugrein, sem er mjög þýðingarmikið atriði með tilliti til eftirlauna og launahækkana. Þar að auki eiga þær rétt á að hafa börn sin í gæzlu á barnaheimili fyrra fyrir- tækis, ef jieim finnst það hagkvæm- ara. 1 þeim tilfellum að skemmri tími en eitt ár sé til þess er viðkomandi kona fer á eftirlaun, og henni finnist því óæskilegt að skipta um atvinnu, get- ur hún haldið áfram störfum á sínum gamla vinnustað, en fyrirtækið verður þá að tryggja henni hinar beztu hugsanlegu vinnuaðistöðu. Á það skal lögð áherzla að sovézkar konur hala miklu víðtækari valkosti til starfa en innan þeirra starfsgreina sem á Vesturlönduin eru talin „kvennastörF’. Samkvæmt opinberum skýrslum er þriðji hluti verkfræðinga í Sovétrikjunum konur, helmingur allra tæknisérfræðinga og hönnuða, þrír fjórðu lækna og kennara eru konur og meira en 40% vísindamanna. Sovézkar konur skilja það vel, að jafnrétti þeirra við karla byggist ekki á neinn hátt á að þær skuli endilega vinna við hættuleg störf. Að vernda heilsu þeirra þýðir því ný forréttindi þeim til handa miklu fremur en mis- munun. (APN)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.