Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 12
BIAÐW frjálst, áháð dagblað Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdaatjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hollur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoflarfréttastjóri: Jónas Horoldsson. Handrit: Ásgrfmur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Bloðamenn: Anna Bjornason, Atli Rúnor Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ingo Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjornleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Rognor Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurösson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóKsson. Gjaldkori: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Holldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúlo 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalskni biaflsins er 27022 (10 Ifnur). ^ Setning og umbrot: Dagbloflifl hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hfi, Sfflumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skeifunni 10. . Áskrrftorverfl á mánufli kr. 70,00. Verfl f lousosölu kr. 4,00. „Njet” Alþýðubandalagsins Allir aðrir en leiðarahöfundar Tím- ans hafa nú gert sér grein fyrir, að til staðar er leynisamningur milli aðila að ríkisstjórninni. Þar greinir, að meiri- háttar mál verði ekki úrskurðuð nema með einingu. Neitunarvald gildir. En hvað þýðir ,,neitunarvald” Alþýðu- bandalagsins í utanríkismálum? Dagblaðið greindi fyrst fjölmiðla í frétt frá leyni- samningnum og bar fyrir því varaþingmann Fram- sóknar. Fyrir var vitað, að ekki gæti orðið af fram- kvæmdum við flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflug- velli án samþykkis Alþýðubandalagsins. Skyldi þá Al- þýðubandalagið geta hindrað varnarliðsframkvæmdir og slævt hervamir á íslandi með því einu að segja ,,njet” eins og fyrirmyndirnar í Kreml? Svarið er, að neitunarvald Alþýðubandalagsins hefur ekki skipt miklu í varnarmálunum. Landsfeðurnir voru nokkuð á einu máli um, að framlag íslendinga til utanrikismála skyldi einkum vera stuðningur við ,,slökunarstefnu”, þegar stjóm- málaforingjarnir ræddu málin í sjónvarpsþætti fyrir páska. Enginn nema alþýðubandalagsmaðurinn studdi óvopnað hlutleysi íslands. Bent var á, að nú blésu í heiminum kaldari vindar en fyrir áratug. Sagt var, að risaveldin yrðu að láta af út- þenslustefnu sinni, hvort heldur væri í Afganistan eða E1 Salvador. Varað var við röskun á jafnvægi milli risaveldanna. Þá var því haldið fram, að slökunarstefnan væri eina vonin, ella stefndu heimsmálin beint í voða. Áherzla íslenzkra stjórnmálaforingja á slökunar- stefnu er góðra gjalda verð. En hversu nytsamleg er sú slökunarstefna, sem felst í því, að annar aðilinn þrýsti en hinn slaki? Framlag íslendinga hlýtur fyrst og fremst, auk stór- aukins stuðnings við þróunarríkin, að felast í andstöðu við hvers konar yfirgang risaveldanna, bæði í austri og vestri. Sovétríkin hafa vakið kalda stríðið. Gegn þeim verður að spyrna. Hins vegar verður það vatn á myllu róttækustu sovétagenta, ef Bandaríkin telja það vera svar að beita í Rómönsku Améríku kúgun af svipuðu tagi og Sovét- menn beita í leppríkjum sínum. Vilji utanríkisráðherra og meirihlutamenn í núver- andi ríkisstjórn fylgja stefnu í utanríkismálum, sem gengur gegn sovézkum yfirgangi en leitar jafnframt leiða til friðsamlegri sambúðar, verði hún kleif án undansláttar, getur Alþýðubandalagið þar engu um þokað. Varnarliðsframkvæmdir á Keflavíkurflugvelli halda áfram samkvæmt áætlun. Þar hefur Alþýðubanda- lagið ekki einu sinni getað stöðvað byggingu nýrra, stórra flugskýla. Bygging olíuhafnar í Helguvík tekur tíma. Engin ástæða er til að ætla, að utanríkisráðherra geti ekki látið hefja og halda áfram jarðvegsrannsóknum þar nú í sumar. Leynisamningurinn veitir Alþýðubandalaginu ekki neitunarvald um varnarliðsframkvæmdir. Leynisamningurinn mun ekki hindra utanríkisráð- herra í áframhaldandi harðri afstöðu á erlendum vett- vangi. Leynisamningurinn hefur enn ekki reynzt utanríkis- ráðherra fjötur um fót í mikilvægum þáttum varnar- mála. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. FRIÐURINN EILÍFI I Þrjátíu og tvö ár í NATO og 30 ára herseta, ár þar sem viðkvæðið hefur einatt verið að aukinn vígbúnaður sé óumflýjanlegur til að tryggja friðinn. Og þó að hann sé nú oröinn svo tryggur að hver maður á jörðinni geti garanterað að verða ekki undanskil- inn í hinni sameiginlegu ferð mann- kyns inn í friðinn eilífa, koma vaskir menn fram á sjónarsviðið og segja að nú þurfi menn að hrista af sér slenið f friðarmálunum með því að fjölga skammdrægum, meðaldrægum og langdrægum friðarskeytum (enginn má verða útundan) og auðvitað frið- heldum skýlum fyrir góssið. Aldrei í sögunni hefur mannkynið'lagSt á eitt sem nú til að tryggja friðinn. öll möguleg tækni nútímans er notuð og verkalýðurinn stritar i þágu góðs málefnis. Þess vegna segi ég að endalokin séu að nálgast. Friðurinn kemur von bráðar — takmarkinu verður náð: Friðurinn eilifi. En á málinu er líka önnur hlið. Það er ekki vist að allir kæri sig um sam- eiginlega siglingu inn í friðinn eilífa, bæði sjálfra sin vegna og þeirra sem á eftir gætu komið, menn sem sætta sig ekki við að hafa verið sviptir allri framtíð. Fyrir svoleiðis fólk er erfitt að lifa. Það gæti reynt að fara að „lifa lifinu”, fríka út — eiga svona skemmtilegt ævikveld m.ö.o. setja sig í spor sjúlkings sem á von á dauða sínum á næsta leiti. Eða taka þann kost sem fáir virðast hafa gert — ennþá, að skella sér af alefli út í bar- áttu herstöðvaandstæðinga. Vissu- lega virðist sú barátta vonlaus. Her- stöðvaandstæðingar virðast vera í minnihluta hér á landi og á Alþingi, með Sprengju-Ólaf í broddi fylk- ingar, eru flestir sama sinnis og þeir í vestrinu — að tryggja þurfi að koma endalokanna dragist ekki úr hömlu. Kjallarinn Ólafur Guðmundsson Sprengju-Ólafur segir að ef við hefðum ekki verið i Nato væru Rússar búnir að gleypa okkur. Nú er yfirgnæfandi meirihluti ríkja SÞ utan hernaðarbandalaga svo að Rússar hafa nóg að gleypa, ríki eins og Sviss, Svíþjóð og t.d. Irland sem er í lykilstöðu mitt á milli USA og ann- arra Nató-ríkja. „Yfirdráp" Svo að fleira sé tint til þá má nefna bók Bretans Johns Cox, „Overkill” („yfirdráp”), (Penguin 1977) en hann er formaður „Baráttusamtaka fyrir kjamorkuafvopnun”. í bók þessari sem fjallar um vígbúnaðar- kapphlaup stórveldanna hefur Cox eftir Morton Halperin fyrrum full- trúa i vamarmálaráðuneyti USA: „Nato kenningin er sú að við munum berjast með venjulegum (conventional) vopnum þar til við erum að tapa, síðan munum við berjast með meðaldrægum (tactical) kjamavopnum þar til við erum að tapa og þá munum við sprengja heiminn í loft upp”. (bls. 129). En hvað er þetta, hefur þetta ekki verið svona undanfarin 20—30 ár og enn erum við ekki sprungin? Að vísu, en nokkmm sinnum hefur ekki munað nema hársbreidd að illa færi — bæði vegna slysa svo og glímu- skjálfta stórveldanna. John Cox segir aö a.m.k. 13 slys hafi orðið þar sem flugvélar með kjarnavopnum hafi átt hlut að máli. Ein slík hrapaði i S- Carolina ríki USA og 4 af 5 öryggjum 10 megatonna sprengju, sem hún hafði innbyrðis, höfðu rofnað. önn- ur hrapaði við Palomares á Spáni með 4 sprengjur. Mesta mildi var að engin sprakk en ein byrjaði að leka og eyðUagði geislavirknin jarðveg á stóm svæði. Tölvubilanir hafa oftar en einu sinni nærri komið styrjöldum af stað og svona mætti lengi telja. Það er í raun kraftaverk að enn hafl ekki orðið kjarnorkustríð því eins og Cox bendir á: „ÖU vígbúnaðarkapp- hlaup sögunnar hafa endað með stríði. Ef kjamorkukapphlaupið heldur áfram mun fyrr eða síðar, vegna slyss eða af ásettu ráði, verða kjarnorkustríð.” (bls. 113). Er von að ýmsum þyki baráttan vonlaus. Með sama áframhaldi bar- áttunnar hér á landi næst ekki mikUl árangur. En ef íslendingar gætu sam- einast um þó ekki væri nema að koma hemum úr landi væri stigið stórt skref. Ekki aðeins myndum við koma í veg fyrir að við verðum að forgangsskotmarki í komandi styrj- öld heldur gætum við verið öðrum lepprikjum stórveldanna í Evrópu fordæmi fyrir því að hægt sé að losa sig undan jámhæl risanna. Pólitísk einangrun þeirra er eina von Evrópu- búa og líklega alls mannkyns. Ef við getum hert á baráttunni 1 réttu hlutfalli við aukinn stíganda vígbúnaðar, getur maður með góðum vilja eygt ofurlitla von — von um að hægt verði að tala um framtíð. 0 „John Cox segir, að a.m.k. 13 slys hafi orðið, þar sem flugvélar með kjarnavopn- um hafí átt í hlut.” Ólafur Guðmundsson iæknanenti. é — Nordsat-áætlunin: Eigum við að sitja aðgerðalaus hjá? Ég mun hér 1 stuttu máli koma á framfæri nokkrum hugleiðingum mínum um Nordsat-málið, en þær byggi ég að verulegu leyti á formleg- um og óformlegum umræðum sem fram hafa farið á vettvangi Norður- landaráðs síðustu misserin. Segja má að nú hafi á nýjan leik færst mikið lif í umræður um Nordsat eftir að málið hefur legið í eins konar dvala um langt skeið. Gervihnettir eru nú orðnir mikil- vægur þáttur í fjarskiptaneti sem spannar alla heimsbyggðina. Fáir gætu hugsaö sér að vera án þeirrar tækni sem gervihnettirnir hafa fært okkur. Nærtækasta dæmið hér á landi er talsambandið við útlönd en með notkun gervihnatta er nú hægt að hringja beint frá íslandi til fjöl- margra landa. Við erum ekki lengur háðir sæsímastrengjum sem ósjaldan hafa bilað á undanförnum árum. — Þróun gervihnatta hefur þó náð lengst og gengið hraðast þegar þeim hefur verið ætlað að þjóna hernaðar- legum þörfum stó^veldanna. I því sambandi má nefna njósnahnetti, sem m.a. búa yfir þeirri tæknilegu fullkomnun, að geta tekið myndir svo nákvæmar, að á þeim má greina einstaklinga á gangi á götum borga og hlerað hin ýmsu fjarskipti. Ekki þarf að minna á gervihnetti, sem finna málma og olíu í jörðu, veðurat- hugunarhnetti, sem íslendingar hafa notið góðs af um langt árabil, og fleira og fleira. Á ýmsan hátt hafa gervihnettir minnkað þann heim sem við búum í. Milljónir manna í tugum landa geta á samri stundu fylgst með merkum at- Kjallarinn Árni Gunnarsson burðum. Vegalengdir verða afstætt hugtak, og 1 náinni framtlð verður menningar-, frétta- og skemmtiefni fjölmargra þjóða á boðstólum fyrir ibúa heilla heimsálfa. Pólitfsk ákvörðun Nordsat er hluti af þeirri tækni- þróun, sem ekki verður stöðvuð og mun að líkindum hafa meiri áhrif á líf milljóna en nokkum grunar á þessari stundu. Ákvörðun um smíði Nordsat er í eðli sínu mjög pólitísk. Flestir sér- fræðingar eru þeirrar skoðunar, að hinn pólitíski áróður ólikra stjórn- kerfa muni í framtíðinni, að umtals- verðum hluta, fara fram um gervi- hnetti, sem endursenda útvarps- og sjónvarpsefni. Á þessari stundu er vitað að Frakkar og Vestur-Þjóðverjar hafa gert samkomulag um að skjóta á loft gervihnetti í líkingu við Nordsat. Þvi má skjóta hér inn í, að það voru ein- mitt þessar tvær þjóðir, sem hvað harðast gagnrýndu Nordsat-áætlun- ina fyrir nokkrum árum þegar um hana var fjallað á alþjóðlegri ráð- stefnu um fjarskiptamáí. Sovétmenn eru byrjaðir að smfða gervihnött sem á að endursenda útvarps- og sjón- varpsefni. Bretar hyggja á smiði ann- ars og í Luxemborg eru menn að gera áætlun um enn einn, en þar munu vera á ferðinni fjölþjóðafyrirtæki. — Það eru því ekki eingöngu stjóm- málaöflin, sem hafa hug á því að koma sinu ágæti á framfæri. Skoflanamótun Sú barátta um mótun skoöana ibúa jarðar á margvíslegum sviðum, sem nú er hafin, getur tekið á sig sér- kennilega mynd áður en þessi ára- tugur er liðinn. Hún mun í auknum mæli verða háð með gervihnöttum, nýrri tækni, sem hver einstaklingur getur notað innan tíðar. Það mun verða jafneinfalt að ná sjónvarpsút- sendingum og það hefur verið aö ná útvarpssendingum víða að úr heimin- um. Það er mín staðföst skoðun, að sjónvarps- og útvarpsefni, sem sent er um gervihnetti, verði á þessum ára- tug sú uppspretta erlendra áhrifa í jákvæðum og neikvæðum skilningi sem framar öðru á sviði fjölmiðlunar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.