Dagblaðið - 27.04.1981, Síða 4

Dagblaðið - 27.04.1981, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. DB á neytendamarkaði 28 TAXTARIHDMIUSTÆKJA- VIÐGERDUM í GANGINÚNA Málið hef ur verið einfaldað til muna því áður voru taxtamir milli 50 og 60, segir Ámi Brynjólf sson formaður Landssambands rafverktaka ,,Nú eru í gangi tuttugu og átta taxtar i heimilistækjaviðgerðum. Er það talsvert einfaldara frá því sem áður var þegar taxtarnir voru milli 50 og 60,” sagði Árni Brynjólfsson, for- maður Landssambands rafverktaka í samtali við DB. Lægsta tímakaup inni á verkstæði er 57,30 kr., en það hæsta 82,10 kr., en það er meistarakaup. Ef um er að ræöa að fá viðgerðarmanninn heim gilda aðrar reglur. Miðað er við aö viögeröarmaðurinn standi við I allt að 10 mínútur, hálfan klukkutima eða heilan tima. Er þrenns konar kaup innan hverra tímamarka. í fyrsta lagi er miðað við laun á verkstæði þar sem engin yfirvinna er unnin. i öðru lagi þar sem unnin er ein klukkustund I yfirvinnu á dag og i þriðja lagi er miðað við laun á verk- stæði þar sem unnar eru tvær yfir- vinnustundir á dag til jafnaðar. Ofan á allar launagreiðslurnar bætist 15,75 kr. þjónustugjald og síðan sölu- skattur. Samkvæmt upplýsingum Árna Brynjólfssonar eru einnig 1 gildi mis- munandi verð fyrir akstur, eftir því hve löng vegalengd frá verkstæði er ekin. í fyrsta lagi er miðaö við að við- gerðarstaðurinn sé „innan borgar- markanna”. Borgarmörk rafverk- taka eru Vegamót á Seltjarnamesi, Fossvogslækur og EUiðaár, þó telst Breiðholtið ekki innan borgarmark- anna. I öðru lagi er sérstakt aksturs- gjald fyrir viðgerðarstaöi sem eru I allt að 5 km „fjarlægð frá verk- stæði”, þar með talinn Árbær, Kópavogur, Breiðholt og Seltjamar- nes. Enn annað gjald gUdir fyrir staði sem „eru í allt að 8—12 km fjarlægð frá verkstæðinu”. Virðist alltaf reiknað með þvi að verkstæðið sé til húsa í gamla miðbænum I Árni sagði að þegar viðgerðar- menn fara í hús tU þess að gera við heimiUstæki, eigi þeir 'að hafa með- ferðis það sem þeir þurfa að nota, þannig aö þeir eiga ekki að þurfa að fara sérstaka ferð eftir varahlutum. Kostnaöur skiptir ekki máli „Mestu máli skiptir að sá sem á að gera við tækiö viti hvað hann er að gera, frekar en kaupið sem hann fær,” sagði Árni Brynjólfsson. Sjá verðtöflur annars staðar á síð- unni. -A.Bj. Hvað kostar að fá viðgerðarmann heim? Lágmarksútkall, 10 mín. M/sölusk. og þjónustgj. Verö Helga m/sölusk. og þjónustugj. Laun nr. I. 71,00 107,15 107,15 l.aun nr. 11. 73,35 110,05 Laun nr. III. 75,35 112,50 Vinna i hálfa klukkustund Laun nr. I 106,50 150,95 150,95 Laun nr. II 110,00 155,30 Laun nr. III 113,00 159,00 Vinna i klukkustund Laun nr. I 142,00 194,80 194,80 Laun nr. II 146,70 200,60 Laun nr. III 150,65 205,50 1 fyrsta dálkinum er verðiö an sölu- skatts og þjónustugjalds, sem reiknað cr á verðið í miðdálkinum. I aftasta Klukkutíma útkall innan borgar markanna getur farið upp i 247 kr., og hálftlminn fcr rétt yfir 200 kr., eða 201,50 kr. Ef hins vegar er um útkall alli að 8—12 km leið frá verkstæði eins og til Hafnarfjarðar eða í Mos- fellssvcit geta 10 mín. kostað 171,67, hálftiminn 227,85 kr. og klukkutíminn 274,35 kr. Þá er reiknað með launum III í öllum tilfellum. Árni sagði aðerfitt væri aðáætla hvað viðgcrð á vcrkstæði kosti. Sagði hann það stafa af því að ekki er til ákvæðistaxti í slíkum viðgerðum. dálkinum er verð Helga, en hann hefur aðeins eitt verð innan tímamark- anna. Lengri lífdagar hér Hér á landi virðast heimilistæki eiga lengri lífdaga heldur en í nágranna- löndunum.Bendir það til þess að mikið sé gert við heimilistæki hér. miklu meira heldur en eðlilegt er talið crlendis. Stafar þaðsennilega af því að opinber gjöld af heimilistækjum hér á landi eru svo óhðfleg að slikt þekkist hvergi annars staðar I heiminum, þar sem heimilistæki eru á annað borð notuð. - A.Bj. HeimiUstæki eiga iengri iífdaga hér á iandi en í ná- grannalöndunum, þrátt fyrir að það kosti skildinginn að fá þau við- gerð. Óhófieg skattheimta ríkis- ins ræður hér sennilega mestu um. Akstur innan borgarmarka vegna lágmarksútkalls 21,10 vegna lengri viðgerðar 42,50 Allt að 5—6 km fjarlægð frá verkstæði vegna lágmarksútkalls 23,90 vcgna lengri viðgerðar 59,45 Allt að 8—12 km fjarlægð frá verkstæði vcgna lágmarksútkalls 59,25 vegna lengri viðgerðar 68,85 Akstur Helga 42,50 42,50 42,50 Nýtt íslenzkt grænmeti Nýtt íslenzkt grænmeti er nú að byrja að koma á markaðinn. Fyrstar komu agúrkurnar og í kjölfar þeirra fylgdi salat, steinselja og örlítið af hreðkum.Tómatarnir eru hins vegar' ekki komnir enn. Það fer nokkuð eftir tíðarfari hvenær við megum eiga von á þeim en mönnum hjá Sölu- félagi Garðyrkjumanna fannst ekki ólíklegt að það yrði um miðjan maí. Verðið á agúrkum er núna 27 krónur kílóið. Salatið kostar 5,10 búntið, steinseljan 3,60 og radísurnar það sama. Hollustu þessa nýja grænmetis ætti að vera óþarft aö taka fram. Það er auöugt af C-vítamíni og þar eð það er alveg fitusnautt er það upplagt fyrir þá sem eru að passa upp á lín- umar. Meðan okkur munar í þetta græn- meti svona alveg nýtt er bezt að borða það eins og það kemur fyrir. Niðursneidd gúrka með fiskinum, salat með fiski og kjöti og hreðkur, bæði sér og með öðru, eru hreinn hunangsmatur. Með hreðkurnar má hafa i huga að liggi þær í ísköldu vatni í klukkustund verða þær sérlega stökkar og góðar. Úr agúrkum má búa til margs konar salat með mat. T.d. gúrkur í jógúrti án ávaxta með dilli. Magn hvers af þessum þáttum fer eftir því hvað hverjum finnst bezt. Þess má vænta að verð á þessu grænmeti eigi eftir að lækka eitt- hvað. Þá er um að gera að grípa tæki- færið og sulta og sjóða niður. Við segjum nánar frá því þegar að verð- lækkuninni kemur. - DS Hún brosir blitt þessi með þvottavélina i góðu lagi. En bilaði hún og þyrfti við- gerðarmann til að koma og laga hyrfi brosið liklega fljótt. DB-mynd Einar. Blöskraði hár viðgerðartaxti notar sjálf ur að- eins lægstu taxtana „Oft heyrist fólk kvarta yfir því að það fái ekki viðgerðir á ýmsum teg- undum heimilistækja. Einnig má heyra fólk kvarta yfir þvi hve dýrt það sé að fá viðgerðarmann heim til sln. Mér hefur lika blöskrað hve hár taxti er ríkjandi I heimilistækjavið- gerðum, þannig aö ég nota aðeins allra lægsta taxtann sem I gildi er,” sagði Helgi Sigurðsson löggiltur raf- verktaki, búsettur í Hafnarfirði í samtali við DB. „Manni ofbýður að taka fullan taxta af t.d. gömlu fólki, sem hefur lítið milli handanna. Ég minnist þess að ég fór eitt sinn heim til gamallar konu en hún bað um viðgerðarmann vegna bilaðrar ljósakrónu. — Þegar til kom var ein peran i ljósakrónunni laus, en ekki annað að. ’ ’ Helgi sagðist jafnan taka lægsta taxta Landssambands rafverktaka , sem er 71 kr. fyrir lágmarksviðgerð allt að 10 mín., 106,50 fyrir 1/2 tíma viðgerð og 142 kr. fyrir klukkutima- viðgerð. Allir verða að greiða 15,75 kr. í svokallað þjónustugjald, ofan á þessar tölur bætist 23,5% söluskatt- ur. Fyrir aksturinn tekur Helgi 42,50. Skiptir þá ekki máli hvar á Stór- Reykjavikursvæðinu viðskiptavinur- inn er búsettur. Sama gildir um þá ' sem búsettir eru í Breiðholti, Arbæ, Seltjamarnesi, Mosfellssveit, Kópa- vogi eða Hafnarfirði. Ef Helgi þarf að fara aukaferð eftir varahlutum tekur hann ekki aukalega fyrir það. Ekki breytist verðið hjá honum þótt komið sé fram á kvöld, því hann vinnur fyrir sama verð eftir klukkan fimm á daginn. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.