Dagblaðið - 27.04.1981, Síða 22

Dagblaðið - 27.04.1981, Síða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. Alþýðan situr sveitt og svarar spumingum: STREITA OG VINNUÁLAG IÐNAÐARMANNA SKOÐAÐ — í könnun sem náms menn og verkalýðs- félögstanda að ísameiningu Þessa dagana sitja fjölmargir iðn- aðarmenn sveittir yfir spurningalista sem þeir hafa fengið senda til útfyll- ingar. Eru það bifvélavirkjar, málarar, jámiðnaðarmenn og smiðir af höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri. Spurn- ingarnar eru 73 talsins og fjalla um vinnu viðkomandi, aðbúnað, heilsufar og fleira. Það er 10 manna hópur is- lenzkra námsmanna, sem flestir eru bú- settir í Árósum í Danmörku, sem stendur að þessari könnun, í samvinnu viö nokkur verkalýðsfélög. Þeir kalla sig Vinnuvemdarhópinn og segjast vilja kanna vinnuálag, óheilnæm starfsskilyrði, mengun á vinnustað og streitu: með öðrum orðum samhengi aldurs, vinnuálags og vinnuslits. Köstnaður við könnunina er áætlaður 400 þús. krónur. Áherzla verður lögð á að vinna af krafti úr gögnunum þannig að lokaniðurstöður Iiggi fyrir ekki siðar en 9 mánuðum eftir að tölvuvinnsla hefst. Niðurstöður forvinnslu könnunarinnar verða gefnar út í bæklingsformi en heiidarniður- stöðurnar síðar í bók. Gylfi Páll Hersir jarðeðlisfræðingur, einn úr Vinnuverndarhópnum, sagði i samtali við Dagblaðið að útfylltir spurningalistar væm þegar farnir að berast frá þeim er fengu þá senda. Hann beindi þeirri áskorun til hinna, er ekki hafa sent sina lista, aö gera þaö hið fyrsta til að tilgangi könnunarinnar væri náð. Hann vildi líka, að gefnu til- efni, taka sérstaklega fram að fullkom- in nafnleynd rikti í gerð könnunar- innar. - ARH Sinueldar og reykjarbólstrar huldu Suðurland Suöurlandsundirlendið var nánast „logandi” af sinueldum fyrir helgi. Voru stórir reykjarbólstrar víða og á milli huldi reykur útsýni með jörðu. Á slíkum sinueldadögum er oft torvelt yfirferðar um vegi á stórum köflum. Litlu munaði að stórtjón yrði af eld- um sem brunnu í sveitum á föstudag. Þannig tókst á síðustu stundu að forða því að eldur kæmist í hlöðu að Laugar- dælum er verið var að brenna sinu eða rusli. Krakkar á Selfossi smituðust af reykjarbólstrunum í fjarska, tóku að kveikja í sinu í grasköntum og þurftu lögregla og slökkvilið til að koma er slíkir eldar bárust inn á lóðir við hús. - A.St. 4C Slökkviliðið í Reykjavik hefur orðið að sinna sinubrunum þegar þeir magnast um of og lögregla þarf viða að taka til hendinni. Áldrei verður um of varað við þvi að fara með gát þegar sina er brennd. DB-mynd S. KLÆÐIN SKULU STÁSSLEG ' * Um sýningu Textflfélags- ins íListasafni Alþýðu Það þarf varla að hafa mörg orð um hinn mikla uppgang alls kyns vef- lista á ísiandi undanfarinn áratug. Um hann vitnar meðlimafjöldi 'extílfélagsins (er ekki einfaldlega ægt að kalla féiagið Veflist?) sem efur innan sinna vébanda 29 manns, •tal sýningar heima og erlendis og kki síst sú fjölbreytni og þroski sem greina má í verkum þeirra sem orðnir eru sjóaðir í greininni. Listafólk á borð viö Ásgerði Búadóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Hildi Hákonardóttur og fleiri getur kinn- roðalaust tekið sér stöðu við hlið helstu veflistarmanna á Norðurlönd- um. Því er ekki nema sjálfsögð kurteisi að fagna annarri félagssýningu Textílfélagsins (stofnað 1974) sem væntanlega stendur enn yfir i hinum glæsilega sýningarsal Listasafns al- þýðu við Grensásveg. Hið íslenska í veftunum Þar sýna 22 veflistarkonur 64 verk: ullarvefnað, tauþrykk, myndvefnað, fatahönnun, prjón og skúlptúra og sýningunni fylgir falleg skrá á þrem tungum sem jafnframt er upplýsinga- rit um meðlimi félagsins. Menn gera stundum að gamni sinu aö Iýsa heildaráhrifum þeim sem þeir veröa fyrir af samsýningum sem þess- ari, einkum og sérílagi ef í hlut á harður kjarni listafólks í einhverri grein. Sjálfur ætti ég i stökustu vand- ræöum væri mér uppálagt að hafa upp á þjóðlegum einkennum verk- anna á þessari sýningu, hinu islenska í veftunum, og út frá stílfræðilegu sjónarmiði er ég lika efins um að hægt sé að skoða hana í einhvers konar norrænu samhengi. Ef eitt- hvað er, er sýningin býsna alþjóðleg, enda hjó ég eftir því að listakonurnar eru ekki aöeins menntaöar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi, heldur einnig í Skotlandi, á Spáni, i Kanada og Mexíkó. Og ég held að þetta sé heilbrigð þróun sem ætti að koma í veg fyrir alla útkjálkamennsku i veflistinni. Þorbjörg Þórðardóttir — Klettarýnl, handspunnlnn hör & ull. V Sigríður Jóhannsdóttir & Leifur Breiöfjörð — Metamorphoses. (DB-myndir Sig. Þorri) Hvar er metnaðurinn? Annað af þessari sýningu er það að segja að tæknilega er hún nær óað- finnanleg. Það sem listakonurnar takast á hendur leysa þær skamm- laust. Hins vegar fannst mér þær alls ekki nógu stórtækar, metnaðarfullar, nýjungagjarnar, og hér á ég bæði við höfunda myndverka og klæða. í stað þess að prófa sig áfram með ný efni, ný viðhorf, nýjar stærðir og nota út i ystu æsar snertigildi efnisins (og kannski læra af austantjalds- þjóðum) þá er verið að gera róman- tískar smámyndir, prjóna svolitla pottaleppa og innramma þá, nostra við blúndur og pífur. Þar sem einhver nýsköpun er fyrir hendi, t.d. í verk- um Guörúnar Marínósdóttur, Rögnu Róbertsdóttur, Salóme Fannberg, Sigurlaugar Jóhannesdóttur og Stein- unnar Pálsdóttur, þar er eins og lista- konumar gæti sin um of, treysti sér ekki til að leiöa verk sín til lykta á lógískan hátt þótt það þýði áhættu- spil. Valgerður Erlendsdóttir — Vorhugur, ull r i Myndlist K Á Ný rómantík En innan þeirra takmarka sem lista- konurnar setja sér, má vissulega njóta handbragðs þeirra. Aðalheiður Skarphéöinsdóttir er t.d. ný stærð í tauþrykki og hefur til að bera talsvert kapp sem vel nýtist. Fast á hæla henni fylgir Ina Salóme Hallgríms- dóttir, sömuleiðis ný og bráðefnileg í greininni. Gengi vefmynda Ásgerðar Búa- dóttur fellur varla i bráð, þó hefði ég viljað sjá fleiri ný og stór verk eftir hana. Guðrún Gunnarsdóttir gerir einnig vönduð verk með þeim hætti sem hún er vön og það er auðvelt að falla fyrir sjarma og nýrómantík mynda Hitdar Hákonardóttur. Hin stranga geómetria í myndum j)eirra Sigríðar og Leifs Breiðfjörð hvílir augað, en mundi sennilega hvíla alla sálarkirnuna ef verkin væru meiri um sig. Og gjaman vildi ég klæða dætur mínar 1 föt Sigrúnar Jóhannesdóttur (Sifu ). - AI Steinunn Pálsdóttir ásamt verki sinu Spegilmynd, úr næloni og kopar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.