Dagblaðið - 06.05.1981, Síða 2

Dagblaðið - 06.05.1981, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAl 1981. II Viðvörun til fasteignaeigenda: Gætið fyllstu varúðar f viðskiptum við Fasteignamat ríkisins —þegar ég hélt að loksins væri komið lag á þetta f ékk ég reikning fyrir f asteignagjöldum af tveimur íbúðum Reikningar fyrir fasteignagjöldum eru afar óvinsælir, eins og e.t.v. allir reikningar. Bréfritari vill benda fólki á aö athugá hvort það sé ekki örugglcga að borga rétta reikninga. Eiríka A. Friðriksdóttir skrifar: 1. Athugið að fasteignagíróseðill fyrir 3. greiðslu — gjalddagi 15. apríl — haft borizt. 2. Athugið að reikningsnúmer á seðli og upphæðin eru eins og á seðlum fyrir 1. og 2. greiðslu — janúarogmarz. 3. Berið saman gíróseðla og fast- eignamat með nágrönnum í stiga- húsi sé um íbúð í fjölbýlishúsi að ræða. Það er nauðsynlegt að úti- loka að reikningurinn eigi t.d. viö 4 herbergja íbúð en ekki, eins og rétt væri, 2 herb. íbúð. Allar þessar viðvaranir eru grund- vailaðar á slæmri reynslu sem ég hef fengið frá því 1977 og fleiri af vinum mínum. Til að stytta málið langar mig aðeins að greina frá reynslu minni á þessu ári. 1 janúar fékk ég eins og áður álagn- ingarblað og reikning fyrir íbúð mína en fékk alls engar upplýsingar frá fasteignamati eins og áður hafði verið talað um. Ég greiddi reikning- inn en athugaði svo i febrúar hvernig á þessu stóð og komst að þvi að ég var alls ekld talin eiga ibúð í því húsi sem ég bý í og hef gert síöan 1966. Athugun á tölvuútskrift hjá Fast- eignamati ríkisins sýndi að mín íbúð hafði verið skrifuð á aðra konu sem þá taldist eigandi tveggja ibúða. Hún var Eiriksdóttir en ég Eiríka! Hins vegar fann ég að skrásettur sem eigandi var maður án þess að fast- eignamatið vissi um hvaða íbúð væri að ræða. Það var augljóst, maður þessi hafði selt mér núverandi ibúð árið 1972. Ég fékk bréf með leiðrétt- ingum og hélt að nú loksins væri þetta komið í lag. En Adam var ekki lengi í paradís! 14. apríl fékk ég reikning fyrir fast- eignagjöldum, og nú fyrlr tvær íbúöir. Ég hafði þá strax samband við fasteignagjaldadeildina þar sem ég var hrædd um að hinn eigandinn, sem ég vissi ekki hver var, mundi vera i vanskilum enda enginn reikningur kominntii hans. Hve alvarlegt það getur verið sá ég i biöðum 22. apríl, þar sem hótaö var lögtaki eftir 8 daga, þ.e.a.s. 1. mai. Ég talaði við borgarfógetaembættið og gjaldheimtu en fékk óviðunandi svar á þá leið að ,,ef lögtak færi fram án þess að eigandi hefði fengið reikn- ing (giróseðil) ætti eigandi að kvarta.” Nú langar mig að benda á eftirfar- andi: 1. gjalddagi var 15. apríl, giró- seðiilinn var borinn út í pósti 14. apríl. Vegna páskanna voru mjög fáir greiðsludagar. Ekki var hægt að greiða í bönkum 16.—20.april né 23. apríl. Þar að auki er sumarfríið, skv. Raddir lesenda isl. lögum, nú orðið 4 vikur og ekki ósenniiegt að fólk væri alls ekki í bænum eða á landinu. 2. í mörgum húsum, og þá sér- staklega í smærri íbúðum, býr gamalt fólk sem greiðir alla reikninga sem koma á nafn þess en getur gleymt fasteignagjöldunum fái það engan gíróseðil. Að krefjast þess að fólk á ellilaunaaldri visi lögtaksmanni frá sér og geti sannað að um mistök sé að ræða er fáránlegt. 3. Tónninn í auglýsingunni í blöðunum er óviðunandi og einnig að lögtak sé leyfilegt eftir aðeins 8 daga. Nú langar mig að spyrja: Af hverju getur Fasteignamat ríkisins ekki fengið upplýsingar úr veðbók hjá borgarstjóra eins og í Noregi? Veð- bækur voru gerðar véltækar þar 1977 og fékk ég skýrslu um prófkeyrslu frá Bergen. Tók vinnan alls nokkra mánuði og upplýsingar voru leið- réttar á eftir í samræmi við breyt- ingar í veðbókinni. Að vísu var merk- ing íbúða í samræmi við veðbókina og vissi því hver og einn hvort reikn- ingurinn var fyrir hans ibúð eins og i þinglesinni tilkynningu. Eins og er er þetta ekki hægt hér. Bræðrabönd eftir Úlfar Þormóðsson: HELZTU FYRIRMENN LANDSINS STRIPLAST UM MEÐ SVERD OG SVUNTUR —ætlast höfundurtilað almenningur trúi þessari vitleysu? lönaöarmaður hringdi: Mig hefur lengi langað til að hafa samband við Dagblaðið, eða allt frá þvi að ég las bókina Bræðrabönd eftir Úlfar Þormóðsson, fyrir páska. Og þvílíkar bókmenntir! Ná eiginlega engin lög eða velsæmi yfir svona bull á prenti? Stendur höfundur hennar virkilega í þeirri trú að vel upplýstur almenningur trúi því að helztu fyrir- menn landsins séu beinlínis að stripl- ast um með uppbrettar skálmar og sverð og svuntur? Nei takk! Frí- múrarareglan er göfugur félags- skapur og þar starfa margir góðir drengir. Almenningur á að taka höndum saman um að trúa ekki þess- ari bók nema rétt mátulega. pSfmóössco Fyrra hirsdi RAUÐUM PLASTBÁT STOLH) VIB ELUDAVATN Þorsteinn Sigmundsson, Elliða- hvammi við Elliöavatn, hringdi: Laugardagskvöldið 25. apríl var 8 feta rauðum Pioneer plastbát stolið við Elliðavatn. ................... Sonur minn, 9 ára, hefur verið að safna fyrir þessum bát í allan vetur og var aðeins búinn að eiga hann í þrjá daga. Heimur versnandi fer en erfitt á ég með að trúa því að menn, þó harð- brjósta séu, vilji svipta hann þessum bát sem hann hefur svo vel unnið til. Skora ég því á þá, sem upplýst gætu þetta mál, að láta vita í síma 84156. Einfaldast væri auðvitað að bátnum yrði skilað aftur þegjandi og hljóðalaust. Tilathugunarfyrir stóru happdrættin: Ársmiðar ættu að vera ódýrari — meðan slíkir verzlunarhættir ráðakaupiég ekki miða Sig. Haukur Sigurðsson, Hábæ 14, skrifar: Þessa dagana hefur DAS auglýst að nýtt happdrættisár sé byrjað og fyrsti dráttur fari fram 5. maí. Verð miða er 25 kr. en ársmiða 300 kr. Happdrættið neitar að reikna vexti af fyrirfram greiddum peningum. Ef reiknað er með 48% verðbólgu og 2% vöxtum ætti ársmiðinn ekki að kosta nema 250 kr. Þeir sem kaupa ársmiða og spara þannig happ- drættinu mikla vinnu eru látnir borga 50 kr. meira en þeir sem endurnýja mánaðarlega. Meðan slíkir verzlunarhættir ráða kaupiégekkimiða. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.