Dagblaðið - 06.05.1981, Side 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1981.
1
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
D
- '
Brésnef sækir Kekkonen heim síðar í mánuðinum:
SOVEIMENN GETA EKKIFALL-
ET Á KOIVISTO SEM FORSETA
—en hann er nú nánast þjóðhetja íFinnlahdi ogfinnska
þjóðin vill að hann leysi Kekkonen af hólmi
Tilgangurinn með fyrirhugaðri
heimsókn Leonids Brésnefs til Finn-
lands í lok þessa mánaðar er að
styrkja Kekkonen, Finnlandsforseta
en vald hans þykir hafa dvinað mjög
að undanförnu. Jafnframt er til-
gangurinn sá að gefa stuðningsmðnn-
um sósialdemókratans Mauno Koi-
visto vísbendingu um að það borgi sig
ekki að halda áfram þeim „forseta-
leik” er þeir hafa leikið að undan-
förnu.
Kekkonen á að fá að sitja í óskiptu
búi og eftirmaður hans, þegar að þvi
kemur, á að vera maður sem nýtur
fyllsta trausts ráðamanna í Moskvu.
Utanríkisstefna Finnlands á ekki að
breytast. Þetta er boðskapur
Moskvu.
Tilgangurinn mun einnig vera sá að
leitast við að styrkja stöðu Finnlands
í Norður-Evrópu. Þó ekkert hafi enn
verið látið uppi um það opinberlega
hver tilgangurinn með heimsókn
Brésnefs sé þá er margt sem bendir til
að Hufvudstadsbladet í Helsinki hafi
á réttu að standa er það heldur ofan-
greindu fram.
t Finnlandi sjá menn beint sam-
band á milli veikari stöðu Kekkonens
og heimsóknar Brésnefs. En
spurningin er kannski fyrst og fremst
sú hvort vísbendingar Sovétmanna
hafa tilætluö áhrif. Margir vilja fá
Koivisto fyrir forseta og búizt er við
að vinsældir hans muni vaxa geysi-
lega ef utanaðkomandi aöilar reyna
að blanda sér í málin.
Atburðirnir í Póllandi og ástand
heimsmála hafa skapað langtum
frjálsara andrúmsloft í Finnlandi en
áður. Áður fyrr var „þagað á
tveimur tungum” þegar utanríkis-
stefnuna bar á góma. Nú er hins
vegar rökrætt frjálslega um hvernig
túlka eigi hin hernaðarlegu ákvæði i
vináttusamningnum við Sovétríkin.
Ný kynslóð andstæðinga Kekk-
onens hefur vaxið úr grasi. Hún talar
niðrandi um „karlinn frá Ekudden”
og vill að forsetaembættið fái meiri
völd en Kekkonen hefur haft.
En spurningin er hvort sósíaldemó-
kratar þora að útnefnda Koivisto sem
forsetaframbjóðanda þegar Sovét-
menn hafa nú þegar gefið vísbend-
ingu um að það sé ekki vænlegt til
árangurs.
Fleiri og fleiri haida því fram að
ekki einu sinni Moskva geti komið í
veg fyrir að Kekkonen eldist.
urésnef kom siðast til Finnlands árið 1961 og var þessi mynd tekin við það tækifæri.
Mauno Koivisto nýtur nú mikilla
vinsælda i Finnlandi.
Kekkonen verður 81 árs í haust.
Hann er mjög ern en er tekin að
förlast sýn. Hann getur ekki lengur
Tjáningarfrelsi
er ein meginforsenda þess
að frelsi geti viðhaldist
frjálst,
éfctf ,
hlað
lesið blöð og er alveg háður munn-
legum upplýsingum. Forsetaskipti
gætu því hæglega orðið fyrr en 1984
þegar kosningar eiga lögum sam-
kvæmt að fara fram.
Kekkonen hefur ekki ennþá til-
kynnt hvort hann ætlar að bjóða sig
fram á ný og það veldur stjórn Mið-
flokksins miklum heilabrotum.
Á stjórnmálasviðinu í Finnlandi
hafa menn það á tiifinningunni aö
Moskva muni láta í sér heyra varð-
andi forsetaslaginn. „Við getum
búizt við að kveikt verði á rauðu ljósi
áður en leiknum er lokið,” var haft
eftir einum stjórnmálamanni landsins
um daginn. En engan gat þó órað
fyrir þvi að „ljósið" yrði Brésnet
sjálfur. Þetta óstaðfesta erindi olli
mikilli sprengingu í forsetaslagnum.
„Þið getið bókað það að Mauno
Koivisto verður aldrei forsetafram-
bjóðandi,” sagði stjórnmálamaður
frá Miðflokknum í samtali við blaða-
mann sænska dagblaðsins Dagens
Nyheter fyrir skömmu., .Sósialdemó-
kratarnir munu aldrei þora að stilla
upp frambjóðanda sem ekki nýtur
stuðnings Moskvu. Slíkur frambjóð-
andi getur ekki og fær ekki að vera
forseti í Finnlandi. Það yrði
óhamingja finnsku þjóðarinnar,”
sagði þessi stjórnmálamaður Mið-
flokksins og virtist tala eins og hann
vissi hvað mundi gerast.
Heíní Mankkí, ritstjóri málgagns
Miðflokksins, helgaði Koivisto heil-
síðu um daginn. Hún var óánægð og
í uppnámi vegna sjónarspilsins sem
þjóðin varð nýlega vitni að. Forsætis-
ráðherrann Koivisto gekk gegn vilja
Kekkonens og varð þjóðarhetja fyrir
vikið.
Áhrifin urðu slík að leiðtogi Mið-
flokksins, Paavo Váyrynen utanríkis-
ráðherra, sá sig knúinn til að setja
fram alvarlega viðvörun. Reynsla og
þekking í utanríkismálum eru hvað
þýðingarmestu eiginleikarnir sem
forseti Finnlands þarf að vera búinn,
að því er Váyrynen heldur fram. Allt
annað skiptir minna máli.
Kommúnistarnir, sérstaklega
minni armur flokksins, hafa lengi
haldið því fram að Koivisto sé
óábyrgur i utanríkismálum. Þar sem
ekki hefur verið hægt að benda á nein
sérstök mistök af hans hálfu hefur í
staðinn verið minnt á það að ýtrustu
menn lengst til hægri styðja Koi-
visto.
Hið virta blað Suomen Kuvalehti,
sem Kekkonen var áður vanur að
skrifa í, fékk einnig á baukinn frá
kommúnistum nýverið. Blaðið var
sakað um að vera óvinveitt Sovét-
ríkjunum vegna stuðnings við Koi-
visto. Það var sakað um að vilja
breyta utanríkisstefnu landsins og að
sverta Kekkonen forseta.
Það er vel þekkt að slíkar skoðanir
eru nákvæmlega skráðar í Moskvu og
þegar þörf er á eru þær notaðar sem
dæmi um þann óróleika sem hægri
öfl reyna að skapa í þeim tilgangi að
eyðileggja vinsamleg samskipti þjóð-
anna.
Fréttaritari Hufvudstadsbladets í
Moskvu, Dev Murarka, hefur sjálf-
sagt á réttu að standa þegar hann
segir að Sovétmenn h'ti á það sem
ógnun við sig í hvert sinn sem veldi
Kekkonens er ógnað í Finnlandi.
Vaxandi viðskipti Sovétríkjanna
og Finnlands eru einnig ein af ástæð-
unum fyrir heimsókn Brésnefs til
Finnlands. Sovétmenn snúa sér æ
oftar til Finnlands þegar þeir eiga við
vöruskort að stríða. Finnar gátu
bæði leyst úr skorti á rafmagnsperum
og sykri sem hrjáði íbúa Moskvu.
Einnig skiptír þarna máh mikilvægi
persónulegra samskipta þjóðarleið-
toganna. Mjög náið persónulegt sam-
band var á milli Kosygins og Kekk-
onens. Nú er Kosygin falhnn frá og
Brésnef vUl viðhalda þessu sambandi.
Kekkonen kom í haust í opinbera
heimsókn til Sovétríkjanna en Brés-
nef hefur hins vegar ekki komið tíl
Finnlands síðan 1961. Nú eru
aöstæður þar aUt aðrar en þær voru
þá.
(Dagens Nyheter)
Frá 60 ára afmæli sjálfstæðis Finnlands 1977. Haraldur prins og norska ríki
stjórnin færa Kekkonen árnaðaróskir.