Dagblaðið - 06.05.1981, Side 10
10
/■
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ1981.
""
„Ráoherra segi af sér ef hann
fer ekki að vilja Alþingis”
— sagði Eyjólfur Konráð Jonsson í
umræðum um ítrekaða fyrirspurn
um rekstrarlán landbúnaðarins
„Hafa verið settar reglur um
greiðslu rekstrar- og afurðalána land-
búnaðarins í samræmi við ályktun
Alþingis frá 22. maí 1979 frá því að
fyrirspurn um það mál á þingskj. 57
varsvarað?”
Þannig hljóðaði fyrirspurn Eyjólfs
Konráðs Jónssonar (S) sem tekin var
fyrir í Sam. þingi í gær og varð
nánast orsök eldhúsdagsumræðna
um hugsanleg stjórnarskrárbrot ráð-
herra í meðferð mála og flutningi
frumvarpa.
Eyjólfur hafði stutta framsögu
með málinu og sagði að ef viðskipta-
ráðherra hefði ekkert aðhafzt til að
framkvæma vilja Alþingis i málinu,
bæri honum að viðurkenna mistökin
og segja af sér sem ráðherra. Alþingi
samþykkti 22. maí 1979 þings-
ályktunartillögu um að afurðalán
landbúnaðarins skyldu greidd beint
til bænda, en ekki til seljenda fram-
leiðsluvara bænda.
Tómas Árnason viðskiptaráðherra
las upp gamla langa greinargerð til
rökstuðnings því að jafnvel ófram-
kvæmanlegt væri að greiða afurða-
lánin beint til bænda. Landbúnaðar-
nefndarmenn studdu álit ráðherrans.
Margir þingmenn urðu til að benda
Tómasi á að aðeins væri um að ræða
hvort ráðherra hefði hug og þor til að
stjórna eða léti stjórnast af öðrum.
ATLI
STEINARSSON '
Eyjólfur Konráð: Viðskiptaráðherra
ber að viðurkenna mistökin og segja
af sér.
Var bent á að embættismannakerfið
og bankamenn hefðu viijað hafa
sama hátt á um afurðalán sjávarút-
vegsins og enn gildir um afurðaián
landbúnaðar. Þá hefði Matthías
Bjamason þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra barið í borðið og skipað
bankavaldi að hafa annan hátt á. Það
gerðist síðan með öllu árekstra- og
erfiðleikalaust að framleiðendur
fengu afurðalánin greidd á sína
reikninga.
Tómas ráðherra lofaði endur-
skoðun mála og Eyjólfur Konráð
þakkaði þá viljayfirlýsingu.
Inn í umræðuna spunnust fjörugar
umræður um stjórnarskrárbrot við
lagasetningar í ríkisfrumvörpum,
m.a. í hinu nýja stjórnarfrumvarpi
um verðlags- og efnahagsmál, og
orðaskipti Jónatans Þórmundssonar
prófessors og forsætisráðherra á
nefndarfundi um það mál.
-A.St.
Norðmenn sagðir við sama
heygarðshornið ískreiðarsölunni:
ÍSLENZKIR SKREIÐAR-
SALARFUNDUÐUí
NÍGERÍU í GÆR
—samningahorf ur taldar sæmilegar
„Um verð og magn í skreiðarsölu-
samningum við Nigeríumenn er naum-
ast hægt eða rétt að segja mikið í þessari
stöðu. Hitt er vist, að héðan fóru menn
með vilja til að ná samningum og töldu
vist, að á móti þeim væri tekið með
sama hugarfari”, sagði Valgerður
Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri út-
flutningsdeildar Lýsis hf. í viðtali við
DB í gær.
Hún kvað sendinefnd kaupenda í
Nígeríu hafa verið hér á dögunum. Nú
væru íslenzkir seljendur og fulltrúi
viðskiptaráðuneytisins komnir eða á
leið til Nígeriu þar sem þeir hittast
ásamt kaupendum í Lagos. „Þegar
góður vilji er til samninga frá beggja
hálfu, er viss ástæða til bjartsýni, þótt
ekkert verði fullyrt frekar á þessu
stigi”, sagði Valgerður.
Samkvæmt heimildum, sem DB telur
áreiðanlegar, hittust þessir fulltrúar
íslenzkra seljenda í Lagos í gær: Stefán
Gunniaugsson, deildarstjóri i við-
skiptaráðuneytinu, Bragi Eiríksson,
Skreiðarsamlaginu, Magnús Friðgeirs-
son, sjávarafurðadeild Sambandsins,
Jón Ármann Héðinsson, Lýsi hf., og
Bjarni V. Magnússon, tsienzka
umboðssalan hf.
Óstaðfestar eru fréttir um, að Norð-
menn hafi þegar náð samningum um
hámarksverð, sem Seðlabanki Nígeriu
getur failizt á. Sé það eitthvað lægra en
það verð, sem íslenzkir seljendur hafa
gert sér vonir um að fá.
-BS.
ALLIR LEGGJA
HÖND A PLÓGINN
Á Eskifirði er mikið fiskirí og kom
Votabergið, sem er 130 tonna bátur,
með 110 tonn eftir eina lögn. Skipstjóri
á Votaberginu er ísak Valdimarsson.
Nýlega var skipað út í Goðafoss 6000
kössum af frystum fiski í neytenda-
pakkningum á Bandaríkjamarkað.
Vegna þess hve mikið hafði borizt af
fiski var enginn mannskapur til að
skipa út, en þá brá Haukur Björnsson
verkstjóri á það ráð að fá 14 unglinga
úrGagnfræðaskólanum „lánaða”.
Helgi sagði þetta duglegasta hóp sem
hann hefði hingað til haft í vinnu.
Útskipunin var unnin i akkorði, og
fengu unglingarnir 680 kr. í kaup.
-Regina, Eskifirði.
VASAKLÚTA MEÐ
í LEIKHÚSIÐ
Leikfélag Eskifjarðar sýnir um
þessar mundir gamanleikinn Markólfu
eftir Dario Fo, sem í vikunni hlaut
Sonning-verðlaunin dönsku. Hafa um
300 manns séð leikinn á Eskifirði og
finnst fólki það endurnýjast eftir of-
þreytuna sem þjáir fólk eftir mikla
vinnu sl. sjö vikur.
Leikritið er afar vel leikið og spreng-
hlægilegt, svo ég vil ráðleggja leikhús-
gestum að hafa marga vasaklúta með
sér á leiksýningar. Leikstjóri er Jónína
Kristjánsdóttir og leikendur eru sjö.
Aðalhlutverkin leika Gunnlaugur
Ragnarsson (formaður leikfélagsins) og
Jórunn Bjarnadóttir. Aðrir leikarar eru
Guðmann Þorvaldsson, Guðmundur
Gíslason, Hólmfríður Garðarsdóttir,
Jóhanna Smith og Ragnar Grétarsson.
Leikritið verður sýnt á Breiðdalsvik á
laugardaginn 9. maí, á Fáskrúðsfirði
10. maí, Egilsstöðum 13. maí og
Borgarfirði eystra 16. maí.
-Regina, Eskifírði
Eyjajarlinn kennir
frændum vorum sprang
Nemendur og kennarar Blaða-
mannaskólans í Osló eru hér á ferð til
að kynna sér land og þjóð. Á sunnu-
dag var hópurinn í Vestmannaeyjum
og var Árni Johnsen blaðamaður á
Morgunblaðinu leiðsögumaður.
Hann sá fulla ástæðu til að kenna
frændum vorum sprang og var
gerður góður rómur að hæfni Árna í
fþróttinni. Þeir hugrökkustu í röðum
Norðmanna urðu einnig að prófa sig
og á minni myndinni stekkur aðal-
fararstjóri hópsins, Anders Helle-
bust, fram af sillubrúninni. Hann er
reyndar major í norska hernum og
slapp frá þessu með sóma.
(Ljósm. S.J.)
Stjómarkjörið í Heimdalli:
„HEIÐARLEG BARÁTTA HVAD SEM
METORÐASTRITARAR ÆTLA SÉR”
— yfirlýsing varaformannsefnis
Gunnlaugur Snædal, viðskiptafræði-
nemi, hefur beðið Dagblaðið fyrir birt-
ingu á eftirfarandi:
„I tilefni af viðtali í Dagblaðinu í
gær, 5. maí, við Björn Hermannsson
þar sem hann segir m.a. að ég hafi
„lýst yfir” að ég myndi gefa kost á mér
í stjórn Heimdallar, hvort sem hann
eða Árni Sigfússon yrðu kjörnir for-
menn, óska ég að eftirfarandi komi
fram:
,,Ég er eindreginn stuðningsmaður
Áma Sigfússonar í væntanlegum
kosningum og tel mig eiga minn þátt í
því að hann ákvað að bjóða sig fram.
„Yfirlýsingin”, sem Björn
Hermannsson hefur eftir mér er
hliðrun á staðreyndum. í kokkteilboði
hjá fráfarandi formanni Heimdallar,
Pétri Rafnssyni, vék Björn sér að mér
og spurði hvort ég myndi nokkuð
hætta við að fara í stjórn þótt hann
yrði formaður en ekki Árni Sigfússon.
Vitnaði Björn um menn sem slíkt hefðu
gert við svipaðar kringumstæður og
sagði ég að slikt myndi ég ekki gera.
bjöm virðist draga það i efa að ég sé
eitthvert sérstakt varaformannsefni í
stjóm Árna Sigfússonar. Hvorki hann
né aðrir þurfa að efast um það sbr.
viðtal við Árna Sigfússon á sömu síðu í
Dagblaðinu.
Því miður virðist enn einu sinni ætla
að koma til harðrar baráttu um
formannskjör í Heimdalli. Yngra
fólkið í Heimdalli mun berjast heiðar-
lega, hvað svo sem metorðastritarar
ætla sér.”