Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNt 1981.
V Varahlutir,hrcinslnSg bónvörur j
Smavörur
sœkjum við í bensínstöðvar ESSO
jiðhf
Suóurlandsbraut 18
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Sími 15105
V
Gangstéttarhrollvekja:
Glapræði að
leyfa hjól-
reiðar á
gangstéttum
Hornkerling skrifar:
Enn kemur blessað sumarið.
Veturinn, með byljum sínum og
stórviðrum, lemjandi byggð og borg í
tröllaham, er orðinn að hrollkaldri
minningu.
Þegar hríðarnar þyrla snækófi í
glórulausu myrkrinu svo að ófært er
út nema þeim sem ungir eru og
hraustir, hugsar þá ekki margur ald-
urhniginn: Skyldi ég ekki fá framar
að lita sumarið, ætlar veturinn aldrei
að enda? Kemst ég á morgun út í
búðina á horninu án þess að bein-
brjóta mig í hálkunni?
Með stöðugri gætni og árvekni
tekst þeim öidruðu kannski að sleppa
við beinbrot í ófærðinni. En sá
munur að ganga út í blessað sumarið,
þegar hálkan er horfin af gangstétt-
unum. Þá þarf ekki að óttast slys.
Gamalt fólk sem slasast er oft lengi
að ná sér. Já, það er munur að eiga
þessar öruggu gangstéttir í blessaðri
borginni okkar.
Þegar þær eru auðar er hægt að
fara út, meira en rétt til þess að
kaupa í matinn. Það er heilsubót og
lífshressing að komast út undir bert
loft.
Já, það er gott að til skuli vera
gangstéttir. Það þykir þeim líka,
landsfeðrum og lögreglufulltrúum
sem eru að hamast við að hafa vit
fyrir okkur þessa dagana. Landsfeð-
urnir vilja öryggi umfram allt. Þess
vegna ætla þeir að leyfa hjólreiðar á
gangstéttum.
En við þurfum sjálfsagt ekkert að
óttast, því eins og allir vita þá eru
börn og unglingar á íslandi svo prúð
og vel upp alin, af foreldrum sínum,
skólum og fjölmiðlum, að þeim
myndi aldrei koma til hugar annað en
víkja vel fyrir gangandi fólki. Sízt af
öllu myndi þeim detta í hug að hjóla
hratt og þykjast eiga allan rétt, eða
hjóla hlið við hlið og láta hjólin
prjóna eins og hesta. Að maður nú
ekki tali um að þessum blessuðum
englum myndi detta i hug að fara að
brúka munn, og segja: farðu frá kerl-
ing og haltu kjafti. Eða hvað?
Afmællsflu
fyrir adeins1850krónur!
Föstudaginn 26. júní fara Flugleiðir í fyrsta sinn til Amster-
dam frá því Loftleiðir flugu þangað fyrirtæpum 14 árum.
Fyrsta ferðin verður því eins konar afmælisferð á sérstöku
afmælisverði -1.850 krónur. Verðið innifelur flugferð þann
26. júní til Amsterdam, en flugferðin til baka frá Amsterdam
eða Luxembourg má vera hvenær sem er.
Betra afmælisboð er varla hægt að hugsa sér.
Afmælisboðið gildir aðeins fyrir fyrsta flugið, en í sumar
verða ferðir á hverjum föstudegi fyrir þá, sem komast ekki
með afmælisferðinni.
Því miður verður ekki hægt að endurtaka afmælisflugið,
þess vegna er ráðlegt að láta skrá sig nú þegar hjá sölu-
skrifstofum okkar, umboðsmönnum eða á næstu ferða-
skrifstofu.
FLUGLEIÐIR