Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1981.
•BIAÐIB
fifálst, óháð dagblai
Útgefandi: Dagblaðifl hf.
Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aflstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
íþróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: AÖalstoinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaflamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðssor. Sigurflur Þorri Sigurflsson
og Sveinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. Halldórs
son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir.
Ritstjórn: Siðumúla 12.’ Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11.
Aöalsimi blaösins er 27022 (10 línur).
Kepptí offramleiðslu
Við eyðum þegar allt of mikilli orku í
að framleiða smjör og aðrar landbún-
aðarafurðir, sem offramleiddar eru
austan hafs og vestan, þótt við förum
ekki líka í iðnaði að keppa við offram-
leiddar vörur nágrannaþjóðanna.
Þeim þjóðum vegnar bezt, er sérhæfa
sig sem mest í nýjum atvinnugreinum, þar sem ríkir
vanframleiðsla. Fyrir vörur slíkra greina fæst yfirleitt
hátt verð, því að seljendur eru áhrifameiri á markaði
en kaupendur.
í gömlum og hefðbundnum greinum, þar sem er of-
framleiðsla, eru kaupendur hins vegar áhrifameiri en
seljendur. Þar reyna menn að vernda heimamarkaðinn
og stunda undirboð á alþjóðamarkaði, samanber ís-
lenzkan landbúnað.
Skynsamleg framtíðarstefna er að ýta undir nýjar
greinar á kostnað hinna hefðbundnu, notfæra sér sem
kaupendur undirboð annarra og vera seljendur í vöru-
tegundum, sem skortur er á. Þessi stefna hefur marga
kosti.
í fyrsta lagi víkja styrktar, niðurgreiddar og upp-
bættar greinar fyrir öðrum, sem geta staðið á eigin
fótum og fært björg í bú. í öðru lagi minnkar verð-
bólgan, því að neytendur fá að njóta undirboða á al-
þjóðamarkaði.
Þessar hugleiðingar skipta miklu í mati á tillögum
iðnaðarráðuneytisins um þátttöku hins opinbera í
rekstri saltverksmiðju, stálverksmiðju og steinullar-
verksmiðju. Eðlilega er spurt, hvort við séum þar að
bera í bakkafullan lækinn.
Bent hefur verið á, að framleiðslukostnaður fisksalts
verði margfalt hærri hér á landi en í suðlægum sólar-
löndum, svo að eingöngu sé verið að tefla upp á mis-
mun í flutningskostnaði, sem dugi varla austur fyrir
fjall.
Þá er einnig teflt upp á aukaafurðir, sem sumar
hverjar eru svo offramleiddar í öðrum löndum, að
þeim er beinlínis fleygt. Og loks er ekkert vitað um,
hvort saltfiskmarkaðurinn vill fisk, sem saltaður er
með nýrri tegund salts.
Ástæða er til að óttast, að fljótlega byrji hinn
íslenzki, hálfopinberi saltframleiðandi að væla um inn-
lendan iðnað, þjóðernisstefnu og nauðsyn niður-
greiðslna á flutningi salts um landið, eins og við þekkj-
um úr öðrum greinum.
Bent hefur verið á, að vandamál steinullarverk-
smiðju yrðu sumpart hliðstæð. Erlendir steinullar-
framleiðendur eiga erfitt með að losna við framleiðsl-
una og sumar verksmiðjur eru reknar með hálfum af-
köstum.
Þar sem flutningskostnaður er hár á steinull sem
salti, mundi hin innlenda framleiðsla njóta fjarlægðar-
verndar, sem nýttist að vissu marki á innlendum mark-
aði, gæti sem sagt keppt við niðurgreiddan og undir-
boðinn innflutning.
Fjarlægðarverndin snerist hins vegar við, ef menn
teldu þurfa að selja eitthvað af saltinu og steinullinni
úr landi. Þá væru þessar greinar komnar á leiðarenda
landbúnaðareymdar, verulegur baggi á þjóðinni.
í þessu efni á leiðarljós okkar að vera hinn frjálsi
markaður, einnig þegar hann kemur fram í erlendum
undirboðum ríkisstyrktra fyrirtækja. Þessi undirboð
sýna nefnilega, í hvaða greinum offramleiðsla er á
ferðum.
Ástæða er til að óttast, að innlend framleiðsla salts
og steinullar muni leiða til innflutningshafta og toll-
verndar og um leið til hækkaðs vöruverðs og aukinnar
verðbólgu. í umræðum um málin hefur þessum ótta
ekki veriðeytt.
„EG ER NU
BARAIÆKNIR”
Svar við bréfi Huga Hraunfjörð í
DB 26/5 sl.
Félagi Hugi Hraunfjörð!
Mikið hefurðu til þíns máls. And-
inn er sannur, en það vámar réttar
upplýsingari lesendabréf þitt(>»l.át-
um öfund sigla sinn sjó” 26/5). Okk-
ur vantar báða réttar upplýsingar.
Hér færðu mínar. Vóna að þú finnir
tíma til svara.
Ég hélt ég fengi 7.500 krónur á
mánuði í fastalaun á Slysadeild
Borgarspítalans, en það reyndist ekki
rétt. Þegar ég athugaði málið í fjár-
málamöppu okkar hjóna kom í íjós
að launin eru 7.423 krónur (brúttó).
Það eru sem sagt mánaðarlaunin á
Borgarspítalanum fyrir aðstoðar-
lækni, sem í mínu tilfelli er 34 ára
gamall, lauk læknanámi í júní 1979.
Er sum sé með u.þ.b. tveggja ára
starfsreynslu, en enn á fyrsta þrepi
launaskalans.
Þannig er ástatt hjá megninu af að-
stoðarlæknum á sjúkrahúsum
borgarinnar. Þetta eru kjörin, alveg
sama hvað allir þrestir syngja.
Nú skaltu ekki örvænta um mig og
mín þrjú börn, að eiginkonunni
ógleymdri. Það er ekki enn farið að
draga af mér í skatt og Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna (LÍN) hefur
undanfarin ár þagað þunnu hljóði
gagnvart mér. Vænti ég þess þó, að
fljótt verði breyting á þessu. Því fyrr
því betra, eins og þú skilur (vísitölu-
bindingin).
Þó að laun mín séu of lág, að
okkar mati, til að framfleyta fimm
manna fjölskyldu í leiguhúsnæði og
til að halda bíl gangandi, þá hafa
tekjumar verið, eða öllu heldur átt að
vera, miklu hærri.
Ógæfusamlega hef ég verið til-
neyddur til að vinna þvílíka yfirvinnu
á Slysadeildinni, meira en 160 stundir
á mánuði, ofaná fasta vinnuviku, 40
klst. eða þar um bil. Þannig tvö- eða
þrefaldast tekjurnar.
Nei, það eru náttúrlega ýkjur. Ég
er bara ekki klár á þessu. Hef ekki
tekið mér tima til að ganga frá vinnu-
skýrslurn, hvorki fyrir apríl né maí-
Org kartöf lu-
framleiðenda
Það verður seint sagt með réttu að
Jón I. Bjarnason ritstjóri og blaða-
fulltrúi Kaupmannasamtakanna geti
ekki komiö fyrir sig orði. Það er
aftur á móti verra þegar hann mis-
beitir þessum hæfileika, eins og hann
gerði mánudaginn 18. maí sl., þegar
hann sá ástæðu til að senda mér tón-
inn, eftir að ég skrifaði grein snemma
í apríl.
Þar gagnrýndi ég yfirmatsmann
garðávaxta fyrir árás á Þykkbæinga
Vítammkenningar lyfjavaldsins:
RÉTTAR EÐA
HÆTTULEGA
RANGAR?
Síðan innflutningur vítamína, til
frjálsrar sölu, hófst, hefur lyfjavald-
ið gert róttækar tilraunir til að gera
þau að einkavöru apóteka. — Lög
brotin — stjórnarskráin brotin —
mannréttindi brotin, — til að firra al-
menning „hættum” vitaminanna. —
En þegar danskir apótekarar, á
sínum tima, kröfðust einkaréttar á
sölu vítamína, var það m.a. borið
undir kunnan lækni, próf. Ege.
Hann sagði, að ef vitamin yrðu gerð
að sérvöru apótekara færi fólk að llta
á þau sem lyf, hætti að nota þau,
nema sem lyf, og afleiðingin yrði sú,
að það slaknaði á heilsufari þjóðar-
innar.
Próf. Ege vissi það, sem ísl. Iyfja-
valdið veit ekki, að vítamín eru
meðal heilsunauðsynlegra næringar-
þátta, sem almenningur hefur þörf
fyrir til uppbótar fæðu. Er dagleg
fæða Dana þó til muna vitaminauð-
ugri en okkar. — En hér hafa verið
gerðar hryggilega grófar tilraunir til
að banna frjáisa sölu vítamína. Og
allar vitna þær um, hverjum hjarta
lyfjavaldsins slær. Hagsmunir apó-
tekarans eru ofar hagsmunum al-
mennings — í þessu máli.
Vítamín, sem frjáls eru öðrum
þjóðum, eru bönnuð íslendingum.
En okkur er frjáls fjöldi heiisuskað-
legra efna, sem brjóta niður heilsu
okkar, og jafnvel heimili okkar. En
gegn þelm fer lyfjavaldið engum
hamförum.
Þeir, sem verða hinum heilsuskað-