Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1981. S Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir i Leikmenn KR fögnuðu jafn- teflinu mjög —þegar þeir hlutu heppnisstig í Eyjum í 1-1 Jafntef li á laugardag Frá Gísla Valtýssyni, Vestmannaeyj- um: KR-ingar máttu þakka fyrir jafntefli 1 leik sinum við ÍBV f 1. deild i Vest- mannaeyjum á laugardag, jafntefli 1— 1. Reyndar virtist takmark KR-inga að leika upp á markalaust jafntefli. Þeir sköpuðu sér mjög fá marktækifæri, héngu á knettinum og töfðu leikinn. Dómarinn Arnþór Óskarsson, varð nokkrum sinnum að hasta á þá, þegar honum þóttu tafirnar ganga Ar bófi fram. KR-ingar voru mjög ánægðir i leikslok með uppskeruna en sama var ekki sagt um Eyjastrákana. Þeir voru sársvekktir að leikslokum. Þeir voru betri aðilinn f leiknum. Fengu nokkur dauðafæri en misnotuðu þau. KR-ingar byrjuðu með krafti og fengu gott færi á fyrstu mínútunni, þegar Sæbjöm Guðmundsson átti þrumuskot að Eyjamarkinu en aðeins framhjá. Skömmu síðar kom góð fyrir- gjöf frá Ómari Jóhannssyni fyrir KR- markið á kollinn á Sigurlási Þorleifs- syni en knötturinn sleikti þverslána. Litli bróðir Sigurlásar, Kári, fékk gott færi á 25. mín. eftir að Valþór Sig- þórsson hafði vaðið með knöttinn upp allan völl og gefið á Kára alfrían. En það var sama sagan. Knötturinn fór að- eins framhjá markinu. Á 37. mín. skapaðist hætta við ÍBV-markið, þegar myndaðist þvaga þar og allir spörkuðu sitt á hvað en gamla kempan, Páll Pálmason, markvörður ÍBV, greip inn í og bjargaði málunum. Þannig rann fyrri hálfleikurinn út markalaus. Tvö mörk ílokin Um miðjan síðari hálfieikinn fengu Eyjamenn sitt bezta marktækifæri. Markvörður KR-inga, Stefán Jóhanns- son, var kominn langt fram í teiginn og hugðist gripa þar inn í sendingu. Knött- urinn barst hins vegar til Valþórs, sém var á auðum sjó og enginn i marki KR. Valþór spyrnti firnaföstu skoti framhjá opnu markinu. Þegar 12 mín. voru til leiksloka kom loks mark. Góð fyrirgjöf frá Jóhanni Georgssyni kom fyrir KR-markið, þar sem Kári Þorleifsson var fyrir og skall- aði með glæsibrag í markið án þess að Stefán í markinu ætti nokkra mögu- leika að verja. Fjórum mín. síðar var Valþór Sigþórsson að dúlla með knött- inn við eiginn vítateig og hugðist gefa lausan'bolta til Páls markvarðar. Óskar KR-ingur Ingimundarson komst inn í sendinguna og gaf á Sigurð Björnsson, sem skoraði auðveldlega í opið markið. Rétt fyrir leikslok skall hurð nærri hæl- um hjá KR-ingum, þegar Sigurlás skall- aði knöttinn naumlega framhjá. Erfitt er að gera upp á milli einstakra leikmanna liðanna. Meðalmennskan var allsráðandi. Helzt mætti hæla Ómari Jóhannssyni, ÍBV. Hann er sér- fræðingur liðsins í öllum aukaspyrnum og hornspyrnum og er mjög skotfastur. í liði KR vakti eftirtekt góð gæzla Jó- steins Einarssonar á Sigurlási, sem mátti sín lítils. Góður dómari Arnþór Óskarsson. -GV. Stönginni sleppt — Sigurður T. Sigurðsson langt yfir ránni, þegar hann sveillaði sér yfir fimm mctrana i stangarstökkinu á föstudagskvöld. Múrinn mikli, fimm metra múrinn, rofinn og miklar hxðir framundan. DB-mynd Kinar Ölason. Merkur áfangi hjá Sigurði — flaug yfir f imm metra — Góður árangur á EÓP-mótinu í f rjálsum íþróttum á Laugardalsvelli Sigurður T. Sigurðsson, KR, náði merkum áfanga i stangarstökkinu á EÓP-mótinu á Laugardalsvelli á föstu- dagskvöld, þegar hann fór vel yfir fimm metra. Nýtt tslandsmet og Sig- urður er fyrsti íslendingurinn, sem sigr- ar þessa miklu hæð. Hann bætti Is- landsmet sitt, sett fyrr f vikunni, um sex sentimetra og hann hefur nú bætt hið fræga íslandsmet Valbjarnar Þorláks- sonar frá 1961 um hálfan metra. Sig- urður reyndi næst við 5,10 m en tókst ekld að stökkva þá hæð að þessu sinni. Þá setti Guðrún Ingólfsdóttir, KR, nýtt íslandsmet í kúluvarpi, þegar hún varpaði 13,49 metra. Hún átti sjálf eldra metið 13,41 m, sett i fyrra. All- góður árangur náðist i mótinu. Hreinn Halldórsson, KR, varpaði kúlunni 19,69 m og átti góða kastseríu. Hallgrímur Jónsson, Ármanni, sem varð sigurvegari á EÓP-mótinu fyrir 30 árum í kúluvarpi með 14,29 m, var meðal þátttakenda nú og varpaði 12,94 m$tra. Það er aðeins 1,35 m styttra en sigurkast hans 1951. Snjallt afrek rúm- lega fimmtugs manns. Úrslit á mótinu urðu annars þessi: Stangarstökk: 1. Sigurður T. Sigurðsson KR 5.10 íslm. 2. Kristján Gissurarson KR 4.20 3. Óskar Thorarensen KR 3.55 4. Gísli Sigurðsson UMSS 3.55 Kringlukast karla: 1. Óskar Jakobsson ÍR 56.34 2. Vésteinn Hafsteinsson HSK 55.20 3. Hreinn Halldórsson KR 48.50 4. Guðni Halldórsson KR 48.18 5. Smári Lárusson HSK 43.30 6. Helgi Þ. Helgason USAH 40.72 7. ÁsgrímurKristóferssonHSK 39.28 Spjótkast karla: 1. Sigurður Einarsson Á 67.04 2. Guðmundur Karlsson FH 59.60 3. Óskar Thorarensen KR 58.58 4. Unnar Garðarsson HSK 55.80 Kúluvarp karla: 1. Hreinn Halldórsson KR 19.68 2. Guðni Halldórsson KR 17.60 3. Helgi Þ. Helgason USAH 14.62 4. Hallgrímur JónssonÁ 12.94 5. Óskar Thorarensen KR 12.73 Langstökk karla: 1. Kristján Harðarson UBK 7.01 2. Sigurður Hjörléifsson Á 6.58 3. Stefán Þ. Stefánsson lR 6.41 4. Kári Jónsson HSK 6.14 5. Einar Haraldsson HSK 6.03 800 m hlaup karla: 1. Gunnar Páll Jóakimss. ÍR 1:56.2 2. Magnús Haraldsson FH 1:59.6 3. Sigurður Haraldsson FH 2:03.5 4. ErlingAðalsteinssonKR 2:05.9 5. Gunnar Birgisson ÍR 2:06.0 6. Viggó Þ. Jónsson FH 2:09.9 110 m grindahlaup: 1. Aðalsteinn Bernharðss. UMSE 15.9 2. Gísli Sigurðsson UMSS 16.1 3. Stefán Þ. Stefánsson ÍR 16.4 100 m hlaup karla: 1. GuðniTómasson Á 11.4 2. Aðalst. Bernharðsson UMSE 11.6 3. Einar Gunnarsson UBK 11.9 Kúluvarp kvenna: 1. Guðrún Ingólfsdóttir KR 13.49 íslm. 2. Soffia Gestsdóttir HSK 11.50 3. Sigurlína Hreiðarsdóttir UMSEl 1.10 4. íris Grönfeldt UMSB 10.49 5. DýrfinnaTorfadóttir lR 10.19 6. Margrét Óskarsdóttir í R 8.71 Langstökk kvenna: 1. Bryndís Hólm ÍR 5.72 2. Svafa Grönfeldt UMSB 5.50 3. Valdís Hallgrímsd. KA 5.33 4. Jóna B. Grétarsd. Á 5.32 5. RagnaErlingsd. HSÞ 5.11 6. HólmfríðurErlingsd. UMSE 4.94 800 m hlaup kvenna: 1. Hrönn Guðmundsd. UBK 2:17.8 2. Guðrún Karlsd. FH 2:22.1 3. Aðalbjörg Hafsteinsd. HSK 2:25.2 4. Laufey Kristjánsd. HSÞ 2:26.4 5. Kristin Leifsd. lR 2:33.6 6. Elína Blöndal UMSB 2:36.4 100 m grindahlaup kvenna: 1. Helga Halldórsd. KR 15.5 2. Valdís Hallgrímsd. KA 16.3 3. Kristín J. Símonard. UMSE 18.5 4. LindaB. Loftsd.FH 19.1 200 m hlaup kvenna: 1. Sigríður Kjartansd. KA 25.8 2. Geirlaug B. Geirlaugsd. Á 26.1 3. Oddný Árnadóttir ÍR 26.3 4. Helga Halldórsd. KR 26.3 5. Valdís Hallgrlmsd. KA 26.5 6. Thelma Björnsd. Á 27.2 Tvö sjálfsmörk urðu Þrótturum að falli Þróttarar frá Neskaupstað máttu bita i það súra epli að tapa 2—4 á heimavelli fyrir ísfirðingum, sem enn voru hálfvankaðlr eftlr flugferð þegar leikurinn hófst. Reyndar tafðist leikur- Inn f smátima vegna þess hve seint ísfirðingarnir komu. Þeir fengu þó óskabyrjun er einn Þróttarinn sendi knöttinn í eigið net. Skömmu siðar bætti Haraldur Leifsson öðru marki ísfírðinganna við eftir langt innkast en Þórhalli Jónassyni tókst að minnka muninn úr vítaspyrnu fyrir hlé. Þriðja mark ísfirðinganna var eigin- lega hálfgert sjálfsmark. Halldór Ólafsson átti þá skot, sem hafnaði i höfði eins varnarmanna Þróttar og þaðan í netið. Þegar um 20 mín. voru eftir tókst Bjarna Jóhannessyni að minnka muninn, á nýjan leik en ekki leið á löngu þar til örnólfur Oddsson innsiglaði sigur ísfirðinganna. Þróttarar áttu sízt minna 1 leiknum en færi ísfírðinganna voru öllu opnari. Þeir hafa nú hlotiö 5 stig úr fyrstu þremur leikjunum og eins og þjálfari þeirra, Magnús Jónatansson, sagði: „Það hefur verið góð stígandi i þessum leikjum okkar.” -SSv. Feyenoord komst ÍUEFA Feyenoord, PSV og Utrecht tryggðu sér ÖU sæti i UEFA-keppninni næsta ár um helglna. Það var þó AZ ’67 sem stal athyglinnl er liðlð skoraðl sitt 100. mark f deUdakeppninni. PSV Eindhoven — Excelsior 4—1 NAC Breda — Groningen 4—2 Wageningen — Den Haag 1—2 Roda — AZ ’67 Alkmaar 2—2 Deventer — PEC Zwolle 3—3 Utrecht — NECNijmegen 0—1 Willem II — Ajax 1—3 Feyenoord — Maastricht 4—2 Twente — Sparta 0—3

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.