Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 8
—Pólska sjónvarpið sýndi næstum sex klukkustunda langa órofna dagskrá vegna útf ararinnar Stefan Wyszynski, kardfnáli og yfirmaður rómversk-kaþólsku kirkj- unnar í Póllandi, var borinn til grafar i Varsjáígær. Talið er að um 250 þúsund manns hafi mætt við útför kardínálans og sjónvarpið flutti næstum sex klukku- stunda langa dagskrá vegna útfarar- innar. Þessi ítarlega umfjöllun sjón- varpsins, sem var til dæmis mun ítar- legri en sú sem flutt var þegar Jóhannes Páll páfi annar kom í heim- sókn til Póllands fyrir tveimur ár'um, er til marks um þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í Póllandi síðast- liðna tíumánuði. Wyszynski kardináli, sem lézt síöastliðinn fimmtudag af völdum krabbameins í maga, hefur leitt ''t 4» kaþólsku kirkjuna i Póllandi næstum jafn lengi og landið hefur verið undir stjórn kommúnista. Hann sat um árabil í fangeisi vegna baráttu sinnar fyrir þvi sem hann taldi rétta stöðu kirkjunnar í þjóðfélaginu. Mikil breyting varð á stöðu kirkj- unnar í Póllandi i kjölfar verkfall- anna síðastliöið sumar og sú breyting náöi hámarki í gær þegar leiðtogar kaþólskra og kommúnista samein- uðust við útför þessa mikUhæfa leið- toga kirkjunnar. Við útförina var lesin upp nokkurs konar erföaskrá kardínálans þar sem hann kvaðst fyrirgefa þeim sem hefðu haldið honum sem „pólitísk- um fanga”. Jafnframt sagðist hann hafa barizt allt sitt lff gegn opinberu guðleysi kommúnismans. Kirkjuleiötogar, bæði frá Austur- og Vestur-Evrópu, fóru að dæmi pólskra presta og leikmanna, þeirra á meðal Lech Walesa leiðtoga Einingar, og kysstu líkkistu kardínál- ans áður en henni var komið fyrir f Jóhannes Páll páU: Það er vilji Guðs að ég sé ekki viðstaddur útförina. Stefan Wyszynski og Jóhannes Páll páfi. gröfinni. Pólskir ráðamenn, þeirra á meðal Jablonski forseti og Barcikow- ski úr framkvæmdanefnd Kommún- istaflokksins, lutu höfði. Sálumessan var sungin á sigurtorg- inu í Varsjá þar sem Jóhannes Páll páfi söng messu fyrir tveimur árum. Páfinn sagði í orðsendingu að hann hefði verið viðstaddur útförina ef ekki hefði komið til bágborið heilsu- far hans vegna banatilræöisins sem honum var sýnt í síðasta mánuði. Hann sagði fjarveru sína vilja Guðs og margir Pólverjar töldu það við hæfi að heimsókn páfans skyggði ekki á útförina eins og hún hlyti að hafa gert. „Þetta var dagur kardínál- ans,” sagði einn pólsku prestanna. Páfinn hefur sjálfur lýst því yfir að hann eigi kosninguna i páfáembættið að þakka starfi Stefans Wyszynski kardinála. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ1981. Wyszynski kardínáli borínn til graf ar í gær: 250þúsund manns voru við útfórina Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Til sölu glæsilegur 30 feta bátur t til sportveiða eða skemmtisiglinga. — Ný 130 ha.Volvo Penta TM 040 disil. Svcfnpláss fyrir 6. Eldhús með vaski; wc; Sóló kabyssa. Daviður fyrir léttabát. 12 manna björgunarbátur. 600 lítra oliutankar, 100 litra vatns tankur, dýptarmælir og talstöð. Sam þykktur og skoðaður af S.R. Uppl. í sima 28625 og 42646. HÓTEL NORÐURLJÓS Við opnum aftur 4. júní. Bjóðum gistingu í eins og tveggja manna her- bergjum. Einnig svefnpokapláss. Barnaafsláttur. Veitingar allan daginn. Fyrsta flokks heimilismatur og grillréttir. Verið velkomin. HÓTEL Ug NORÐURLJÓS gK RAUFARHÖFN vanta5iís FRAMRUÐU? rrr Ath. hvort viðgetum aðstoðað. ísetningar á staðnum. DÍI Dl'inAM SKÚLAGÖTU 26 . DI Lll UUMI¥ SÍMAR 25755 0G 25780 Israelsmenn undirbúa nústyrjöld — segir Yasser Arafat Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínumanna, PLO, sagðist i gær þeirrar skoðunar að ísraelsmenn væru að undirbúa nýja styrjöld við PLO með vitneskju Bandarikjastjórn- ar. { viðtali við útvarpsstöðina France Inter í Beirút i gær sagði Arafat: „Ég á von á þvf að ísraelsmenn heyi árásar- styrjöld. . . . Við búumst við mikilli styrjöld. Að þessu er nú unnið og ég tel ekki að Bandarikjamenn geri neitt til að stilla til friðar. Þeir taka þátt i þessu.” Á miðvikudag mun Sadat Egypta- landsforseti hitta Begin forsætisráð- herra ísraels að máli og er talið að við- ræður þeirra muni meðal annars snúast um framtíð Jerúsalem. REUTER Smelltu panel á húslð Smellupanell er nýstárleg utanhússklæðning sem býður upp á ótrúlega fjölbreytni i útliti. * Auðveld og fljótleg uppsetning. — Hönnuð sérstaklega tyrir þá. sem vilja klæða sjállir. * Engir naglahausar til lýta. — Smellupanelnum er smellt é sérstakar uppistóður. * Loltraesting milli klæðningar og veggjar — Þurrkar gamla vegginn og stöðvar þvi alkaliskemmdir * Léréttur eða löðréltur panell i 5 litum — Báðar gerðir mé nota saman. Skapar ótal útlitsmoguleika. * Efnið er saenskt gæðastél. galvaniserað með lakkhúð á inn- hlið. Niðsterk plasthúð é úthlið. * Allt i einum pakka: klaeðnmg. horn. hurða- or> dyrakarmar — Glöggar og einfaldar leiðbeinmgar é islensku. Hringið eða akrlflO atrax eftlr nénari upplýsingum. flKRfiP /f Box 9140, Keykjavik f Yasser Arafat ásamt Assad Sýrlandsforseta, sem að undanförnu hefur átt i hörðum deilum við Israelsmenn vegna árekstra þjóðanna I Líbanon. Hefur Habib, sendimaður Bandarikjastjórnar, árangurslaust reynt að miðla málum f eldflaugadeilu Sýrlands og tsraels. Þúsund eituriyfja- smyglarar lausir —mikill fjöldi fanga látinn laus í íran MikUl fjöldi fanga verður látinn laus í fran á föstudag til að minnast upp- reisnar sem gerð var á þessum tíma árs 1963. Það var í þessari uppreisn sem Utanríkisráð- herrannliföiaf flilgslys Mohamed Benyahia, utan- ríkisráðherra Alsirs, slasaðist illa er flugvél hans hrapaði nærri Bamako í Mali í gær. Þrír menn úr áhöfn vélarinnar létust i flug- slysinu. Ekki var vitað um orsök slyssins að öðru leyti en því að veður hafði verið vont. Ayatollah Ruhollah Khomeini, núver- andi trúarleiðtogi Írana, vakti fyrst athygli. Eitt þúsund eiturlyfjasmyglarar hafa þegar veriö látnir lausir og 277 föngum í fangelsum viðs vegar um landið hafa verið gefnar upp sakir. Opinber embættismaður fangelsis- mála í Teheran sagði í gær að næstum 25 þúsund manns sætu i fangelsum í íran og um helmingur þeirra hefði hlotið dóm vegna afbrota á sviði eitur- lyfjamála. Annar embættismaöur sagðist áiíta að um ein milljón eiturlyfjaneytenda væri í Iran. Khomeini var handtekinn i uppreisn- inni gegn keisarastjórninni 5. júní 1963 i hinni heilögu borg Qom. Hundruö manna létust i uppreisninni sem her- menn keisarans bældu niður af mikilli hörku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.