Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ1981.
Aðalfundur Skáksambands íslands á laugardaginn:
Ingimar hlaut yf irgnæf-
andi meirihluta atkvæða
— sigraði mótframbjöðandann, Harald Blöndal, með 55 atkvæðum gegn 21
— Fyrirhuguð landskeppni ískák milli íslenzkra og hollenzkra þingmanna
Dr. Ingimar Jónsson var endur-
kjörinn forseti Skáksambands ís-
lands á aðalfundi sambandsins sem
haldinn var 1 Norræna húsinu á laug-
ardag. Voru stuðningsmenn dr. Ingi-
mars í umtalsverðum meirihluta á
fundinum og varö fljótlega ljóst að
kosning hans og stuðningsmanna
hans yrði ekki i hættu.
Andstæðingar Ingimars í skák-
hreyfingunni, sem urðu fyrir því
áfalli nokkrum dögum fyrir fundinn
að frambjóðandi þeirra, Pétur Ei-
ríksson, dró sig til baka, tefldu á síð-
ustu stundu fram Haraldi Blöndal,
fyrrverandi formanni Taflfélagsins
Mjölnis, gegn Ingimar. Hlaut Har-
aldur 21 atkvæði, Ingimar 55 at-
kvæði og 4 seðlar voru auðir.
Haraldur sagði, um leið og hann
óskaði Ingimar til hamingju með
kosninguna, að framboð sitt hefði
einungis verið í þeim tilgangi að þeir
sem væru óánægðir með Ingimar
gætu kosið einhvern annan.
Ingimar þakkaði kosninguna
„hrærðum huga”. Hann gerði síðan
tillögu um að fyrri stjórn yrði endur-
kjörin með þeirri einu breytingu að
Óttar Felix Hauksson yrði kjörinn í
stað Þráins Guðmundssonar sem
sagði sig úr stjórninni í fyrra þegar
deilurnar stóðu sem hæst á milli Þor-
steins Þorsteinssonar, varaforseta
Skáksambandsins, og Einars S. Ein-
arssonar um forsetaembætti Skák-
sambands Norðurlanda. Sagðist Þrá-
inn ekki hafa getað hugsað sér að
starfa I stjórninni meðan svo miklar
deilur væru innan hreyfingarinnar,
deilur sem ekki væri séð fyrir endann
á. Fór svo að listi Ingimars hlaut allur
kosningu.
En þótt ýmsir yrðu til að gagnrýna
stjórn Ingimars Jónssonar á aðal-
fundinum á laugardag þá er ekki
hægt að segja annað en hann hafi
farið friðsamlegar fram en búizt
hafði verið við. Þaö var einkum
Högni Torfason sem geröist harðorð-
ur I garð stjórnarinnar.
Sakaði Högni stjórnina um að
skreyta sig með „stolnum skraut-
fjöðrum” og átti þar við hin vel
heppnuðu Helgarskákmót, sem Jó-
hann Þórir Jónsson hefur haft veg og
vanda af. Einnig sakaði Högni dr.
Ingimar um að hafa farið freklega út
fyrir starfssvið sitt með því að gera
tilboð I ólympluskákmótið 1986 án
þess að kannað hefði verið hvernig
slíkt mót, sem ekki kostaði undir 1 —
1,5 milljarða gkr., yrði fjármagnað.
,,Hvað á svona auglýsingastarfsemi
að þýða? Hvar á allt þetta fólk að
éta?” spurði Högni.
Ingimar sagðist ekki telja stjórn
S.f. hafa skuldbundið sig til að halda
ólympiumótið 1986 en bætti því við
að miklar lfkur væru á að reglunum
um uppihald yrði breytt fyrir þennan
tíma. Hann sagðist aldrei hafa dregið
úr því að Jóhann Þórir ætti allan
heiðurinn af Helgarskákmótunum.
Jóhann Þórir Jónsson kvaðst hafa
sett fram hugmynd um lausn fjár-
hagshliðar ólympíuskákmótanna.
Þar er gert ráð fyrir að-þátttökuþjóð-
irnar skuldbindi sig til aö skila inn
skriflegum skýringum á öllum þeim
skákum sem gestgjafarnir, mótshald-
ararnir, óskuðu eftir. Úrval þessara
skáka yrði síðan gefið út í bókar-
formi. Slik bók hlyti að seljast í
nokkrum milljónum eintaka og þar
með væri fjárhagsafkoma ólympíu-
mótanna tryggð. Sagði Jóhann Þórir
að þessi hugmynd hefði fengið góðar
undirtektir hjá framkvæmdastjóra
FIDE. Einnig lýsti hann þvi yfir að
hann hefði unnið að því að koma á
landskeppni í skák milli íslenzkra og
hollenzkra þingmanna. Ef ekkert
óvænt kæmi upp á þá yrði af þessari
keppni. Sagðist hann gera sér vonir
um að þessi keppni gæti orðið upp-
hafið að „stjórnmálalegri samvinnu
viðskákborðið”.
Ýmsir fundarmanna urðu til að
hvetja til einingar í skákhreyfing-
unni. í þeirra hópi var Jón Böðvars-
son fundarstjóri. Hann sagði það
gæfu islenzkra skákhreyfingar að
hafa átt mikið af duglegum starfs-
mönnum innan sinna vébanda. Það
fylgdi hins vegar skákinni að vera
„harður af sér og blóðþyrstur”. Því
hefði oft mesta orka þessara manna
farið í það að berjast innbyrðis.
Hvatti hann menn til að sameinast nú
og þá mundi skákhreyfingin vinna
stórvirki og fara létt með að halda
stórmót eins og ólympíuskákmótið.
-GAJ.
Apple-tölva er vinningur vikunnar:
LÍTIL TAKMÖRK FYRIR
ÞVÍ SEM HÆGT ER
AÐ LÁTA HANA GERA
jsasBgE
Apple-tölvan er auóveld I notkun og lítil og létt eins og ritvél.
Vinningur vikunnar í áskrifendaleik
Dagblaðsins er hreint ótrúlegur. Það er
Apple-tölva frá Radíóbúðinni sem
bæði er hægt að nota á heimilum og
skrifstofum. Verðmæti hennar er um
15.000 krónur.
Menn hafa spáð því að innan fárra
ára verði heimilistölvur jafnsjálfsagðar
á hverju heimili og pottar og pönnur.
Apple-tölvan hentar vel á heimilum.
Hún hefur mjög mörg verksvið og má
reyndar segja að lítil takmörk séu
fýrir því sem hægt er að láta hana gera.
Hún getur haldið heimilisbókhald.
Þannig er vel hægt að fylgjast með
öllum útgjöldum, hvort sem er vegna
bilsins eða matarinnkaupa. Sjálfsagt er
einnig að láta hana fylgjast um leið
með ávísanareikningnum.
Hún getur fylgzt með birgðum heim-
ilisins. Hægt er að láta hana gefa merki
þegar til dæmis þarf að kaupa meiri
mjólk eða hveiti.
Apple-tölvan getur stjórnað öllum
rafmagnstækjum heimilisins. Hún
getur kveikt og slökkt ljósin í íbúðinni
og einstökum herbergjum að vild eig-
andans. Hún getur kveikt á sjónvarp-
inu kl. 20 og slökkt á því þegar dag-
skránni er lokið. Þú getur látið hana
taka upp á segulband það sem þú vilt
upp úr útvarpinu.
Fræðilega séð er hægt að láta hana
hringja fyrir þig sfmtal. Hún getur
jafnvel talað fyrir þig þvi hægt er að
kenna henni hvaða tungumál sem er.
Þú yrðir að vísu að ákveða setningarn-
ar fyrir hana. Hún gæti svarað fyrir þig
í síma, tekið við skilaboðum eða öfugt.
Með því að kaupa aukabúnað gæt-
irðu t.d. tengt Apple-tölvuna við há-
skólatölvuna. Við það skapast mögu-
leikar á að verða sér úti um ótrúlegustu
upplýsingar með fáeinum handtökum.
Þú gætir látið Apple-tölvuna minna
þig á hitt og þetta; hvenær þú átt að
fara til tannlæknis, borga víxil, fara I
skólann og fleira. Þú gætir fengið öU
verkefni dagsins skrifuð út um leið og
tölva vekur þig.
Apple-tölvan er jafnauðveld í notk-
un og bifreið og Iítil og létt eins og rit-
vél. Upplýsingabæklingar fylgja með
og með aðstoð þeirra er auðvelt að læra
á hana. Hins vegar þarf að æfa sig á
hana og því æfðari sem viðkomandi er
því gagnlegri verður tölvan honum.
-KMU.
Iscargo:
HOLLANDSFLUGIÐ
HEFST 20. JÚNÍ
Áætlunarflug Iscargo milli íslands
og Hollands í samvinnu við Transavia
hefst hinn 20. júní næstkomandi. Flug-
vélar Transavia í þessu flugi eru Boeing
737. Taka þær 130 í sæti. Flogið verður
tvo daga í viku, þriðjudaga og laugar-
daga.
„Við höfum leitað eftir samvinnu
við Flugleiðir hf. um farþegaflug á
þessari leið og höfum mætt vinsemd af
hálfu forstjórans, Sigurðar Helgason-
ar,” sagði Kristinn Finnbogason, fram-
kvæmdastjóri Iscargo í viðtali við DB.
„Við munum aðstoða alla farþega
við áframhaldandi flug á öllum flug-
leiðum KLM, verði þess óskað auk þess
sem viðræður standa yfir við Luft-
hansa og Air France,” sagði Kristinn.
Hann kvað söluskrifstofu Iscargo
verða opnaða í Austurstræti 3 næst-
komandi fimmtudag, hinn 4. júní.
Vegna nokkurrar óvissu um aðstöðu til
tollafgreiðslu farþega á Reykjavíkur-
flugvelli er enn ekki víst hvort farið
verður um Reykjavíkurflugvöll í þessu
flugi fyrst um sinn.
-BS.
Ömar Valdimarsson
nýrformaöur
Blaðamannafélagsins
Ómar Valdimarsson, fréttastjóri
Dagblaðsins, var kjörinn formaður
Blaðamannafélags íslands á aðalfundi
félagsins á laugardaginn. Tekur hann
við af Kára Jónassyni, varafréttastjóra
útvarpsins, sem ekki gaf kost á sér
aftur eftir þriggja ára formennsku.
Ómar hefur undanfarin þrjú ár verið
ritari stjórnar Blaðamannafélags ís-
lands.
Tveir aðrir voru boðnir fram til for-
mennsku, Jóhanna Kristjónsdóttir,
blaðamaður á Morgunblaðinu, og Elías
Snæland Jónsson, ritstjóri Timans.
Aðrir I aðalstjórn voru kosnir Fríða
Björnsdóttir, Tímanum, Jóhannes
Tómasson, Morgunblaðinu, Sæmund-
ur Guðvinsson, Vísi, Gunnar Elísson,
Þjóðviljanum, Helgi Már Arthúrsson,
Alþýðublaðinu og Einar Örn Stefáns-
son, útvarpinu.
í varastjórn eru Jónas Haraldsson,
Dagblaðinu, Róbert Ágústsson, Tím-
anum og Þorgrímur Gestsson, Helgar-
póstinum.
-KMU.