Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ1981
29
4
*
Dr. Stefán Aðalsteinsson sýnir okkur sérkenni íslenzku ullarinnar, langt togið og
þéttan þelfótinn sem er ákaflega fjaðurmagnaöur.
Mismunur á ullar-
verðmæti getur
verið tæpar 6 þús.
gkr. á kind
Segja má að lögmálið um framboð
ogeftirspurnráði þegar ullinerann-
ars vegar. Það er nefnilega þannig að
fyrir lélegustu ullina fær bóndinn lé-
legasta verðið og hæsta verðið fyrir
beztu ullina. Getur þarna munað tals-
verðum upphæðum. í leiðbeiningum
fyrir ullarframleiðendur, sem dr.
Stefán Aðalsteinsson hefur tekið
saman, er eftirfarandi dæmi (að vísu
er þetta tilbúið og e.t.v. nokkuð ýkt
dæmi):
Ull af ærgildi, kg
Úrvalsull %....................
I.flokkur %....................
III. flokkur %.................
Ullarverðmæti eftir ærgildi, gkr.
Mismunur gkr...................
Bóndi A Bóndi B
3,0 1,5
80 0
20 20
0 80
6806 1116
5690
Fremst á myndinni er skjannahvita gæran og fyrir ofan hana eru treflarnir scm
unnir voru úr mismunandi hvitri ull. Á blaðaljósmynd er erfitt að sjá nokkur mun
á þessu en hann var greinilegur „augliti til auglitis”.
Enga kjallara í fjárhúsin
— látið féð ganga á taðinu
„Fyrir nokkrum árum var mjög í
tizku að hafa kjallara undir fjárhús-
unum. Eru þessir kjallarar um 40%
af byggingarkostnaði fjárhúsanna.
Nú er verið að reyna að losna við
kjallarana og láta féð ganga á tað-
inu,” sagði dr. Björn Sigurbjörnsson
á blaðamannafundinum þegar kynnt
var verkefni Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins um bætta ullarfram-
leiAsln.
„Það er um að gera að halda fjár-
húsunum þurrum. Það er hægt að
gera annaðhvort með því að koma
fyrir viftum sem fara sjálfkrafa í
gang eða með því að fjármaður hugar
að því að opna glugga þegar rakinn er
kominn í ákveðið hámark. Það síðar-
nefnda er að sjálfsögðu mun
kostnaðarminna en jafnframt fyrir-
hafnarmeira.”
Dr. Björn nefndi dæmi um fjár-
húsagerð er hann þekkti frá norður
Kanada þar sem vetrarkuldi getur
farið niður í um það bil 20 stiga frost.
Þar voru fjárhúsin ekki annað en
skýli með þaki og engum veggjum.
Næddi þvi um féö allan veturinn en
ullin hélzt hrein vegna þess að rakinn
var enginn í fjárhúsunum og féð gekk
á taðinu.
- A.Bj.
íslenzka sauðkindin hefur haldiö lífinu í landsmönnum í meira en ellefu hundruð ár. Nú eru viðhortln oröin breytt. Aður fyrr
var mesta kappið lagt á að féð væri sem allra feitast. — Ullin skipti ekki svo miklu máli. Í dag er þessu öðruvísi farið. Nú á
kjötið að vcra „vænt” en alls ekki feitt. Ullin þarl' hins vegarað skila sér mikil og góð. Á erlendum markaði fæst fiórfalt verð
fyrir unna flik miðað við það sem fæst fyrir hana á innanlandsmarkaði. Lætur nærri að það sé nákvæmlega öl'ugt hlutfall við
kjötið á innlendum og erlcndum markaöi. DB-myndir Bjarnleifur.
/
Breiðari
dekk
EXTRA breið Cooper
með hvítum stöfum.
Skoðið dekk sem
setja svip á bílinn.
Smiðjuvegi 32-34
Sími: 44880