Dagblaðið - 01.06.1981, Side 17

Dagblaðið - 01.06.1981, Side 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ1981. 17. íþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir EIRÍKUR „OUT OF BOUNDS” OG MISSTIAF SIGRINUM —Ragnar Ólafsson, GR, sigurvegarí í himi áríegu 72ja holu Johnny Waíker-keppni sem lauk f gærkvöld Auk þess að næla sér i 40,85 stlg tll landsliðs settl Ragnar Ólafsson, GR, nýtt vallarmet á Nesinu f gær er bann bar sigur úr býtum í Johnny Walker- keppninni, sem lauk upp úr kvöld- matarleytinu. Ragnar lék 72 holurnar á 287 höggum, sem er bezti árangur sem náðst hefur á vellinum eftir að honum var breytt. Keppnin um efstu sætin var geysi- hörð. Aðeins einu höggi á eftir Ragnari voru þeir Eiríkur Þ. Jónsson, GR, og Geir Svansson, GR, — báðir á 288. Geir fór illa að ráði sínu í lokapúttinu og missti þar með af bráðabana um 1. sætið. Ekki var það betra hjá Eiríki á lokaholunni. Hann ætlaði að stytta sér leið yfir ,,out-of-bounds” svæðið á hægri hönd en þá tókst ekki betur til en svo að hann náði ekki inn á brautina og varð að taka annað högg. Hann fór 9. brautina þvi á 7 höggum í stað 5 undir eðlilegum kringumstæðum og það hefði nægt honum til sigurs. Það varð þvi að fara fram bráða- banakeppni á milli þeirra Geirs og Eiriks. Þar hafði Geir betur en ekki fyrr en á 4. braut. Hann hlaut þvi 2. sætið en þeir skipta með sér 68,90 stigum til landsliðs og koma þvi 34,45 í hlut hvors um sig. Næstur á eftir þessum kempum varð Björgvin Þorsteinsson, sem mætti loks til keppni hér á SV-horninu. Björgvin, sem búsettur er á Hornafirði, hefur ekki komizt fyrr, en sýndi strax um helgina að hann er til alls líklegur. Óheppni í lokapúttinu kom í veg fyrir að hann spilaði bráðabanann við þá Geir og Eirík um annað sætið. Boltinn „kíkti” aðeins en hætti svo við. Björgvin náði hins vegar beztu 18 holunum í keppninni, 68 högg, og er það jafnframt bezti árangur, sem náðst Standard og Lokeren í úrslit Það verða „íslendlngaliðin „Standard Liege og Lokeren sem leika saman tU úrslita f belgfsku bikarkeppn- innl um næstu helgi. Um helgina sigraði Standard Waterschei 3—2 i sfðari leik llðanna i Liege en hafði áður unnið 5—2. Þvf samanlagt 8—4. Þá sigraði Lokeren Lierse 4—0 eftir að iiðln höfðu skilið jöfn, 1—1, i fyrri leiknum. Lokeren sigrar þvi samanlagt 5—1. hefur á vellinum eftir breytinguna. Sveinn Sigurbergsson átti metið á „gamla” vellinum, 66 högg. Ein- hverjar kyndugustu 18 holurnar átti Einar L. Þórisson vafalitið. Á laugar- daginn fór hann siðari 18 holurnar á 88 höggum. Það er e.t.v. ekki í frásögur færandi ef hann hefði ekki farið fyrri 9 holurnar á 34 höggum. Siðari 9 fór hann hins vegar á 54 höggum! Þar munaði mest um að hann fór 9. hol- una á 13 höggum — fór fjórum sinnum „out-of-bounds”. Hljómar eins og kappinn sé ekki mikið fyrir það að gefa sig. Greinilegt er að hann hefur ætlað að stytta sér leið yfir „out-of-bounds” svæðið hvað sem raulaði eða tautaði. Tíu efstu menn urðu annars þessir: högg Ragnar Ólafsson, GR 287 Geir Svansson, GR 288 Eirikur Þ. Jónsson, GR 288 Björgvin Þorsteinsson 289 Sigurður Hafsteinsson, GR 289 Sigurður Sigurðsson, GS 290 Hannes Eyvindsson, GR 291 Magnús Jónsson, GS 294 Sveinn Sigurbergsson, GK 295 Óskar Sæmundsson, GR 297 Július R. Júlfusson, GK 297 Báða dagana voru veitt aukaverð- laun fyrir að vera næstur holu á 3. og 6. braut. Á laugardag var Jóhann Ó. Guðmundsson næstur holu á 3. braut, 2,64 m, og Sigurður Pétursson á 6., 1,26 m. i gær var Ragnar Olafsson næstur holu á 3. braut, 89 cm, og Sigurjón 4. Gislason á 6. braut. - SSv. kim við gert án bílsins í landi sem okkar ? inilega sú þjóð í >ifreiðum til fólks-og hvað landið okkarer g einn geturséð fyrir iaðist ef bílsins nyti samgöngutæki hefur : skilyrðum til búsetu lagi. tndingur, eða u.þ.b. tvinnu sem beint eða Beinar tekjur ríkisins af bifreiðum og akstri landsmanna í formi skatta og tolla hafa verið um 1/5 af heildartekjum þess á undanförnum árum. Hlutur bensínbifreiða í heildarnotkun olíuvara á íslandi er óverul'egur eða u.þ.b. 16% af eldsneytisnotkun landsmanna. Bílar og varahlutir hátollaðir Oft lítur svo út sem meðferð hins opinbera á málefnum bifreiðaeigenda sé bæði gerræðis- leg og handahófskennd og að enginn opinber aðili hafi fulla yfirsýn yfirafleiðingaraf ýmsum aðgerðum, álögum og kvöðum sem bifreiða- eigendur verða að þola. Á íslandi eru há opinber gjöld og álögur á bifreiðum sem fara beint í ríkiskassann. Bíl- greinasambandið telur það vera i hrópandi ósamræmi við það mikilvæga hlutverk sem bifreiðin gegnir við að halda landinu í byggð. Þess vegna er kominn tími til að meta fram- tíðarhorfur bilsins og spyrja: HVAÐ GERUM VIÐ ÁN BÍLSINS í LANDISEM OKKAR? BILGREINASAMBANDIÐ C 3 2. deildin: Suðumesjalið- inátoppnum Staðan i 2. deild eftir leiki helgarinn- ar ernú þessl: Þróttur, N — ísafjörður 2—4 Selfoss -- Reynir 0—3 Skallagrimur — Haukar 1—0 Keflavik — Völsungur 3—1 Keflavik 3 3 0 0 11—2 6 Reynir 3 2 1 0 4—0 5 ísafjörður 3 2 1 0 6—3 5 Skallagrimur 3 2 1 0 2—0 5 Völsungur 3 11 1 6—4 3 Þróttur, N 3 1 0 2 4—5 2 Þróttur, R 2 0 1 1 1—2 1 Haukar 3 0 1 2 2—8 1 Fylkir 2 0 0 2 0—3 0 Selfoss 3 0 0 3 0—9 0 Völsun skutu skelkíbringu — en máttusamtþola 1-3 tap áður en yfir lauk 2. delld, Njarövíkurvöllur. ÍBK — Völsungur, 3—1 (0—1). Markið sem 16 ára nýliðinn, Sigur- geir Stefánsson, skoraði fyrir Völsung- ana á 35. min. fyrri hálfleiks, á gras- vellinum i Njarðvfk skaut mótherjun- um, Keflvikingum, svo sannarlega skelk i bringu. Sigurgeir smaug i gegn- um vömina og skaut af stuttu færi. Þorsteinn Bjarnason landsliðsmark- vörðurætlaði aðfesta hendur á knettin- um — en mistókst. Knötturinn skopp- aði undir handleggi hans í netið, 1—0. Fyrr i lelknum mátti ÍBK þakka fyrir að fá ekki á sig mark. Birgir Skúlason, hægri bakvörður og einn virkasti maður Völsunga, átti hörkuskot sem Þorsteinn varði með naumindum. Áhorfendunum, 2—300, sem flestir voru Suðurnesjamenn, þótti mjög lik- legt að ÍBK tækist fljótlega að jafna metin með allsterkan norðanvind sem liðsauka i seinni hálfleik en Húsvík- ingar vörðust af miklum vaskleik, undir stjórn Jóns Skagamanns Gunn- laugssonar, svo að hvorki gekk né rak hjá Keflvíkingum. Meira að segja áttu norðanmenn færi áað auka við marka- töluna þegar Sigurgeir komst fram að endamörkum með knöttinn og sendi hann fyrir markið. Þorsteinn rétt gat krafsað f hann en ekki betur en svo að knötturinn valt fyrir fætur Birgis, bak- varðar Völsunga. Honum brást fóta- fímin, rétt ýtti með tánni við knettin- um, svo Gísli Eyjólfsson, miðvörður ÍBK, fékk ráðrúm til að spyrna knettin- um áður en hann rann inn fyrir mark- linuna. Ekki er gott að segja um framvindu leiksins hefði norðanmönnum tekizt að skora úr þessu færi en Keflvíkingar sáu að við svo búið mátti ekki standa. Hver orrahríðin á fætur annarri — eiginlega iðulaus stórhrið — skall á vörn Völs- unga og marki en allt kom fyrir ekki þar til Einar Ásbjörn Ólafsson, sem ekki hefur leikið með ÍBK í vor vegna uppskurðar, var settur inn á. í sinni annarri spyrnu fann hann knettinum leið I mark mótherjanna, að vísu ekkert snilldarskot en mark eigi að siður. Þar með var Isinn brotinn og á þeim 20 min. sem eftir voru bættu sunnanmenn tveimur mörkum við. Óskar Færseth vann návigi og sendi knöttinn frá vallarmiðju beint til Ómars Ingvars- sonar sem skoraöi við mikinn fögnuð áhorfenda, 2—1. Skömmu siðar skoraði Steinar Jóhannsson, sú gamla kempa, mark beint úr horni. Að vísu greip mark- vörðurinn knöttinn en var úr jafnvægi og féll með hann aftur fyrir sig inn i markið, 3—1. ÍBK-liðið var lengi að finna sig í leiknum en sýndi margt gott þegar menn voru komnir á skriðið. Sigurður Björgvinsson er óöum að komast i sitt gamla form. Freyr Sverrisson ætlar að uppfylla þær vonir sem við hann eru bundnar, leikinn og góður spilari. Völsungarnir komu nokkuð á óvart. Baráttuandinn 1 bezta lagi og liöið leikur góða knattspyrnu en liðsmenn voru einfaldlega ekki eins burðarmiklir og mótherjarnir. Ásamt Jóni Gunn- laugssyni voru þeir Birgir og Sigurgeir kræfastir i annars fremur jöfnu liði. Njarðvikurvöllurinn var í mjög góðri rækt, fagurgrænn og sléttur. Dómari var Björn Björnsson og dæmdi með miklum ágætum. - emm

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.