Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ1981. 3 Jafnrétti kvenna og karia er fyrir hendi nú þegar — um það er ekki deilt—valdagræðgi er svo annar handleggur Jafnlngi skrifar: Ein mesta staöleysa (útópfa), sem heyrzt hefur um í ísienzkri lagagerð er um hið svokallaða „jafnrétti”. — Jafnréttisráð og stðrf þess eru litin hornauga af flestum og engum dettur i hug að jafnréttisráð komi nokkru sinni nokkru til leiðar sem styðji að „jafnrétti” milli kynjanna tveggja. Hvers vegna ætti það líka að ríkja? Þessi kyn eru andstæð f flestum skiln- ingi, sem betur fer. Ef svo væri ekki, hefði ekkert tilgang lengur. En athugum nú, hverju verið er að stuðla að með jafnréttis-kjaftæðinu títmefnda. Hvað vilja þessar konur, sem hafa verið að veiða atkvæði og nefndarstörf f hinu og þessu ráðinu með auglýsingu á áhuga sinum um jafnrétti? Aðallega hefur baráttan beinzt að því að konur gengju fyrir i stöðuveit- ingu. Og í hvaða stöður? Öpinber embætti, stjórnunarstörf, að verða „stjórar” (það má ekki minnast á „stýrur”) og annað í þeim dúr. Hvenær minnast þessar valkyrjur á skipstjórastöður eða hásetastörf, verkamannastörf á Eyrinni og aðrar slíkar stöður? Aldrei. Konur eru ekki færar um að gegna hásetastörfum á togurum, sem ekki er von. Þeirra lfkamsbygging er ekki þess eðlis, að þær gegni þessum störfum. Aðeins f Rússlandi og Austur-Evrópu eru konur við upp- skipun og götumalbikun. En þar i löndum er þó slikt á undanhaldi einnig. Þær konur, sem hvað ákafast kvarta um að jafnrétti sé sniðgengið eru allar af sama sauðahúsinu, að því er virðist. Þær eru vansælar andlega, eiga kannski erfítt i hjónabandi, sumar hættar námi, fyrr en þær ætluðu og vilja uppreisn gegn ástandi sínu. En þessi uppréisn beinist gegn þeim sjálfum. Konur geta ekki breytt stöðu sinni í þjóðfélaginu, frekar en þær geta ekki breytt lífeðlisfræðilegri stöðu sinni. Það er nærtækast að halda, að konur yfírleitt séu verr gefnar en karlmenn, ef eitthvað er. Hvenær hafa karlmenn farið fram á jafnrétti? Margir vildu gjarnan breyta stöðu sinni, hætta að vinna úti, sjá um heimilið f staðinn og senda konurnar á sjóinn, niður á Eyri til uppskipunar eða leyfa konunni að sjá um fyrir- Vanræksla á notkun bíl- belta leiðir ekki til niður- fellingar bdtaréttar Ólafur W. Stefánsson, skrifstofu- stjóri i dómsmálaráðuneytinu hringdi: í lesendabréfi í DB þann 27. maí sl. er þeirri spurningu varpað fram, hvort tryggingafélög geti komið sér undan bótaskyldu ef viðkomandi, sem verður fyrir tjóni notar ekki bíl- belti. Þetta er ekki óeðlilegt að fólk skuli velta þessu fyrir sér, en fyrir þessu er sleginn sérstakur varnagli. í þessari breytingu á umferðarlögum er skýrt tekið fram að vanræksla á notkun bílbelta, lelði ekki til niðurfellingar bótaréttar. tækið, fara f bankana, tollinn og hvað það nú allt er, sem fylgir hinu venjulega brauðstriti. Þetta hafa karlmenn sætt sig viö og hafa engin jafnréttislög heimtað. Þeir hafa heldur aldrei verið hörundssárir fyrir því, hvernig „hiut- verk karlmannsins kemur fram” í kvikmyndum? Þeim er lýst sem árás- argjörnum, illgjörnum, lemstrurum, ótrúum lygurum og fjársvikurum. En þeir vita sem er, að þetta á allt við um kvenfólk lfka og skilja, að þetta allt tilheyrir mannskepnunni, ekki bara körlum og ekki bara kon- um, heldur manninum sjálfum. Allt er þetta mannlegt. Konan hefur því tækifæri að efía þessa lesti og ókosti með sér, jafnt og karimaðurinn, ef henni fínnst hún búa við misrétti í þessum efnumf! Enda hafa sumar þeirra ekki staðið að baki karlmanna, ef þær taka sig til — nema síður sé. Þar sem konur hafa komizt til valda, svo sem á Indlandi, Sri Lanka, Englandi (að ekki sé nú talað um fyrri tíma — við munum „pilsin þrenn” úr mannkynssögunni), er ástandið engu betra en þar sem karl- menn ráða. — Jafnrétti karla og kvenna er fyrir hendi nú þegar i öllum hinum vestræna heimi. Um þetta er ekki deilt. Valdagræðgi er svo annar handleggur. „Jafningi” heldur þvi fram að jafnrétti karla og kvenna sé nú þegar fyrir hendi. Ef haliar á einhvern, þá sé það karlmaðurinn sem þarf að lúffa. Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI Borvél og fleygur, sérlega hentug fyrir rafvirkja, pipulagningamenn og byggingameistara. Tekur bora upp í 32 mm og hulsubora upp í 50 mm. Slær 2400 högg/min. og snýst 250 sn/mín. Mótor 680 wött. Fullkpmin iönaðarborvél með tveimur föstum hraðastillingum, stiglausum hraðabreyti í rofa, og afturábak’ og áfram stillingu. Patróna: 13 mm. Hraðastillingar: 0-750 og 0-1500 sn/mín. Mótor: 420 wött Skil-sög, hjólsög sem viöbrugðiö hefur veriö fyrir gæði, um allan heim i áratugi. Þvermál sagarblaðs: 7’/<". Skurðardýpt: beint 59 mm, við 45° 48 mm. Hraöi: 4,400 sn/mín. Létt og lipur stingsög með stiglausri hraðabreytingu í rofa. Hraði: 0-3500 sn/mín. Mótnr: 350 wött. Stórviðarsögin með bensínmótor. Blaðlengd 410 mm og sjálfvirk keöju- smurning. Vinkilslípivél til Iðnaöarnota. Þvermál skífu 7”. Hraöi: 8000 sn/mín. Mótor: 2000 wött. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboö á fslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N ® SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 öflug beltaslípivél með 4” beltisbreidd. Hraði: 410 sn/mín. Mótor: 940 wött. Mjög kraftmikill og nákvæmurfræsari. Hraði: 23000 sn/mín. Mótor Óviðjafnanlegur hefill með nákvæmri dýptarstillingu. Breidd tannar:3”. Dýptarstilling: 0-3.1 mm. Hraði: 13.500 sn/mín. Mótor: 940 wött. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af Skil rafmagns- handverkfærum, en hér eru sýndar, ásamt míklu úrvali hagnýttra fylgihluta. Komið og skoðiö, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: SÍS Byggingavörudeild, Suðurlandsbraut 32. Verslunin Brynja, Laugavegi 29. HAFNARFJÖRÐUR: Rafbúðin. Álfaskelði 31, KEFLAVlK: Stapafell h/f. ÞINGEYRI: Kaupfélag Dýrfiröinga ISAFJÖRÐUR: Straumur h/f. HÓLMAVÍK: Kaupfélag Steingrímsfjaröar. BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga SIGLUFJÖRÐUR: Rafbær h/f. AKUREYRI: Verslunin Raforka HÚSAVÍK: Kaupfélag Þingeyinga VOPNAFJÖRÐUR: Kaupfélag Vopnfirðlnga EGILSTAÐIR: Verslunin Skógar SEYÐISFJÖRÐUR: Stálbúöin NESKAUPSSTAÐUR: Eirikur Ásmundsson HÖFN: Kaupfélag Austur-Skaftfellfnga VÍK: Kaupfélag Skaftfellinga Spurning dagsins Finnst þór að sjónvarpið œtti að sýna tvœr kvikmyndir á laugardagskvöldum? Sigrún Bdðvarsdóttir húsmóðir: Já, það mætti gjarnan. Rnt Magnúsdóttir húsmóðir: Já, alveg tvimælalaust, aðra fyrir böm, hina fyrir fullorðna. Stefán Halldórsson iistiðnaðarmaður: Já, þá eina fyrr á kvöldin fyrir börn og siðan aðra seinna fyrir fullorðna. Auður Ólafsdóttir nemi: Ég á ekki sjónvarp svo mér er alveg sama. Eyrún Óskarsdóttir, vinnur i Hamplðj- unni: Endilega já, fyrri myndina fyrir börn, siðan æðislega hryllingsmynd fyrir fullorðna. Jón J. Ólafsson fulltrúi: Það væri at- hugandi að hafa mynd fyrir börnin fyrr um kvöldið, annars finnst mér alveg nóg að hafa eina kvikmynd á laugar- dagskvöldum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.