Dagblaðið - 01.06.1981, Page 9

Dagblaðið - 01.06.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent 8 1 REUTER 8 Iranirfávopn frá Rússum — segir Sadam Hussein Ziaur Rahman forseti Bangladesh myrtur: Uppreisnín í Bangla- desh kæfd í fæöingu —samningaviðræðum við uppreisnarmenn var hafnað Sadam Hussein, forseti íraks, sagði í blaðaviðtali sem birtist í gær að franir fengju vopn frá Sovétríkjunum og kæmu vopnin um Libýu og Sýrland. „Eitt er vist,” sagði Hussein i sam- tali við timaritið Der Spiegel, „að fran ræður yfir vopnum frá Austur- Evrópu.....Þessi vopn hafa komiö til írans í gegnum Libýu og Sýrland,” sagði hann. Hussein sagði einnig að íranir hefðu fengið varahluti og vopn frá Vestur- Evrópu, þar á meðal þyrlur frá ftalíu. Hann sagði að írak hefði unnið sigur í styrjöldinni við íran. „Her okkar hefur hrakið irönsku kúgunaröflin á flótta.” Norður-írland: Tveir menn myrtirígær Lögreglumaður var skotinn til bana á Victoria sjúkrahúsinu í Belfast í gær. Lögreglumaðurinn var á verði á gangi sjúkrahússins er þrir menn, tveir karl- menn og ein kona að því taliö er, gengu á móti honum og hófu skyndilega skot- hrið á hann. Að svo búnu hlupu þau á brott. Fyrr í gær lézt brezkur sprengju- fræðingur er sprengja sprakk i bifreið nærri landamærabænum Newry. frski lýðveldisherinn, IRA, hefur lýst sig bera ábyrgð á sprengingunni. Rikisstjórn Bangladesh sagði í morgun að uppreisn nokkurra her- foringja, sem um helgina myrtu Ziaur Rahman forseta landsins, hefði verið brotin á bak aftur. Útvarpið i Bangladesh sagði að uppreisnarmennirnir hefðu flúið úr borginni Chittagong í gærkvöldi. 30 þúsund dollara verðlaunum var heitið þeim er hefði upp á hers- höfðingjanum Manzur Áhmed, lifs eðaliðnum. Talsmaður stjórnarinnar sagði að stjórnarhermennirnir hefðu náð Chittagong á sitt vald án þess að til bardaga hefði komið. Hann sagði að uppreisnarmennirnir hefðu óskað eftir samningaviðræðum i gærkvöld en þeim heföi verið sagt að ekki væri um neitt að semja. Fréttum bar ekki saman inn hvert uppreisnarmenn hefðu flúið en helzt var talið að þeir hefðu haldið til fjallahéraðanna við landamæri Burma. Uppreisnin hófst á laugardag með þvi að Zia forseti var myrtur ásamt nokkrum fylgdarmönnum sinum. Lik forsetans hefur enn ekki fundizt. Uppreisnarmenn höfðu útvarpsstöð- ina ( Chittagong á valdi sinu um hrið en nú ráða stuðningsmenn stjórnar- innar yfir henni og virðist mönnum sem uppreisnartilraun þessi hafi verið illa undirbúin. Beinít: Yfirtuttugu félluígær A.m.k. tuttugu manns létu lífið og 150 særðust í hörðum bardögum sem urðu á milli kristinna manna og múhameðstrúarmanna i Beirút í Libanonígær. Bardagarnir i gær eru fyrstu alvar- legu bardagarnir sem orðið hafa i borg- inni frá því vopnahléi var komið á fyrir hálfum mánuði. Mjög dró úr bar- dögunum þegar leið á kvöldið. 4 Barizt i Beirút. Bandaríkja- menneru mestu hryðju- verkamennimir Gaddafi, leiðtogi Libýu, sagði i blaðaviðtali, sem birtist í gær, að hann styddi ekki við bakið á hryðjuverka- starfsemi i heiminum eins og hann hefur margsinnis verið sakaður um. Hann sagði að Bandarikjamenn væru mestu hryðjuverkamenn heimsins vegna þess að þeir framleiddu kjarn- orkuvopn. Gaddafi sagði að Frelsissamtök Palestínuaraba, PLO, og írski lýöveldisherinn, IRA, væru ekki hryðjuverkasamtök. Hann neitaði þvi að Libýumenn væru í þann veginn að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Biblían kennd í ungverskum skólum í Ungverjalandi er nú litið á Bibliuna sem eðlilegan þátt i námsefni skólanna, en hún er kennd og lærð vegna bók- menntalegs og söguiegs heimildargildis, en ekki sem trúarlegt verk. — Við reynum hvorki aö andmæla Biblíunni né að sanna þær mótsagnir sem í henni er að finna, við einungis rannsökum hana — segir í vikuriti sem menntamálaráðuneytið gefur út. Sem dæmi um ákveðið athugunar- efni, sem tekið hefur verið fyrir, er sköpunarsagan. Bent er á að sköpunar- saga 1. Mósebókar jafngildi öðrum goðsögum um sama efni og að hún byggi á austrænum goðsögum, en í þróuninni til eingyðistrúar, hafi hún tapað vissum einkennum goðsögunnar. Erlendar fréttir Bflamarkaðurínn Grettísgötu 12-18 — Sími25252 Toyota Corolla KE 30. árg. 1978. Brúnn. Ekinn 35.000 km. Verð 68.000 kr. Fallegur bfll. Audi 80 LS, framdrifsbill. árg. 1977. Silfurgrár. Útvarp, segulband. Ekinn 71.000 km. Verð: 65.000 kr. Honda Civic sjálfskiptur. árg. 1978. Silfurgrár. Ekinn aðeins 25 þús. km. verð kr. 65.000. Saab 99 árg. 1978. Ekinn 38 þús. km. Brúnn. Útvarp, sumar + vetrardekk. Skipti möguleg. Verð 85.000. Mjög fallegur bfll. Dodge Aspen Special Edition árg. 1979. Brúnsanseraður m/vinyltopp. 6 cyl. m/öllu. Gullfallegur. Verð 115.000. Skipti á ódýrari bil möguleg. möguleg. Toyota Cressida árg. 1978. Blá- sanseraður. Ekinn 50 þús. km. Gott lakk. Endurryðvarinn. Verð 80.000. Citroen CX 2000 árg. 1975. Grænn, ekinn ca 100 þús. km. Bill I góðu lagi. Verð 58.000. (Skipti möguleg á ódýrari). Land Rover dfsil árg. 1975. Hvftur, m/vegamæli, ekinn 150 þús. km. Verð kr. 48 þús. Bronco árg. 1979. Rauður og hvftur, 8 cyl., m/öllu, ekinn 34 þús. km. Góð innrétting. Fallegur bill. Verð kr. 185 þús. Chevrolet Caprice Estate station árg. 1978. (nýinnfluttur). Blásanseraður m/viðarklæðningu, 8 cyl., m/öllu. Ath. 7—8 manna bfll. Verð kr. 135 þús. (Skipti á ódýrari). Ný lúxusbifreið. Pontiac Safari Grand LeMans árg. 1980. Blásanseraður m/viðarklæðningu, V-6, sjálfsk. m/öllu. Ekinn 1400 km. (Kom á götuna fyrir 3 vikum). Verð kr. 165 þús. A.M.C. Spirit Hatshback árg. 1980. Grásanseraður. Ekinn 15 þús. km, 4 cyl., sjálfsk., aflstýri, litað gler, ýmsir aukahlutir, sem nýr. Vcrð kr. 130 bús. Volvo 343, framdrifsbfll. árg. 1977. Gulur, sjálfskiptur. Ekinn 26.000 km. Verð 60.000 kr. Lada Sport árg. 1979. Gulur. Ekinn 32 þús. km. Verð kr. 72 þús. Mazda 929 L station árg. 1981. Drapplitur, aflstýri, ekinn 9 þús. km. Bfllinn er sem nýr. Verðtilboð. Mikil sala Vantar árgeröir ’80—’81 á staöinn Willys CJ-5 árg. 1974. Rauður, 6 cyl., veltigrind. Verð kr. 52 þús. Ýmis skipti möguleg. (Dýrari eða ódýrari). Citroen G.S. Pallas árg. 1978. Brúnsanseraður. Ekinn 32 þús. km. út- varp + segulband. Verð kr. 65 þús. Willys CJ-5 árg. 1977. Blár og hvitur, ekinn 37 þús. m. Verð kr. 85 þús. (Skipti möguleg á nýlegum fólksbfl). Mazda 929 L árg. 1979. Brúnsans- craður. Ekinn 32 þús. km. aflstýri. Verð kr. 87 þús. Honda Prelude Coupé árg. 1979. .Rauður, sjálfskiptur, Ekinn 37 þús. km. Stereo útvarp. Topplúga. Fallegur sportbill. Verð kr. 100 þús.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.