Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ1981. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ENN TAPA SEL- FYSSINGARNIR Selfysslngar töpuflu þriflja leik sinum i röfl i 2. deiidlnni i knattspyrnu i gœrkvöld er þelr fengu Reyni, Sand- gerði, i heimsókn austur fyrir fjall. Reynir sigraði 3—0 eftlr að hafa leitt 2—0 f hálfleik. Selfyssingar áttu lítið minna i leikn- um úti á vellinum en gekk afleitlega aö skapa sér marktækifæri. Vamarleikur- inn var og nokkuö gloppóttur og mark- varzlan ekki sannfærandi. Með slikan bakhjarl er e.t.v. ekki nema von að ekkitakist vel til. Ómar Björnsson kom Sandgerðing- unum á bragðið og sfðan bætti Sigur- jón Sveinsson öðru marki við fyrir hlé. Lokaorðið átti svo Jón Guðmann Pétursson en um það leyti er hann skoraði var einum Reynismanna vikið af leikvelli. Þó þeir væru einum færri gekk Selfyssingum ekkert að minnka muninn og sitja nú fyrir vikið á botni deildarinnar. Má mikil breyting verða á leik liösins ef 3. deildin á ekki að biða þeirra í haust. - SSv. ísland vann Færeyjar Það nægði Færeyingum ekld þó þeir væru mefl borgarstjórann i Þórshöfn, Pál Michaelsen, i landsliði sinu i bad- minton gegn Íslandi á uppstigningar- dag i Þórshöfn. ísienzku keppendurnir sigruðu i öllum leikjum sfnum — úrslit þvl 8—0 — og ísland hefur alltaf sigrað Færeylnga frá þvi slik landskeppni hófst 1971. Úrslit í einstökum leikjum urð'u þau að í einliðaleik karla vann Broddi Krist- jánsson Kára Nielsen 15—8 og 15—10, Guömundur Adolfsson vann Hans Jakúp Stenberg 15—4 og 15—4, og Sigfús Ægir Árnason vann Pál Michaelsen 15—4 og 15—4. í einliða- leik kvenna vann Kristin Magnúsdóttir Maríu Sólheyg 11—2 og 11—0. í tví- iiöaleik kvenna unnu Kristin og Kristin Berglind Kristjánsdóttir Margrít Svarrer og Karin Michaelsen 15—0 og 15—0. í tvenndarkeppni unnu Kristin Berglind og Jóhann Kjartansson Svarrer og Joann Mitjord 15—7 og 15—14. í tvíliöaleik karla unnu Broddi og Jóhann þá Nielsen og Mitjord 15—4og 15—6 og Guömundur Adolfsson og Sigfús Ægir unnu Michaelsen og Sten- berg 15—7 og 15—8. íslenzka badmin- tonfólkið hlaut að venju hinar beztu móttökur i Færeyjum. Þaö kom heim i gær. • hsim. Guflbjörn Tryggvason og Sigurjón Kristjánsson berjast hér um knöttinn i Kópavogl á laugardag. DB-mynd Einar Ólason. Stórkarlaleg tilþrif Blika og Skagamanna - enda skildu liðin í markalausu jafntefli eftir lélegan leik á grasinu í Kópavogi þess þó nokkurn tfma að leika verulega vel. Var það frekar að Blikarnir misstu móðinn. Á 58. min. átti Árni Sveinsson þrumuskot aö marki Blikanna. Guðmundur Ásgeirsson varði en hélt ekki knettinum. Enginn Skagamaður fylgdi hins vegar eftir svo þetta kom ekki að sök. Rétt á eftir átti Guðbjörn Tryggvason lúmskan skalla að marki eftir fyrirgjöf Árna en Guðmundur varði. Bezta færi leiksins féll Akurnesing- um í skaut á 79. mínútu. Eftir horn- spyrnu Árna varð geysilegur darraðar- dans i markteig Blikanna. Skyndilega stóð Sigþór Ómarsson einn fyrir opnu marki en náði ekki til knattarins þar sem hann stóð vart meira en metra frá markinu. Eftir þetta var varla hægt að tala um færi í leiknum sem dó út hægt og rólega án þess að markaleysið virtist hafa nokkur áhrif á leikmenn. Þetta var slakur leikur. Það er eins gott að vera ekki að skafa utan af hlut- unum. Bæði liðin geta leikið mun betur en þau gerðu og varla þurfa þau að gera sér vonir um að veröa i toppbar- áttu meðsliku áframhaldi. Hjá Akurnesingum voru þeir Árni Sveinsson og Sigurður Lárusson lang- beztir. Bjarni öruggur í markinu en þrátt fyrir ágæta baráttu kom litiö út úr framherjunum, Sigþóri og Guðbirni. Af Blikunum bar mest á Helga Bents- syni og Ólafi Björnssyni. Helgi þó, sem fyrr, óþarflega grófur i leik slnum. Sigurjón var hættulegur frammi en þeir Hákon og Jón Einarsson sáust litt. Prýðisgóður dómari var Guðmundur Haraldsson og uröu honum vart á mis- tök í leiknum. Mest reyndi á hæfni hans er Guðbjörn lét sig falla innan vítateigs undir lokin. Lét leikinn halda áfram eins og ekkert hefði i skorizt. Þar hefði margur freistazt til að dæma vítaspyrnu. -SSv. Ef leikur Breiðabliks og Akraness á afl vera dæmi um þafl sem toppliðin i 1. deildinni í sumar ætla afl bjóða upp á má fastlega gera ráð fyrir að áhorfend- um fækld snariega á næstunni. Þafl var afleins rétt f upphafi afl Blikarnir sýndu frískleg tilþrif, en eftir það var næsta lítið um almennilega knattspyrnu og eftir 90 minútna hark sneru tæplega 1500 áhorfendur vonsviknir heim á leifl. „Sigurinn hefur sálræn áhrif fyrir Þórs-liðið” — sagði Árni N jálsson, þjálfari Þórs, r,lið, sem allir hafa dæmt niður í 2. deild aftur” Ungi Þórsarinn, Jónas Róbertsson, skallar knöttinn frá Frömurum og félagar hans, Árni fyrirliði Stefánsson, lengst til vinstri, og Örn Guðmundsson, fylgjast með. DB-mynd Einar Ólason. Fram-Þór 0-1 á Laugardalsvelli: Sem fyrr sagði hófu Blikarnir leikinn af miklum krafti og á fyrstu 15 mínút- unum skallþrivegis hurð nærri hælum við Skagamarkiö. Tvívegis átti Sigur- jón Kristjánsson skot framhjá og einkum i fyrra skiptið var hann klaufi að skora ekki. Skagamenn fengu aðeins eitt færi að heitiðgat í fyrrihálfleiknum. Gunnar Jónsson þrumaði þá hátt yfir markið úr miðjum vítateig. Rétt á eftir missti Jón Áskelsson, sem virtist ger- samlega heillum horfinn í leiknum, Helga Bentsson inn fyrir sig en Helgi var aðeins of seinn aö ná til knattarins. Á lokaminútu hálfleiksins léku Blik- arnir fallega upp völlinn en endahnút- inn vantaði illilega. Skagamenn náðu svo smám saman undirtökunum í síöari hálfleiknum án „Þetta er mjög þýflingarmikill sigur fyrir okkur. Hefur sálræn áhrlf á leik- menn Þórs-liðsins, sem allir hafa dæmt beint nlflur i 2. deild aftur. Það er gott afl fá bæfli stigin á útivelli og vifl áttum þetta skilifl. Sigurinn var sanngjarn fyrst stigin féliu tli annars iiflsins en knattspyrna Fram og Þórs var ekki góð. Ekki knattspyrna, sem hæfir 1. deild,” sagði Árnl Njálsson, landslifls- kappinn kunni hér á árum og nú þjáif- ari Þórs, eftir afl lifl hans haffli sigrafl Fram 0—1 á Fögruvöllum i Laugardai á laugardag. Að mörgu leyti sanngjarn sigur þvi Akureyringar fengu betri tækifærl f leiknum, börflust betur. Knattspyrnulega séð var leikurinn hins vegar afar slakur. Fátt, sem gladdi augað í samleik og leikhæfni á grasvell- inum, sem hefur komið illa undan vetri. Mest allur kalinn en spörk og hlaup leikmanna rótuðu honum þó mjög lítið upp. Hann var vart verri eftir leikinn en fyrir hann. Gott þó að vera kominn ágrasið. Fram lék án tveggja sinna sterkustu manna, Marteins Geirssonar og Péturs Ormslev, og satt bezt aö segja er langt síðan undirritaður hefur séð Fram-liöið jafn slakt. Þar verður að vera gjörbylt- ing ef Fram ætlar sér einhvern hlut á ís- landsmótinu. Hefur þegar tapað fimm stigum i fjórum fyrstu leikjunum. Ekki meistarataktar — ekki unnið leik. Fékk aðeins eitt marktækifæri i þessum leik. Akureyrar-Þór hefur heldur ekki sterku liði á að skipa en leikmenn liðs- ins börðust fyrir sínu. Gáfu ekki eftir, þegar Fram lagði allt kapp á að jafna lokakafla leiksins. Baráttuvilji góður og þar var fyrirliðinn Árni Stefánsson fremstur i flokki. Lék vel og stöðugt hvetjandi aðra leikmenn liðsins til dáða án þess að vera með einhver öskur eins og einkenndi suma leikmenn i þessum leik, einkum þó Framara. Þórarinn Jó- hannesson var einnig yfirvegaður mið- vörður, örn fyrrum KR-ingur Guð- mundsson drjúgur, og sama er að segja um Guðjón Guðmundsson, sem lék með FH í fyrra. Guðmundur Skarp- héðinsson fljótur og sterkur þó leiknin sé ekki mikil. Hins vegar bjóst ég við Jóni Lárussyni sterkari. Lengi framan af skeði bókstaflega ekkert við mörkin, Þór meira með knöttinn og svo kom fyrsta færið á 20. mín. Guðjón Guömundsson lék nær óhindraður meö knöttinn inn í vitateig Fram en spyrnti i hliðarnetið. Hinum megin átti Sighvatur Bjarnason skot á markið en Guöjón bjargaöi með hæl- spyrnu og á 40. min. var eina mark leiksins skorað. Eftir aukaspyrnu skailaði Guðjón knöttinn tll Guðmundar Skarphéðins- sonar, sem vann Slghvat i keppni um boltann, komst frír inn undir markteig- inn. Spyrnti föstu skoti á markifl, sem Guðmundur Baldursson réð ekki vifl. 0—1. Aðeins þremur mfn. síðar fékk Ár- sæll Kristjánsson tækifæri til að jafna fyrir Fram. Eina opna marktækifæri Fram í leiknum. Ársæll fékk knöttinn frir inn i vítateig og spyrnti beint á Eirík Eiríksson, markvörð Þórs, sem hélt ekki knettinum. Hann barst aftur til Ársæls, sem spyrnti knettinum í stöngina og þaðan hrökk hann í fang markvaröar. Vissulega munaöi litlu þarna. Síðari hálfleikurinn var enn tíðinda- minni. Sighvatur spyrnti föstu skoti framhjá marki Þórs — hinum megin varði Guðmundur fast skot nafna síns Skarphéðinssonar. Um miðjan hálf- leikinn kom Baldvin Elísson í stað Halldórs Arasonar hjá Fram. Loka- kaflann sótti Fram mun meira, Þórsar- ar drógu sig skiljanlega í vörn til að halda fengnum hlut. Það tókst þeim. Hætta við mark þeirra varla merkjan- leg. Eitt sinn vildu leikmenn Fram fá vitaspyrnu en dómarinn Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson sá ekki ástæðu til þess. Það hefði líka verið meira en lítið strangur dómur. Nokkru siðar voru leikmenn Þórs einnig meö vitaspyrnu- kvak en leiktíminn rann út og Þór hafði unnið sinn fyrsta sigur i 1. deild leiktímabilið 1981. -hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.