Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1981. Veðrið Spáð er hasgri austlngH átt um aUt land, bjart verður á Vesturfandi en skúrír á Suður- og Suðousturiandi. Dálftil súld á Austfjörðum en látt- skýjað f svaitum norðanlands. Klukkan 8 vor austan 2, skýjað og 6 stig f Raykjavlc, auetan 3, láttskýjað og 4 stig á Gufuskálum, suðoustan 2, láttskýjað og 2 stig á Galtarvlta, suð- austan 2, heiðrikt og 1 stlg á Akur- ayri, austan 2, skýjað og 0 stlg á Raufarhöfn, norðaustan 5, abkýjað og 1 sdg á Dalatanga, austan 4, látt- skýjað og 3 stlg á Hðfn og austsuð- austan 3, skýjað og 6 stlg á Stór- hðfða. I Þórshðfn var skýjað og 7 stlg, Mtt- skýjað og 16 stlg í Kaupmannahðfn, þoka og 12 stlg f Osló, heiðrikt og 6 stlg f Stokkhólmi, alskýjað og 13 stig f London, skýjað og 17 stig f Ham- borg, þokumóða og 16 stlg f Paris, Mttskýjað og 16 stlg f Madrid, skýjað og 17 stlg f Lissabon og heiðrikt og 16 stigfNaw York. A.JHÁ1 syni og áttu þau tvær dætur, þau slitu samvistum árið 1937 og fluttist Sigriöur þá til Danmerkur. Vann hún meðal annars fyrir sér með saumaskap. Sigríður fluttist heim árið 1979 og dvaldist siðustu árin að mestu í Hátúni lOb. Hún verður jarðsungin í dag, 1. júní, kl. 15 frá Fossvogskirkju. Þorbergur Magnússon, sem lézt 20. • maí sl., fæddist 5. júli 1953 i Kópavogi. Foreldrar hans voru Magnús Kristjáns- son og Bergþóra Þorbergsdóttir. Þorbergur ólst upp í Kópavogi og stundaði nám þar. Hann lætur eftir sig eina dóttur. Slgurður Guðmundsson húsasmíða- meistari, sem lézt 25. mai sl., fæddist 23. júní 1920 að Stokkseyri. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurjónsson og Guðríður Jónsdóttir. Ungur að árum fór Sigurður til Vestmannaeyja og stundaði sjóróðra, síðar varð hann verkstjóri i fiskvinnslustöð í Eyjum. Um fertugt fluttist hann til Reykja- víkur og hóf þá nám í húsasmíði. Eftir að námi lauk fór hann að vinna sjálf- stætt. SI. sumar fluttist hann til Selfoss og hugðist vinna viö innrömmun. Sig- urður var kvæntur Hönnu Jóhanns- dóttur og áttu þau tvær dætur. Áml Pétursson, sem lézt 20. mai sl., fæddist 18. maí 1927 i Esjberg í Dan- mörku. Foreldrar hans voru Ignatz Peter Michalik og Johanne Charlotte Michalik. Árið 1968 gerðist Arni íslenzkur ríkisborgari og tók sér þá sitt íslenzka nafn. Árni kom til íslands árið 1954 og réðst þá til starfa á teiknistofu Sveins Kjarval en réö sig síðan til Karls Jóhanns Karlssonar í Neon. Árið 1969 réðst hann til starfa hjá Landsvirkjun sem forstöðumaður á teiknistofu og gegndi hann því starfi til dauðadags. Árið 1960 kvæntist Árni Lilju Huld Sævars og áttu þau tvær dætur. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavík í dag 1. júní kl. 13.30. Sigrfður Helga Jónsdóttlr frá Villinga- holti, sem lézt 22. maí sl., fæddist 10. apríl 1897 aö Villingaholti í Flóa. For- eldrar hennar voru Kristrún Helgadótt- ir og Jón Gestsson. Árið 1918 fór Sigríöur til Reykjavikur og stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Árið 1919 giftist hún Ágústi Guðjóns- Sigurjóna Pálsdóttir Frimann, sem lézt 24. mai sl., fæddist 17. júní 1909. For- eldrar hennar voru Guðlaug Þórðar- dóttir og Páll Jónsson. Árið 1929giftist Sigurjóna Jóhanni Frimann, bjuggu þau lengst af á Akureyri en um 2ja Vilmundur Gislason, sem lézt 22. mai sl., fæddist 21. október 1899 í Kjarn- holtum 1 Biskupstungum. Foreldrar hans voru Gísli Guðmundsson og Guðrún Sveinsdóttir. Árið 1925 kvænt- ist hann Þorbjörgu Guðjónsdóttur og tóku þau við búi í Kjarnholtum til ársins 1934, en þá fluttust þau að Króki í Garðahverfi. Þau hjónin áttu 4 börn. Síðustu árin dvaldist Vilmundur á Hrafnistu i Reykjavik. UM HELGINA Vanabindandi sjónvarpsefni Lengi taldi ég, að við værum þrjú á landinu, sem hefðum gaman af Löðri. Eins og aðrir minnihlutamenn fannst mér upphefð að. Líklega sýndi þetta yfirburði okkar þriggja, eða svo sagði ég. Þá var öldin önnur. Þetta er breytt. Nú hitti ég sjaldan fyrir fólk, sem ekki segist hafa gaman af Löðri., Raunar er Löður ósköp ómerkilegur þáttur frá sjónarmiði menningarinnar. Margir segja, að fyndnin sér úr hófi fram, hrein vitleysa. En við höfum séð margar sápuóperurnar, þar sem reynt hefur verið að skírskota til okkar „í al- vöru”. Löður er auðvitað háð um sápuóperur, ætlað fyrir bandarískan markað en hæfir einnig vel hinum ís- lenzka, af þvi að einnig við höfum séð ótal margar sápur. Auknar vinsældir Löðurs sýna, hvernig þættir verða vanabindandi, eins og lyf. Auðvitað er það mín skoðun, að þetta hafi alltaf verið ágæt- ur þáttur. En flestum mun hafa geðj- azt illa að honum í fyrstu en síðan farið að kynnast söguhetjunum, þegar þeir settust að i setustofunni viku eftir viku. Sennilega fer eins fyrir Dallas, sem er miklu ómerkilegri en Löður og annars ekki sambærilegur. Mér heyrast flestir álíta, að Dallas hafi Löður virðist eiga vaxandi lýðhylli að fagna. verið vondur til þessa. Það er einnig skoðun undirritaðs. En líklega fer svo, að fleiri og fleiri ánetjast þættinum, þegar vikurnar liða. Þeir munu koma fram, sem hafa samúð, einnig með JR, og sjá sjálfan sig í honum. Ég sá ýmislegt í sjónvarpi á föstu- dag og laugardag. Skonroki hef ég venjulega gaman af, en það var með lélegra móti. Stórlega vantar sætar söngkonur í þáttinn. Ömurlegt að horfa á þessa gaura tugum saman þátt eftir þátt. 1 nafni karlréttinda bið ég um breytingu. - HH ára skeið bjuggu þau 1 Reykholti í Borgarfirði. Sigurjóna og Jóhann áttu 3 börn. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag. Ólafur Pálmi Erlendsson lézt fimmtu- daginn 28. maí sl. Stefán Ásgrimsson bóndi, Stóru-Þúfu, lézt í sjúkrahúsi Stykkishólms 27. maí sl. Sif Bjarnadóttir lézt að heimili sínu 28. maí sl. Dagbjört Jóhannesdóttlr, Kleppsvegi 68, lézt í Landspítalanum fimmtu- daginn 28.maísl. Hálfdán Eiriksson, fyrrverandi kaup- maður, Vesturgötu 54a, Iézt 28. mai sl. Ásta María Elnarsdóttir, Lyngheiði 16 Selfossi, fyrrum húsfreyja á Bjarna- stöðum i ölfusi, lézt í Sjúkrahúsi Selfoss 28. maísl. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Svigna- skarði, lézt í sjúkrahúsi Akraness 28. maí sl. Guðbjörg Glssurardóttir, Rauðarárstig 5, verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkjuídag, l.júní, kl. 15. Steinar Öskarsson vélstjóri, Langholts- vegi 172, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 15. Stefán Jónsson frá Brennistöðum, Sól- vallagötu 66 Reykjavík, verður jarð- sungin í dag kl. 16.30 frá Fossvogs- kirkju. Árni E. Blandon, sem lézt 22. mai sl., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 13.30. Július Evert, fyrrv. kaupmaður, Kapla- skjólsvegi 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 3. júní kl. 13.30. Fumlir AA-samtökin í dag mánudag vcrða fundir á vegum AA-samtak- anna scm hér scgir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) græna húsið kl. 14, 21 og kvennadeild uppi kl. 21. Tjarnargata3 (s. 91-16373) rauða húsiö kl. 18 og 21. Langholtskirkja (opinn) kl. 21. Akureyri, (96-22373) Geislagata 39.........21.00 Dalvík, Hafnarbraut4...................... 21.00 Hafnarfjörður, Austurgata 10.............. 21.00 Hvammstangi, Bamaskóli.................... 21.00 Mosfellssveit, Brúarland................... 21.00 Raufarhöfn, Hótel Norðurljós............... 21.00 Selfoss, (99-1787) Selfossvegi 9.......... 21.00 Suðureyri Súgandafíröi, Aöalgata.......... 21.00 Vestm.eyjar, (98-1140) Heimagata 24 ....... 20.30 í hádeginu á morgun, þriðjudag, veröa fundir sem hér segir: Tjarnargata 5, græna húsið kl. 14, Tjamargata 3, rauöa húsiö, samlokudeild kl. 12, Keflavíkurflugvöllur kl. 11.30. Listasafn Einars Jónssonar Frá og með 1. júní er Listasafn Einars Jónssonar opið daglega, nema mánudaga, frákl. 13.30—16. Eins og kunnugt er var heimili Einars Jónssonar og önnu konu hans á efstu hæð safnsins og er það opið almenningi til sýnis yfir sumarmánuðina á sama tima. ÁRBÆJARSAFN: Opið frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 13.30—18 alla daga nema mánudaga. Strætis- vagn nr. 10 frá Hlemmi gengur að Árbæjarsafni. Þeir styrkja einhverf börn Þessir þrír félagar (tveir eru reyndar bræður) úr Breiðholtfhéldu um daginn tombólu að Suðurhólum 6 í Breiðholti. Allan ágóða, sem var 102,05 kr., létu þeir renna í húsbyggingarsjóð heimilis fyrir einhverf böm sem um þessar mundir er verið að safna fé til. Strákarnir heita f.v. Rúnar Freyr Gíslason, 8 ára, örvar Sær Gislason, 7 ára, og Þórhallur Arnórsson, 6ára. DB-mynd Slg. Þorri. Minningarspjöld Minningarkort Hjúkrunar- heimilis aldraðra í Kópavogi erui seld á skrifstofunni að Hamraborg 1, sími 45550, og einnig í Bókabúðinni Vedu og Blómaskálanum við Nýbýlaveg. Akranes: Lýst eftir hvítum Volvo Lögreglan á Akranesi lýsir eftir Volvo bifreiö, hvítri að lit, árgerð 1970. Bifreiðin hvarf frá Skagabraut um sex- leytið, að því er talið er, aðfaranótt sunnudagsins. Bifreiðin er tveggja dyra og ber einkennisnúmerið K-993. Þeir sem kynnu að hafa orðið bifreiðarinnar varir látið lögregluna á Akranesi vita. -ELA. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna NR.100-29.MAl 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarlkjadollar 7,163 7,173 7390 1 Steriingspund 14,825 14J66 16363 1 Kanadadollar 5366 6,972 6309 1 Dönsk króna 0,9806 0,9833 1,0816 1 Norskkróna 1,2603 1,2538 13792 1 Sænsk króna 1,4602 1,4642 13996 1 Finnskt mark 1,6432 1,6478 13126 1 Franskur franki U994 13030 1,4333 1 Belg. franki 0,1689 0,1894 03083 1 Svissn. franki 3,4581 3,4677 33146 1 Hollenzk florina 2,7726 2,7802 3,0682 1 V.-þýzktmark 3,0866 3,0941 3,4036 1 Itölsk líra 0,00620 0,00622 0,00684 1 Aueturr. Sch. 0,4367 0,4379 0,4617 1 Portufl. Escudo 0,1161 0,1164 0,1280 1 Spánskur poseti 0,0772 0,0774 0,0861 1 Japansktyen 0,03198 0,03207 0,03628 1 írskt Dund 11,291 11,323 12,466 SDR (sérstök dráttarréttlndi) 8/1 8,0689 8,0000 Símsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.