Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1981. r Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþrótt Á stóru myndinnl sést Ragnar Ólafsson horfa á eftir boltanum i holuna á 9. braut. Það var púttiO sem tryggfli honum sigurinn. Á lltlu myndlnni eru þeir Geir Svansson (t.v.) og Eirikur Jónsson, sem varð aO sætta sig við 3. sætið eftir að hafa átt gullna möguleika á 1. sætinu fyrir siflustu holuna. Við íslendingar erum ser Evrópu sem mest er háð t vöruflutninga vegna þess stórt og strjálbýlt. Hver o sér það ástand sem skap ekki við. Þetta mikilvæga aukið frelsi og gjörbreytt og vinnu í nútíma þjóðfé Tíundi hver starfandi ísle 10 þúsund manns hafa al óbeint tengist bifreiðinni Staðaníl. deild: Skagamenn og Víkingar í efstu sætunum Staðan i 1. deildlnni eftir ieiki helgar- innar er þessi: Breiðablik — Akranes 0—0 Vestmannaeyjar — KR 1—1 Fram — Þór 0—1 KA — FH 5—1 Vikingur — Valur 3—2 Akranes Víkingur KA Valur Vestmeyjar Breiðabiik Fram Þór KR FH Markahæstu menn: Kári Þorleifsson, ÍBV 3 mörk Lárus Guðmundsson, Víkingi 3 mörk Guðbjörn Tryggvason, ÍA 3 mörk KAtókFH íkennslustund á Akureyrí — sigraði5-logFHer núeittábotninum Frá Guðmundi Svanssynl, Akureyri, i gærkvöld: KA tók FH i karphúslð svo um mun- aði er liðin mættust hér á Sanavellinum i 1. deildinni. Ef undan er sldlinn upp- hafskafli leiksins hafði KA tögl og hagldir og sigraði að lokum 5—1. Stærsti sigur 1. delldarinnar i ár og staða FH á botninum er nú Ijót. Byrjun KA hins vegar betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Ekki voru liðnar nema 7 mínútur af leiknum er KA fékk fyrsta marktæki- færi sitt. Gunnar Gíslason, sem átti eftir að koma mjðg við sögu í leiknum, átti þá bylmingsskot i hliðarnetið. A 26. min. kom svo fyrsta markið. Jóhann Jakobsson tók þá, sem oftar, góða hornspyrnu. Hún var föst og af fótum Magnúsar Stefánssonar, varnar- manns FH, þaut knötturinn i netið, 1 — 0. Nokkru síðar átti Gunnar Blöndal hörkuskot að marki en Hreggviður Ágústsson, ágætur markvörður FH, varði velíhorn. Undir lok hálfleiksins gerðu KA- menn svo haröa hríð að marki FH og uppskáru tvö mörk. Á 41. minútu tók Jóhann hornspyrnu á nýjan leik. Lyfti vel fyrir markið. Þar náöi Gunnar Gíslason knettinum, tók hann niður og gaf svo út til Jóhanns sem kom á fullri ferð og skoraði glæsilega úti við stöng. Á lokamfnútu hálfleiksins tók Jóhann enn eina hornspyrnuna. Lyfti vel fyrir markið og að þessu sinni skallaði Gunnar Gfsiason af feikilegu afli i rietið, 3—0. Hafi FH-ingar gert sér vonir um að rétta hlut sinn i síðari hálfleik voru þær vonir drepnar í fæðingu. FH-ingar voru vart búnir að hefja leikinn á miöju i s.h. er KA-menn stálu knettinum af þeim. Gunnar Gtslason vippaöi iaglega inn i vítateiginn þar sem Gunnar Biöndal skoraði glæsimark í stöng og inn, 4—0. Fimmta mark KA kom svo á 73. minútu. Steinþór Þórarinsson átti þá langt innkast. Ásbjöm Björnsson nikkaði skemmtilega aftur fyrir sig og þar kom Gunnar Gislason aövifandi og skoraði með þrumuskalla, 5—0. Á 82. minútu tókst FH loks að svara fyrir sig. Skoraöi Páimi Jónsson þá af stuttu færi eftir darraöardans inni i vitateig KA. í sjálfu sér ekki ósann- gjörn úrslit þvi KA var margfalt betri aðilinn og slenið yfir leikmönnum FH hreint ótrúlegt. Meira að segja lands- liðsmaðurinn Viðar Halldórsson var ekki svipur hjá sjón. Hreggviður var ágætur i markinu og Magnús Teitsson barðist vel. Hjá KA voru það þeir Jóhann Jakobsson, Ásbjöm Björnsson og Gunnar Glslason sem voru beztir. Dómari var Hreiðar Jónsson og slapp sæmilega frá sínu, ekki meira. - GSv, Akureyri / SSv. FYRSTISIGUR VÍK- INGS Á VAL í ÍS- LANDSMÓTI í 11ÁR! - Víkingur sigraði 3-2 á LaugardalsveHinum í gærkvöld og var sá sigur í miimsta lagi „Þetta var bráöskemmtilegt. Ég hef aldrei áður skorað þrjú mörk i leik i 1. deild og það var vissulega gaman að mér skyldi takast að skora fyrstu þrennu mina gegn íslandsmeisturum Vals,” sagði Lárus Guðmundsson, hinn 19 ára miðherji Vikings, eftir að Vikingur hafði sigrað Val 3—2 i skemmtilegum leik i 1. deild á Fögru- völlum i Laugardal i gærkvöldi. „Ég er mjög ánægður með leik Víkingsliðsins. Það var betra liðið i leiknum, einkum i fyrri hálfleik. Sigurlnn var i minnsta lagi, samleikur oft góður og Vikingur fékk miklu fieiri opin færi i leiknum,” sagði Hafliði Pétursson, liðsstjóri Víkings, og hafði vissulega ástæðu til að vera ánægður með leik sinna manna. Fyrsti sigur Vikings á Vai f íslandsmótinu frá 1970. Víkingsliðið verðskuldaði vissulega sigurinn, lék lengstum yfirvegað með góðum samleik á okkar mælikvarða, og sigurinn var ekki í hættu þó litlu munaði í lokin. Valur skoraði siðara mark sitt á lokamínútu leiksins. Lárus Guðmundsson var Valsvörninni mjög erfiður og hann skoraði öll mörk liðs sins. Mjög góð mörk og leikni og hraði þessa unga miðherja var meiri en Vals- menn fengu hamið. Valsvörnin engan veginn sannfærandi þó Dýri Guð- mundsson sýndi oft góðan leik. En fleiri en Lárus léku vel í Víkingsliðinu. Heimir Karlsson og Ómar Torfason höfðu góð tök á miðjunni í vörninni var Helgi Helgason sá klettur, sem flestar sóknir Valsmanna brotnuðu á. Hann var vel studdur af Jóhannesi Bárðarsyni, Magnúsi Þorvaldssyni og Ragnari Gíslasyni, sem lék á ný sem bakvörður. Þórður Marelsson fram- vörður, mikill dugnaðarforkur og leik- inn. Valsliðið var ekki sannfærandi i þessum leik og slapp betur hvað marka- töluna snerti en efni stóðu til. Varnar- mennirnir stórir og þungir. Grímur Sæmundsen, fyrirliði, barðist af krafti en hafði ekki alltaf erindi sem erfiði. Framverðir og framherjar Vals eru leiknir strákar og fljótir en náðu sér þó aldrei verulega á strik. Þorsteinn Sigurðsson bezti maður liðsins og Þor- valdur Þorvaldsson gerði einnig góða hluti. En Valsliðiö náði ekki saman að þessu sinni, fékk ekki frið til að byggja upp leik sinn. Valur skorar f yrst Vikingar mættu ákveðnir til leiks og á fyrstu minútunum fékk Ragnar gott færi eftir aukaspyrnu Helga en spyrnti framhjá. Helgi átti hörkuskot yfir á 15. Vfkingar ná f orustunni Vikingar hófu siðari hálfleikinn af miklum krafti og eftir 17 mín. höfðu þeir náð tveggja marka forustu. Áður hafði Jóhann Þorvarðsson komist frir i gegnum Valsvörnina en Ólafur varði skot hans. Svo komu mðrkin. Á 48. min. fékk Viklngur innkast. Knettinum var kastað til Lárusar inn i vitateiginn. Hann komst framhjá Sævari Jónssyni og næstum frá enda- mörkum sendi hann knöttinn með vinstri fæti yfir Ólaf markvörð og i homiö fjær. Glæsiiegt mark. Lárus lét ekki þar við sitja. Á 62. min. spyrnti Ómar knettinum langt fram á vallar- helming Vais. Þórður skallaði áfram og Lárus hljóp varnarmenn Vals af sér. Sendi siðan knöttinn framhjá Ólafi f opið markið. Knötturinn rétt sniglaðist yfir marklinuna. Eftir markið fóru Valsmenn að sækja miklu meira, Hilmar Sighvats- son átti skot rétt yfir mark Vikings, Diðrik Ólafsson, markvörður Víkings, sem stundum var nokkuð galsafenginn í úthlaupum, varði vel eftir horn- spyrnu. Hélt ekki knettinum og Lárus Guðmundsson jafnar fyrir Vfking eftir að Ólafur Magnússon hafði varið fyrsta skot hans eins og myndin sýnir. DB-mynd Einar Ólason. 17. júní blöðmr ásamt miklu úrvali affánum jyrirliggjandi. Pétur Pétursson Heildverzlun. Suðurgötu 14. Símar 21020 og 25101. mín. eftir þriðju hornspyrnu Vikings. Siðan skoraði Valur í raunverulega sínu fyrstu upphlaupi. Það var gull af marki. Þorsteinn Sigurðsson fékk knöttinn rétt utan vitateigs Viklngs, lék inn i teiglnn og á þrjá mótherja áður en hann skoraði með föstu skoti rétt utan markteigs. Frábæriega að þessu staðið hjá Þorstelni. En Víkingar voru meira með knött- inn og sóknarlotur þeirra mun hættu- legri. Tvivegis ógnaði Lárus marki Vals eftir aukaspyrnur Heimis. Litlu munaði i siðara skiptið — hörkuskot i hliðarnet. Svo jafnaði Víkingur á 41. min. og það var einnig gullfaliegt mark. Heimir áttl failega sendlngu á Þórð út á vinstri kantinn. Þórður skallaöi til Lárusar, sem spyrnti þegar á markið. Ólafur Magnússon varði en hélt ekki knettlnum. Lárus náði honum aftur, lék á mótherja, inn á markteig og sendi knöttinn i marldð. Snjaiit hjá Lárusi. Á lokaminútu hálfleiksins tók Heimir aukaspyrnu vel á fjærstöngina. Þar var Ómar Torfason frir og skallaði af stuttu færi á Valsmarldö. Ólafur varði mjög vel. Magnús bjargaði á siðustu stundu í horn. En á 70. mín. gat Heimir Karls- son auðveldlega gulltryggt siguf Vikings. Komst einn inn fyrir vöm Vals og átti aðeins Ólaf markvörð eftir. Spymti knettinum framhjá i opnu færi. Þungi sóknar Valsmanna varö tals- verður lokaminútur leiksins. Diörik varði þá tvívegis vel en honum tókst ekki að koma í veg fyrir að knötturinn hafnaði i Vikingsmarkinu á lokamínút- unni eftir frekar laust en hnitmiðað skot Jóns Gunnars Bergs frá vítateign- um. Knötturinn lenti neðst i bláhorn- inu. Það mark kom þó of seint til aö bjarga einhverju fyrir Val. Fyrir leikinn minntist Baldur Jóns- son, vallarvörður, Ólafs P. Erlendsson- ar, formanns KRR, sem lézt í Kaup- mannahöfn sl. flmmtudag. Leikmenn beggja liða léku með sorgarbönd en Ólafur var einn af forustumönnum Víkings í áratugi. Áhorfendur voru hátt í þrjú þúsund — 2512 greiddu aðgangseyri — en er ekki hægt að gera meira fyrir þá? Gæzla lítil sem engin og fjöldi ung- menna á hlaupabrautunum og hefti út- sýniö fyrir fjölmörgum. Það hlýtur að vera hægt að gera betur. -hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.