Dagblaðið - 04.08.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 04.08.1981, Blaðsíða 1
—og sekt að auki—fangelsisdómurinn tvöfaldast verði sektin ekki greidd Ungi íslendingurinn, sem nú situr í fangelsi i Marokkó, var um heljina dæmdur í átta mánaða fangelsi og sekt að auki. Hann heitir Ólafur Bragason og verður 23 ára í septem- ber. Þá segir í skeyti til utanríkis- ráðuneytisins frá danska sendiráðinu í Rabat, höfuðborg Marokkó, að verði sektin ekki greidd tvöfaldist fangelsisdómurinn. Samkvæmt þeim heimildum sem DB hefur aflað sér mun sektin vera töluvert á sjöunda þúsund íslenzkar krónur. íslendingurinn situr í fangelsi í smábænum Xauen, sem er 80 til 100 kílómetra suður af hafnarborg- inni Ceuta. Hann mun hafa setið í fangelsi siðan i byrjun júlí en utan- rfkisráðuneytinu var í morgun ekki kunnugt um hvort sá mánuður drægist frá hinum átta eða hvort Islendingurinn þurfi að sitja inni í átta mánuði í viðbót. Utanríkisráðuneytið vissi ekki í morgun fyrir hvaða sakir nákvæm- lega Ólafur Bragason var dæmdur en líklegt má telja að hann hafi brotið fíkniefnalöggjöf landsins. íslendingurinn mun hafa farið til Marokkó í fylgd með Spánverja nokkrum en flogið hefur fyrir að íslenzk stúlka og Norðmaður hafl einnig verið f för með þeim. Þau þrjú I munu þó öll hafa sloppið klakklaust úrlandi. Aðbúnaður í fangelsum í Marokkó mun vera afar slæmur og lífið þar hræðilegt. Segja kunnugir að ástand fangelsismála þar í landi sé um tveimur öldum á eftir því sem tíðkast í Evrópu. -SA. Verzlunarmannahelgin var með róiegra móti vfðast hvar um landið. Færra fólk var á helztu stöðum en á sfðasta ári og jafnvel færra en um aðrar helgar I sumar, eins og fram kemur á bls. 61 blaðinu f dag. Myndin að ofan var tekin f Húsafells- skógi, þar sem ástin blómstraði f blfðvirðinu. DB-mynd: Sig. Þorri. Dagblaðið skyggnist bak við tjöldin í biskupskjöri: ÚRSUT RÁÐAST Á ÖRFÁUM ATKVÆÐUM — ef sr. Ólafur og sr. Pétur verða hníf jaf nir í atkvæöa- greiðslunni velur Friðjón dómsmálaráðherra annan hvorn þeirra til að gegna embættinu Hræringar og flokkadrættir innan þjóðkirkjunnar eru talsverðir vegna biskupskjörs. Því er spáð að mjótt verði á munum og örfá atkvaeði kunni að ráða úrslitum um hvor þeirra taki við embætti af herra Sigurbirni Einarssyni í haust, Olafur Skúlason dómprófastur eða sr. Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup á Akureyri. Sr. Ólafur fagnaði góðum sigri í fyrri umferðinni, hlaut þá meira fylgi en sr. Pétur og sr. Arn- grimur Jónsson til samans. Margir þeirra sem studdu sr. Arngrím, sr. Heimi Steinsson í Skálholti og sr. Jónas Gfslason dósent í fyrri umferð, greiða sr. Pétri atkvæði f síðari um- ferðinni. Þannig minnkar bilið milli sr. Ólafs og sr. Péturs. í dag treysta fáir sér til aö spá úrslitum með vissu, svoóljóserstaðan. Talning atkvæða hefst í dóms- • málaráðuneytinu mánudaginn 24. ágúst kl. Í7. í morgun höfðu tæplega 60 atkvæði borizt en alls eru 148 manns á kjörskrá. — sjá nánar á bls. 20-21 Dagblaðið reyndi að skyggnast bak við tjöldin i þjóðkirkjunni og kanna' hvernig staðan er i biskupskjöri. Rætt var viö fjölda presta um allt land í upplýsingaöfluninni og bar öllum viðmælendum saman um að tvísýnt væri um úrslitin. -ARH. Verkfallflug- umferðarstjóra íBandaríkjunum: Verkfallið veldur Flug- leiðum miklum óþægindum —sex tíma seinkun áölluflugitil ogfráBanda- ríkjunum Áhrifa verkfalls flugumferðarstjóra í Bandarikjunum er nú farið að gæta víða. Hafa vélar Flugleiða t.d. tafizt allt að sex tíma á leið til og frá Banda- ríkjunum, auk þess sem verkfallið hefur valdið Flugleiðum ýmsum öðrum óþægindum. Þá hefur og mikið mætt á flugumferðarstjórum í Keflavíkurflug- velli vegna verk fallsins. — Þetta verkfall hefur haft veruleg áhrif á okkar störf, sagði Ólafur Haraldsson fulltrúi yfirflugumferðar- stjóra á Keflavíkurflugvelli í samtali við DB í morgun. — Vélar sem hafa verið á leið til Bandarlkjanna hafa orðið að panta lendingartíma með löngum fyrirvara og vera mættar í „biðröð” fyrir sunnan Grænland á fyrirfram ákveðnum tíma, sagði Ólafur. Að sögn Ólafs hefur flugi til og frá Bandarikjunum seinkað um allt að sex tíma vegna verkfallsins, en flugum- ferðarstjórar úr Bandaríkjaher hafa hlaupið I skaröið fyrir flugumferðar- stjórana sem í verkfalli eru. Þá hefur verið nokkuð um það að flugfélög hafa fellt niður ferðir frá Evrópu vegna verkfallsins en allt þetta leiðir til þess að álag á flugumferðarstjórum 1 Kefla- vík og víðar á N-Atlantshafi hefði aukist mjög, sagöi Ólafur. Leifur Magnússon framkvæmda- stjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða sagði f samtali við DB í morgun að Flugleiðir hefðu orðið fyrir töluverðum óþægind- um vegna verkfallsins. Auk þess sem flugi seinkaði þá misstu margir sem kæmu frá Bandaríkjunum af öðrum vélum á Keflavíkurflugvelli og þyrftu þvl að gista eina nótt hérlendis. -ESE

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.