Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 20

Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 20
„Nei, biðiði við . . . hvaða aðferð ætlar maðurinn eiginlega að nota i hástökkið. Þetta er ekki gamli, góði grúfustíllinn og ekki er þetta Fos- bury-aðferðin svo mikið er víst. Hm . . . ætlar maðurinn að „saxa” yfír rána? Nú, nú . . . það er ekkert annað en eigin stíll, góðir gestir.” Lýsingin hér að ofan er úr einu af merkari frjálsíþróttamótum sem fram fara ár hvert hérlendis og er hér um að ræða fimmtarþraut íþrótta- fréttamanna og ljósmyndara sem DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981. „Nú, nú... þaö er bara eigin stíll” * A — fimmtarþraut ársins fór fram er íþróttafréttamenn og Ijósmyndarar reyndu með sér ýmsu um. Morgunblaðsmenn voru báðir löglega afsakaðir með sinn fótinn hvor óhæfan til keppni eftir svaðilfarir í tennis og á Laugavegin- um. Aðrir íþróttafréttamenn voru löglega afsakaðir á einn eða annan hátt. Þátttaka ljósmyndaranna var einnig slakari en í fyrra og munaði þar mestu um að Friðþjófur (títt- nefndur Nansen) Helgason var upp- tekinn við golfslátt í Islandsmótinu og Sigurður okkar Þorri hér á DB átti við annríki í einkalífi að stríða. Hvað sem því leið var vor í lofti (reyndar orðið vel áliðið sumars) og bjart yfir Laugardalnum og kepp- endur tíndust til búningsherbergj- anna undir Laugardalsstúkunni. Eggjunarorð gengu á milli keppenda fyrir leikana og var strax greinilegt að þarna yrði barizt til síðasta bensín- dropa. Það fór og á þá leið. Keppni hófst með langstökki og eftir geysilega skemmtilegar nðfarir var það Sigurður Sverrisson ( SSv.) hér á DB sem bar sigur úr býtum. Strax að því loknu undu menn sér í kringlukastið og þar sáust einhver þau glæstustu tilþrif sem nokkru sinni hafa sézt í þeirri íþrótt. Kaststíll manna var geysilega ólfkur og allt frá því að taka einn og hálfan hring áður en kringlunni var sleppt og niður í kyrrstöðu. Nærstaddir áhorfendur voru í stórhættu enda höfðu menn á orði að þetta væri hálfgerð bana- Vilhjálmur hélt upp á afmæliö Vilhjálmur Ástráðsson plötu- snúður fagnaði níu ára starfsafmæli sínu með veglegri veizlu í veitingahús- inu Hollywood á dögunum. Gestir voru á fjórða hundraðið. Meðal þeirra voru flestir plötusnúðar aí suðvesturhorninu, sem sprelluðu o£ létu illum látum Vilhjálmi til heiðurs. Meðal annars tóku þeir lagið (Fyrr var oft í koti kátt), kepptu í húla- hoppi og sýndu listir sínar í diskótek- inu. — Vilhjálmur fékk aðsjálfsögðu afmælistertu með kertum og öllu til- heyrandi. Hér lætur hann vind- orkuna vaða á kertin, fólki til óblandinnar ánægju. - ÁT / DB-mynd Einar Ólason „Hvur þremillinn. Þetta átti nú að vera langstökk hjá mér en ekki fimleikasýn- ing. Ég vinn þetta aldrei.” Hermann Gunnarsson með krossinn uppi i sér. „Það er ég viss um að hann nafni minn Jósepsson gæti verið stoltur af þessu stökki.” Lúðvik Geirsson dengir sér í gryfjuna. kringla. Það var Hermann Gunnars- son sem reyndist hafa manna bezt lag á gripnum og sigraði nokkuð örugg- lega. Hástökksránni var síðan stillt upp og einn af öðrum datt úr leik eftir því sem hún fór hærra. Lengst allra þraukaði Hermann, þessi 34 ára gamli geðþekki útvarpsmaður, og dróst að lokum yfir 1,55 metra. Hingað og ekki lengra, en aðfarir keppenda voru stórbrotnar í meira lagi eins og frá greinir í upphafi pist- ilsins. Þá var það 60 metra spretturinn. Hermann þjófstartaði einum 16 sinnum áður en hægt var að hefja keppni. Löglegt hlaup náðist þó ekki fyrr en Hermann, undirritaður og Ingólfur Hannesson á Þjóðviljanum (IngH) höfðu þeytzt alla leiðina einu sinni á Ijóshraða. DB hafði bezt, loks þegar hægt var að ljúka hlaupinu, en útvarpsmaðurinn snjalli var vart meira en 2—3 fetum aftar. Það var svo í spjótkastinu, sem Hermann tryggði sér yfirburðasigur. Hann kastaði fast að helmingi lengra en næstu menn sem allir virtust eitt- hvað miður sin að þessu sinni. Samanlagður sigur útvarpsmannsins var því staðreynd og hann endurtók því afrek sitt frá I fyrra. Ingólfur varð í öðru sæti, Ragnar örn Péturs- son á Tímanum (röp) þriðji, undir- ritaður fjórði og þeir Þjóðviljamenn, Lúðvík Geirsson og Gunnar Elisson, sem átti við meiðsli að stríða, urðu í 5. og 6. sæti. Nokkrir keppenda munu þegar teknir til við æfingar fyrir keppni næstaárs. Keppendur vilja koma á framfæri Keppendur i fimmtarþrautinni glaðbeittir á svip (tekið áður en keppni hófst) og sér ómeðvitandi um hvilikt böl beið þeirra næstu tvo timana. DB-mynd S. þakklæti til Stefáns Jóhannssonar, frjálsíþróttafrömuðar hjá Ármanni, fyrir frábæran stuðning og góð ráð i neyðinni. . sSv. „Nú, fyrirgefiði, er grettukeppnin i Austurbæjarbiói?” DB-maðurinn, SSv., tekur hraustlega á i langstökk- inu. DB-myndir S. hefur verið hefðbundinn viðburður nú hin síðari ár. Að þessu sinni voru keppendurnir aðeins sex talsins og mátti kenna „Þrirogfimmtiu er takmarkið. Ætli ég nái þvi ekki bara þrátt fyrir meiðslin.” Gunnar Elisson, Ijósmyndari á Þjóð- viljanum, rekur út úr sér tunguna yfir sandgryfjunni. „Nei, þetta er bara eins og að sitja i flugvél. Ha, þetta er létt prógramm.” Ragnar, — röp, Pétursson sýnir hér hljóðfráan stökkstil að hætti bænda. „Nei, heyriði mig, hvar er gamla jafn- vægið? Já, hægri höndina vel út og þá kemur þetta allt saman.” Ingólfur Hannesson svífur hér vængjum þönd- um.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.