Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 16
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981.
20
V
[ Dagblaðið reynir að skyggnast bak við tjöidin í þjóðkirkjunni:
Örfá atkvæði kunna að ráða
úrslitum f biskupskjörinu
fari svo ólíklega að sr. Pétur og sr. Ólaf ur verði hnrfjafnir ræður Friðjón
dómsmálaráðherra því einn hvor verður biskup!
Séra Ólaf skorti aðeins 10 atkvæði
til að fá hreinan meirihluta atkvæða
og þar með biskupsembættið. Hann
hlaut eins og sjá má meira fylgi en sr.
Pétur og sr. Arngrímur samanlagt.
Stuðningsmenn hans fögnuðu að
vonum og töldu sumir hverjir fullvíst
strax hvernig leikar færu í síðari um-
ferö.
Stuðningsmenn sr. Péturs urðu
fyrir töluverðum vonbrigðum með
úrslitin. Flestir töldu að hann myndi
fá fleiri atkvæði en raun varð á,
sumir jafnvel litlu færri atkvæði en
sr. Ólafur. Sr. Pétur sagði sjálfur
1 samtali við Morgunblaðið 11. júll:
„Reyndar bjóst ég við heldur fleiri
atkvæðum, en þessar tölur tala sinu
máli og greinilegt er að sr. Ólafur
hefur langflest atkvæðin.”
Sr. Arngrímur túlkaði úrslitin af á-
berandi mestri varúð þeirra þriggja,
lét nægja að þakka stuðninginn.
Annað fengu fjölmiðlar hann ekki til
að segja.
Ólafur, sr. Pétur og sr. Arngrímur.
Þann 20. júlí gerist það svo að sá
síðastnefndi sendi fjölmiðlum yfirlýs-
ingu um að hann drægi sig I hlé.
Jafnframt hvetur hann stuðnings-
ATLI RUNAR
HALLDÓRSSON
Sr. Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup. Nýtur góðs af kosningabandalagi við sr.
Arngrfm, sr. Heimi og sr. Jónas.
örfá atkvæði kunna að ráða úr-
slitum um hvort það verði séra
Ólafur Skúlason dómprófastur eða
séra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup
sem taki við biskupsembættinu af
herra Sigurbirni Einarssyni í haust.
Almennt er talið að mjótt verði á
munum, úrslit geti verið á hvorn
veginn sem er. Að minnsta kosti var
staðan sögð sú um þaö leyti er Dag-
blaðið reyndi að skyggnast bak við
tjöldin í síðustu viku. Rætt var við
fjölmarga presta um allt land, bæði
menn sem eru í innsta hring i starfi
innan kirkjunnar vegna biskups-
kjörsins og menn sem standa utan við
og fylgjast með úr fjarlægð. Allir
viðmælendur blaðsins vildu ræða
málið í fullum trúnaði og án þess að
vera nokkurs staðar nefndir með
nafni til sögunnar. Að öðrum kosti
hefði litið orðið úr samtölum og upp-
lýsingaöflun. Biskupskjörið er við-
kvæmnismál innan þess tiltölulega
fámenna hóps sem tekur þátt í þvi.
Áköfustu stuðningsmenn sr. Ólafs
og sr. Péturs létu auðvitað I ljós þá
von, að „þeirra” maður yrði ofan á i
kjörinu. Enginn einasti treysti sér til
að fullyrða með rökum hvernig úr-
slitin yrðu. Allir voru sammála um að
þau yrðu mjög tvísýn. Jafnvel höfðu
sumir orð á því, að þriðji möguleik-
inn kæmi til greina: nefnilega jafn-
tefli! Það er við nánari athugun ekk-
ert sem kemur I veg fyrir að séra
Ólafur og séra Pétur fái nákvæmlega
jafnmörg atkvæði. Tala manna á
kjörskrá er jöfn (148) og tala þeirra
er greiddu atkvæði i fyrri umferð er
líka jöfn (142). Og hvað gerist þá?
Þeirri spurningu var beint til Baldurs
Möller, ráðuneytisstjóra og for-
manns kjörnefndar:
„Fræðilega er ólíklegt að atkvæðin
falli jafnt. Fari þó svo, kemur til
kasta dómsmálaráðherrans. Ráðherr-
ann skipar þann sem hann telur betur
að embættinu kominn — og velur
milli þeirrasem efstir eru og jafnir.”
Þá vitum við það. Mikið vald er
Friðjóni Þórðársyni gefið fari svo að
hrein úrslit fáist ekki í síðari umferð
biskupskjörs!
Ólafsmenn sigur-
vissir, en ...
Rétt er að rifja upp fáein atriði um
biskupskjör og úrslit I fyrri umferð,
áður en lengra er haldið. Sem fyrr
segir eru alls 148 á kjörskrá. Það eru
starfandi sóknarprestar, fáeinir aðrir
starfsmenn kirkjunnar og fráfarandi
biskup. Auk þeirra fulltrúar prófasts-
dæma, kirkjuþings og kirkjuráðs —
leikmennirnir svokölluðu — og fast-
ráðnir guðfræðimenntaðir kennarar I
guðfræðideild Háskólans. 142
greiddu atkvæði I fyrri umferð og úr-
slit voru birt um miðjan júnlmánuð.
Þau voru mjög á þann veg sem menn
höfðu ætlað. Séra Ólafur hlaut 62
atkvæði, séra Pétur 36 atkvæði, séra
Arngrimur Jónsson I Háteigssókn 23,
séra Heimir Steinsson í Skálholti 10,
séra Jónas Gfslason dósent 6, séra
Bernharður Guðmundsson 1, séra
Halldór Gröndal 1 og dr. Þórir Kr.
Þórðarson prófessor 1 atkvæði.
Tveir seðlar voru auðir.
Yfirlýsing Arngríms
— kosningabanda-
lag myndaö
Nú hófst „síðari hálfleikur” í
biskupskjöri. Líklegt má telja að al-
menningur hafi talið slðari umferð-
ina nánast formsatriði sem þyrfti að
ljúka af. Ólafur stæði með pálmann í
höndunum eftir svo góðan sigur í
þeirri fyrri.
Samkvæmt nýjum lögum um
biskupskjör skulu taka þátt í síðari
umferðinni þeir þrír er flest atkvæði
hlutu í fyrri umferð. í þessu tilfelli sr.
Herra Sigurbjörn Einarsson biskup. Fjölskylda hans ræður yfir fimm atkvæðum.
Sr. Ólafur Skúlason dómprófastur. Stuðningsmenn hans eru ekki eins sigurvissir
og i byrjun.
menn sína til að „verja atkvæðum
slnum með öðrum hætti við síðari
umferð og sinni því ekki, þótt nafn
mitt sé á kjörseðli lögum sam-
kvæmt.”
Sr. Arngrfmur fékkst ekki til að
segja I samtali við blöðin hvað
ákvörðun hans boðaði eða hvort
hann myndi lýsa stuðningi við annan
hvorn þeirra er eftir stóðu í biskups-
kjörinu. Aðeins í Dagblaðinu voru
viðbrögð sr. Arngríms túlkuð í frétt
21. júli. Fyrirsögnin er: „Kemur sr.
Pétri frekar til góða”. í textanum
segir meðal annars: „Þeir sem spá I
spilin eru þó í engum vafa um að með
þessu vill séra Arngrlmur styrkja
stöðu séra Péturs”.
Sú saga komst á kreik strax I stuðn-
ingsmannahópi sr. Ólafs fljótlega eftir
að úrslit úr fyrri umferð voru kunn
að sr. Pétur íhugaði að draga sig I hlé
og hvetja menn til að fylkja sér
um sigurvegarann. Nánir samstarfs-
menn og stuðningsmenn sr. Péturs
mótmæltu þessu sem hreinni fjar-
stæðu I samtölum við DB. Sr. Pétur
sjálfur sagði blaðamanni að sagan
væri tilhæfulaus heilaspuni.
Aðdragandi ákvörðunar sr. Arn-
gríms er eftirfarandi samkvæmt
heimildum blaðsins: Sr. Arngrímur
og nánustu stuðningsmenn hans sáu
strax að staða hans í sfðari umferð
væri vonlítil eða vonlaus. Þó hlaut sr.
Arngrímur fleiri atkvæði en margir
stuðningsmenn höfðu þorað að vona.
Strax að úrslitum fengnum höfðu
þeir símasamband við sr. Pétur á
Akureyri: sr. Arngrímur, sr. Jónas
Gíslason og sr. Heimir Steinsson.
Þeir vildu fá sr. Pétur til Reykjavíkur
til fundar við sig. Það varð úi að sá
fundur var haldinn. Þar lýstu sunn-
anmenn stuðningi við sr. Pétur og
lofuðu að beita áhrifum sinum til að
stuðningsmenn þeirra gerðu slikt hið
sama. í kjölfar þessa fundar var
boðaður annar fundur á heimili séra
Franks M. Halldórssonar, i Nes-
prestakalli, eins af forystumönnum
Arngrímsmanna. Fundinn sóttu
stuðningsmenn sr. Arngríms og þeir
fengu hvatningu um að fylkja sér um
sr. Pétur.
Ólafsmenn gramir
og tala um „plott"
Fréttin um kosningabandalagið
barst fljótlega manna á milli innan
kirkjunnar. Viðbrögðin voru mis-
jöfn. Verst var fréttinni tekiö I stuðn-
ingsmannahópi sr. Ólafs:
„Þessir menn virða ekki leikreglur
með því að „plotta” svona,” sagði
einn Ólafsmaður.
„Reglur segja að kosið skuli um
þrjá menn en svo er farið í kringum
þær og aðeins tveir standa eftir.”
Annar Ólafsmaður sagði:
„Það er enn eitt dæmið um lán-
leysi kirkjunnar að menn skyldu ekki