Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981.
Kjallarinn
BragiJösepsson
14) , Indland (6—14), ítalla (6—14),
Island (7—15), Pólland (7—15), Sví-
þjóð (7—15), Ráðstjórnarríkin (7—
15) , Júgóslavia (7—15, (5). 7 ára
skólaskylda: Argentina (6—13), (6).
6 ára skólaskylda: Grikkland (6—
12), Mexikó (6—12), Portúgal (6—
12), Kúba (6—12), Kýpur (6—12),
Egyptaland (6—12), Kórea (6—12).
Framangreindar heimildir eru úr
International Yearbook of Edu-
cation, 1980.
Það sem m.a. vekur athygli i
sambandi við ofangreindar tölur er
hversu mikil áhersla er lögð á, að
skyldunám hefjist hjá 6 ára börnum,
og er þetta sérstaklega athyglisvert
hjá þeim þjóðum sem hafa
tiltölulega stutta skólaskyldu.
Norðurlönd
og Rússar
Þá er ekki óeðlilegt þótt sú
spurning vakni hvers vegna engin
Norðurjandaþjóðanna hafí enn tekið
upp skólaskyldu 6 ára barna. Sama
má einnig segja um Ráöstjórnarríkin,
Júgóslavíu og Pólland þar sem skóla-
skylda hefst með 7 ára aldri.
Um skipan skólamála i
Ráðstjórnarríkjunum gilda að vísu
mjög sérstakar aðstæður, og sama
má einnig segja um flest eða öll hin
kommúnistaríkin í Autur-Evrópu. í
öllum þessum löndum er veruleg
áhersla lögð á forskólanám. Um þessa
skóla gildir þó sú meginregla, á sama
hátt og um háskólana, að þeir eru
ekkifyrir alla.
Ef litið er á Sviþjóð sem eitt
dæmi um stöðu þessara mála á
Norðurlöndum, er ljóst, að allveruleg
þjónusta er fyrir hendi fyrir börn á
forskólaaldri. Hér er fyrst og fremst
um að ræða hinar ýmsu tegundir dag-
vistarstofnana, barnaheimila og
leikskóla, en einnig forskóla með
svipuðum hætti og þar sem
hefðbundið skólanám hefst við 6 eða
5 ára aldur.
Enda þótt fjárframlög til þessara
síofnana séu nokkuð rúm er ýmislegt
sem bendir til þess að viðhorf
sænskra ráðamanna í skólamálum
hafi staðnað við hugmyndafræði sem
þótti nokkuð athyglisverð fyrir tveim
til þrem áratugum, það er, að börn
innan sjö ára aldurs ættu ekki að fást
við vitræn viðfangsefni, nema að svo
miklu leyti sem þau tengjast því
uppeldis- og félagsmótunarstarfi sem
unnið er á þessum stofnunum. Með
vitrænum viðfangsefnum á ég hér við
námsgreinar svo sem lestur,
stærðfræði, eðlisfræði og skrift, svo
dæmi séu tekin.
Skólasky Ida frá
6 ára aldri strax
Það er skoðun mín, að taka beri
upp skólaskyldu frá 6 ára aldri. Eins
og þegar hefur verið bent á eru 6 ára
bekkir starfræktir um allt land, en á
mjög ófullnægjandi hátt. í fyrsta lagi
vegna þess að daglegur skólatími er
•of stuttur og í öðru lagi vegna þess
að foreldrar þurfa sjálfir að greiða
ákveðinn kostnað, þ.e. námsgögn,
sem foreldrar annarra barna þurfa
ekki að greiða.
Af þessum sökum má veraljóst, að
ekki yrði um stórkostlegt stökk að
ræða þótt stjórnvöld tækju þá á-
kvörðun, að hefja skólaskyldu ári
fyrr en nú er.
Jafnhliða þessu þyrfti að vinna að
því að endurskipuieggja menntun
forskólakennara og stefna að því, svo
fljótt sem kostur er, að skólaskylda
hefjist enn fyrr eða á því ári sem
barnið verður 5 ára. Að þvi hlýtur að
draga fyrr eða siðar.
Bragi Jósepsson, lektor.
..........."
Kommaforingjarnir stríða við
það að skapa hér „sælunnar reit”.
Fyrirhuguð sæla er af því tagi, sem
segir til sín í Póllandi. í augnablikinu
heyrist mest í Hjörleifi Guttormssyni.
Og það verður að heyja stéttastríð,
segir Svavar. Málflutningur HG
sýnir, að hann telur liðsafnaðinn
auðveldaðan með því að vekja
öfund, ágirnd og útlendingahatur.
Það skipti minnstu, finnst honum,
þótt þjóðin bíði álitshnekki og annað
tjón vegna þessháttar málflutnings.
„Hækkun í hafi” virðist hafa gufað
upp sem ásökunarefni og upphæðin
lækkað úr $47,5 m i $16 m. Ráðherr-
ann hefir því orðið uppvís að róg-
burði. Hann sagði að endur-
skoðunarskrifstofan brezka hefði
lagt mat á málsbótaratriði Alusuisse,
þegar hún ekki hafði gert það. Hann
er þvi ber að lygum. Fleira mætti
telja. En þungamiðja málsins er sú,
sem snýr að þjóðinni sjálfri og
hennar raunverulegu hagsmunum,
ekki að persónu HG, þótt hann sé
veginn og léttvægur fundinn. Það er
um þetta, sem ég hefi kallað
raunverulega hagsmuni, sem ég ætla
að fara nokkrum orðum.
Virkjanir
aðalatriðið
ör virkjun fallvatnanna og
jarðhitans til raforkuframleiðslu er í
sannleika mikið hagsmunamál
þjóðarinnar. Tengt þessu máli er svo
nauðsyn nýrra atvinnutækifæra.
Hvort tveggja, virkjun og atvinna,
tengist orkufrekri stóriðju. Sá sem
leggur stein í götu stóriðjunnar er
þar með að tefja eða koma í veg fyrir
virkjanirnar, sem mala þjóðinni gull.
Stóriðjunni má skipta í tvö horn. Sú
sem liggur beinast við er iðjuver reist
af útlendingum og í þeirra eigu,
framleiðslan til útflutnings. Hin er
iðjuver reist af íslendingum, með
erlendu fjármagni samt, framleiðslan
fyrir innlendan markað. Til dæmis
mætti hugsa sér að höggvið yrði á
hnútinn, sem vefst fyrir HG, með þvi
að ákveða að framleiða vetni fyrir
vélarnar: bíla, skip, flugvélar. Ég tel
sennilegt að þetta verði fljótlega hag-
kvæmt, þegar allar hliðar málsins
hafa verið athugaðar.
En það sem næst liggur er að taka
ákvarðanir um erlenda stóriðju og
virkjanir. Og með brambolti sínu
hefir HG tekizt að beina athyglinni
frá aðalatriðinu: virkjununum, og að
því sem er í rauninni ekki aðalatriðið:
stóriðjunni. Takist honum að
eyðleggja tækifærin og möguleikana
í stóriðjumáiunum, en þau snúast í
augnablikinu um erlenda stóriðju, þá
hefír honum þar með tekizt að koma
í veg fyrir að ört verði virkjað. Hinn
ámælisverði málflutningur HG er því
ekki hættulaus.
Traust og trúnaður
Þegar menn trúa öðrum fyrir
peningum sinum eða öðrum eignum,
þá gera þeir það, vegna þess að þeir
treysta orðum þeirra. Union Carbide
greiddi upphæð sem nam milljónum
doilara til Jjess að vera laus við
samninga sína við íslendinga. Ég er
þeirrar skoðunar að vestur í Ameriku
séu nú menn, sem mæla á þessa leið:
Hvað sagði ég ykkur? Úti á íslandi
eru kommúnistar áhrifamiklir. Nú
eru þeir farnir að spila fínt á strengi
öfundar, ágirndar og útlendinga-
haturs. Við sluppum billega.
Reynsla hér sem annars staðar er
sú, að atvinnutæki reist af út-
lendingum verða fyrr eða síðar eign
fólksins sem landið byggir. Á öllum
helztu verzlunarstöðum hér á landi
voru miklar eignir erlendra
kaupmanna. Seinna voru hér
hvalveiðistöðvar í eigu útlendinga.
Og enn er fjöldi manns á lifi, sem sá
i starfi verksmiðjur Dr. Pauls, Goos
og Holdös á Norðurlandi, svo og
særtska frystihúsið hér í Reykjavik.
Ekki má heldur gleyma íslands-
banka, því að með hans hjálp viku
miðaldirnar í atvinnulífinu. Allt er
þetta fyrir löngu orðið eign
þjóðarinnar. Eins og nú er ástatt
þurfum vér að fá útlendinga til þess
að koma hingað með framtak sitt,
tækniþekkingu og — fjármagn.
Ónauðsynlegar ýfingar við þá sem
fyrir eru, að ég nú ekki tala um róg
og lygi í þeirra garð, er heimska,
andstæð efnahagslegum hagsmunum
þjóðarinnar, enda uppi haft af
mönnum, sem vilja skapa hér sinn
„sælunnar reit”. Þegar ríkið rekur
atvinnutækin, þá er mörg matar-
holan fyrir pólitíska gæðinga. Þetta
er sú hugsun sem er á bakvið eyra hjá
Reitur
sælunnar
^ „Það einkennilega er, að hvergi eru laun
verkamannsins hærri en í löndum þar
sem stórfyrirtækin yfirgnæfa, einokunarhring-
irnir svokölluðu voldugastir, auðsöfnunin aug-
ljósust og arðránið mest, samkvæmt hjá-
fræðum marxista.”
*% ’ *. " * Í *' ;ÉiWÍ „ 6B«:í j V |
gliil Mi wfo mmt Wk W
Sá sem leggur stein 1 götu stóriðjunnar er þar með að tefja eða koma 1 veg fyrir
virkjanirnar, sem mala þjóðinni gull, segir dr Benjamin meðal annars. Myndin er
af túrbinum f BúrfeUsvirkjun.
kommaforingjunum. Áður en farið
er að flýta sér í eignarréttarmálinu,
þá væri góður undirbúningur fólginn
í því, meðal annars, að gera rækilega
úttekt á sögu og rekstri þeirrar
stóriðju, sem nú þegar er í höndum
íslenzkra yfirvalda, fyrst og fremst
með áburðarverksmiðju og sements-
verksmiðju. Slík úttekt hefir aldrei
farið fram, svo sjálfsögð sem hún er.
Arðránið
Það bezt verður séð, fer fram
skipulagður áróður gegn stórfyrir-
tækjum hér á landi. Ég nefni
Flugleiðir, Eimskip og ísal. Það er
því full ástæða til þess að ræða eina
höfuðákæruna á hendur hinu frjálsa
atvinnulífí.
Það einkennilega er, að hvergi eru
laun verkamannsins hærri en í
löndum þar sem stórfyrirtækin
yfirgnæfa, einokunarhringarnir
svokölluðu voldugastir, auðsöfnunin
augljósust og arðránið mest, sam-
kvæmt hjáfræðum marxista. Þar sem
auðsöfnunin er mest, arðránið mest
útfært, þar eru launin hæst, hin
almenna velmegun mest. Arðrán, i
marxískum skilningi, er þvi ekkert
áþreifanlegt eða raunverulegt. Það er
sem sé ekki um neitt rán að ræða,
aðeins tungumálið gert að
umskiptingi. Það liggur alveg öfugt í
málinu. Enda liggja fulltrúar fátæku
þjóðanna á hnjánum, biðjandi um
framkvæmdir hjá sér, er þýða launa-
vinnu, sem samkvæmt marxískri hjá-
fræði er ekkert annað en arðráns-
kerfi. Þessar þjóðir biðja um arðrán
og þá velmegun, sem fylgir þvi.
Hér er því um að ræða afbökun
og afskræmingu málsins til fram-
dráttar lyginni. Arðrán er sálarástand
sem marxistárnir reyna af fremsta
megni að brýna, en ekki raunverulegt
rán af neinu tagi. Arðrán er sálará-
stand. Það er öfund hins van-
máttuga, þess manns sem getur
hvorki skapað sér né öðrum at-
vinnutækifæri. Þessi ðfund er öflug
lyftistöng lýðskrumara og valda-
braskara. Hugvit, framtak og
dugnaður er ekki allra, og þá ekki
heldur sjálfsafneitun, ráðdeild og
stjórnsemi. Mennirnir eru misjafnir
að upplagi og þeim ber að taka lffinu
samkvæmt því. Allir bera þeir á-
byrgð. Þeir sem mest hafa hlotið í
vöggugjöf bera þyngstu ábyrgðina.
Af þeim verður mest krafizt. Það
þarf enginn annan að öfunda í þeim
efnum.
Falsguðinn
Hjörleifur Guttormsson skorar á
þjóðina að efla samstöðu sína utan
um hagsmuni sína, gegn Aiusuisse.
Þetta sem hann kaliar hagsmuni er
falsguð, marghöfðaður þurs. HG
kom i útvarpið fyrir nokkru.
kokhraustur yfir hinni beittu sveðju
sinni, skýrslu brezku endur-
skoðendanna, því að hans ósk er
illdeilur við útlendingana. Hann kom
Kjallarinn
Dr. Benjamín H .1.
□ríksson
svo aftur í hádegisútvarpið hinn 22.7.
Nú kom hann á ný. kunnugiega fyrir.
Hann var aftur orðinn skjálfradd-
aður. Hann skoraði á þjóðina að
mynda samtök um hagsmuni sína,
falsguðinn. Hann talaði ekki um þá
spurningu, hvað væri satt og rétt,
sem er það sem Alusuisse vill tala um.
En það er áriðandi að íslenzka þjóðin
skipi sér um sannleikann og rétt-
lætið. Þetta hvort tveggja eru hennar
raunverulegu hagsmunir. Gæti hún
þeirra, þá hefir hún gætt alls annars
að auki, sem mun þá skila sér í
fyllingu tímans.
Ég held, þrátt fyrir allt, að á
heillastundum sínum viti þjóðin
betur en svo, að hún láti
lýðskrumarana í forystu
Alþýðubandalagsins lítillækka sig til
þess að rækta með sér óvild til út-
lendinga. Þrátt fyrir langvarandi
erlenda stjóm og hernám og hersetu,
þá hefír það alltaf þótt til
vansæmdar á íslandi að láta ekki út-
lenda menn njóta sannmælis. Og þeir
útlendingar, sem hér er um að ræða,
hafa komið hingað með framtak,
tækniþekkingu og mikið fjármagn,
sem margar þjóðir biðja um, en fá
ekki.
íslenzka rikisstjórnin á að halda
sig við lög og samninga, og þess
vegna krefjast hins sama af öðrum.
HG talar með belgingi um það, að
fullvalda ríki ráði yfír tækjum sem
dugi. Svona tal í nafni islenzku
þjóðarinnar á þessum vettvangi er
svívirðilegt og á ekki að heyrast, því
að það er hótun um ofbeldi gegn því
sem er sagt, rétt og sanngjarnt.
Hvað vakir fyrir lýðskrumurum
og blekkingarmeisturum
Alþýðubandalagsins? Völd, þeir vilja
meiri völd. Fyrir sumum þeirra vakir
það að verða þingmenn, jafnvel
ráðherrar. En fyrir flestum þeirra
vakir það að skapa hér nýtt
þjóðfélag — „sælunnar reit”. Þaö
þarf ekki að fara i neinar grafgötur
um það, hvað sé um að ræða. Þetta
nýja þjóðfélag hefir verið í sköpun í
Sovétríkjunum í meir en 60 ár, í
Austur-Evrópu í 35 ár, annars staðar
skemur. Einn „sælunnar reitur”
heitir Pólland. Austar heita
sælueyjarnar Gulag-eyjar. í hinu
nýja þjóðfélagi reynist allt svo
fullkomið, nema mannfólkið. Það
kvartar sífellt. Sumir sem kvarta eru
sendir á geðveikrahæli, sem er ný
stjórnlist. í hinu nýja þjóðfélagi er
yfirfljótanlegt af öllu, segja fjöl-
miðlarnir heimafyrir, nema helzt mat
og frelsi. Fólkið er óánægt og kvartar
bara af því að það vantar mat og
frelsi! Já, þetta litilræði: mat og
frelsi! Hinn kommúnisiki
„sælunnar reitur” er því í reynd
þjóðfélag hinnar miklu mannlegu
óhamingju, gjaldþrot — efna-
hagslegt, siðferðislegt og umfram allt
— pólitiskt.
Hvernig stendur á fátækt
kommúnismans? Hún stafar af þvi
að lindir velmegunarinnar hafa
þornað: Hugvit, framtak og ráðdeild
Um leið og óeðlileg höft hafa verið
lögð á þessar hliðar mannlífsins —
athafnafrelsið — eða þær aðeins
vanmetnar og vanræktar, þá þorna
uppsprettur gæðanna. Hönd
embættismannavaldsins, sem á að
koma í stað þessara þátta, reynist
ófrjó og refsigjörn — hönd
kúgunarinnar. Svona einfalt er þetta!
Svona þýðingarmikið er frelsið og
hið rétta leiðarljós frjálsra manna:
sannleikur og réttlæti, þvi að án
þeirra ekkert frelsi. Það gildir því
að hafna hinu eitraða hunangi
lýðskrumara Alþýðubandalagsins.
Það er íslenzkri alþýðu lífs-
nauðsynlegt að losa sig úr viðjum
Alþýðubandalagsins sem allra fyrst.