Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 7

Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981. 7 Breytingar á rekstrí Sýningahallarinnar? Mimum fylla höll- ina af húsgögnum —segir Jón Hjartarson, eigandi hennar Vegfarendur á leið fram hjá Sýningahöllinni við Bíldshöfða hafa veitt því eftirtekt að stór auglýsinga- spjöld eru komin á þak og vegg Sýningahallarinnar. Hafa getgátur verið uppi um að breytinga væri að vænta á rekstri hennar. Af því tilefni hafði DB tal af Jóni Hjartarsyni, eig- anda Sýningahallarinnar. „Við höfum til hliðar við sýninga- starfsemina notað húsnæðið á þeim tímum þegar ekkert hefur verið um að vera og keypt húsgögn. Þessi verzlun hefur vaxið dag frá degi en eins og flestir vita á Húsgagnahöllin þetta hús,” sagði Jón Hjartarson. Hann nefndi aðspurður að Hús- gagnahöllin væri hlutafélag og aðaleig- endur væru eiginkona hans, Maria Sigurðardóttir og hann sjálfur. „Þegar við sáum hvert stefndi ákváðum við að nota allt húsið sjálfir. Við keyptum hlutabréf í IDE- innkaupasamsteypunni dönsku og komumst þannig inn á mjög stóran markað sem býður upp á hagstæð innkaup. Við höfum einnig samið við fjölmarga íslenzka framleiðendur og munum leggja áherzlu á að selja allt það sem íslenzkt er í húsgögnum.” Jón sagði að jarðhæð Sýninga- hallarinnar væri lofuð undir út- sölumarkað í september, Sambands- verksmiðjurnar á Akureyri yrðu með verksmiðjuútsölu í október og í febrúar á næsta ári væri pláss lofað undir bókamarkað. „Aðrar skuldbindingar eru ekki á okkur og við munum fylla þetta hús — sem héðan I frá heitir Húsgagnahöllin, Jón Hjartarson fyrir framan Húsgagnahöllina — áður Sýningahöllina. Brátt verður þarna stærsta húsgagnaverzlun landsins á 10.000 fermetra gólffleti. DB-mynd Sigurður Þorri. afhúsgögnum, fyrst 5.000 fermetraog svo 10.000 fermetra.” — Verða fleiri sýningar i þessu húsi? „Það veit ég ekkert um. En eins og málin horfa við mér í dag bendir flest til að arðbærari rekstur sé að leggja húsiðundirsig.” -KMU. Kaupmenn opna enn á laugardögum: Lögreglan lokaði f imm verzlunum \ Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af fjórum kaupmönnum sem opnað höfðu verzlanir sinar á laugardags- morgun í trássi við borgarsamþykktir. Fór hún að líkt og fyrr, stóð fyrir utan dyr verzlana og hindraði fólk í því að komast inn. Allt fór fram með mestu ró og spekt. Nú er aðeins ágústmánuður eftir af þeim tíma sem þessar umdeildu samþykktir taka til. Haft hefur verið eftir Sigurjóni Péturssyni, forseta borg- arstjórnar, að liklega verði þessum reglum breytt fyrir næsta sumar, enda er borgarlögmaður, á þeirri skoðun að þessar reglur brjóti jafnvel í bága við stjórnarskrá. Stríðið virðist því brátt á enda og hefur )>eim kaupmönnum fækkað sem opið hafa á laugardags- morgna. -DS. Einar Strand í dyrum verzlunar sinnar, Skjólakjörs. Hann fékk ekki að afgreiða viðskiptavini sína á laugardag fremur en fyrri laugardaga i sumar. DB-mynd Bj. Bj. Spameytnar bif reiðir lækka um 5% Gefin hefur verið út reglugerð um lækkun innflutningsgjalda á sparneytnum bifreiðum. Lækkar innflutningsgjaldið úr 50% i 35% sem þýðir að sparneytnar bifreiðir lækka í verði um sem svarar 5%. Þessi reglugerð á einungis við um bifreiðir sem eru með minni vélar en 2200 rúmsentimetra sprengirými og falla því allar venjulegustu fólksbifreiðir undir þessi ákvæði, en algengt er að vélarstærð fólksbifreiða sá á bilinu 1100—1600 rúmsentimetrar. I frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að þessi á- kvörðun sé tekin til þess að auðvelda fólki að eignast bifreiðir og stuðla jafnframt að sparnaði á innfluttu bensíni. -ESE. Rólegt við Galtalæk Bindindismót var haldið í Galta- þess að valda sjálfum sér og öðrum lækarskógi um verzlunarmanna- vandræðum. Margt fólk var hvarvetna helgina. Fór það mjög vel fram aðsögn uppi á hálendingu en engin slys eða lögreglu og skemmtu menn sér vel án önnur óhepp hentu það. -DS. Smurbrauðstofan BJORNINN Njáísgötu 49 — Simi 15105 Sérpökkum fyrir ferðalanga . er a rettu Imunni ÁRMÚLA 38 (Selmúlamegin), 105 REYKJAVIK REYKJAVIK. SÍMAR 31133, 83177, PÓSTHÓLF 1366. • Vorum að taka upp nýja sendingu af AIWA hljóm- tækjum. • Þar á meðal þessa nýju línu af mini hljómtækjum sem er bæði fyrir 220 volt og 12 volt. • Tilvalin í húsbílinn, sumarbústaðinn eða hvar sem er. Skoðið í gluggana Allt tíl hljómflutnings fyrir: HEIMILIÐ, BÍLINN OG DISKÓTEKIÐ Sendum í póstkröfu

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.