Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 9

Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981. I V i Erlent Erlent Erlent Erlent REUTER Tveirfangar létustum Forseti Gambíu hvetur uppreisnarmenn til að gefast upp: Uppreisnarmenn í Gambíu haida um þrjátíu gíslum —Meira en 300 hafa fallið frá upphafi valdaránstilraunarinnar í síðustu viku helgina Tveir fangar úr hópi IRA-manna í Maze-fangelsinu á Norðurírlandi létust um helgina eftir að hafa verið í mót- mælasveiti í meira en sjötfu daga. Alls hafa nú átta IRA-menn svelt sig til bana í Maze-fangelsinu til að leggja áherzlu á kröfur sínar um að reglum í fangelsinu verði breytt. Til óeirða kom í borgum á Noðrur-írlandi er fréttist um lát þeirra. Fjölskylda eins fanganna sem verið hafa f mótmælasvelti bað á föstudags- kvöld lækna um að reyna að bjarga lífi hans eftir að hann hafði misst meðvit- und. Urðu læknar við beiðni fjölskyld- unnar. Marxiskir uppreisnarmenn sem enn berjast gegn stjórnarhermönnum í Gambfu hafa látið lausa tvo stjórnarerindreka frá Senegal úr hópi um þrjátíu gísla sinna. Stjórnarerindrekarnir tveir voru látnir lausir eftir að Dawda Jawara forseti Gambíu flutti útvarpsávarp þar sem hann hvatti uppreisnarmenn til að gefast upp og láta alla gíslana lausa. Heimildir innan stjórnarhersins greina að meðal gfslanna sé eiginkona forsetans, átta börn hans og nokkrir ráðherrarlandsins. Fréttamaður Reuters f Banjul, höfuðborg Gambiu, skýrði frá þvf í gærkvöldi að meira en 300 manns hefðu fallið í bardögum frá því valdaránstilraunin í landinu hófst. Fréttamaðurinn sagði að upp- reisnarmennirnir, undir forystu ungs sósfalista að nafni Kukli Samba Sanyang, ættu enn í bardögum við hersveitir frá Senegal sem forseti Gambfu hafði kallað á vettvang. Talsmenn hersveitanna frá Senegal segja að tfu menn hafí fallið úr þeirra röðum og 36 særzt. í útvarpsávarpi sfnu f gær sagði Dawda Jawara forseti Gambíu að lífi uppreisnarmanna yröi þyrmt ef þeir legðu niður vopn og létu gíslana lausa. Forsetinn, sem var staddur f London vegna brúðkaups Karls prins og lafði Díönu Spencer, þegar valdaránstilraunin var gerð, hvatti alla íbúa Gambíu til að snúa aftur til vinnu. Að sögn sjónarvotta i Banjul hefur verið mikið um þjófnaði í borginni eftir valdaránstilraunina. í mörgum tilfellum hafa þar átt hlut að máli fangar sem uppreisnarmenn létu lausa og fengu vopn í hendur. Stjórnarhermenn hafa nú hafizt handa um að afvopna borgara sem uppreisnarmenn höfðu vopnað. Verkfall f lugumf erðarst jóra íBandaríkjunum: Reagan hótar flug- umferðarstjórunum —brottrekstri úr starf i ef þeir snúa ekki afturtil vinnu Flugumferðarstjórar í Bandarikjun- um halda áfram verkfalli sínu í dag þrátt fyrir að Reagan forseti hóti þeim brottrekstri úr starfi ef þeir snúa ekki aftur til vinnu. Einnig hóta dómstólar þeim milljón dollara sekt á dag. Flugumferðarstjórar segja að þessar hótanir breyti engu um afstöðu þeirra. Helmingur alls innanlandsflugs í Bandaríkjunum lá niðri í gær vegna verkfallsins, Fullyrt er að verkfall flugumferðar- stjóranna kosti Bandaríkin 250 milljón dollara á dag. Begm reymst stjómarmyndunin mjög erfið Menachem Begin, forsætisráð- herra ísraels, hefur enn ekki tekizt að mynda nýju samsteypustjórnina sem hann hefur unnið að, síðustu vikur. Búizt hafði verið við að hann kæmi stjórninni saman um helgina en af því hefur enn ekki orðið vegna ágreinings milli tveggja trúarlegu flokkanna sem hann ætlar sér að styðjast við. Verði af stjórnarmynduninni er reiknað með að hin nýja stjórn verði sú ósveigjanlegasta í sögu ísraels. Heimildir er standa nærri Begin sögðust í gærkvöldi búast við að ágreiningurinn yrði jafnaður mjög fljótlega og Begin myndi þegar á morgun gefa út yfirlýsingu um að ný stjórn hefði verið mynduð. Andlegir leiðtogar heittrúarflokks- ins Agudat Israel gáfu þingmönnum flokksins í gærkvöldi leyfi til að ganga til stjórnarmyndunar eftir að Begin hafði heitið að beita sér fyrir breytingum á lögum um inntöku nýrra gyðinga í samfélagið. Agudat Israel hefur krafizt þess að þeir einir skuli fá full borgararéttindi gyðinga í ísrael sem hafa verið teknir inn i sam- félagið af rétttrúuðum rabbium. Þetta atriði kann að valda mjög alvarlegum ágreiningi ísraels og hins gyðinglega samfélags í Bandaríkjun- um og sýnir vel hversu langt Begin hefur þurft að ganga til að koma saman starfhæfri stjórn. Þar sem samstarfsflokkar Begins í þeirri stjórn sem hann er talinn í þann veginn að mynda byggja allir á trúar- legum grunni verða mörg atriðin i málefnasamningnum trúarlegs eðlis. Þannig er talið að þau lög er gilda um hvíldardaginn (sabbatinn) verði hert svo mjög að flugvellir og hafnir i ísrael verði næstum algjörlega lokuð á hvíldardegi og starfsemi flugfélags- ins El Al muni liggja niðri. Það er enda fastlega reiknað með að stjórnarmyndunin muni mæta mjög mikilli andstöðu meðal þeirra sem ekki teljast til rétttrúaðra. Þegar hefur orðið vart nokkurra mótmæla. í gærkvöldi festu nokkrir ungir liðsforingjar í ísraelsher upp skilti á sinn trúfræðiskóla í landinu. Á skiltinu stóð: „Undirritið hér og sleppið þannig við herþjónustu.” Með þessu vildu þeir mótmæla væntanlegu ákvæði í málefnasamn- ingi nýju rikisstjórnarinnar sem gerir fleiri trúfræðistúdentum kleift að sleppa við herþjónustu. Menachem Begin. Honum sækist stjórnarmyndunin seint. Til vinstri á myndinni er Jósef Burg, formaður Þjóölega trúarflokksins. Mikii mótmælaalda hetur gengið yfir Nýja-Sjáland að undanförnu vegna heimsóknar „rugby”-fótboltaliðs frá Suður- Afríku þangað. Robert Muldoon, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur boðað til fundar með andstæðingum heimsóknar „rugby”-liösins og þar verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort fyrirhugaðir leikir liðsins verði afboðaöir. Suður-afrfska liðið hefur þegar leikið þrjá af fyrirhuguðum sextán leikjum i Nýja-Sjálandi en einum leiknum varð að aflýsa vegna öflugra mótmæla. Myndin er frá mótmælum er urðu í Gisbone á Nýja-Sjálandi vegna heimsóknar liðsins. Megum við benda yður á! Ath. SKOVERZLUN S. WAAGE Domus Medica, Egilsgötu 3 — Sími 18519 Utsalan er í minni fiindarsal. Gengiö inn um aðaldyr - salur til vinstri. ■ J

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.