Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 11

Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981. ð Erlent Erfent Erlent Erlent I Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14-S 21715,23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S. 31615. 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis Enn er leitað að flaki Titanic: Könnuðu 100 ferkílómetra svœði en án árangurs Allar götur síðan skemmtiferða- skipið Titanic fórst árið 1912 í jóm- frúferð sinni og með því yfir 1500 farþegar hefur mjög verið reynt að finna flakið. Sá er hængur á að dýpi hafsins er mikið á þessum slóðum, eða yfir 3.640 metrar, og hafa þvi allir leitarleiðangrar farið erindis- leysu hingað til. En þar sem um borð í skipinu voru demantar og aðrir dýr- gripir að verðmæti yfir 2,2 milljarða króna, lokkar flakið enn til sín marga ævintýramenn í leit að skjótfengnum gróða. Einn slíkur leiðangur sneri aftur til Boston í Bandaríkjunum nýlega eftir Vist eru þeir likir styttan McEnroe og maðurinn McEnroe. Mc Enroe hitti Jyrir jafnoka sinn John McEnroe sigraði Björn Borg 1 úrslitaleik Wimbledon-keppninnar i tennis hér á dögunum, en nokkrum dögum síðar hitti McEnroe fyrir jafn- oka sinn. Sá merki atburður gerðist á vaxmyndasafni Madame Tussauds í London og jafnoki hans var enginn annar en McEnroe sjálfur, steyptur í vax. Styttan af McEnroe þykir svo lygi- lega lík honum að þeir sem viðstaddir voru athöfnina þegar styttan var afhjúpuð sögðust ekki gcta þekkt stytt- una frá manninum. Stæði McEnroe grafkyrr uppi við styttuna var ekki nokkur leið að sjá hvorvar sá rétti og varð McEnroe að lyfta hendinni til að leysa þá gátu. interRent car rental níu daga árangurslausa leit á rann- sóknarskipinu Gyre. Leitað var á um 100 ferkílómetra svæði, þar á meðal i stórbrotnu gljúfri á hafsbotninum, en hvorki tangur né tetur af Titanic kom í leitirnar. Visindamenn um borð í Gyre sögðu að vfsu að myndir sem teknar voru af hafsbotninum sýndu nokkra manngerða hluti, en hvort þeir eru úr Titanic eður ei getur enginn dæmt um. Leiðangursmenn hyggja á aðra ferð í leit að flakinu en leitina kostar olíujöfur frá Texas að nafni Jack Grimm. Marga grunar að ástæða þess að flakið hafi ekki fundizt sé sú að staðarákvörðunin sem Titanic gaf síðast upp hafi verið röng og verði þvf að stækka enn leitarsvæðið. Eða eins og einn leiðangursmanna á Gyre sagði við komuna til Boston: „Það eina sem við vitum um Titanic er að flakið var ekki þar sem við leit- uðum.” Titanic sökk er sldplfl slgldi á relds, en Lusitania, sem meflfylgjandi mynd er af, sökk er skipið varð fyrir tundurskeyti þýzks kafbáts i heims- styrjöidinni fyrri. HVERSVEGNAER SKYLDU . .. ERIHAGSTVEÐASTA AV0XTUN SMRIFIAR K DAG? Vegna þess að húsnæðislöggjöfinni hefur verið breytt, þannig, að nú gilda eftirtalin kjör í aðalatriðum um ávöxtun skyldusparnaðarfjár: 1. Það er full verðtryggt með lá nskja ra vísitöl u. 2. Vísitölutryggingin er reiknuð út mánaðarlega á inneign hvers og eins. 3. Fjárhæð sú, sem vísitölutryggingin myndar í hverjum mánuði fyrir sig, er lögð við innistæðuna í byrjun næsta mánaöar á eftir. 4. Skyldusparnaðarféð er skattfrjálst með öllu. 5. Vextir nema 2,0% á ári. Samkvæmt þessum kjörum verður ávöxtun ákveðinnar inneignar í skyldusparnaði sem hér segir(svo að dæmi sé tekið): Kr.5.950,00 eru lagðar inn á skyldusparnaðarreikning í Byggingarsjóði ríkisins íjúlí 1980. Ári síðar, í júlí 1981, hefur þessi fjárhæð hækkað í kr. 5.952,00. Fjárhæðin hefur því hækkað um 50.94% á 12 mánaða tímabili. Auk þess er hún skattfrjáls með öllu. Af þessu má sjá, að ein hagstæðasta ávöxtun sparifjár, sem ungt fólk á kost á nú, er í skyldusparnaði Byggingarsjóðs ríkisins. Fess vegna skal ungt fólk, sem eru þátttakendur í skyldusparnaði, hvatttil að: •taka inneign sína í skyldusparnaði ekki út, þótt fyrir hendi sé réttur til þess, nema brýn nauðsyn krefji. •fyigjast rækilega með því, að atvinnurekendur greiði tiiskilinn hluta launanna inn á skyldusparnaðarreikning hvers sparanda fyrir sig. MUNIÐ: Skyldusparnaður nú getur gert íbúðarkaup möguleg síöar. c>Qa Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.