Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 21

Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 21
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981. FIMM ARA RÆNINGIOG TT Tvö ný blöð f rá Vernharði Linnet & Co. 25 Alltaf er jafnmikill léttir að sjá Lystræningjann, svona í þann mund sem maöur er búinn að gefa hann upp á bátinn og farinn að hugsa til erfidrykkjunnar. Nú hefur ritið komið út í fimm ár, sem er heil eilifö þegar um islenskt timarit er að ræða, og gerast bókmennta- og/eða menn- ingartímarit varla langlifari hér um slóðir. Þessa þrautseigju hlýtur að mega þakka þríeykinu Ólafi Orms- syni, Vernharði Linnet og Þorsteini Marelssyni, sem blásið hafa lífsanda i sérhvert tölublað. Sem fyrr er efni blaðsins bæði mis- jafnt og fjölbreytilegt: skáldskapur, kvikmyndaskrif, þýðingar, og aðstandendur leyfa sem flestum að láta ljós sitt skina. Þetta 18. hefti er þó ólíkt öðrum Lystræningjum að þvi leyti aö leikbókmenntir og jass- tónlist, tvö höfuðviðfangsefni blaðs- ins undanfarin ár, eru viðs fjarri. Hins vegar tilkynna ritstjórar i for- mála aö næstu tvö hefti verði helguð leikhúsmálum. Súrrealismi f uppsveif lu Það er sterkur súrrealískur blær á flestu því efni, ljóðum sem prósa, sem birtist i þessu blaði, hvort sem þaö er til merkis um nýjan áhúga ungra höfunda á þeirri stefnu eður ei. Þar er blákaldur veruleikinn sífellt að breytast i eitthvað annaö og ævin- Lystræninginn og Tóniistartimaritið. týralegra. Sjá: „Snákur verður / regnhlif / nál I sólúri / hnefafylli af vatni / og söltu andliti / og hálfri peru / og ilmgleri / og exi”. Skáldið heitir Sjón og sýn hans nefnist Sjálfs- mynd. Draumsýnir og ummyndanir ganga einnig ljósum logum í skáldskap Matthiasar Sigurðar Magnússonar, Þórs Eldon og Gunnars Magnús. Ýmsar ólíkindalegar og óhugnan- legar samlíkingar eru þarna dregnar fram innan i ljóðum, þær koma manni i opna skjöldu eitt augnablik (einkarlega hjá Matthíasi), en hins vegar hanga ljóðin ekki nógu vel saman þegar þau eru skoðuð sem heild. Ólafur Engilbertsson er á svip- aðri bylgjulengd i prósa sínum er nefnist Draumar, en i þeim draumi kemur m.a. fyrir Jóhann Hjálmars- son skáld og gagnrýnandi á Mbl. Efndir loforða En þótt í þessum skáldskap séu ýmsar brotalamir er hann uppfullur af lífsorku og sköpunargleði, en hið sama verður vart sagt um raunsærri ljóð eftir Sigmund Erni Rúnarsson og Gunnar Sverrisson; sem eru sannast sagna ósköp flatneskjuleg. Á hinn bóginn stendur hin unga skáldkona, Bergþóra Ingólfsdóttir, fyllilega við það sem hún lofaði f fyrstu ljóðabók Bók menntir AÐALSTEINN INGÓLFSSON sinni. Ljóð hennar, Kona, er eftir- tektarverð tilraun til aö láta i ljós tilfínningaleg sannindi. Ljóð Bjarna Bernharðar benda einnig til þess að höfundur sé í betra jafnvægi en oft áður. Smásaga Jóns frá Pálmholti er glúrin ádrepa á vissa manngerð íslenska og Gisli T. Guðmundsson skrifar endurminningar úr grjótnámi, 1943. Ég get ekkert sagt um tvö lög eftir Áskel Másson, en hugleiðing Sigurðar Jóns Ólafssonar um kvik- myndahátfð fannst mér skynsamleg. En nú ber svo við að Lystræning- inn er ekki einn á báti, því f humátt á eftir honum kemur nýtt rit, Tónlistartímaritið eða TT. Bœtt útlit, takk Þar er Vernharður Linnet aftur í ritstjórn, skrifaður ritstjóri, en með honum er einvalaliö úr ýmsum áttum, úr jassheimi, klassik og þjóð- lagaheimi. Með þvi að höfða til allra þessara áhugahópa held ég að hljóti að vera hægt að reka tónlistarrit á íslandi. Mér sýnist sem aðstandendur hafi haft danska tónlistartímaritiö MM að fyrirmynd og ekkert um það að segja. Hins vegar mætti útlit og framsetning efnis almennt vera skemmtilegri. Annars er blaðið sneisafullt af góðu efni. Guðmundur Árnason gerir skilmerkilega grein fyrir val- kostum þeirra sem þurfa að láta hljóðrita á íslandi og Jón Múli Árnason minnist Gunnars Ormslev á sinn sérstaka og einlæga hátt. Aagot Óskarsdóttur er mikið niðri fyrir í grein um söngvakeppni sjón- varpsins og „hvaða veruleik hún stílar upp á”. Sannast sagna held ég að skopskynið dugi best til að fjalla um slík fyrirbæri. Svavar Gests rifjar svo upp komu erlendra jassleikara í gamla daga og Rikharður ö. Pálsson fjallar um Bitiana út frá dálitið sér- kennilegu sjónarhorni. Margt annað fróðlegt og læsilegt er í blaðinu. M.a. er mönnum kennt að stilla píanó. Svo er ekki lítils virði að fá almennilega ígrundaða plötudóma í lokin. Verði framhald á þessum efnisgæðum, þarf TT engu að kvíða í framtíðinni. - ÁI Þjönusta Þjónusta Þjónusta 3 Önnur þjónusta 3 23611 HÚSAVIÐGERÐIR 23611 Tökum aö okkur allar viðgerðir á húseignum, stórum sem smáum, svo sem múrverk og trésmíðar, járnklæðn- ingar, sprunguþéttingar og málningarvinnu. Girðum og lögum ióðir, steypum heimkeyrslur. HRINGIÐ í SÍMA 23611 Sláttuvélaviðgerðir Skerping og leiga. Guðmundur A. Birgisson Skemmuvegi 10. Kópavogi. smi77045 Kjarnaborun! Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, glugga. loftræstingu og ýmiss konar lagnir, 2”, 3", 4”, 5”, 6”, 7” borar. Hljóðlátt og ryklaust. Fjarlægjum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað - er. Förum hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. KJARNBORUN SF. _______Slmar: 38203 - 33882. BLADID Srjálst, nháð dagblað BAÐINNRETTINGAR - SÓLBEKKIR Smíðum baðinnréttingar, sólbekki, fataskápa og fleira eftir máli. TRÉSMIÐJAN KVISTUR, SÚDARVOGI42, (KÆNUVOGSMEGIN) SÍMI33177 ÚDÝR EINANGRUN 6" og 31/2" Glerullareinangrun m/álpappír. EINANGRUN Auðbrekku 44-46 Sími 45810 c Jarðvinna-vélateiga 3 LOFTPRESSUR - GRÖFUR fökum aö okkur allt múrbrot, sprengingar og fleygavinnu í hús- grunnum og holræsum. Einnig ný „Case-grafa” til leigu í öll verk. Gerum föst tilboð. Vélaleiga Símonar Símonarsonar, Kríuhólum 6. Sími 74422 S S I oiniiim m* stálverkpalla, álverkpalla og L6IIJJUIII UL álstiga, stærðir 5—8,metrar. Fallar hf. .Verkpallar —stigar Birkigrund 19 200 Kópavogur Sirni 42322 Loftpressur — Sprengivinna Traktorsgröfur símí 33050-10387 Helgi Friðþjófsson FR-Talstöð 3888 0 TÆKJA- OG VELALEIGA ' Ragnars Guðjónssonar Skemmuvogi 34 — Simar 77620 — 44508 Loftpressur Hrærivélar Hitablásarar Vatnsdælur Haþrýstidæla Stingsagir Heftibyssur Höggborvél Ljósavél 3 1/2 kílóv. Beltavélar Hjólsagir Keðjusög Múrhamrat MURBROT-FLEYQUh MEÐ VÖKVAPRESSU HLJÓÐLÁTT RYKLAUST ! KJARNABORHN! hjóll Harðanon.Vélaklga SIMI 77770 OG 78410 Loftpressuvinna Múrbrot, fleygun, borun og sprengingar. Sigurjón Haraldsson Sími 34364. s Þ Gröfur - Loftpressur Tek að mér múrbroí, sprengingar og fleygun í húsgrunnum og holræsum, einnig traktorsgröfur í stór og smá verk. Stefán Þorbergsson Sími 35948 c Pípulagnir-hreinsanir 3 Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr vöskum, wc rörum, baðkerum og niður föllum. Hreinsa og skola út niðurföll i bila plönuni og aðrar lagnir. Nota til þess tankbil með háþrýstitækjum. loftþrýslitæki. ral magnssnigla o.fl. Vanir menn. Valur Helgason, simi 16037. c ■m- Viðtækjaþjónusta 3 Sjónvarpsviðgerðir Heima eða á verkstæði. Allar tegundir. 3ja mánaða ábyrgð. Skjárinn, Birgstaöaslræli 38. Dag', kuild ug helgarsimi 21940. BIAÐIB ERSMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.